Tíminn - 22.02.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.02.1995, Blaðsíða 7
Miövikudagur 22. febrúar 1995 9M*k 7 Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar / tengslum vib kjarasamninga lands- og svœbasambanda innan ASÍ og vinnuveitenda í tengslum vib kjarasamninga á almennum vinnumarkabi lýsir ríkisstjórnin yfir eftirfarandi: 1. Verbtrygging fjárskuld- bindinga, sem nú mibast viö lánskjaravísitölu, verður fram- vegis miðub viö vísitölu fram- færslukostnaðar. Ríkisstjórnin undirbýr nú að hrinda þessari breytingu í framkvæmd þannig að hún hafi almennt gildí, einnig gagnvart verðtryggingu núverandi fjárskuldbindinga. Jafnframt verður unniö ab því að draga úr verðtryggingu í áföngum. 2. A árinu 1995 verður heim- ilt ab draga 2% af 4% framlagi launþega í lífeyrissjóð frá tekj- um við álagningu skatta og komi þetta til framkvæmda 1. apríl. Frá og með 1. júlí 1996 verður heimilt ab draga frá 3% og allt 4% framlagið frá 1. júlí 1997. Hér er um mjög víðtæka breytingu að ræða, sem hefur í för með sér verulegt tekjutap fyrir ríkissjóð og sveitarfélögin. Þessu verður að mæta með auknum tekjum og/eða niður- skurði útgjalda. 3. Eingreiðslur í almanna- og atvinnuleysistryggingum verða greiddar í samræmi vib ákvæði um eingreiðslur í kjarasamn- ingum. 4. í framhaldi af viðamiklum aðgerðum til að draga úr skatt- svikum verður enn gert átak til að fylgja eftir þeim árangri sem nábst hefur og efla skattrann- sóknir. Þrjú frumvörp, sem styrkja þetta átak, eru nú til af- greiðslu á Alþingi og stefnt verður að afgreiðslu þeirra. 5. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir afgreiðslu frumvarps til laga um breytingar á skattalög- um þar sem m.a. er kveðið á um að reki vinnuveitandi hóp- ferðabifreið til ab flytja starfs- menn sína til og frá vinnu, telj- ist hlunnindi starfsmanna af slíkum ferbum ekki til skatt- skyldra tekna. 6. Skattmati á kostnaði vegna ferða verður breytt þannig ab heimilaður verbur frádráttur vegna þeirra ferða sem farnar eru á vegum atvinnurekenda, án tillits til fjölda ferða á ári, en þó þannig að hámark í hverri ferð sé 30 dagar. 7. í fjárlögum ársins 1995 er heimild til að hækka framlag ríkisins til jöfnunar húshitun- arkostnaðar um 50 m.kr. gegn jafnháu framlagi orkufyrirtækj- Frá undirritun samninganna. anna. Þessi hækkun kemur í kjölfar rúmlega 50% raunaukn- ingar niðurgreiðsina á undan- förnum árum. Reiknað verður með framlagi orkufyrirtækj- anna, þannig að niðurgreibslur húshitunarkostnaðar aukist á þessu ári eins og heimild er fyr- ir í fjárlögum. 8. Reglugerð um endur- greiðslur á kostnaði vegna ferða- og dvalarkostnaðar vegna sérfræðiheimsóknar og innlagna á sjúkrahús verður endurskobuð. 9. Ríkisstjórnin mun skipa nefnd sem geri tillögur um að- gerðir til að lækka framfærslu- kostnað heimilanna. Nefnd- inni verður sérstaklega falib að leita leiða til að lækka vöruverð á landsbyggðinni. 10. Ríkisstjórnin fagnar áhuga launþegasamtakanna á framgangi frumvarps um fram- haldsskóla þar sem m.a. verður boðið upp á nýjar verk- og starfsmenntabrautir. Ríkis- stjórnin mun beita sér fyrir því að frumvarp um framhalds- skóla veröi afgreitt á Alþingi, en með því frumvarpi eru skap- aðar forsendur til margvíslegra breytinga á verk- og starfs- menntun. 11. Húsnœöismál. Seðlabanki íslands, Félagsvís- indastofnun og Húsnæðis- stofnun ríkisins munu skila at- hugun sinni á umfangi van- skila og eðli greiðsluerfibleika heimilanna á næstunni. Næstu vikur verða nýttar til að skil- greina til hvaða aðgerða eigi að grípa í skuldbreytingum hjá þeim, sem eru í greiðsluerfið- leikum. í frumvarpi til laga um breyt- ingar á lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins, sem nú er til meðferðar á Alþingi, er að finna eftirtalin atriði: Verkalýðshreyfingin eigi áfram fulltrúa í húsnæðis- nefndum sveitarfélaga. Afskriftir í félagslega kerfinu verði lækkaðar úr 1,5% í 1%. í stað þess að vextir í félags- lega kerfinu lækki á ný þegar laun fara niður fyrir viðmiðun- armörk, hefur félagsmálaráð- herra kynnt áform um að þrengja verulega skilyrði fyrir því að vaxtahækkun geti orðið. Stefnt verður að fjölgun greiðsludaga vegna vaxtabóta og að greiðslur þeirra gangi til greiðslu afborgana af lánum hjá Húsnæðisstofnun. Því verður beint til banka- stofnana og lífeyrissjóba að gert verði átak í að skuldbreyta lán- um. Gera þarf ráðgjöf Húsnæðis- stofnunar og frumkvæöis- skyldu hennar í því efni öflugri. Tímamynd CS 12. Unnið verður að úrbót- um í málum fólks í atvinnuleit með virkum aðgerðum á sviði verkmenntunar og starfsþjálf- unar. Á þessu ári verður 15 m.kr. viðbótarframlagi ráðstaf- að sérstaklega til þessara mála. 13. Ríkisstjórnin mun í sam- ráði við aðila vinnumarkaðar- ins undirbúa aðgerðir sem tak- marki svonefnda gerviverktöku og tryggi réttindi launþega. 14. Til þess að tryggja fram- hald verkefna, sem miða ab því að gera tillögur um aðgerðir til að draga úr launamun milli karla og kvenna, mun ríkis- stjórnin leggja fram viðbótarfé á þessu ári, allt að 3 m.kr. 15. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir afgreiðslu frumvarps til laga um breytingu á skattalög- um þar sem m.a. er kveðið á um að sannanlega tapað hluta- fé í félögum, sem orðið hafa gjaldþrota, skuli teljast til rekstrargjalda. Sama mun gilda um hlutafé, sem tapast hefur vegna þess að það hefur verib fært niður í kjölfar nauðasamn- inga. 16. Athugað verði að skipta ábyrgðasjóði launa þannig að fyrirtæki innan VSI og VMS myndi sérdeild og aðrir at- vinnuveitendur sérstaka deild. 17. Lögum um atvinnuleysis- tryggingar verði breytt í því skyni að gera fastráðningu fisk- vinnslufólks mögulega. ■ ORÐSENDINC TIL BÆNDA frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Stofnlánadeild landbúnabarins hefur ákveðið að gefa bændum kost á því að breyta lausaskuld- um sem orðið hafa til v/búrekstrar í föst lán. Lánin verða verðtryggð með 15 ára lánstíma og 5,8% vöxtum. Það er skilyrði fyrir því að skuldbreyting geti farið fram að viðkomandi lánardrottnar taki a.m.k. 80% skuldar í inniausnarbréfum til 15 ára, verðtryggð með 5% vöxtum. Þá þurfa að vera fyrir hendi rekstrarlegar forsendur og fullnægjandi veð til þess að af skuld- breytingu geti orbið. Þeir sem hyggjast sækja um skuldbreytingalán sendi umsókn til Stofnlánadeildar landbúnaðar- ins, Laugavegi 120, 105 Reykjavík, sem fyrst og eigi síðar en 31. mars nk. Meb umsókn skal fylgja: 1. Vebbókarvottorb fyrir viðkomandi jörb. 2. Afrit af staðfestu skattframtali fyrir rekstrarárið 1994 eba rekstrar- og efnahagsreikningi. 3. Umsækjandi leggi fram 5 ára búrekstraráætlun. Umsóknareybublöö fást hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins og útibúum Búnabarbanka íslands úti á landi og búnabarsamböndum. Nánari upplýsingar veittar hjá Stofnlánadeild landbúnabarins í síma 91 -25444. Orösending til for- ráöamanna um 10.000 hlutafélaga Á nýársdag öbluðust gildi breytingar á gildandi lögum um hlutafélög, sem sföan hafa verið endurútgefin sem lög nr. 2/1995 um hlutafélög, og ný lög um einkahluta- félög, nr. 138/1994. Flestar breytingarnar leiðir af abild íslands ab samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Af þessum sökum þurfa forstöbumenn um 10.000 hlutafélaga, sem skráð hafa verib fyrir áramót, á árinu 1995 og helst sem fyrst ab taka ákvörbun um það hvort skrá skuli félögin sem hlutafélög samkvæmt nýjum regl- um eða einkahlutafélög. Þurfa þeir einnig að huga að breytingum á samþykktum félaga á næsta aöalfundi eða sérstökum hluthafafundi og jafnvel hækka hlutafé ef félag verbur skráb hlutafélag í framtíbinni (lágmark fjórar milljónir króna). Verbi skráb hlutafélag hins vegar umskráb sem einkahlutafélag þarf ekki að hækka hluta- féb frá því sem er. Skráning eða umskráning eldri hluta- félaga á þessu ári samkvæmt nýjum lagaákvæbum verður án endurgjalds. Gert er ráð fyrir að.í framtíðinni henti hlutafélög eink- um þar sem hluthafar eru margir, hlutafé hátt og sóst er eftir hlutafé frá almenningi, t.d. meb útboðum eba skráningu hlutabréfa á verbbréfaþingi. Einkahlutafélög eru hins vegar talin henta betur fáum hluthöfum þar sem ekki er leitað til almennings eftir fé enda sé hlutafé lágt, minnst 500 þúsund krónur í nýjum einkahlutafé- lögum (jafnvel lægra í eldri hlutafélögum sem umskráb verða sem einkahlutafélög). Búast má vib ab langflest eldri hlutafélög verbi umskráb sem einkahlutafélög. Nánari upplýsingar um helstu breytingar á hlutafélaga- löggjöfinni og mun á hlutafélögum og einkahlutafélög- um er ab finna í sérprentunum laga um hlutafélög og laga um einkahlutafélög sem eru til sölu í Bókabúb Lár- usar Blöndal og eru sendar þaðan í póstkröfu um land allt. Þar er einnig ab finna sýnishorn samþykkta við- komandi félaga o.fl. meb upplýsingum um nauðsyn- legar breytingar en sýnishornin má einnig fá á tölvu- dísklingi. Búast má vib ab almennt þurfi menn á sér- prentun laga um hlutafélög ab halda þar til vibkomandi eldri hlutafélög verba umskráb sem einkahlutafélög síð- ar á þessu ári. Viöskiptarábuneytinu, 14. febrúar 1995. FAXNUMERIÐ ER 16270 mmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.