Tíminn - 01.03.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.03.1995, Blaðsíða 5
Miövikudagur 1. mars 1995 5 •c. Ingunn St. Svavarsdóttir: Siöfræði og pólitík Það hefur meira verið rætt um siðferði í íslenskum stjórnmál- um hin síðari ár, en oft áður. Siðfræði má skilgreina sem óskrifuð lög, sem menn eru sammála um og eru sprottin af hefð eða fólk kemur sér saman um. Áhersla á siðfræöi Mig langar til að velta þessum fræðum upp, ekki síst í ljósi þess, að fróðir menn telja að enn meiri áhersla muni verða lögð á siðfræöina í þjóðfélaginu og þá líka í pólitíkinni á næst- unni. Ég tek mér það bessaleyfi að heimfæra siðareglur sálfræð- inga upp á pólitíkusa, einfald- lega vegna þess að það er sá grunnur, sem ég byggi á sem persóna og leitast viö að fylgja, þótt mér veröi á mistök eins og okkur öllum mannanna börn- um. Stjórnmálamenn leggja sitt af mörkum til að bæta lífsskilyrði og lífsgæði fólks með því að þróa, miðla og hagnýta sér þekkingu á ýmsum sviðum, semja lög og reglugerðir og út- deila fjármagni, sem er sameign þjóðarinnar. Það eru því stöðug- ar kröfur um siðferðilegt mat sem hvíla á herðum stjórnmála- manna. VETTVANCUR „Siðareglur setja viðkomandi ákveðin mörk í starfi. íokkar tilviki er um að rœða starf stjómmálamanna. Reglumar gilda fyrir alla oggengið er út frá því að farið sé eftir þeim. Siðareglur þurfa að vera í sífelldri endurskoðun, en gmndvallarregla í sið- frœði er að: Sérhver maður á rétt á því að vera virtur og óáreittur." Hinar ýmsu starfsstéttir hafa samið sér sínar faglegu siðaregl- ur og sé ég enga meinbugi á að stjórnmálamenn geri slíkt hið sama og skipi sér sína eigin siða- nefnd. Ætti þá síður aö verða jafn mikið f jaðrafok út af meint- um afglöpum stjórnmálamanna í starfi, eins og við þekkjum öll dæmi um. Það má líkja starfi siðanefndar við innra eftirlit, svo sem í gæðaframleiðslu og þar sem gæðaþjónusta er veitt. Siðareglur Siðareglur setja viðkomandi ákveðin mörk í starfi. í okkar til- viki er um að ræða starf stjórn- málamanna. Reglurnar gilda fyrir alla og gengið er út frá því að farið sé eftir þeim. Siðareglur þurfa að vera í sífelldri endur- skoðun, en grundvallarregla í siðfræði er að: Sérhver maður á rétt á því að vera virtur og óáreitt- ur. Pólitíkusum ber því að vera á varðbergi gagnvart aðstæöum í starfi eða persónulegum hög- um, sem gætu haft neikvæð áhrif á samborgarana og þá sjálfa sem stétt. Það getur enginn samiö siða- reglur fyrir stjómmálamenn — þær verða þeir að koma sér sam- an um sjálfir. Mitt mat er að eft- irtalin atriöi kæmu þar til greina: 1. Ábyrgð þeirra í starfi og af- leiðingar aðgerða þeirra á líf fólks. 2. Hcefni. Sérhver stjórnmála- maður hlýtur að verða að gera sér grein fýrir eigin styrk og tak- mörkunum. 3. Skyldur við fólkið í landinu. Stjómmálamaður hlýtur ab upplýsa fólk eins greinilega og unnt er um hin ýmsu mál, sem í gangi eru, og þær aðgeröir sem í vændum eru hverju sinni. 4. Trúnaður og þagmcelska. Upplýsingum, sem stjórnmála- manni er trúað fyrir í starfi sínu um aðstæður einstaklinga, hlýt- ur hann að halda í þagnargildi. 5. Starfsaðferðir og greinargerð- ir. Pólitíkus hlýtur ab haga starfi sínu þannig að þaö sé markvisst og ekki sé hægt að misskilja eða misnota þab sem hann lætur frá sér fara. 6. Oþinberar yfirlýsingar stjórn- málamanna þurfa að vera glöggar, málefnalegar og ná- kvæmar í framsetningu. 7. Tengsl við aðra stjómmála- menn. Stjórnmálamenn hljóta að forðast ómálefnalegt mat á starfsbræðmm sínum óg -systr- um og verkum þeirra, en halda þess í stað á lofti málefnalegri gagnrýni. 8. Val á viðfangsefhum stjórn- málamanna ætti fyrst og fremst að grundvallast á þekkingu sem eflir lífsgæbi og lífsskilyrði fólks. Aðhald Eru stjómmálamenn fyrir fólkið, eða fólkið fyrir stjórn- málamenn? Ég held að hverjum frambjóðanda og kjósanda sé hollt að velta þessari spurningu fyrir sér. Framsókn setur fólk í fyrirrúm fyrir þessar kosningar og von- andi fær flokkurinn fylgi til að sýna þab í verki á næsta kjör- tímabili. Framsókn vill að manngildið sé sett ofar auðgild- inu, slegið verði á græðgi og söfnun aubs á fárra manna hendur. Abhald er hverjum manni nauðsyn og á eftir per- sónulegu og sibferðilegu að- haldi kemur aðhald meðborgar- anna. Tökum höndum saman, ís- lensk þjób, og hjálpumst að við að gera samfélag okkar vinsam- legra manneskjunni, hvort sem hún er barn, unglingur, fullorð- in eða öldruð, þéttbýlisbúi eða býr í sveit, karl eða kona. Höfundur er sálfræbingur og sveitar- stjóri í Öxarfirbi. Hún skipar 4. sæti Framsóknar á Norburtandi eystra. Birgir Einarsson og Elmar Þóröarson: Lausn á kjaradeilu kennara við ríkisvaldib! Okkur langar til ab koma á framfæri góðri hugmynd, sem gæti komið að miklu gagni í samningaviöræðum kennara og ríkisvalds. Hugmyndin á sér fyr- irmynd í samfélagi ríkisstarfs- manna hér á landi og hefur gef- ið mjög góða raun, að við höld- um, og vakið almenna ánægju. • Aðalhugtökin og lausnaratriði í þessu sambandi eru ferli- kennsla og tilvísun. Engin sér- stök ástæða er til að ætla ab rík- isvaldið né sveitarfélög, sem taka við skólunum í ágúst 1996, þurfi að hækka kaupið verulega frá því sem nú er. Þetta atriði kynni að ráða úrslitum varð- andi þann hnút, sem hefur myndast í samningaumræðum. Hugmyndin með ferlikennslu í skólum landsins er að nem- endur greiði aðeins eitt skrán- ingargjald við komu að hausti beint til umsjónarkennaranna. „Dœmi um ferlikennslu er þegar nemandi fer í leikfimi eða sérkennslu, þá greiðir hann íþróttakennaranum eða sérkennaranum sérstaka greiðslu sem kennarinn rukkar um leið og kennslu lýkur. Síðan mkkar leikfim- iskennarinn eða sérkennar- inn greiðsludeild ríkisins um ákveðiðgjald á móti." Þetta skráningargjald er grunn- gjald ferlikennslunnar. Síöan greiða nemendur eða forráða- menn þeirra þetta grunngjald til umsjónarkennara vib hver mánaðamót. Ákveðin greiðsla berist síðan á móti frá Mennta- málaráðuneyti eða greiðsludeild þess. Þar sem nemandi þarf ab vera hjá fleiri kennurum í skól- anum þarf hann tilvísun frá um- sjónarkennara og hefst þá ferli- kennsla. Nemandinn þarf tilvís- un frá umsjónarkennara og greiðir nemandinn fyrir hverja tilvísun, en hún gildir í eina önn eða eitt skólaár. Dæmi um ferlikennslu er þegar nemandi fer í leikfimi eða sérkennslu, þá greiðir hann íþróttakennaran- um eða sérkennaranum sérstaka greiðslu sem kennarinn rukkar um leið og kennslu lýkur. Síðan rakkar leikfimiskennarinn eða sérkennarinn greiðsludeild rík- isins um ákveðið gjald á móti. Kjósi kennari að segja upp samningi viö Menntamálarábu- neytiö, borgar nemandinn heldur hærra ferlikennslugjald, en á móti þarf hann þá ekki aö greiða tilvísunargjaldið til um- sjónarkennarans. Þegar nem- VETTVANGUR endur fara í valgreinar, þurfa þeir að greiða viðkomandi val- greinakennara fyrir sína ferli- kennslu og auk þess umsjónar- kennara fyrir tilvísunina, en þá gildir sú greiðsla út valgreina- tímabilið, sem oft eru nokkrar vikur. í framhaldsskóla eða menntaskóla borgi nemendur ákveðiö gjald til hvers kennara eftir hverja kennslustund og mætti þá hugsa sér að kennarar seldu kort til hagræðingar eða tækju jafnvel á móti greiðslu- kortum. ^tórar ríkisreknar stofnanir hér á landi hafa tekið svipað kerfi upp undanfarin ár og virb- ist vera mikil ánægja með þessi ferliverk og skipulag þeirra. Reyndar hefur aðeins hluti starfsmanna þessara stofnana notið greiðslna beint frá skjól- stæðingum og því mætti hugsa sér að annað starfsfólk en kenn- arar í skólunum fengi aðeins mánaðarkaupið. Kennarar, sem sinntu nemendum beint, fengju mánaöarkaupið, en auk þess greiðslurnar frá nemendum sín- um og Menntamálaráðuneyt- inu fyrir ferlikennsluna og til- vísanirnar. Hér verður ekki lagt mat á hversu hátt gjald ætti að greiða fyrir tilvísanir né ferlikennsl- una, en vib erum sannfærðir um að kennarar myndu sætta sig viö samninga hliðstæða þeim sem nú þegar eru í gildi. Með von um að þessi hug- mynd geti liðkað fyrir samning- unum. Höfundar eru kennarar. Upp úr svuntunni Sögusvuntan, brúbuleikhús: I HÚFU CUÐS eftir Hallveigu Thoriacius. Leik- stjórn: Ása Hlín Svavarsdóttir. Lýsing: Sigurbur Gubmundsson. Sýnt á Fríkirkju- vegi11. Úr sögusvuntunni kemur nú ævintýrið í húfu Guðs. Þetta byggist á skemmtilegri líkingu sem börnum er — eða var — svarað með þegar þau spurðu um eitthvab sem gerðist ábur en þau fæddust: „Þá varst þú nú í húfu Guðs", stundum líka: „í huga Guðs". Hvað um það: Hallveig Thorlacius notar húf: una, þar sem ófæddu börnin eru geymd, til að spinna upp ævin- týri handa litlum börnum. Þetta var góð skemmtun, sem óhætt er að mæla meb fyrir börn á for- skólaaldri. LEIKHÚS GUNNAR STEFÁNSSON Sagan er í stuttu máli á þá leiö að tilvonandi tröllastrákur, Pínupons (hefði hann ekki get- ab heitið einhverju fallegra nafni?), dettur úr húfu Guðs. Þarf þá í fyrsta lagi ab koma honum þangað aftur og í öðru lagi að koma honum í magann á skessunni Skellinefju, svo að hann geti fæðst. Vib þá sögu koma steinálfahjón og sonur þeirra Hnullungur, sem reynist ráðagóbur. En auðvitað er þarna á ferli vondur náungi, svartálf- ur, sem reynir aö hindra það að barnið komist til manns. Sá heitir því ágæta nafni Skugga- baldur og er bæbi harðskeyttur og lymskulegur. Veitist honum auðvelt ab plata skessuna Skelli- nefju, sem því mibur er ófær um að hugsa. Þetta ævintýri er, sem fyrr sagði, ágætlega lagað fyrir lítil börn og Hallveig kann vel að virkja krakkana og láta þá taka þátt í því sem gerist. Bar ekki á öðru, á sýningunni sem ég var á, en krakkarnir tækju vel eftir og fylgdust spennt með hvernig þessu reiddi af. Brúðurnar era frekar stílfærb- ar handbrúður, býsna skemmti- legar, ekki síst Skuggabaldur og Hnullungur. Leikmyndin er heljarstór svunta sem Hallveig ber, og upp úr vösunum spretta Skellinefja, sem er ófœr um ab hugsa. persónurnar. Síban breytir Hall- veig sér auðveldlega í skessuna Skellinefju, og með ljósabúnaði fá áhorfendur að sjá fiskinn í maga skessunnar, en þar í er einmitt Pínupons sem fæðist í fyllingu tímans, — eftir þrettán mánuði, því skessur ganga leng- ur meb en konur, eins og vib getum skilib. Textinn var lipur og einfald- ur, í bland fróðlegur og upp- byggilegur án þess að það drægi úr eftirvæntingu leikhúsgesta um söguna sjálfa. Sögusvuntan hefur á boðstól- um sex leikbrúðusýningar, sem má sýna í skólum og á barna- heimilum. Ekki hef ég séð þærv allar, en ég þykist þess fullviss ab þessi sýning, í húfu Gubs, stendur hinum síst að baki. Þetta er gott til að veita bömum nasasjón af heimi leikhússins, láta þau finna „leikhúslykt", eins og einn ungi áhorfandinn sagði á sýningunni á sunnudag- inn. Gaman væri að sjá líka gamalkunnar þjóösögur og æv- intýri í svona búningi, eins og Leikbrúðuland hefur reyndar boðið upp á öbra hverju. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.