Tíminn - 10.02.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.02.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. febrúar1995 t-.^-VKfrrtvrr iTi^ iTt BXiinfliTí B WWrirWW 7 Akureyri: Sölumibstöö hrabfrystihúsanna - Jákvæb spor í atvinnulífi Hart deiit um máiib á pólitískum vettvangi Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar sibastli&inn þri&judag bar Heimir Ingimarsson, bæjarfull- trúi Alþý&ubandalagsins, fram tillögu um a& vísa frá sam- þykkt bæjarrá&s frá fimmtu- deginum á&ur, þess efnis a& af- urðasala Útger&arfélags Akur- eyringa hf. verbi áfram í hönd- um Sölumi&stö&var hra&frystihúsanna, en þess í sta& kannab til þrautar hvort samsta&a geti ná&st um a& flytja afurbasölumálin til ís- Ienskra sjávarafur&a hf. Tillögu Heimis var vísab frá, en þess í sta& samþykkt tillaga frá Jak- obi Björnssyni bæjarstjóra um a& honum yröi falib a& ræ&a vi& forsvarsmenn íslenskra sjávarafur&a hf. um hvort til greina geti komib a& flytja ein- hverja starfsemi á þeirra vegum til Akureyrar. Ákvörbun bæjarráðs Akureyr- ar frá 2. febrúar um ab fara svo- nefnda SH-leið, kennda við til- bob Sölumiðstöðvar hrabfrysti- húsanna, í málefnum Útgerð- arfélags Akureyringa hf. og við atvinnuuppbyggingu í bænum byggöist á að ekki var talinn meirihlu.ti í bæjarstjórn fyrir því að færa afurðasölu útgerö- arfélagsins til íslenskra sjávar- afurða hf. í tengslum við flutn- ing fyrirtækisins norbur. Eftir að Gísli Bragi Hjartarson, bæj- arfulltrúi Alþýðuflokksins, hafði kunngjört þá afstöðu að hann styddi áframhaldandi viðskipti útgerðarfélagsins við Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna var ljóst að einungis bæj- arfulltrúar Framsóknarflokks- ins myndu stybja tillögu um flutning afurðasölu útgerbarfé- lagsins til íslenskra sjávaraf- urða hf. Jakob Björnsson bæjar- stjóri sagði á bæjarstjórnar- fundinum ab hjákátlegt væri hjá Heimi Ingimarssyni ab koma með tillögu um ís-leið- ina, kennda við flutning ís- lenskra sjávarafurða hf. til Ak- ureyrar, á þessu stigi málsins og á hann yrbi ekki hlustaö þegar hann reyndi ab koma sök á Framsóknarflokkinn vegna framvindu málsins. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Akur- eyrar 'byggði á heilindum og sanngirni og ekki yrði hlaupið til, þótt annar bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins léti lobin ummæli um stubning við ís- leiöina falla í blaðaviðtölum. Heimir ekki nægi- lega ákveðinn í byrjun Þótt hugur bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins hafi stað- ið til þess ab fá íslenskar sjávar- afurðir hf. til Akureyrar — sem þeir töldu vænlegasta kostinn til eflingar viðskipta- og at- vinnulífi á Akureyri — þá nægðu fimm atkvæði af ellefu ekki til þess að koma málinu í höfn. Fyrir lá afstaða þriggja bæjarfulltrúa Sjálfstæbisflokks um að þeir greiddu áframhald- andi viðskiptum við sölumið- stöbina atkvæði sín og Sigríður Stefánsdóttir, annar bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins, hafði einnig látið í ljós stuðning vib SH-leiðina. Hinn bæjarfulltrúi Alþýbubandalagsins, Heimir Ingimarsson, hafði hinsvegar lýst nokkrum stuðningi við að fá íslenskar sjávarafurðir hf. norður, en þó einnig látið þess getið að hann myndi hlíta flokksaga í málinu, hver sem hann yrði. í raun hefði atkvæði Heimis Ingimarssonar nægt til viðbótar atkvæðum framsókn- armanna til þess að fá ÍS-leið- ina samþykkta í bæjarstjórn, en eins og bæjarfulltrúinn lagði málib upp — einkum með til- vísan til flokkshollustu og einnig í ljósi sjónarmiða hins bæjarfulltrúa flokksins — töldu bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins ekki unnt ab treysta á stuðning hans, þótt hann hafi hnykkt betur á þessari afstöðu sinni eftir bæjarráðsfundinn 2. febrúar. Framsókn — stuðn- ingur við ab leiöa málib til lykta Dagana fyrir hinn sögulega fund bæjarráðs Akureyrar höfbu bæjarfulltrúar stjórn- málaflokkanna átt fundi með flokksfélögum sínum. Afstaba sjálfstæbismanna var kunn fyr- ir mánaðamótin og eftir fund í alþýðuflokksfélaginu á Akur- eyri í síðustu viku var ljóst hver afstaða bæjarfulltrúa flokksins yrði. Afstaða sem hæglega gat fellt meirihlutann í bæjar- stjórn. Á fundi í Framsóknarfé- lagi Akureyrar að kvöldi mið- vikudags 1. febrúar kynnti Jak- ob Björnsson bæjarstjóri þá stöðu málsins að ekki væri meirihluti fyrir því á meðal bæjarfulltrúa að færa afurða- sölu Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. frá sölumiðstöðinni til íslenskra sjávarafurba hf. Jafn- framt óskaði hann eftir stuðn- ingi fundarmanna til þess að vinna málið til enda. í því fólst í raun og veru ósk um stuðning við að taka annan kost en flutning íslenskra sjávarafurða hf. norður, fremur en lenda í minnihluta og afhenda and- stæbingum ÍS-leiðarinnar mál- ib til endanlegrar afgreiöslu. Samþykkti fundurinn einróma að fela bæjarstjóra og öbrum bæjarfulltrúum flokksins að leiða þetta mál til lykta á þann hátt sem best yrði á kosið í ljósi framkominna upplýsinga og aðstæbna. Reynt ab mynda nýjan meirihluta Til fundarins í framsóknarfé- laginu bárust einnig þær fregn- ir ab verið væri ab reyna að mynda nýjan meirihluta í bæj- arstjórn Akureyrar á bakvið bæjarfulltrúa Framsóknar- flokksins. Að þeirri meirihluta- myndun áttu bæjarfulltrúar Al- þýðubandalagsins og Sjálfstæð- isflokksins að standa og fá Gísla Braga Hjartarson frá Alþýbu- Akurcvringar bU» I cftirvantingu eflir tkvartun 'ogmeirihj. 'utínn '~SSr~^iys,u Meirihluti bæjat Afruða Alþýðuba' ilitum um ikvön i j>um 1 Ddun nýs mcirihluta rfaleysi MÁLEFNl ÚA ^Vibræður við SH stjórnar 1 hættu lákiurflokkilba TTZyamdoi !ð. fii alþýðuflok. un,dlkl Sv«ln»»o". y aðknarmönnum i -pi / . ^ fW gtrðarfélagi Akui mTUUA (ilvarafurða. skrií 11 ^ ^ íSton taa&vi^ .staðat'v,-,/„ ðun Wn n*stu viku l*- 5553SÍ Bæjarstjóra fabð að ræðaviðlSumfluto^ - ing að hlui^eðalhfíi 06rinn i 5* :-5 Völd Sláiinu flokki til liðs við sig. Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn staðfesti Gísli Bragi að haft hafi verið samband við sig vegna hugmynda um nýjan meiri- hluta, en kvabst jafnframt aldrei hafa ljáð máls á að taka þátt í slíku samstarfi. FRÉTTASKÝRINC ÞÓRÐUR INCIMARSSON, AKUREYRI Klofningur hjá Alþýbubandalagi Alþýðubandalagsmenn fund- uðu einnig í vikunni fyrir bæj- arráðsfundinn 2. febrúar og sátu á fundi í félagsheimili sínu í Lárusarhúsi á sama tíma og framsóknarmenn funduðu í Hafnarstræti 90 miðvikudags- kvöldið 1. febrúar. Á þessum fundi urðu miklar umræður og átök um hvernig taka ætti á málinu. Vildu margir fundar- manna ab bæjarfulltrúar Al- þýðubandalagsins fylktu sér um íslenskar sjávarafurðir hf., sem þeir töldu mun vænlegri kost í ljósi þess ab um flutning höfuðstöðva öflugs útflutn- ingsfyrirtækis væri að ræba. Einnig komu þau sjónarmið fram að ekki væri skynsamlegt fyrir Alþýðubandalagið að ganga erinda Sölumiðstöbvar hraðfrystihúsanna í þessu máli, þar sem flokksforystan og flokksmenn hafi oft gagnrýnt ákveðin hagsmunatengsl nokk- urra öflugra fyrirtækja í Reykja- vík og talið þurfa að mynda mótvægi gagnvart þeim — ekki síst á landsbyggðinni. Tíminn hefur heimildir fyrir því að hart hafi verið lagt að Sigríði Stef- ánsdóttur, bæjarfullrúa flokks- ins, að styðja íslenskar sjávaraf- urðir hf. í þessu máli. Hún mun þó ekki hafa látið undan óskum samflokksmanna, en talið að verið væri ab ráðast ab sann- færingu sinni, sem hún myndi ekki breyta. Á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar á þriðjudag gagnrýndi hún meirihluta bæj- arstjórnar harðlega og sagði að keyra hafi átt ákveðna niður- stöbu, það er ís-leiðina, í gegn- um bæjarstjórn án samráðs við minnihlutann og einnig án samráðs við stjórn og stjórn- endur útgerbarfélagsins, sem máliö hafi aldrei verib rætt við. Stjórnendur Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. höfðu lagst á sveif meb áframhaldandi viðskipt- um viö sölumiðstöðina og beitt sér nokkuð í því máli. Mebal annars hafði Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri félagsins, látið þá skobun í Ijósi í blaða- grein að varhugavert væri að hrófla vib afurðasölu félagsins. Sömu skobunar var Erlingur Sigurðarson, íslenskufræbingur og kennari, sem á sæti í stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf., en hann er einnig eiginma&ur Sigríðar Stefánsdóttur bæjar- fulltrúa. Fullur hugur ab baki tilboði sölu- mibstöbvarinnar í blabagreinum og einnig viðtölum við. fólk á Akureyri hefur komið fram óánægja með lyktir þessa máls, þótt skoðanir séu vissulega skiptar. I vibtölum við bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins hefur komið fram að þótt þeir hafi talið ÍS-leiðina betri kost, megi ekki gleyma því að Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna hafi gert bæjaryfirvöldum á Akur- eyri athyglisvert tilboð, sem teljast verði annar besti kostur sem fram hefur komið í at- vinnumálum um langan tíma. í tilboði sölumiðstöðvarinnar felst meðal annars stofnun SH- Akureyri, sem verður útibú frá fyrirtækinu með um 30 stöðu- gildi og mun mynda nokkurn þverskurð af starfsemi þess sem heildar. Gert er ráð fyrir að starfsemi SH-Akureyri muni hefjast uppúr miðju sumri og starfsemi umbúðafyrirtækis á hennar vegum hefjist að stór- um hluta innan sex mánaða og að fullu innan eins árs. Þá er gert ráð fyrir að flutningamið- stöð Eimskips taki til starfa inn- an níu mánaba og sett verði á stofn prófessorsstaða í sjávarút- vegsfræöum við Háskólann á Akureyri um leib og stofnunin er tilbúin til þess að taka við henni. Þá er einnig til umræöu, í tengslum við tilboð sölumið- stöðvarinnar, kaup Jökla hf., Málningar hf., og DNG hf. á hluta Landsbanka íslands í Slippstöðinni hf. á Akureyri, en með tilkomu flotkvíar sem Ak- ureyrarbær hefur þegar fest kaup á og væntanlegra niður- greiðslna í skipaiðnaði ab dæmi Evrópuþjóða má gera ráb fyrir gerbreyttri verkefnastöðu þess fyrirtækis, sem átt hefur í um- talsverðum rekstrarerfiðleikum eins og annar skipaiðnaður að undanförnu. Ekki ástæba til ab óttast vanefndir SH Nokkurra efasemda hefur gætt á mebal fólks á Akureyri um hverjar efndir SH-manna muni verða, þegar ákvörðun um abra staðsetningu íslenskra sjávarafurða en á Akureyri hef- ur verib tekin. Jakob Björnsson bæjarstjóri segir að um van- efndir þurfi ekki ab óttast af hálfu sölumiðstöðvarinnar. Slíkt fyrirtæki geri ekki stóru bæjarfélagi á borð við Akureyri tilbob af þessu tagi án þess að fullur hugur og meining fylgi máli. Auk þess séu allar fyrir- hugaðar framkvæmdir sölu- miðstöbvarinnar á Akureyri tímasettar í bréfum meb á- kveðnum dagsetningum. Akur- eyringar munu eflaust deila á- fram um þetta mál á meðan forráðamenn Sölumiðstö&var hraðfrystihúsanna undirbúa flutning á hluta starfsemi þess norður og haldib verður áfram viðræðum við íslenskar sjávar- afurðir hf. um hugsanleg aukin viðskipti á Norbausturlandi og möguleika á einhverri starfsemi á þeirra vegum á Akureyri. En hvaö sem öllum umræðum og skobanaskiptum um þetta mál líður, er ljóst að atburðir und- anfarinna vikna munu skilja eftir sig jákvæð spor í atvinnu- lífi á Akureyri. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.