Tíminn - 10.02.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.02.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Föstudagur 10. febrúar 1995 29. tölublaö 1995 Sjálfstœöismenn oq allaball- ar deila um samskipti þeirra síöarnefndu viö Stasi: Hðrður Einarsson lét af störfum í gærkvöldi og heldur nú á vit nýrra verkefna. Sveinn R. Eyjólfs- son sagði í gærkvöldi í samtali við Tímann að ekki væru fyrirhugað- ar neinar breytingar á rekstri Frjálsrar fjölmiölunar hf. ■ Fjölmargir ungir íslenskir sérfræöingar í læknastétt sem starfa erlendis, ekki síst á Norðurlöndunum bíöa eft- ir tækifæri til ab komast til íslands til starfa. Páll Sig- urbsson rábuneytisstjóri sagbi ab margir þessara lækna kæmu ekki heim vegna þess ab þeirra bibu ekki verkefni vib hæfi. Vitab væri ab þessir læknar myndu margir hverjir hverfa heim, ef þeim bibust vænlegar stöbur. Nærri 200 sérfræðingar hafa sagt upp viðskiptum vib heilbrigðiskerfib, og standi þær uppsagnir skapast án efa stöbur fyrir nýja lækna. Greinilegt er að rábherra hvik- ar hvergi. „Ég held þab sé nú enginn vafi á því ab sérfræb- ingar hafa verið ofnotaðir hér á landi undanfarin ár," sagbi Páll Sigurbsson, rábuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, í gær í samtali vib Tím- ann. Hann sagbi að heilsugæslu- læknar og heimilislæknar væru mjög vel menntabir í dag og gætu hæglega leyst fjölda margt sem þeir gátu ekki sinnt áður fyrir sjúklinga sína. Páll sagði hins vegar að hann áliti að samdrátturinn hjá sérfræbimenntuðum læknum yrði ekki eins mikill og reiknilíkan sem ráðuneytið hefur stuðst við geröi ráb fyrir. Tilvísanakerfið sem heil- brigðisrábherra setti á flot í gær gerir ráö fyrir að sjúklingar leiti til heilsugæslustöðva og heim- ilislækna í auknum mæli. Aðeins 22 sjálfstæðir heimil- islækpar starfa á íslandi í dag — allir í Reykjavík. Hjá þeim eru 30-35 þúsund sjúklingar, en vitað væri að 8-10 þúsund manns í Reykjavík væru hvergi skrábir. Heilsugæslu- stöðvarnar munu vera með um 60 þúsynd manns. ■ Utanríkisráöherro gagnrýndur fyrir stefnuleysi i Evrópumálum: Nauösynlegt ab koma sam- skiptum vib Noreg í lag Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokks og fyrrum sjávarútvegsráðherra, segir það forgangsverkefni að koma sam- skiptum íslands og Noregs í gott horf vegna ástandsins í Evrópu- málum. Hann gagnrýnir utanrík- isráðherra fyrir stefnuleysi í Evr- ópumálum og samningum við Noreg um Svalbarðasvæðið auk stefnuleysis í hvalveiðimálum. Þetta kom m.a. fram í umræbum um skýrslu utanríkisráðherra á Al- þingi í gær. Halldór segir nauðsyn- legt að ná samningum um veiðarn- ar á Svalbarbasvæbinu og veiðar úr norsk/íslenska síídarstofninum, ásamt veibum á svæðinu suður af Reykjaneshrygg. „Það er mjög mikilvægt að þetta gerist sem fyrst. Vib erum tilbúnir að leggja okkar af mörkum í þessum málum og þrátt fyrir að kosningar séu framundan tel ég mikilvægt ab ná þessum samningum. Það er nauðsynlegt vegna stöðunnar í Evr- ópu að Islendingar komi samskipt- um sínum í gott horf," sagði Hall- dór í vibtali vib Tímann. „Ég sakna þess ab utanríkisráðu- neytið hefur ekki komið fram með tillögur um hvernig það vill sjá samskipti íslands og Evrópusam- bandsins á næstu árum. Utanríkis- ráðherra hefur lagt megináherslu á það eitt að Islendingum beri ab sækja um aðild. Norðmenn hafa sett fram hugmyndir um það hvernig þeir vilja styrkja samskiptin við Evrópusambandib. Engar slíkar tillögur hafa komið fram hjá ís- lensku ríkisstjórninni." Halldór segir þab einnig hafa komið fram hjá utanríkisráðherra Norðmanna, að hann geri sér vonir um að Noregur geti notið sérstöbu umfram íslendinga í þessum samn- ingum. „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hengja sig aftan í Norbmenn í þessu máli án þess að móta sjálfstæða stefnu," segir Halldór. ■ Kalda stríbib á Alþingi Björn Bjarnason, formaður utan- ríkismálanefndar, hvatti Alþýðu- bandalagið til þess að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi sam- skipti við kommúnistaflokk fyrr- um Austur-Þýskalands. Þetta kom fram í ræbu Björns um skýrslu utanríkisráðherra á Al- þingi í gær. Tilefni orða Björns Bjamasonar var sjónvarpsþáttur um samskipti framámanna innan Alþýðubanda- lagsins vib austurþýsku leyniþjón- ustuna Stasi. Bjöm beindi máli sínu sér í lagi ab tveimur núverandi þingmönnum Alþýðubandalagsins, Svavari Gestssyni og Hjörleifi Gutt- ormssyni, sem báðir voru vib nám í Austur- Þýskalandi. Alþýbubandalagsmenn brugðust hart við þessari gagnrýni. Ólafur Ragnar Gímsson, formaður flokks- ins, sagði að ásakanir formanns ut- anríkismálanefndar bæru vott um sjúklegt hugarfar. Undir þetta tóku bæbi Svavar og Hjörleifur og reynd- ar þingmenn annarra flokka, s.s. Anna Ólafsdóttir Björnsson, Kvennalista. Hjörleifur Guttorms- son, sagbi að þvert á móti hefði enginn stjórnmálaflokkur gengið í gegn um viblíka uppgjör við fortíö- ina ab þessu leyti. ■ Dagblaöiö Vísir: Hörður selur Sveini R. Stórtíbindi áttu sér stab á fjöl- miðlamarkabnum í gær, jtegar Hörbur Einarsson, fram- kvæmdastjóri og útgáfustjóri DV, seldi Sveini R. Eyjólfssyni, stjórnarformanni og útgáfu- stjóra blaðsins, helmings hlut Reykjaprents hf. í Frjálsri fjöl- miblun. m m f • r~ Tímamynd CS /1 l/l f f C. lr 7 ára, var ígœr ískoöun hjá sérfrœöingnum Friöriki Kr. Cuöbrandssyni, háls- nef og eyrnalœkni á lœkningastofu í Clœsibæ í Reykjavík. Tilvísanakerfiö sem Sighvatur Björgvinsson kynnti ígœr mun hafa víötœk áhrif á starfsemi sérfrœöilœkna m.a. háls-, nef og eyrnalœkna. Páll Sigurösson, ráöuneytisstjóri \ heilbrigöisráöuneytinu: Aöeins 22 heimilislœknar á landinu, allir í Reykjavík. Segir engan sérfrœöingaskort: Islenskir læknar erlendis í biörööum aö komast heim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.