Tíminn - 10.02.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.02.1995, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. febrúar 1995 Mdi 9 Bílar nútímans eru hannaöir fyrir ungt fóik, en eru í mörgum tilfellum of flóknir og erfiöir fyrir eldri kaupendur: Hverfur bílaibnaðurinn aftur til einfaldleikans? Bílakaupendur í dag vilja ekki marga takka í mælaborbinu og flókinn tæknibúnab í nýjum bíl sem þeir kaupa. Fólk hefur upp- götvab at> þat> þarf ekki á allri þessari hugvitssamlegu tækni ab halda. Þetta er álit Friz Mayhew, yfir- manns hönnunardeildar Ford í Bandaríkjunum. „Á níunda ára- tugnum gekk allt út á flókna og tor- skilda tækni, en í dag verbum viö varir við hib gagnstæða," segir Friz í nýlegu dagblaðsvibtali. Bílaiönað- urinn hefur ekki farið varhluta af æskudýrkun undanfarinna ára- tuga, en nú eru blikur á lofti. Framleiðendur bifreiða eru að vakna upp við þann vonda draum, að þeir hafa gleymt að taka með í reikninginn ab kaupendahópur þeirra verbur sífellt eldri. Beggja vegna Atlantshafsins eru menn að vakna til vitundar um þessa stað- reynd, en athyglisvert er í því sam- bandi að þýski sportbílaframleið- andinn Porsche auglýsir um þessar mundir að eðlilegt sé að fólk eignist sinn fyrsta Porsche við 42 ára aldur. St'jómendur Fordverksmiðjanna áætla ab um aldamót verði helm- ingur viðskiptavina þeirra yfir fimmtugu. Spáð er að tala öku- manna 65 ára og eldri muni nær tvöfaldast á næstu 15 árum. Nýir bílar í dag em hins vegar fyrst og fremst hannaðir fyrir ungt fólk. Þetta kom berlega í ljós þegar hönnunardeild Ford hugðist bregð- ast við hækkandi meöalaldri bif- reiðaeigenda. Fyrsta vandamálið, sem menn ráku sig á, var að hémm- bil allir starfsmenn hönnunardeild- arinnar voru undir fertugu. Þeir höfðu t.d. ekki hina minnstu hug- mynd um hvernig þab er fyrir 65 ára gamalt fólk að þurfa að taka þunga innkaupapoka upp úr fram- sætinu á Ford Mondeo. Til þess að geta sett sig í spor eldra fólks urðu tæknimenn Ford að byrja á því að búa til sérstakan „öldrunarhermibúning", en hann samanstóð m.a. af gleraugum sem drógu úr sjónskerpu, hönskum sem tempmðu snertiskyn og tilfinn- ingu í fingrum, ásamt því að höfuð- hreyfingum og hreyfingum liða- móta var hamlað, svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaöan kom ekki á óvart. „Ungt fólk hefur ekki hugmynd um hvernig það er að vera gamall," sagði Mike Brandley, sem var annar þeirra er tóku þátt í rannsóknunum á vegum Ford. Þessi vinna hófst snemma á síbasta ári, en fyrsta verkefnið var að taka mið af líkam- legum breytingum fólks er það eld- ist. Líkamlegur styrkleiki minnkar um fjórðung á milli 20 og 60 ára aldmrs. Sömu sögu er að segja um hreyfanleika liðamóta. Viðbragðið minnkar að sama skapi. Stærsta vandamálið, sem miðaldra öku- menn og eldri þurfa hins vegar að glíma við, er versnandi sjón. Þab kemur ekki einungis niður á útsýni ökumanns fram á veginn, heldur em einnig vandamál við að sjá á mælaborðið og setja bíllyklana í, svo eitthvab sé nefnt. Volkswaeen semur vi( póstinn Volkswagen hefur endurnýjab sölusamning viö Deutsche Post AG meb samningi um 2000 bif- reiðar. Fyrsti hluti samningsins, 200 nýir VW Polo, voru afhentir 19. janúar. ■ Niðurstaðan úr þessum rann- sóknum Ford er sú ab mörgu þurfi að breyta í framleibslunni til þess að eldri kaupendum líði bærilega við aksturinn. Erlendir bílasérfræð- ingar telja að þessi hönnunarvinna Ford sé líkleg til þess að hafa áhrif á markabssetningu bíla í framtíð- inni. í dag leggja bílaframleiöendur höfubáherslu á öryggi, en í framtíð- inni er líklegra að áherslan færist yfir á einfaldleikann. ■ Nýr Suzuki Vitara Suzuki-umboðiö á íslandi kynn- ir væntanlega með vorinu nýj- an Vitarajeppa. Bíllinn verður rúmbetri og þægilegri og m.a. boðið upp á nýja V-6 bensínvél. Verðið liggur ekki fyrir ennþá, en gert er ráð fyrir að það verði hagstætt. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.