Tíminn - 08.02.1995, Page 14
14
Mi&vikudagur 8. febrúar 1995
DAGBOK
IWWWWUWWWWWWWUI
Miðvikudagui*
8
febrúar
39. dagur ársins - 326 daqar eftir.
ó.vika
Sólris kl. 9.47
sólarlag kl. 17.38
Dagurinn lengist
um 7 mínútur.
Félag eldri borgara í
Teykjavík og nágrenni
Handavinnu- og föndur-
námskeið í Risinu kl. 13 í dag.
Gjábakki, Fannborg 8
„Opiö hús" eftir hádegi í
dag. Um kl. 15 kemur Kjartan
Lárusson og kynnir þá mögu-
leika sem Edduhótelin bjóöa
uppá. Kaffi og vöfflur.
Hafnargönguhópurinn:
Þorraganga
í kvöld, miðvikudagskvöld í
16. viku vetrar, fer HGH kl.
20 frá Hafnarhúsinu niður á
Miðbakka og þaðan í stutta
gönguferð meö Gömlu höfn-
inni og ströndinni eftir
göngustígum inn að Sólfarinu
og sömu Ieið til baka. Á leið-
inni verða rifjaðir upp gamlir
sjávarhaettir og nýir kynntir;
m.a. verður litið inn í Fisk-
kaup h/f og skoðuð nútíma
saltfiskverkun.
í lok göngunnar býður
HGH upp á gamla sýrudrykk-
inn og heitt molakaffi í Hafn-
arhúsinu og göngufólkið get-
ur tekið upp nesti (gjarnan
þorramat) sem það hefur með
sér. Þórður mætir með nikk-
una. Allir eru velkomnir í ferð
með HGH.
Vensla-tríóib debúter-
ar á háskólatónleikum
Á háskólatónleikunum í dag
kl. 12.30 kemur Vensla-tríóið
fram í fyrsta sinn opinberlega.
Tríóiö er skipaö Hildigunni
Halldórsdóttur fiðluleikara,
Sigurði Halldórssyni sellóleik-
ara og Erni Magnússyni pí-
anóleikara. Tríóið kom fyrst
saman á haustdögum og hef-
ur hingað til leikið fyrst og
fremst sér og öðrum fjöl-
skyldumeðlimum til ánægju.
Meðlimir tríósins hafa lengi
leikib kammermúsík með hin-
um ýmsu kammerhópum og
hafa auk þess margvíslega
reynslu af ýmiskonar söng og
hljóðfæraslætti.
Á tónleikunum leikur
Vensla-tríóið Tríó í B-dúr, Op.
99, D.898, eftir Franz Schu-
bert. Verkið er eitt vinsælasta
tríó Schuberts og var samið
1826 í Vínarborg, en kom út
árib 1836, eftir lát tónskálds-
ins. Verkið er dáð fyrir létt-
leika og fjölskrúðugar laglín-
ur. Sagt hefur verið um verkið
að í því sé að finna allt það
sem skipti máli fyrir Schubert
í tónlistargerð: fínar laglínur,
kitlandi hrynjandi, stööugar
fígúrasjónir, rómantíska ang-
urværð og harmóníska til-
breytni.
Aðgangseyrir á hljómleik-
ana er 300 krónur, en frítt fyr-
ir handhafa stúdentaskírtein-
is.
Málþing um varnir
gegn tóbaksneyslu
barna og unglinga
í dag, miðvikudag, efnir
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
til málþings fyrir skólahjúkr-
unarfræðinga um varnir gegn
tóbaksneyslu barna og ung-
linga. Sérstaklega verður fjall-
að um hlutverk skólahjúkrun-
arfræðinga og heilbrigðis-
stétta ilmennt í þessu mikil-
væga forvarnastarfi. Málþing-
ið verður haldið að Hótel
Sögu, þingstofu A, og hefst kl.
9.
Aösendar greinar, afmælis-
og minningargreinar
sem birtast eiga í blaöinu þufa ab hafa borist ritstjórn blabsins,
Brautaholti 1, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum
vistab í hinum ýmsu ritvinnsluforritum sem
texti, eða vélritabar. WlWflít!®
SÍMI (91)631600
Cuömundur Einarsson frá Miödal og Jóhannes 5. Kjarval voru meöal
helstu íslenskra myndlistarmanna, hvor á sínu sviöi.
Kjarvalsstaðir:
Sýnlngin „Leirlist
á íslandi" framlengd
til sunnudags
Vegna mikillar aðsóknar
hefur verið ákveðið að fram-
lengja sýninguna „Leirlist á
íslandi" til 12. febrúar (þ.e. til
næsta sunnudags).
Sýningin er í Vestursal og
Miðsal Kjarvalsstaöa. Á henni
eru leirlistaverk eftir rösklega
tuttugu listamenn. Elstu verk-
in eru fuglamyndir Guð-
mundar Einarssonar frá Mið-
dal, frá því um 1930, en þau
yngstu eru frá allra síðustu ár-
um.
í Austursal stendur nú yfir
sýning á verkum úr eigu Kjar-
valssafns. Á henni eru myndir
af þekktum íslendingum,
landslagsteikningar og olíu-
verk, uppstillingar, en einnig
teikningar af ýmsum þeim
furðuverum sem einkenna
myndheim Jóhannesar
Sveinssonar Kjarvals.
Sýningin á verkum Kjarvals
verður opin fram til 21. maí.
Kjarvalsstabir eru opnir dag-
lega frá 10-18. Kaffistofa Kjar-
valsstaða er opin á sama tíma.
Kristnibobs-
samkomur í
Hafnarfirbi
Almenn samkoma verbur
haldin á morgun, fimmtudag,
í húsi KFUM og KFUK vib
Hverfisgötu í Hafnarfirði,
Gréta Bachmann, fyrrum for-
stöðukona, sýnir myndir frá
Kenýu, en þangað fór hún á
sl. ári. Sr. Frank M. Halldórs-
son, prestur í Neskirkju í
Reykjavík, flytur hugleiðingu
og Bylgja Dís Gunnarsdóttir
af Suðurnesjum syngur ein-
söng.
Samkoman á morgun er sú
fyrsta af fjórum, sem haldnar
verða fjögur kvöld í röb.
Kynnt verður starf Sambands
íslenskra kristniboðsfélaga í
Afríku, en á vegum þess eru
nú 14 manns í Eþíópíu og Ke-
nýu. Þá verður flutt hugvekja
á hverju kvöldi og einsöngv-
ari mun syngja. Einnig verbur
mikill almennur söngur. í lok-
in geta gestir sest vib kaffi-
borb og spjallað saman. Síð-
asta samkoman verður á
sunnudaginn kemur.
Allir eru velkomnir á
kristnibobssamkomurnar í
húsi KFUM og KFUK.
„Fávitinn"
sýndur í __
bíósal MÍR
Nk. sunnudag, 12. febrúar
kl. 16, veröur kvikmyndin
„Fávitinn" sýnd í bíósal MÍR,
Vatnsstíg 10. Mynd þessi er
byggð á fyrsta hluta sam-
nefndrar skáldsögu Fjodors
Dostojevskíj, sem komið hef-
ur út á íslensku í þýðingu
Ingibjargar Haraldsdóttur, en
leikgerð sögunnar er nú sýnd
í Þjóöleikhúsinu við mikla að-
sókn. Kvikmyndin var gerð
árib 1958 í Moskvu í leik-
stjórn Ivans Pyrjev, kvik-
myndatökumaður var V.
Pavlov og tónlist eftir N.
Krjúkov. Með aðalhlutverk
fara J. Jakovlév, J. Borisova, N.
Podgorný og R. Martinova. ís-
lenskur texti er meb mynd-
inni. Aðgangur ókeypis.
Daqskrá útvaros oq siónvaros
Mibvikudagur 8. febrúar 6.45 Ve&urfregnir 6.50 Bæn: Bjarni Þór Bjarna- son flytur. 7.00 Fréttir 7.30 Fréttayfirlit og veburfregnir 7.45 Heimsbyggb 8.00 Fréttir 8.10 Pólitíska hornió 8.31 Tlbindi úr menningarlífinu 8.40 Bókmenntarýni 9.00 Fréttir 9.03 Laufskálinn 9.45 Segbu mér sögu, „Ævisaga Edisons" 10.00 Fréttir 10.03 Morgunleikfimi meb Halldóru Björnsdóttur. lO.IOÁrdegistónar 10.45 Veburfregnir 11.00 Fréttir 11.03 Samfélagib f naermynd 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 Ab utan 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veburfregnir 12.50 Aublindin 12.57 Dánarfregnir og auglýsingar 13.05 Hádegisleikrit Utvarpsleikhússins 13.20 Stefnumót 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan, „Sóla, Sóla" 14.30 Um matreibslu og borbsibi 15.00 Fréttir 15.03Tónstiginn 15.53 Dagbók 16.00 Fréttir 16.05 Skíma - fjölfræbiþáttur. 16.30 Veburfregnir 16.40 Púlsinn - þjónustuþáttur. 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á síbdegi 18.00 Fréttir 18.03 Þjóbarþel - Odysseifskviba Hómers 18.30 Kvika 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar og veburfregnir 19.35 Ef væri ég söngvari 20.00 Verdi, - ferill og samtíb 21.00 Króníka 21.50 íslenskt mál 22.00 Fréttir 22.07 Pólitíska hornib 22.27 Orb kvöldsins 22.30 Veburfregnir 22.35 Ljóbasöngur 23.10 Hjálmaklettur 24.00 Fréttir 00.10 Tónstiginn 01.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns Mibvikudagur 8.febrúar 13.30 Alþingi A 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leibarljós (81) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnib 18.30 Völundur (44:65) 19.00 Einn-x-tveir 19.15 Dagsljós 19.50 Víkingalottó 20.00 Fréttir 20.30 Vebur 20.45 Á tali hjá Hemma Gunn Hemmi Gunn tekur á móti góbum gestum og skemmtir landsmönnum meb tónlist, tali og alls kyns uppá- tækjum. Dagskrárgerb: Egill Ebvarbs- son. 21.45 Hvíta tjaldib í þættinum verbur mebal annars sýnt úr nýrri mynd Ingu Lísu Middleton, ( draumi sérhvers manns..., og rætt vib höfundinn. Umsjón og dagskrár- gerb: Valgerbur Matthíasdóttir. 22.05 Brábavaktin (5:24) (ER) Bandarískur myndaflokkur sem segir frá læknum og læknanemum í brábamóttöku sjúkrahúss. Abalhlut- verk: Anthony Edwards, George Clooney, Sherry Stringfield, Noah Wyle og Eriq La Salle. Þýbandi: Reyn- ir Harbarson. 23.00 Ellefufréttir 23.15 íþróttaauki Sýnt verbur úr leikjum kvöldsins. 23.25 Einn-x-tveir Spáb í leiki helgarinnar í ensku knatt- spyrnunni. Endursýndur þáttur frá því fyrr um daginn. 23.40 Dagskrárlok Miðvikudagur 8. febrúar 16.45 Nágrannar 'fí.O 1710 Glæstarvonir ^OlUtlí 17.30 Sesam opnist þú ^ 18.00 Skrifab í skýin 18.15 VISASPORT 18.45 Sjónvarpsmarkaburinn 19.19 19:19 19.50 Víkingalottó 20.15 Eirfkur 20.40 MelrosePlace (28:31) 21.30 Stjóri (The Commish II) (16:22) 22.15 Freddie Starr Þessi sprenghlægilegi, breski grínisti fer hér á kostum. (2:6) 22.45 Uppáhaldsmyndir Anjelicu Huston (Favorite Films) Fróblegur þáttur þar sem Anjelica segir frá því hvaba gerb kvikmynda henni líkar vib og sömu- leibis hverjar eru hennar uppáhalds- kvikmyndir. 23.15 Leigumorbinginn (Double Edge) Hörkuspennandi hasarmynd um alríkislögreglukonuna Maggie sem einsetur sér ab koma tálkvendinu Carmen á bak vib lás og slá en sú síbarnefnda er skæbur leigumorbingi. Abalhlutverk Susan Lucci og Robert Urich. 1992. Bönn- ub börnum. 00.45 Dagskrárlok
APÓTEK
Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apótel Reykja-
vlk frá 3. tll 10. febr. er I Borgarapótekl og
Reykjavfkur apótekl. Þaö apótek sem fyrr er nefnt
annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl.
9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudög-
um. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru
gefnarfslma 18868.
Neyðarvakt Tannlæknafélags íslands
er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Símsvari
681041.
Hafnarfjöröur: Hafnarfjaróar apótek og Noröurbæjar apó-
tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skipt-
is annan hvern laugardag kl. 10.0Ó-13.00 og sunnudag kl.
10.00-12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600.
Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin
vlrka daga á opnunartima búða. Apótekin skiptast á sina
vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu.
Á kvöldin er opið I því apóteki sem sér um þessa vörslu,
til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-12.00 og
20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt.
Upplýsingar eru gefnar f sima 22445.
Apótek Keflavlkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00.
Laugard., helgidaga og almenna fridaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-
18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30-14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á
laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opi? virka daga til kl. 18.30.
Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00.
Garðabær: Apótekið er opíð rúmhelga daga kl. 9.00-
18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
ALMANNATRYGGINGAR
HELSTU BÓTAFLOKKAR:
1. februar 1995.
Mánaðargrelðslur
Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir)......... 12.329
1/2 hjónallfeyrir............................11.096
Full tekjutrygging ellilifeyrisþega..........22.684
Full tekjutrygging örorkulifeyrisþega........23.320
Heimilisuppbót...............................7.711
Sérstök heimilisuppbót........................5.304
Bamalífeyrir v/1 bams........................10.300
Meðlagv/1 barns........!.....................10.300
Mæðralaun/feðralaun v/1 bams..................1.000
Mæöralaun/feðralaun v/2ja barna...............5.000
Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri...10.800
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða .............15.448
Ekkjubætur/ekkllsbætur 12 mánaða.............11.583
Fullur ekkjulífeyrir.........................12.329
Dánarbætur í 8 ár (v/slysa)..................15.448
Fæöingarstyrkur..............................25.090
Vasapeningar vistmanna.......................10.170
Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170
Daggrelðslur
Fullir fæðingardagpeningar....:............1.052.00
Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20
Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ...142.80
Slysadagpeningar einstaklings................665.70
Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ....142.80
GENGISSKRÁNING
07. febrúar 1995 kl. 10,48 Opinb. Kaup viðm.gengi Sala Gengi skr.fundar
Bandaríkjadollar 67,20 67,38 67,29
Sterlingspund ....104,76 105,04 104,90
Kanadadollar 48,07 48,27 48,17
Dönsk króna ....11,150 11,186 11,168
Norsk kréna ... 10,028 10,062 10,045
Sænsk króna 9,025 9,057 9,041
Finnskt mark ....14,222 14,270 14,246
Franskur franki ....12,669 12,713 12,691
Belgfskur franki ....2,1327 2,1399 2,1363
Svissneskur franki. 51,82 52,00 51,91
Hollenskt gyllini 39,14 39,28 39,21
Þýsktmark 43,88 44,00 43,94
itölsk Ifra ..0,04167 0,04185 6,256 0,04176 6,244
Austurrfskur sch ,...!.6,232
Portúg. escudo ....0,4250 0,4268 0,4259
Spánskur peseti ....0,5069 0,5091 0,5080
Japansktyen ....0,6765 0,6785 0,6775
írskt pund ....103,82 104,24 98,80 104,03 98,61
Sérst. dráttarr 98,42
ECU-Evrópumynt.... 82,80 83,08 82,94
Grlsk drakma ....0,2808 0,2818 0,2813
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
•MEÐ ÚTIBÚ ALLTÍ
KRINGUM LANDIÐ
MUNIÐ ÓDÝRU
HELGARPAKKANA
OKKAR
REYKJAVtK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar