Tíminn - 22.02.1995, Qupperneq 10

Tíminn - 22.02.1995, Qupperneq 10
10 Mi&vikudagur 22. febrúar 1995 Brœbraminning: Bergur og Gunnar Þorsteinssynir frá Litla-Hofi, Örœfum Gunnar Þorsteinsson var fœdd- ur á Litla-Hofi í Örœfasveit 20. september 1907. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 8. febrúar sl. Bergur Þorsteinsson var fceddur á Litla- Hofi í Örœfasveit 22. júlí 1903. Hann lést á Skjólgarði 15. febr- úar sl. Foreldrar þeirra voru Þor- steinn Gissurarson bóndi, f. 4.10. 1864, d. 1937 og Sigríín Jónsdóttir húsfreyja f. 3.3. 1864, d. 1955. Systkini þeirra vom: Guðjón f. 1894, dnikkn- aði ungur, Jóninn f. 9.5. 1895, Gróa f.17.7. 1896, Magnús f. 7.12. 1897, Guðrítn f. um 1900, dó í cesku, Jón Páll f. 7.4. 1901, Bergurf. 22.7. 1903, þau em öll látin. Eftirlifandi ekkja Gunnars er Sigrún Jónsdóttir, f. 21. febríiar 1920, húsfreyja, og eignuðust þau þrjú böm. Þau eru: Halla, Jónína f. 5. desember 1941, húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Loga Snaedal Jónssyni, Sig- urjón Þorsteinn f. 11. júní 1943, bóndi Litla-Hofi, giftur Guð- björgu Magnúsdóttur, Bryndís f. 4. febrúar 1948, starfskona á bamaheimili í Reykjavík, gift Jón Hirti Gunnlaugssyni. Gunn- ar ól einnig upp bróðurdóttur sína, Jónmni Þorgerði Bergs- dóttur f. 22. september 1935; hún er starfsstúlka á Hraunbúð- um í Vestmannaeyjum, gift Bjama Jónassyni. Gunnar tók við búi foreldra sinna á Litla-Hofi 1938 og stundaði búskap þar til sonur hans Sigurjón tók við búinu. Út- för Gunnars fór fram frá Hofs- kirkju í Örcefum laugardaginn 18. febniar sl. Bergur giftist 9. júní 1930 Pálu Jónínu Pálsdóttur, f. 17. janúar 1906 á Prestbakkakoti á Síðu, d. 20. janúar 1991. Þau komu upp níu bömum. Þau eru: Sigrím f. 27.7. 1930, húsmóðir Fædd 28. maí 1904 Dáin 13. febrúar 1995 Það er kyrrlát morgunstund árið 1986, mitt á milli svefns og vöku, þegar frost er að hörfa úr jörðu og grýlukertin drjúpa stórum támm sem smella á gangstéttina, og klakinn í vetr- arhjartanu þiðnar, — þá loks- ins skín sólin aftur á gluggann. Borgin vaknar, teygir úr sér með geispa, en stekkur síðan með taktföstu slagi inn í dag- inn. í svefnrofunum heyrist veikt þrusk í garðinum, eins og verið sé að rífa hey úr stabba, og þegar tjaldið er dregið frá sést ofan á bakið á grannri vem sem bograr í beðinu við suöurvegginn að reyta saman fúna blómstilka, svo hægt sé að mýkja vel í kringum ræt- urnar. Og áhorfandinn hugsar: Nú, fyrst að hún Guömunda mín er komin út í garð, þá er vorið ömgglega á næsta leiti. Stundum lofar tíðin upp í erm- ina á sér mánuði fyrr, jafnvel t MINNING á Hnappavöllum, gift Þórði Stefánssyni, Páll f. 30.9. 1932, bensínafgreiðslumaður á Sel- fossi, giftur Þorgerði Dagbjarts- dóttur, Guðrírn f. 27.7 1934, húsmóðir á Hnappavöllum, ekkja eftir Ingimund Gíslason, Jónmn Þorgerður f. 22.9. 1935, starfsstúlka Hraunbúðum í Vestmannaeyjum, gift Bjama Jónassyni, Steinunn f. 22.9 1937, afgreiðslukona í Reykja- vík, gift Gísla Oddsteinssyni, Guðjón Bergsson f. 7.12. 1939, bóndi Hofi, Sigþrúður f. 23.7. 1943, starfskona Kópavogi, gift Braga S. Ólafssyni, Helga f. 16.5. 1945, húsmóðir Hofi, gift Rúnari Garðarssyni, Þorlákur Öm f. 17.6. 1952, bóndi Hofi, giftur Brynju Kristjánsdóttur. Bergur var vinnumaður, fór á vertíðar og stundaði síðan bú- skap alla tíð. Útfór Bergs verður gerð frá Hofskirkju í Örcefum þriðjudaginn 21. febrúar. Afi okkar, Guðmundur Bergur Þorsteinsson, er látinn aðeins viku á eftir bróður sín- um, Gunnari Þorsteinssyni. Þeir voru frá bænum Litla- Hofi í Öræfasveit þar sem Gunnar bjó alla tíð, en Bergur fluttist að Austurhúsum, næsta bæ við Litla-Hof. Örlít- ið fyrir neðan Berg afa bjó þriðji bróðirinn, Magnús. Bergur og Magnús bjuggu fé- lagsbúi, sem synir þeirra tóku við er þeir hættu búskap. Bergur Þorsteinsson var fæddur 22. júlí 1903, sonur Þorsteins Gissurarsonar og Sigrúnar Jónsdóttur á Litla- Hofi, næst yngstur sinna systkina. Hann giftist 9. júní t MINNING upp úr góu með hlýjum þey og glennu, en garðyrkjukonan lætur ekki blekkjast. Hún held- ur sínu striki, sem á sér upphaf í Grímsnesinu og hefur tekið kúrsinn sem dugir í fallvaltleik heimsins. Þessi fíngerða kona, sem tal- ar lágum rómi ofan í moldina, hvaða afrek hefur hún unnib önnur en þau að sjá blómin sín spretta með meiri krafti en aðrar jurtir í Þingholtunum? Svo sem ekki neitt sem er í frá- sögur færandi, nema þab ab vera sönn manneskja sem lifir í kærleik og góðvild, gjafmildi og veitandi rausn hjartans, sátt við tilveruna, fjölskyldu og vini, og þá niðurstöbu sem er skrifuð í lífsins bók að lokum. Freyjugata 34 er að mörgu leyti merkilegt hús. Form þess er ílangt og klassískt, yfir- 1930 Pálu J. Pálsdóttur frá Prestbakkakoti á Síðu í Vest- ur-Skaftafellssýslu, en hún lést 1991 og höfðu þau þá ver- ið gift í rúm 60 ár. Bergur kynntist Pálu er hann var vinnumaður hjá fóstra henn- ar, en hún og Magnús bróðir Bergs og Gunnars voru upp- eldissystkini. Pála og Þuríður Sigjónsdóttir, kona Magnús- ar, voru systradætur og giftust því Magnús, Bergur og Gunn- ar konum úr sömu ætt. Bergur og Pála komu níu börnum til manns, en fjögur fæddust andvana. Fimm þeirra eru bú- sett í Öræfum, tvö í Reykja- vík, eitt á Selfossi og eitt í Vestmannaeyjum. Afkom- endur Bergs og Pálu eru að nálgast 70. Eftir að Berguf missti konu sína, fór hann fljótlega á Elli- og hjúkrunar- heimilið Skjólgarð á Höfn og kom aðeins einu sinni aftur í sveitina. Það var eins og hann gæti ekki hugsað sér ab fara til baka eftir að hann hafði misst lífsförunaut sinn, þrátt fyrir að hann hefði heilsu til fram- an af. Á Skjólgarði dvaldi hann svo í tæp fjögur ár, allt til dauðadags, í ágætu yfir- læti. Þó Bergur hafi verib á 92. ári, var ekki til ab hann hefði tapað andlegu atgervi sínu. Líkamlegri heilsu hafði hrak- að í áranna rás, en afi fylgdist vel með öllu, bæði fréttum af landsmálum og afkomendum sínum. Afi var hæglátur maður, lít- ið fyrir æsing og vildi helst hafa slökkt á útvarpi nema til að hlusta á talaö mál. Hann var glettinn og gerði góðlát- legt grín aö sjálfum sér og öbrum. Hann var sömuleiðis afskaplega heimakær, líkt og amma. Hvorugt þeirra fór úr sveitinni nema ríka nauðsyn bragbib tiginmannlegt en þó látlaust. Innan veggja þessa húss hafa flestar listgreinar átt sér athvarf: leiklist og leiklist- arkennsla, handritagerð fyrir kvikmyndir og þýðingar, myndlistarstarf og söfnun á al- þýðu- og æskulistaverkum, vísnagerð, píanóleikur og söngur, hannyrðir og matar- gerðarlist. íbúarnir hafa verið hver með sínu móti, tjáningar- háttur þeirra margbreytilegur, stundum krefjandi en oftar en ekki lágt stilltur ab ebli húss- ins, samhljómi og sál. Guðmunda Kristinsdóttir var kjölfestan í þessu húsi og gekk um það með reisn og eðl- islægu stolti, sem var hennar aðall, og fas hennar höfðing- legt, en um leið milt og umve- fjandi. Hún miðlabi íbúunum af reynslu sinni, tók þátt í gleði þeirra og sorgum, var allra vin- ur, ávallt velkomin. Hún sá þab stóra í því smáa, lifði sig inn í atburði líðandi stundar, Gunnar Þorsteinsson bæri til, og í seinni tíð varla innan sveitar heldur. Afi var mikill grúskari, Ias mikið og var fróður um ýmis málefni. Hann hafði sérstaklega gam- an af ævisögum stjórn- málaforingja fyrri ára. Bergur var reglumaður og segja sögur að einu sinni hafi sést vín á honum, en það var eftir að rauðvínstunnu rak á fjöru í sveitinni. Gunnar Þorsteinsson var fæddur 20. séptember 1907 og var yngstur systkina sinna. Hann tók við búi foreldra sinna 1938 og bjó fyrst með systrum sínum Jórunni og Gróu og móður sinni Sigrúnu. Gunnar giftist Sigrúnu Jóns- dóttur, en hún er dóttir Höllu Pálsdóttur, sem var systir Pálu ömmu okkar. Börn þeirra eru þrjú: Halla, Sigurjón og Bryn- dís. Gunnar átti einnig fóstui- dóttur, móður okkar Jórunni Bergsdóttir, en hún kom á þriðja ári til ömmu sinnar og Jórunnar, Gróu og Gunnars, föðursystkina sinna á Litla- Hofi og ólst þar upp. Barna- börnin og barnabarnabörnin eru orðin 12. Gunnar Þorsteinsson var líklega einn skemmtilegasti maður sem við höfum kynnst, einstaklega lífsglaður og kunni að skemmta fólki með sögum. Þau voru líka fá böllin sem hann lét sig vanta á í sveitinni. Hann hafði gam- an af gestum og hjá Gunnari og Sigrúnu hefur alla tíð verið opið fyrir gesti og gangandi og tekið höfðinglega á móti fólki. Þar hefur verið viðhöfð gestrisni eins og tíðkast hefur á íslenskum sveitaheimilum í en hélt þó tryggb við fortíðina, rætur sínar, sveit og frænd- garð. Þab var gott að leita til hennar um fróðleik, stykki sem vantaði í sögu, ýmislegt smálegt, eða bara spjall út úr leiðindum, því að Guðmunda bar með sér ríka kímnigáfu og var orbheppin með afbrigðum, skaut að fólki frumlegum upp- hafsorðum eða tilsvömm sem vom sniðin, ræktub og fágub þar til þau smullu inn í réttan farveg. Og samkvæmib leystist upp í glabvæmm hlátri. Nú er húsið hljótt, enginn galsi í stigaganginum, og garð- urinn bíbur vorsins undir snjónum. Þegar líbur að mæðradegi má eiga von á því að sölnuð grösin í beðunum fari að lyftast undan frjómagni moldarinnar, og árrisulir menn sperri eym við hljóðlegu skrjáfi er minnir á liðinn tíma. Níels, Magnhildur, Rósa og Haraldur Bergur Þorsteinsson gegnum tíðina. Ótölulegur fjöldi barna hefur einnig ver- ið þar í sveit. Seinustu árin hefur heilsu Gunnars stöðugt hrakað. Þrátt fyrir þab fylgdist hann vel með og var andlega hress eins og alltaf. Hann lét sig til dæmis ekki vanta á ættarmót, sem haldið var síðastliðið sumar, og þegar vib bræðurn- ir heimsóttum hann á sjúkra- hús í janúar sl. spurðist hann fyrir um sumarvinnu annars okkar og hvort fært væri flug austur. Við bræðurnir dvöldum all- ir einhvern tíma í sveit hjá Bergi afa og Gunnari. Jónas var fjölmörg sumur í sveit hjá Gunnari og Sigrúnu á Litla- Hofi. Rúnar heitinn bróðir var mörg sumur hjá afa og ömmu og eitt hjá Gunnari og Sigrúnu. Bergþór var bæði hjá Gunnari og afa í stuttan tíma, en Valgerður hjá móbursystur okkar á Hnappavöllum. Fleiri barnabörn Bergs og Pálu voru hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Það er vart hægt að hugsa sér fallegri sveit en Öræfin og batt dvölin okkur sterkum böndum við sveitina milli sanda. Dýrmætt var sömuleiðis ab kynnast þeirri kynslóð, sem nú er að mestu fallin frá, og læra að bera virðingu fyrir hinum eldri sem eiga dýrmæta reynslu að miðla af. Hvort sem það er nábýlið við jökul- inn, lambakjötið sem var dag- lega á borðum eöa eitthvað annað, náðu þeir bræður Magnús, Bergur og Gunnar háum aldri, um eða yfir ní- rætt. Þeirra kynslóð vann í sveita síns andlits og þó fólk hafi kannski ekki soltiö, var lífsbaráttan erfið á þeirra upp- vaxtarárum og ekkert sjálfgef- ið. Bændur veiddu lunda í Ingólfshöfða, söfnuðu reka- viði á ströndinni og sigu til eggja, svo eitthvað sé nefnt, fyrir utan hefðbundinn bú- skap. Á ævi þeirra bræbra hef- ur einnig orðið tæknibylting og langur vegur frá heyskap meö orfi og ljá til vélvæðingar nútímans. Þessi bylting sýnir kannski í hnotskurn breyting- arnar á íslensku þjóðfélagi á þessari öld. Með Bergi og Gunnar eru gengin þau síðustu af börnum Þorsteins Gissurarsonar og Sigrúnar Jónsdóttur frá Litla- Hofi. Bergur og Gunnar kvöddu þennan heim með viku millibili. Þeir voru ná- grannar alla tíð, í sveitinni, á elliheimilinu á Höfn og nú í sinni hinstu för. Þab er líkt og þeir hafi viljað fylgjast ab á- fram. Við hugsum af hlýhug til ekkju Gunnars, Sigrúnar, á þessum erfiðu tímum og ann- arra aðstandenda. Minning þeirra bræðra lifir lengi. Jónas, Valgerður og Bergþór Bjamaböm Guðmunda S. Kristinsdóttir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.