Tíminn - 21.02.1995, Qupperneq 2
2
Þribjudagur 21. febrúar 1995
Tíminn
spyr...
Hefur Alþýbubandalaginu tek-
ist ab marka sér trúverbuga
sérstöbu í kosningunum meb
vinstri stefnu í 10 libum?
Páll Pétursson
alþingismabur:
„Nei það tel ég ekki vera. Ólaf-
ur Ragnar er að reyna að
marka sér þá sérstöðu aö hann
vilji ekki starfa með fram-
sóknarmönnum að loknum
kosningum og það er ekki trú-
verðug vinstri stefna. Orba-
leppar hans benda allir til þess
að hann vilji ekki starfa með
okkur og að hann sé að undir-
búa samstjórn meb íhaldinu."
ÁrniJohnsen
alþingismaður:
„Nei. Vinstri stefna er ekki
trúveröug."
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson lektor:
„Alþýðubandalagið segist
ætla að fara að fordæmi Aust-
ur-Asíuþjóðanna. Það hljóm-
ar ekki sennilega, því að Kór-
eumenn, Tævanbúar og borg-
arar í Singapore hafa náb ör-
um hagvexti meb því að hlúa
að stórfyrirtækjum, halda
nibri verkalýðsfélögum og
raska hlutfalli sparnaðar og
fjárfestingar, sparnaði í vil,
umfram það sem yrði á frjáls-
um markaði. Þessi þjóðfélög
em ekki jafn geðfelld og hin,
þar sem hagvöxtur er sjálf-
sprottinn og hlýst af viðleitni
einstaklinga til þess að bæta
kjör sín í frjálsum viðskipum,
eins og gerðist í Bretlandi á
19. öld og í Bandaríkjunum,
Vestur-Þýskalandi og Hong
Kong á 20. öld."
Ingimundur Sigfússon, nýtekinn viö starfi sendiherra íslands í Bonn, i
viötali viö Tímann í gœr:
Einstakur velvilji
í garð íslendinga
Það vakti mikla athygli þegar
Tíminn birti þá frétt í nóvem-
ber sl., ab Ingimundur Sigfús-
son, þá nýhættur sem forstjóri
hjá Heklu hf., væri volgur í
embætti sendiherra í Þýska-
landi. Þetta gekk eftir. Jón
Baldvin Hannibalsson, skipabi
Ingimund í embætti. Og nú
hefur Ingimundur tekib til
starfa í Bonn, og bíður nú eftir
eiginkonu sinni, Valgerbi Vals-
dóttur (Gíslasonar, leikara),
sem undanfarið hefur gengib
frá búslóð þeirra hjóna í gáma
til flutnings í ný heimkynni.
Sérstaka athygli vakti ab skip-
an Ingimundar sem sendiherra
er sú fyrsta sem fellur í skaut
manni úr viöskiptalífinu. Tím-
inn hringdi í Ingimund í gær-
dag:
„Þetta leggst mjög vel í mig og
ég hef engar áhyggjur af því sem
framundan er í starfi mínu hér,
öðm nær. En auðvitab er það
mikið átak ab fást við nýja hluti á
nýjum vettvangi, og það mjög
spennandi hluti," sagði Ingi-
mundur Sigfússon, sendiherra Is-
lands í Bonn í Þýskalandi í gær.
„Það sem ég finn fyrst fyrir er
mikil velvild í garð íslands og ís-
lendingá sem er ómetanlegt. Ég
þekki Þjóbverja vel frá viðskipt-
um um árabil svo þetta kom mér
kannski ekki svo mjög á óvart.
En hér hef ég verið að kynnast
nýju fólki í hinu opinbera kerfi
sem hefur tekib mér afskaplega
vel," sagði Ingimundur í gær.
Ingimundur Sigfússon afhenti
á dögunum forseta Þýskalands,
Roman Herzog, trúnaðarbréf sitt
sem sendiherra íslands í Þýska-
landi. Herzog hitti forseta ís-
lands, Vigdísi Finnbogadóttur, í
Þýskalandi í desember síðastliðn-
um og í spjalli þeirra Ingimundar
vitnabi forsetinn í fund þeirra,
hans og Vigdísar.
„Mér fannst þetta mikil stund
í mínu lífi að afhenda trúnaðar-
bréf, og það mjög góð stund sem
ég átti með forseta landsins,"
sagöi Ingimundur.
Reynsla í viðskiptalífi
í sendiherraembætti
Ingimundur Sigfússon var um
langan tíma forstjóri stærsta fyr-
irtækis landsins í bílgreininni,
Heklu hf. Við spurðum Ingi-
mund hvort ekki mætti vænta
þess að þekking hans á við-
skiptalífinu nýttist honum í
nýju starfi sendiherra?
„Auðvitað vona ég að reynsla
mín í viðskiptalífinu nýtist sem
best í þessu nýja starfi. Það hlýt-
ur náttúrlega að vera áhugamál
mitt að gera það sem ég get til
að auka viðskipti og viðskipta-
tengsl. En auðvitað er best að
hafa sem fæst orð um þetta á
þessu stigi málsins.
En við erum aubvitað með
mjög einhæfan útflutning, en
þab er þó ýmislegt að gerast. Ég
nefni til dæmis að staöreynd er
að Útgerðarfélag Akureyringa á
hér meirihluta í stóru útgerðar-
félagi, Mecklenburg Hochseefi-
scherei. Hér eru líka að koma sér
fyrir verktakafyrirtæki, Aðal-
verktakar og Ármannsfell, sem
mér finnst mjög áhugavert. Svo
er hér ríkjandi mikill áhugi fyrir
hestunum okkar," sagði Ingi-
mundur Sigfússon.
Þýskar fjárfestingar
á íslandi?
Tíminn spurði sendiherrann
hvort líkur væru á að Þjóðverjar
vildu efna til fjárfestinga á ís-
landi í sambandi vib iðnað eða
annab.
„Auðvitað er þab áhugavert
að fá að vita hvort Þjóöverjar
vilja fjárfesta hjá okkur. Ég get
ekkert um það fullyrt, en þetta
er auðvitað nokkuð sem ég hef
mikinn áhuga á og ætla ab
leggja áherslu á. En í þessu efni
sem öðrum vil ég ekki segja
meira en hollt er eða kveikja
einhverjar gyllivonir," sagði
Ingimundur Sigfússon, sendi-
herra í Bonn.
Hugað að flutningi
til Berlínar
Hjá íslenska sendiráðinu í
Ingimundur Sigfússon, sendiherra.
Bonn starfa fjórir starfsmenn.
Einhvern tíma í framtíðinni er
ætlunin að íslenska sendiráöið
flytji til Berlínar þar sem það
verður nánast undir sama þaki
og önnur norræn sendiráö á Ti-
ergartensvæðinu í miðborg
Berlínar. Ingimundur sagði að
þessi flutningur yrði væntan-
lega ekki á næstunni en aö hon-
um væri þó hugað. Um lóöa-
málið væri nú fjallað af borgar-
yfirvöldum í Berlín og í utanrík-
isráðuneyti Þýskalands, en ekki
er búið að teikna sendiráðs-
byggingarnar enn sem komið
er.
„Mér hefur verið sérlega vel
tekið hérna í Bonn eins og alls
staðar, og það sama var uppi á
teningnum í utanríkisráðuneyt-
inu heima. Fyrir þab er ég mjög
þakklátur," sagði Ingimundur
Sigfússon sendiherra að lokum.
Gallupkönnun í Noröurlandskjördœmi eystra:
Framsóknarflokkurinn
með þrjá þingmenn
Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara Tímans
á Akureyri:
Framsóknarflokkurinn hlyti
39,3% atkvæða og þrjá menn
kjörna á þing samkvæmt skoð-
anakönnun sem Gallup hefur
gert á fylgi stjórnmálaflokkanna í
Norðurlandskjördæmi eystra nú í
febrúar. Framsóknarflokkurinn á
nú þrjá kjördæmakjörna þing-
menn í kjördæminu af sex, en
vegna breytinga á vægi atkvæða á
milli kjördæma í komandi kosn-
ingum verða aðeins fimm kjör-
dæmakjörnir þingmenn í kjör-
dæminu að þeim loknum, en
sjötti þingmaður þess nú er þriðji
þingmaður Framsóknarflokksins.
Samkvæmt könnuninni hlyti
Framsóknarflokkurinn 6,288 at-
kvæði eða 39,3% fylgis ef miöað
er við 16 þúsund kjósendur, sem
er nálægt þeim fjölda sem verður
á kjörskrá í komandi kosningum.
Sjálfstæöisflokkurinn hlyti á sama
hátt 4,080 atkvæði sem þýðir
25,5% og einn kjördæmakjörinn
þingmann og Alþýðubandalagiö
hlyti 2,480 atkvæði og einnig
einn kjördæmakjörinn þing-
mann. Aðrir flokkar hlytu ekki
kjördæmakjörinn þingmann, en
næstur Alþýðubandalaginu kom
Þjóðvaki Jóhönnu Sigurðardóttur
með 1,520 atkvæði eða 9,5%. Al-
þýðuflokkurinn hlyti aöeins 768
atkvæði eða 4,8%, Kvennalistinn
672 atkvæði eða 4,2% og aðrir
192 atkvæði eða 1,2%. Við úthlut-
un þingsæta samkvæmt kosn-
ingalögum ná Alþýðuflokkur og
Kvennalisti ekki því atkvæða-
magni samkvæmt þessari könnun
sem þarf og koma því ekki til
greina með þingmenn, en Fram-
sóknarflokkurinn hlyti fyrsta,
annan og fimmta þingmann kjör-
dæmisins, Sjálfstæbisflokkurinn
hlyti þribja þingmanninn og Al-
þýðubandalagið þann fjórða. ■
Mýrdalsjökull:
Beib bana í
faður á fertugsaldri beio bana
þegar hann féll á vélsleða, niður
um 15 metra djúpa sprungu á
Mýrdalsjökli, efst í Sólheimaskrið-
jöklinum um mibjan dag á
sunnudag. Ferðafélagar mannsins
náðu ab kalla til þyrlu ásamt
björgunarsveitarmönnum til að-
stoðar við ab ná manninum upp
úr sprungunni. Tiltölulega greib-
lega gekk að ná manninum upp
úr sprungunni og var hann flutt-
ur meö þyrlunni á sjúkrahús í
Reykjavík, en þá var maburinn
látinn. ■