Tíminn - 10.02.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.02.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. febrúar 1995 'TT 5 Benedikt Siguröur Kristjánsson: Þjóbvaki jafnréttis þegnanna Fjórflokkarnir — íhald, kratar, Framsókn og kommar — titra og skjálfa þessa dagana. Almenning- ur er oröinn langþreyttur á getu- lausum stjórnmálamönnum, sem settir eru yfir okkar sameiginlegu sjóði og málefni. Einkavinafyrir- greiösla, sóun og bruöl meö al- mannafé, eins og 2000 milljónir í feröalög og dagpeninga á síöasta ári, minna um margt á lénsherra miðalda en ekki kjörna fulltrúa í nútíma lýðræöisríki. Á sama tíma er staðið gegn réttlátum kjarabót- um tekjulítils fólks af fullri hörku, öryrkja, atvinnulausra og lág- launafólks sem hefur varla til síns matar. Kjósendur eru ekki fífl og trausti þehra og langlundargeði eru takir.örk sett. Það sýnir það mikla fylgi sem Þjóðvaki mælist með í skoðanakönnunum. Við er- um orðin þreytt á gömlum lausn- um fjórflokkanna, spillingu og sviknum loforðum um jafnrétti lífskjara okkar hér á þessu landi. Við höfnum siöspilltum stjórn- málamönnum og viljum heiðar- leika í opinbera stjórnsýslu, jöfn- un lífskjara, svo að hér geti áfram búið ein þjóð sem samtaka hugs- ar um velferð allra þegnanna. En fjórflokkarnir skjálfa. Þeir vilja ekki slíkar breytingar, því þeir eru í meginatriðum ánægðir með stöðu mála eins og hún er í dag. Hingaö til hefur þeim tekist að slá niður allar tilraunir til þess að brjóta niður þetta valda- flokkskerfi forréttinda og spilling- ar. En nú er mál að linni. Aldrei sem áður hefur krafa fólks verið jafn skýr og undanfarna mánuði í skoðanakönnunum með málstað Jóhönnu Sigurðardóttur og nú Þjóðvaka. Fólkið vill breytingar og krefst breytinga, og fyrir þær stendur Þjóðvaki. Við þurfum að skapa hér 20.000 ný störf til aldamóta, til að útrýma því mikla atvinnuleysi, sem hér er, og skapa störf fyrir þá sem koma nýir inn á vinnumark- aðinn. En það eru ýmis ljón á veginum. Framleiðni íslenskra fyrirtækja er með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Fyrir því eru margar ástæður, m.a. óeðlilega dýr lán til nýsköpunar og vaxtar fyrirtækjanna og fáránleg mis- skipting launakjara, sem veldur því að eftir eðlilegan vinnudag ber launafólk úr býtum einhver lægstu laun í Evrópu. Skattar á almennu launafólki eru háir og skattsvik þeirra, sem tækifæri hafa á því, eru útbreidd, enda er á þeim tekið með silki- hönskum í dómskerfinu. Talið er að undanskotin í fyrra hafi num- ið um 11.000 milljónum, og í stað þess að taka á þeim af festu og alvöru eru álögur á almenning auknar. Um það viröast fjórflokk- arnir allir vera sammála, því að verkin sýna merkin. Við þurfum að hækka persónuafslátt þeirra sem hafa meðaltekjur, en hækka við þá skatta sem hafa háar tekj- ur. Fiskurinn í sjónum, meginund- irstaða lífskjara okkar, er alltaf að færast á færri og færri hendur. Og mikill vill meira. Víða um land fá sjómenn ekki rétt skiptaverð fyrir aflann og eru jafnvel orðnir leigu- liðar stærri útgerða. Við viljum að það verði bundið í lög að allur ófrosinn fiskur/ sem kemur að landi, seljist á fiskmörkuðum þannig að sjómenn fái rétt laun. Við viljum að sett verði á veiði- stjórnunargjald til að stýra veið- um. Það er nýmæli sem enginn hinna hefðbundnu stjórnmála- flokka hefur viljað í verki. Við sjá- um enga meinbugi á því aö út- lendingar geti fjárfest allt að 20% í íslenskum sjávarútvegi, í stað þess að verið sé að taka dýr erlend lán og borga svimandi vexti burt úr landinu. Þegar ég var á ferð í París um þetta leyti fyrir tveimur árum, átti ég tal við Albert heitinn Guð- mundsson. Hann sagði sig og Gunnar heitinn Thoroddsen ár- um saman hafa varað við því í Sjálfstæðisflokknum, hvaða af- leiðingar það hefði fyrir almenn- ing ef Davíð Oddsson og frjáls- hyggjufélagar kæmust til valda. Þeirra markmið væri að koma hér á stórfelldu atvinnuleysi og kýla þannig niður laun alls almenn- ings, eða í stuttu máli að gera þá ríku ríkari og þá fátækari fátækari. Þetta hefur manninum með landsföðurímyndina tekist í meg- indráttum. Framsóknarflokkurinn, með Halldór Ásgrímsson í fararbroddi, hefur lýst sig reiðubúinn til þess að hjálpa honum áfram á sömu braut með ríkisstjórnarþátttöku eftir kosningar. Olafur Ragnar Grímsson er hættur ab tala um vinstri stjórnir og myndi ekki víla það fyrir sér að fara í stjórn, ef Sjálfstæðisflokkurinn teldi hann fýsilegan kost. Kvennalistinn er búinn að vera og sárafáir lands- menn taka Alþýðuflokkinn trú- anlegan. Eina von þeirra, sem vilja vinstri stjórn að afloknum kosn- ingum, er öflugur stuðningur við Þjóbvaka. Ef þú vilt sjá frelsi, jafn- rétti og bræðralag haft að leibar- ljósi, styður þú Þjóðvaka. Höfundur er stubningsmaöur Þjóbvaka. Anna Margrét Valgeirsdóttir: Ný leib til „raunverulegra" kjarabóta VETTVANGUR „Kostnaðarhlið málsins er þó ekki það sem mestu máli skiptir, heldur fólkið sem stendur að baki og óhamingja þess og erfið- leikar. Því geta engir firrt sig ábyrgð. Stjómvöldum ber að grípa til þeirra að- gerða sem tiltœkar em til að forða fleiri fjölskyldum frá gjaldþroti." Hæstvirtur forsætisráðherra kom á dögunum með lausn á þeirri launa- kreppu, sem íslenskur verkalýður er í. Nú eiga verkamenn að safna í verkfallssjóði af sínum eigin tekj- um og þegar summan er orðin álit- leg, þá eiga menn að deila henni út. í þessu felst t.d. u.þ.b. 100 þús- und króna eingreiðsla til handa kennurum, ef þeir fara þessa snjöllu leib Davíðs Oddssonar í stað þess að fara í verkfall. Ekki hef- ur neinum dottiö í hug enn sem komið er ab reikna út hve þetta er mikil hækkun í prósentum talið. Sennilega er það þó erfitt, því ekki er víst hvenær kennarar geta gripið til slíkra launahækkana næst. Hroki hæstvirts forsætisráðherra er þvílíkur í garð hinna almennu launamanna hér á landi, að mörg- um er orða vant og er ég í þeim hópi. Þegar hæstvirtur forsætisráð- herra ætti að vera upptekinn við að reyna að finna lausn á vandanum, sem vib blasir, þá er gripib til þess að vera hrokafullur og jafnvel snið- ugur til ab reyna að beina athygl- inni frá ráðaleysi sínu. íslenskur verkalýður er orðinn langþreyttur, það er staðreynd sem við blasir og „allir" virðast hafa fullan skilning á. Hitt er annað mál, að raunverulegur vilji til að bæta kjör þeirra, sem lægst hafa launin, virðist því miður ekki vera mjög mikill. Virbist vilji stjórn- valda vera lítill, ef nokkur, enda kemur hæstvirtri ríkisstjórn málið ekki við. Davíð bregður fyrir sig hroka ogjón Baldvin bendir á vilja- leysi íslendinga, því þeir vilji ekki ganga inn í Evrópusambandið, en þar felst eina raunverulega kjarabót íslensks verkalýbs ab hans mati. Niðurstaða leikmanns hlýtur að vera sú, að rábaleysi stjórnvalda sé algjört og vilji til ab taka á málinu enginn. VSÍ telur ekki vera neitt umtals- vert svigrúm til launahækkana. All- ar kröfur verkalýðshreyfingarinnar um launahækkanir munu að mati VSÍ einungis leiða til meira at- vinnuleysis og því er verkafólki vissara að sitja á sér. Enn einu sinni ætla vinnuveitendur að nota hræðsluáróður til ab sitja á verka- lýbnum. Vinnuveitendur ættu þó ab fara varlega, því sagan sýnir okk- ur að þegar langlundargeö fólks er á þrotum, gerast ólíklegustu hlutir og í dag er staban sú að margur hefur engu að tapa, þó farib sé í verkfall. Við þær abstæbur, sem í dag em, myndi margur telja útilokað annað en að það kæmi eitthvert útspil frá stjórnvöldum til að bæta kjör al- mennings. Margt er hægt að gera til þess án beinna kauphækkana. T.d. myndi persónuafsláttur, sem er að fullu færanlegur milli hjóna og sambúöarfólks, koma mörgum vel. Hækkun skattleysismarka er nauðsynleg, ef menn ætla ab ná hér einhverri sátt. Hækkanir á barna- og vaxtabótum væru mikil bót fyrir þá sem erfiðast eiga, og margt fleira er hægt að gera, ef það er vilji. Allar aðgerðir, sem er minnst á hér, ku kosta ríkið það mikið aö ekki virðist verjandi að fara út í slíkt. Hafa stjórnvöld hins vegar leitt hugann að því, hver kostnaö- urinn verður ef ekki eru bætt kjör þessa fólks? Það eru allir sammála um ab ekki er hægt að lifa á þeim tekjum, sem þeir lægstlaunuðu hafa, og því hlýtur eitthvað undan ab láta. Vandamál þeirra, sem er ætlað ab lifa við þessi kjör, munu kosta ríkib umtalsvert þegar fram í sækir. Það hlýtur að kosta umtals- vert bæöi fyrir Húsnæðisstofnun og bankana að eiga svo og svo mikiö af útistandandi skuldum, hvaö þá að þurfa að fara út í innheimtuað- gerðir gagnvart fólki sem ekki getur staðið í skilum. Beiðnum til félags- málayfirvalda um fjárhagsaðstob hefur fjölgað mjög verulega á und- angengnum árum. Kemur ríkis- valdinu það ekki við? Er þab ekki kostnaður? Að sjálfsögðu er það kostnaður og sá kostnaður kemur þungt niöur á sveitarfélögum. Sundraðar fjölskyldur í dag gætu orðið vandamál morgundagsins. Hafa stjórnvöld leitt hugann ab því? Kostnaðarhlið málsins er þó ekki þaö sem mestu máli skiptir, heldur fólkið sem stendur að baki og óhamingja þess og erfiðleikar. Því geta engir firrt sig ábyrgð. Stjórn- völdum ber ab grípa til þeirra að- gerða sem tiltækar eru til að forða fleiri fjölskyldum frá gjaldþroti. At- vinnurekendur bera einnig ábyrgð. Sú láglaunastefna, sem hér hefur verið rekin of lengi, bitnar hart á launafólki og vib þetta ástand á enginn að sætta sig lengur. Launa- bilið í þessu landi er of mikiö og fyrirtæki, sem geta borgaö stjórn- endum sínum fleiri hundruö þús- unda í mánaðarlaun og allt upp í milljón, geta ekki borið það á borð fyrir 50-60 þúsund króna fólkið ab ekki sé svigrúm til launahækkana. Óábyrgt tal, sem hefur borið á síðustu vikur, er ekki neinum til framdráttar. Við blasir mál tfl úr- lausnar, mál sem allir hlutaðeig- andi eiga að sameinast um að leysa. Höfundur er húsmóbir og situr í 4. sæti frambobslista Framsóknarflokksins á Vest- fjörbum. FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES AÐ HAFA RÉTT FYRIR SÉR? „Þeir sem geta, framkvæma, en þeir sem geta ekki, kenna!" var haft eftir Bernard gamla Shaw á sínum tíma og þótti nokkuð hörkulega mælt hjá gamla mann- inum. Abrir sögbu ab í orðunum byggi sannleikskorn. Allt ab einu er Ijóst að kennarar geta ýmislegt fleira en að kenna. Þeir geta til dæmis farið í verkfall. Verkfallsréttur kennara er hluti af rausnarlegri stöbu opinberra starfs- manna á vinnumarkabi, þó að nokkuð hafi dregib úr yfirburbum þeirra síbari ár. Meb verkfallsrétti BSRB var ísland fært aftur á bak í kjaramálum og skynsamlegri lausn á vinnumarkabi seinkað um ára- tugi. Verkfall leysir engan vanda og býr til ný vandamál við hvert fótmál. Verkföll eru heldur ekki einkamál viðkomandi launþega og vinnu- veitanda. Verkföll eru líkamleg þvingun á þjóðfélagib og bitna á öllum landsmönnum. En þar meb er ekki öll sagan sögð: Pistilhöf- undur hefur sérstaka óbeit á verk- föllum þeirra hópa sem taka börn í gíslingu í kjarabaráttu sinni. Hér er ekki deilt um þýðingu góðr- ar kennslu fyrir börnin og pistilhöf- undur getur vel unnt kennurum hærri launa. Hann leggur því til að Alþingi dragi úr kostnaði annars stabgr hjá hinu opinbera til að jafna bilin: Til dæmis í frægum jeppaklúbbi og af nógu er að taka. Kennarar ættu að beita kröftum sínum innan ríkisgeirans áður en lengra er haldið. Kennsla er ekki eins og hver önnur hefðbundin starfsgrein í þjóðfélag- inu á borð vib pípulagnir eba hag- fræbi. Kennslan er öbrum greinum æðri og er hafin yfir daglegt þras um gull og græna skóga. Góður kennari ræbst til starfa af köllun frekar en krónuvon. Úr hópi kenn- ara kemur margt fólk, sem skarar fram úr á öðrum sviðum í þjóðfé- laginu, og skólinn er eins konar gjörð um þá hæfileika og vinnu. Verkfall kennara er heldur ekki sannfærandi kjarabarátta eftir ab formaður BSRB og forustukona kennara tóku sæti á G-listanum í stjórnarandstöðu. Ekki bætti úr skák að formabur BSRB sagði brýna þörf fyrir sig á Alþingi til ab fylgja eftir kjarabaráttu opinberra starfsmanna. Hann hefði betur lof- ab kjósendum að beita sér fyrir land og þjóð, því nútímafólk vill að þingmenn framtíðar hefji sig yfir hrepparíg og launakarp. Pistilhöfundur hefði sjálfsagt fagn- að verkfalli kennara á sínum tíma, enda er námsferill hans í samræmi vib það hugárfar. En hann gleymir ekki þegar góbur skólamaður not- aði kennslustund í Gaggó Aust til ab skýra fyrir nemendum af hverju kennarinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Niðurstaðan: Hafi kennarinn ekki rétt fyrir sér, á hann að hætta að kenna. Nemendur verða að geta treyst því að kennarar hafi alltaf rétt fyrir sér og í því sambandi má vel spyrja: Treysta kennarar sér til að segja nemendum sínum eftir langt og skaðlegt verkfall ab þeir hafi ennþá rétt fyrir sér?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.