Tíminn - 01.03.1995, Page 3
Mi&vikudagur 1. mars 1995
3
yfwiiww
Dagsbrún um samningsgerb aöila vinnumarkaöarins:
Þaö var slegist í Karphúsinu
„Þegar sagt er aö vib höfum
gengib ab öllu þá vil ég leggja
áherslu á ab fyrst bubu at-
vinnurekendur 2 þúsund
krónur, síban 2200, svo 2500
og síban 2700 og svo þúsund
(3700). Vib næstu áramót ætl-
ubu þeir ab bjóba 1,5% en
hækkubu sig síban upp í 2%.
Þab endabi síban á 2700 krón-
um sem eru rösk 3%. Þannig
ab þab var slegist þama,"
sagbi Gubmundur J. Gub-
mundsson, formabur Dags-
brúnar.
Á fundi félagsins í Bíóborg-
inni í fyrradag var forysta félags-
ins gagnrýnd fyrir meint kjark-
leysi í vibskiptum sínum vib
samtök atvinnurekenda í nýlið-
inni samningsgerð í Karphúsinu
og gengið að öllu sem kom frá
atvinnurekendum. Minnt var á
að félagið hefbi sett fram kröfu
um 10 þúsund króna hækkun
lægstu taxta en niöurstaðan
hefði verið 6400 króna launa-
hækkun í tveimur áföngum á
nær tveggja ára samningstíma-
bili, eða 3700 krónur við undir-
skrift og 2700 krónur 1. janúar á
næsta ári.
Formaður félagsins sagðist vel
treysta sér að keppa við hvern
og einn um kjark og einnig við
Sigurð Rúnar, fyrrverandi aðal-
trúnaðarmann hafnarverka-
manna í Sundahöfn og stjómar-
mann í Dagsbrún. En Sigurður
gagnrýndi meint kjarkleysi for-
ystu félagsins fyrir ab fylgja ekki
kröfum sínum fast eftir og var
jafnframt sá eini í stjórn félags-
ins sem greiddi atkvæði gegn
kjarasamningunum.
Gubmundur J. tók hinsvegar
undir gagnrýni einstakra fund-
armanna þess efnis að verka-
lýðshreyfingin væri ekki nógu
sterkt afl í þjóðfélaginu miðað
við samtök atvinnurekenda. Af
þeim sökum m.a. þyrfti hreyf-
ingin að endurskoða öll sín
vinnubrögð frá grunni.
Réttindamál kennara viö afgreiöslu grunnskólafrum-
varpsins:
Davíb baub en
Ólafur þagði
„Davíb spurbi fulltrúa kennara
á fundinum einfaldlega hvab
þab væri sem þeir vildu og þeir
lögbu fyrir hann þab orbalag
sem kennarar gætu sætt sig vib.
Hann lét svo vélrita þab upp
sem lagatexta meban þeir bibu.
Síban var plaggib lagt fyrir full-
trúa allra stjórnmálaflokka.
Þeir samþykktu þab og stuttu
síðar var plaggib lagt fram sem
breytingartillaga vib frumvarp-
ib."
Þessa lýsingu, sem Eiríkur Jóns-
son formabur KÍ hefur staðfest ab
sé rétt, er ab finna í Veggjalús-
inni, verkfallstíðindum kennara-
félaganna á því sem geröist á
skyndifundi sem forsætisráðherra
bobaði fulltrúa kennarafélaganna
á sl. laugardag vegna afgreiðslu
grunnskólafrumvarpsins. Þennan
fund sat einnig Ólafur G. Einars-
son menntamálaráðherra og sam-
kvæmt því sem fram kemur í
verkfallstíðindum kennara lagði
hann „lítið sem ekkert til mál-
anna á fundinum."
í breytingartillögunni sem sam-
þykkt var í tengslum við af-
greiðslu grunnskólafrumvarpsins
og yfirfærslu grunnskólans til
sveitarfélaga er kvebið á um að
lögin komi að fullu til fram-
kvæmda 1. ágúst á næsta ári. En
áður en að því getur orðið verbur
Alþingi ab vera búið að sam-
þykkja breytingu á lögum um Líf-
eyrissjóð starfsmanna ríkisins
sem tryggir öllum kennurum og
skólastjórnendum aöild að sjóbn-
um, sem til þess hafa rétt. Einnig
verður að samþykkja lög um
ráðningarréttindi kennara og
skólastjórnenda við grunnskóla
sem tryggja þeim óbreytt ráðn-
ingarréttindi hjá nýjum atvinnu-
rekanda, þ.e. sveitarfélögum.
Jafnframt verði tryggt aö hvor að-
ili um sig geti óskað eftir úrskurði
gerðardóms, komi til ágreinings á
milli aðila um form eða efni rábn-
ingarréttinda. Ennfremur verður
ab breyta lögum um tekjustofna
sveitarfélaga og lögum um skipt-
ingu skatttekna milli ríkis og
sveitarfélaga vegna þeirra auknu
verkefna sem sveitarfélögin taka
að sér samkvæmt grunnskólalög-
unum. ■
Frá fyrsta sjónvarpssímafundinum í Reykjavík. Frá vinstri: Ólafur Tómasson póst og símamálastjóri, Halldór Blön-
dal samgöngurábherra, jón Birgir Jónsson rábuneytisstjóri, Gústaf Arnar yfirverkfrœbingur, Þorvarbur Jónsson
framkvœmdastjóri fjarskiptasvibs, Ragnhildur Hjaltadóttir skrifstofustjóri samgöngurábuneytis, myndatökumabur,
Gubmundur Björnsson framkvœmdstjóri fjármálasvibs P&S og Hrefna Ingólfsdóttir, blabafulltrúi Pósts & síma.
Tímamót: Halldór Blöndal og Ines Uusmann á fyrsta sjónvarpssímafundinum:
Nýjung sem ógnar farþega-
fluginu og dagpeningunum
Tækninýjung sem bæði Flug-
leibum og ýmsum dagpeninga-
mönnum kerfisins og fyrirtækj-
anna kann ab standa nokkur
ógn af, var reynd fyrir helgina í
fundasal Pósts & sxma. Þetta er
sambland af sjónvarps- og
símatækni, svokallaðir sjón-
varpssímafundir, sem nú eru
mikib notabir á hinum Norbur-
löndunum.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra átti fyrsta sjónvarpssíma-
fundinn með Ines Uusmann, hin-
um sænska kollega sínum. Þarna
„hittust" þau Halldór og Ines
fyrsta sinni. Ráöherrarnir töluöu
á kurteislegum nótum um daginn
og vegin. Uusmann sagbi að þetta
væri í fyrsta sinn sem hún kæmi
til íslands, sem Halldór taldi hið
besta mál, jafn gott og vebrið
væri! Reyndar hittust þau tvö
núna á mánudag þar sem frúin
kom í eigin persónu á þing Norb-
urlandaráðs.
íslenskir forráöamenn og aðrir
starfsmenn fyrirtækja og stofn-
Flugráö leggur til oð endurnýjun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli hefjist 1997:
Endumýjun flugbrauta
brýn af öryggisastæðum
ana, einkum þeir í efri kantinum,
eru frægir fyrir ferðagleöi sína og
margir þeirra fara utan 5 til 10
sinnum á ári, sumir mun oftar.
Bent hefur verið á að rekstur fyrir-
tækja þeirra sé ekki í réttu hlut-
falli við utanlandsferðirnar.
Stjórnandi þarf ævinlega aö vera
til taks á vinnustað. En erlend
samskipti eru líka nauösynleg í
hófi.
En nú em breyttir tímar. Sjón-
varpssímatæknin er ekki aðeins
handan vib hornið, hún er í raun
komin, og hana geta menn nýtt
sér í gegnum Póst & síma. í stab
þreytandi ferðalaga til annarra
landa er hægt ab efna til sjón-
varpssímafundar og afgreiba mál-
in. Menn geta horfst í augu yfir
Atlantsála og náð þægilegu sam-
bandi. Gjaldskrá er að vísu ekki
fullfrágengin og ekki ljóst hvort
um verulegan sparnaö er aö ræba
enn sem komið er. En trúlega
verður þessi tækni almenn á
næstu árum, og þá minni þörf
fyrir aö eyða tíma fjarri vinnu-
staðnum.
Hugsanlega gætu einkafyrir-
tæki haslað sér völl í þessari þjón-
ustu við fyrirtæki og stofnanir
landsins. Tækjabúnaður fyrir
sjónvarpssímafundi mun kosta á
4. milljón króna, en eins og fyrr
sagbi óljóst með kostnað vegna
leigu á símastrengjum.
Ekki er ólíklegt ab klukkutíma
fundur milli landshluta myndi í
dag kosta nokkfa tugi þúsunda en
gæti oröið verulega ódýrari þegar
farið verður ab bjóba svokallaba
ISDN- þjónustu hér á landi seint á
þessu ári eba á því því næsta. ■
Þjóöminjasafniö:
Flugráð hefur samþykkt tiliögu
um ab framkvæmdir vib endur-
nýjun flugbrauta á Reykjavíkur-
flugvelli verbi hafnar árib 1997.
Enda sé nú svo komib ab af ör-
yggisástæbum verbi ekki hægt
ab draga endurnýjun flugbraut-
anna í mörg ár. Fjármagn til
framkvæmdanna verbi tekib af
framkvæmdafé flugmálaáætl-
unar. En þær séu svo fjárfrekar
ab verulega muni draga úr fram-
kvæmdum á öbrum stöbum
þann tíma sem endurnýjun
Reykjavíkurflugvallar tekur.
I ályktun 1317. fundar Flugráðs
er bent á aö um 300 þúsund far-
þegar fari um Reykjavíkurflugvöll
árlega, eba nær 90% allra sem
fljúga í innanlandsflugi á íslandi.
Við samþykkt flugmálaáætlunar
1986 hafi endurnýjun flugbrauta
og bygging nýrrar flugstöðvar á
Reykjavíkurflugvelli verið tvö
þeirra sérverkefna sem fjármagna
átti með sérframlögum á fjárlög-
um. Enn hafi samt ekkert fjár-
magn fengist til þessara fram-
kvæmda.
Flugráð telur nauðsynlegt að nú
þegar verði hafist handa viö að
finna fjárhagslegan grundvöll fyrir
byggingu flugstöðvar á Reykjavík-
urflugvelli. Jafnframt þurfi ab end-
urnýja allar hönnunarforsendur
frá síðustu hugmyndum um flug-
stöð. Auk þess sem núverandi flug-
stöb anni ekki lengur þeim flutn-
ingum sem um hana fara á álags-
tímum sé þab líka landi og þjóð til
skammar að þeir skúrar sem þar
hefur verib hrúgað hverjum utan á
annan skuli enn vera flugstöö á
flugvelli höfuöborgarinnar.
Flugráð telur ekki óeblilegt að
sveitarfélög á Reykjavíkursvæbinu
komi með einum eba öbrum hætti
ab þessu máli, þar sem þau eigi
verulegra hagsmuna að gæta vib
að viöhalda mikilvægi Reykjavík-
urflugvallar í samgöngukerfinu. ■
Nýir skipaðir í
býgginganefndina
Ólafur G. Einarsson skipabi ný-
lega þrjá menn í bygginganefnd
Þjóbminjasafns samkvæmt nýju
fyrirkomulagi. Eiga nú sæti í
nefndinni fulltrúi menntamála-
rábherra, fulltrúi fjármálaráb-
herra og fulltrúi frá safninu.
Þeir sem skipabir voru í nefndina
eru Sturlar Böðvarsson formaður
þjóbminjaráðs sem verður formað-
ur, Steindór Gubmundsson
framkvst. Framkvæmdasýslunnar
og Örlygur Geirsson skrifstofustjóri
í menntamálaráðuneytinu.
Bygginganefnd Þjóðminjasafns-
ins á að fara með stjórn og undir-
búning framkvæmda við endurbæt-
ur Þjóðminjasafnsins ásamt því ab
leita lausna á húnæðismálum safns-
ins.
Nefndin stjómar hönnun og
annarri áætlanagerð og skal, ef
þurfá þykir, hafa í sinni þjónustu
verkefnisstjóra sem ráðinn er til
verkefnisins samkvæmt erindis-
bréfi. ■