Tíminn - 21.02.1995, Side 4
4
Þribjudagur 21. febrúar 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð ílausasölu 150 kr. m/vsk.
Miöstýrö náttúru-
vernd
Frumvarp til laga um náttúruvernd er eitt af
þeim málum sem deilt er um á Alþingi um
þessar mundir. Frumvarpið kveður á um
breytt hlutverk Náttúruverndarráðs og að
stofnuð sé svokölluð Landvarsla ríkisins sem
lýtur stjórn umhverfisráðuneytisins.
Það eru skiptar skoðanir um þessa skipan, og
deilt hefur verið um þá miðstýringarhugsun
sem frumvarpið ber greinilega með sér.
Það er eðlilegt að skipan náttúruverndar-
mála sé löguð að þeirri staðreynd að umhverf-
isráöuneyti er tekið tii starfa. Hins vegar er það
vafasamt, svo ekki sé meira sagt, að fela einni
ríkisstofnun með stjórn skipaðri af umhverfis-
ráðherra, án tilnefningar, yfirumsjón með
allri landvörslu. Það samrýmist ekki hug-
myndum um valddreifingu sem nú eru ofar-
lega á baugi, í orði að minnsta kosti.
Umsjón þjóðgarða og friðaðra svæða er
meðal meginverkefna Náttúruverndarráðs.
Þetta verkefni skal flytjast til Landvörslu ríkis-
ins.
Eðlilegt er að dreifa því verkefni og fela jafn-
vel aðilum í ferðaþjónustu umsjá með slíkum
svæðum. Þessir aðilar gætu tekið að sér slík
verk samkvæmt verklýsingu sem væri í sam-
ræmi við þær reglur sem gilda um varðveislu
óspilltrar náttúru.
Markmiðið er að saman fari verndun náttúr-
unnar og eðlilegur umgangur fólks. Þjóðgarð-
arnir draga að sér ferðafólk og það skiptir
miklu máli að það njóti þeirra án þess að níð-
ast á viðkvæmri náttúru.
Það er óhyggilegt að vera að reka veigamikl-
ar lagabreytingar varðandi þennan viðkvæma
málaflokk í gegnum Alþingi í ósamkomulagi
og tímahraki. Um náttúruvernd, hvernig
fræðslu og eftirliti er háttað, þarf að nást víð-
tæk samstaða.
Skóglendi eru í vaxandi mæli að verða úti-
vistarstaðir og hlutverk Skógræktar ríkisins er í
vaxandi mæli að veita ráðgjöf og hafa eftirlit
með skóglendi í landinu. Það ætti að kanna
betur þann möguleika að fela Skógræktinni
umsjón með landvörslunni í stað nýrrar
stofnunar, ef sú verður niðurstaðan að draga
úr hlutverki Náttúruverndarráðs.
Það er áríðandi að skipan náttúruverndar-
mála tryggi fræðslu og frumkvæði, án öfga í
þessum mikilvæga málaflokki. Við íslendingar
þurfum á því að halda að nýta landið í sem
mestri sátt við náttúruna. Öll mannleg athöfn
hefur þó eitthvert rask í för með sér. Allir þurfa
að finna til ábyrgðar og þess vegna er mið-
stýrð náttúruvernd varasöm.
Vinstri von meö Davíö
Alþýðubandalagib hefur sam-
þykkt kosningastefnu sem al-
mennt gengur undir nafninu
„vinstri vonin". Ólafur Ragnar
hefur um helgina gengið fram
fyrir skjöldu og kynnt alþjóö
helstu stefnuatriðin m.a. í Evr-
ópumálum, sem felast í því að
endurtaka málatilbúnað Stein-
gríms Hermannssonar frá því í
EES-málinu og vara við oftrú á
Evrópumarkaði og benda á að
menn ættu að líta vítt um heim-
inn og leggja aukna áherslu á As-
íumarkað. Þetta er hin ágætasta
stefna, þó ýmsum finnist hún
bera keim af því sem orðiö er og
er að gerast hvort sem er, en því
aö þar sé tekið frumkvæði í út-
flutningsmálum. Asíumarkaður
er, eins og Alþýðubandalagið
bendir réttilega á, mikilvægur, og
ekki tilviljun ab stór hluti út-
flutningsframleiðslunnar fari
þangab. Til dæmis fer trúlega yfir
helmingur SH-sölunnar þangab
nú þegar.
Vinstri stefna
En þab, sem vekur þó mesta at-
hygli í stefnu Alþýðpbandalags-
ins, er áherslan á vinstristefnu og
það að Ólafur Ragnar talar um
skýran kost til vinstri, sem nú
bjóði fram. Ekki er hægt ab skilja
Alþýðubandalagið öðmvísi en
svo ab illgerlegt sé að vinna meb
Framsóknarflokknum, því þar sé
tómt miðjumoð. Fomsmmenn
Allaballa hafa keppst við að gera
tortryggilegar þær hvatir sem
liggja að baki yfirlýsingum Hall-
dórs Ásgrímssonar um að hann
vildi fyrst reyna stjórnarmyndun
með núverandi stjórnarand-
stöðuflokkum. Vinstri vonin
felst því tæplega í samstarfi við
Framsókn eftir kosningar.
Á Stöð 2 um helgina afneitaði
Ólafur Ragnar líka Jóni Baldvini
Hannibalssyni og sagðist aldrei
munu vinna með honum í ríkis-
stjórn þar sem Jón Baldvin yrði
utanríkisráðherra. Slíkt er náttúr-
lega afar harður dómur yfir
flokksformanni, sem verib hefur
í forsvari utanríkismála allan
þennan tíma. Vinstri vonin felst
því tæplega í samstarfi vib Al-
þýbuflokkinn eftir kosningar.
GARRI
Ólafur Ragnar hefur lýst því yf-
ir að framboö Jóhönnu Sigurðar-
dótmr og þeirra Þjóðvakamanna
sé til mikillar óþurftar og spilli og
skemmi fyrir félagshyggjuflokk-
unum. Jóhanna kemst ekki und-
an því að bera ábyrgð á skuldum
heimilanna, segir Olafur Ragnar.
Vinstri vonin felst því tæplega í
samstarfi við Þjóðvakann eftir
kosningar.
Kvennalistinn ekki
heldur
Kvennalistinn og Alþýðu-
bandalagib hafa lengi eldað grátt
silfur og ekki hefur sambandið
batnað viö þab að Kvennaþstinn
hryggbraut Ólaf í fyrrahaust í
samfylkingarmálunum. Síðan
hefur alþýðubandalagsinönnum
eins og raunar fleimm orðið tíö-
rætt um „kreppu Kvennalistans"
á sama tíma og Kvennalistinn
reynir að skerpa sérstöbu sína
sem þriðja aflsins sem hvorki er
hægri né vinstri. Vinstri vonin
felst því tæplega í samstarfi við
Kvennalistann eftir kosningar.
En í samstarfi vib hverja ætla
þá Alþýöubandalagsmenn ab
hrinda af stað vinstra vorinu?
Þessu hefur Garri verið að velta
fyrir sér um helgina. Tvennt
stendur þó upp úr í viðtölunum
við Ólaf Ragnar sem afgerandi
vísbending um hvernig vinstra
vorið er hugsað. í fyrsta lagi úti-
lokaði Ólafur Ragnar samstarf
við Jón Baldvin í svari við spurn-
ingu um hugsanlega Nýsköpun-
arstjórn. í svari sínu sneiddi Ól-
afur vandlega framhjá Sjálfstæð-
isflokknum, en taldi áhrif Al-
þýbuflokks í slíkri stjórn ekki
koma til greina. í öðru lagi kom
sú yfirlýsing fram hjá Ólafi á Rás
2 í gærmorgun ab honum og
Davíö „gengi ágætlega að tala
saman", og það mætti ekkert úti-
loka fyrirfram varðandi stjórnar-
samstarf.
Niðurstaðan eftir að hafa farið
yfirferð um yfirlýsingar Alþýðu-
bandalagsforustunnar um helg-
ina er því sú að hin boðaða
vinstri von Alþýöubandalagsins
felist í samstarfi Alþýðubanda-
lags og íhalds eftir kosningar.
Vinstri vonin hjá Ólafi Ragnari
er ab styðja Davíð Oddsson til
áframhaldandi setu í stjórnarráð-
inu. Garri
Aö ögra veöurspánni
Vetrarferbir á jeppum upp á
hálendið eru sívaxandi sport
hér á landi. í tengslum við
þetta hafa síöan þróast skíða-
göngur á hálendinu að vetrar-
lagi og snjósleðaferðir um fjöll
og firnindi. í sjálfu sér er jaað
ágætt mál og sem betur fer hef-
ur skapast sú tíska í þessu
sporti að vera vel útbúinn og
fara skynsamlega þegar af stað
er komið.
Oft eru á ferðinni vanir
fjallamenn, sem því miður
virðist ekki endilega vera trygg-
ing fyrir því ab þeir hegði sér
með skynsamlegum hætti. Sex
menn lentu t.d. í hrakningum
á Fimmvörðuhálsi nú um helg-
ina og þar af var einn sem
komst með harðfylgi alla leið
yfir í Þórsmörk, en þangað var
ferðinni upphaflega heitið.
Ekki verður af þeim manni
skafib að hann stóbst miklar
mennraunir og brást að því er
virðist hárrétt við vandanum
eftir að í ógöngurnar var kom-
ib. Það breytir ekki því ab kalla
þurfti út tugi leitarmanna og
þyrlu Landhelgisgæslunnar til
ab leita að manninum. Slíkt
kostar að sjálfsögðu sitt. í við-
tali við einn björgunarsveitar-
manninn, sem kallaður hafði
verið út vegna þessa, kom fram
að ástæða væri tii ab brýna fyr-
ir mönnum, sem hygðust fara
á fjöll, ab huga að veðri og veb-
urspá, því veðrið gæti verib
bálvitlaust á fjöllum, þó blíða
væri í byggð.
Tvísýn spá —
meira sport
Vitaö var áður en þeir félagar
hugðust ganga á Fimmvörðu-
háls, að brugðið gat til beggja
vona með veðrið. En hjá þess-
um hópi manna, eins og raunar
virðist vera nokkuð algengt meb
hálendisfara, þá er vafinn met-
inn ferðinni í hag. Tvísýna meb
Á víbavangi
veöur ætti undir eðlilegum
kringumstæðum hins vegar að
verða til þess að menn hættu
við í stab þess aö fara af stað og
láta skeika að sköpuðu.
Án þess ab það eigi endilega
við um þennan ákveðna flokk
göngu- og jeppamanna, sem
lentu í hrakningum á Fimm-
vörðuhálsi, þá er engu líkara en
hálendisförum þyki það hrein-
lega ekki síðra að lenda í hæfi-
legum hrakningum í för sinni.
Sportið í jeppaferðum á hálend-
ið er eðli málsins samkvæmt að
takast á við erfitt og áhættusamt
verk og sigrast á því. Því meiri er
sigurinn sem áhættan og erfið-
leikarnir eru meiri. Mennirnir
búa sjálfa sig undir ab takast á
við erfiðleika uppi á fjöllum og
þeir búa farartæki sín undir það
að gera slíkt hið sama. Vegna
þessa undirbúnings hefur mörg-
um gengið vel ab sigrast á há-
lendinu í vetrarham, en til-
hneigingin er I þá átt að menn
ofmetnast af velgengninni og
treysta sér við sífellt tvísýnni að-
stæður upp á hálendið. Veöur-
spáin er kannski höfö til hliö-
sjónar, en menn láta hana ekki
lengur aftra sér. Óvisst veðurút-
lit er oröið hluti af spennunni,
áhættunni sem menn eru að
taka.
Gagnrýniverö sjálf-
umgleöi
Vitaskuld verða slys og hjá því
verður ekki komist, þegar
hundruö manna flykkjast upp á
hálendið um hverja helgi. Við
því er ekkert að segja. Hins veg-
ar er full ástæða til að gagnrýna
þann ofmetnað og sjálfumgleði,
sem virðist vera að festa rætur í
hópum hálendisfara og lýsir sér
í því að það er að verba hluti af
sportinu að bjóða Veðurstof-
unni byrginn. Breytist andinn
og hugarfarið hvað þetta varðar
ekki sjálfkrafa hjá þeim sem
þetta sport stunda, eins og þab
hefur gert varðandi ýmis önnur
öryggisatriði, einkum varðandi
útbúnað, þá er spurning hvort
ekki beri að grípa til einhverra
sérstakra ráðstafana. Slíkar ráö-
stafanir hljóta að miða aö því að
efla skilning manna á þeirri
áhættu sem verið er að taka með
því að fara á fjöll þrátt fyrir tví-
sýna veöurspá. Það verður auð-
vitað best gert meb því að gera
menn fjárhagslega ábyrga fyrir
því ef áhættan, sem þeir taka,
gengur ekki upp. -BG