Tíminn - 22.02.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.02.1995, Blaðsíða 1
SIMI 631600 Brautarholti 1 79. árgangur STOFNAÐUR 1917___________________________________________________ Miövikudagur 22, febrúar 1995 37. tölublaö 1995 Ólafur Ragnar spillt fyrir vinstri stjórn? Formabur Framsóknarflokks- ins segir ab hann kjósi heist a& flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. Hins vegar segist hann ekki geta sagt til hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi spillt fyrir myndun vinstri stjórnar meö yfiriýsingum sín- um. Þær ómaklegu árásir á Framsókn- arflokkinn á síðustu dögum bendi ekki til þess að hugur Ólafs Ragnars standi til samstarfs með framsókn- armönnum. „Ef hann ætlar sér í ríkisstjórn, þá get ég ekki séð aö hann hugsi sér annað en samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Það vek- ur óneitanlega athygli að hann ver miklu meiri tíma í að fjalla um okk- ur en stjómarflokkana," segir Hall- dór. ■ Landaverk- smiöju lokaö Lögreglan í Reykjavík gerði upp- tæka bruggverksmiðju í Mosfells- dal í fyrrinótt og voru tveir menn settir í varöhald vegna málsins. Verksmiðjan var vel búin tækjum og og haföi meðal annars fram- leiðslugetu fyrir fjögur þúsund lítra. Þó vom ekki nema 200 lítrar af gambra í suðu og einnig var eitt- hvert magn gert upptækt af tilbún- um landa. ■ Sighvatur Björgvinsson heilbrigbisráöherra undr- andi yfir hœkkuninni: Eins konar sjálftaka „Ég hafði nú ekki gert mér grein fyrir því að þessi hækkun hefði orðið svona mikil. Þetta sýnir enn frekar nauðsyn þess að spyrna við fótum, þegar það gerist á sama tíma og tekju- aukning fólks er nánast á núlli og jafnvel samdráttur í kaup- mætti, að þá skuli tekjur þessa hóps hækka um fimmtung. Þetta sýnir að það er ekkert samspil eöa samhengi milli þessara og annarra þátta út- gjalda þjóðfélagsins, eins konar sjálftaka," sagði Sighvatur Björgvinsson í gærkvöldi. ■ Ribib út í verkfalli. Tímamynd CS Vinkonurnar Anna María og Ragnheibur Ásta eru þolendur í launadeilu kennara og ríkis- ins líkt og tugþúsundir annarra nemenda. Þær notuöu gœrdaginn til aö ríöa út og njóta veöurbíöunnar í VíÖidalnum. Meira en milljaröur til sérfrcebiiœkna frá Tryggingastofnun á síöasta ári. Meöaltalsgreiösian rúmar 3 milljónir á lcekni: Sérfræöingar hækkuðu um 20,5% milli ára Sérfræöilæknar sem sækja laun sín aö hluta til Tryggingastofn- unar ríkisins, talsvert á fjóröa hundraö talsins, hækkuöu í launum um hvorki meira né minna en 20,5% á síöasta ári, miöaö viö áriö 1993. Tryggingastofnun ríkisins greiddi 925.451.887 krónur fyr- ir læknishjálp sérfræöinga áriö 1993. í fyrra var sú greiðsla komin yfir milljarðinn, eða í 1.116.000.000, samkvæmt upp- lýsingum sem Tíminn fékk hjá Tryggingastofnun í gær. Hækkun á greiðslum til sér- fræöinga sem vinna á vegum Tryggingastofnunar hefur því hækkaö um 20,5% á sama tíma og nánast engar hækkanir áttu sér stað í þjóðfélaginu. Sérfræöingar sem vinna fyrir Tryggingastofnun munu vera um 370 talsins, þannig aö meö- altalsgreiðsla til hvers og eins þeirra hefur samkvæmt því numiö um 3 milljónum króna á síöasta ári. Greiöslur til sérfræöinga eru afar mismunandi, allt frá til- tölulega lágum upphæðum upp í stórar summur. Greiöslur stofnunarinnar til lækna eru þó aðeins hluti af launum þeirra. Samkvæmt upplýsingum Tímans greiðir Tryggingastofn- un til viöbótar áðurgreindum tölum ýmsan kostnað annan vegna sérfræðingaþjónustunn- ar. ■ Fólk meö 170.000 kr. tekjur og hcerri fcer meira en helming nettó kauphœkkunar sinnar úr ríkissjóöi: Hærri laun gefa fleiri krónur í vasann Eftir að skattfrelsi helmings líf- eyrisibgjaldsins kemur til fram- kvæmda 1. apríl getur kona, sem nú er á 60.000 kr. launum, vænst þess aö sjá um 2.280 kr. nettó kauphækkun á launaumslaginu sínu og önnur á 84.000 kr. um hundrabkalli minna. Maður á þrisvar sinnum hærri launum viröist hins vegar mega reikna með að fá 3.470 fleiri krónur til ráðstöfunar, þar af rúmlega 2 þús- und krónur óbeint úr rikissjóbi, þ.e. meb lækkun skatta. Skatta- lækkun 60 þús. kr. konunnar kostar ríkissjóð hins vegar ein- ungis 530 krónur. í þessum dæmum er átt við hækkun þeirrar upphæðar sem launþeginn heldur eftir til ráöstöf- unar, þ.e. að frádregnum stað- greibsluskatti ásamt iðgjaldi í lífeyr- issjóð (4%) og gjaldi í verkalýðsfé- lag, sem hér er áætlað 1% af tekjum, en í raun er nokkuð mismunandi eftir félögum. Launþegi sem nú hefur 60.000 kr. dagvinnulaun (að nleðtalinni yf- irborgun) á við undirskrift samn- ings að fá 2.700 kr. launahækkun eins og aðrir launþegar, og þar á of- an 600 kr. sérstaka kauphækkun. Af þessari 3.300 kr. kauphækkun hefðu aðeins 1.750 kr. orðið eftir til ráðstöfunar að óbreyttum skatta- lögum. En vegna skattfrelsis helm- ings lífeyrisiðgjaldsins veröur nettó hækkunin 2.280 kr. sem áður segir. Ráðstöfunartekjur hækka þannig um 4% nettó. Allir þeir sem nú eru á meira en 84 þús. kr. dagvinnu- launum fá 2.700 kr. kauphækkun með samningnum. Að óbreyttum skattareglum mundu ráðstöfunar- tekjur þeirra aðeins hækka um 1.433 kr. En meb skattfrelsi helm- ings lífeyrissjóðsiðgjaldanna heldur 84.000 kr. launþeginn eftir um 2.160 kr., eða 3,1%, nettóhækkun. Eftir ab fyrrnefnd skattfríðindi koma til framkvæmda lítur dæmið þannig út aö fólk með 170 þús. kr. tekjur eða hærri fær í rauninni fleiri krónur til ráðstöfunar með skatta- lækkuninni en launahækkun at- vinnurekenda nemur Lítum t.d. á dæmi um mann sem nú hefur 240.000 kr. laun. Með kauphækkun og skattalækkun hækka rábstöfunartekjur hans úr 151.810 kr. nú, upp í 155.280 kr. Hækkunin er um 3.470 kr., eöa 2,3%. Þannig að þegar dæmið er reikn- ab til enda heldur 240.000 kr. maö- urinn eftir 60% fleiri krónum til ráðstöfunar heldur en sá sem ein- ungis hefur 84.000 kr. Og á hlut- fallslegri nettó hækkun er munur- inn ekki mjög mikill. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.