Tíminn - 01.03.1995, Qupperneq 9
Mi&vikudagur 1. mars 1995
eldra
Lundúnum - Reuter
Einstæ&ir foreldrar standa fyrir
tæpum fjórðungi allra heimila í
Bretlandi, og lætur nærri a&
tala þeirra hafi þrefaldast und-
anfarin tuttugu ár.
Þetta kemur fram í hagtölum
sem bresk stjórnvöld birtu í
gær, en þar kemur einnig fram
aö heimili einstæ&ra foreldra
hafi veriö 8% allra breskra
heimila árið 1971 en ári& 1993
hafi þau hins vegar verið kom-
in upp í 22%.
Konur sem hafa eignast börn
án þess að hafa nokkurn tíma
gengið í hjónaband standa fyr-
ir 7.3% þeirra heimila sem hér
um ræðir. 4.5% hafa fengið
skilnað að boröi og sæng en
6.4% lögskilnað. ■
Lundúnum - Reuter
Yfirmenn Barings-banka,
sem varð gjaldþrota um dag-
inn eftir að ungur ofurhugi í
þjónustu hans lagði undir
meira en höfuðstólinn og
tapaði veðmálinu, leggja nú
allt kapp á að finna kaupanda
að því sem eftir verður þegar
uppgjör hefur farið fram.
Verkefni gærdagsins var
fyrst og fremst það að koma í
veg fyrir að starfsliðið hlypi á
dyr, en hæfir og vel þjálfaðir
starfsmenn teljast vera ein
helsta auðlind hvers fyrirtæk-
is.
Svokallaðir „hausaveiðar-
ar", þ.e. vinnumiðlarar, í
Lundúnaborg hafa þá sögu að
segja að margir starfsmenn
Barings-banka hafi þegar gef-
ið sig fram og sagst vera í at-
vinnuleit. ■
Fjóröungur á
vegum ein-
stæöra for-
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
ídag,öskudag, er 11
|a:
fjáröflunardagur Rauða Kross 11
r
Islands. Með kaupum á penna
leggur þú fjölþættri starfsemi
Rauða Kross íslands lið.
Rússar tregir til aö
fækka í hernum
Moskvu - Reuter
Hvab ungur nem
ur, gamall temur
Lundúnum - Reuter
Pavel Grasjev, varnarmálaráð-
herra Rússlands, segir að tala
hermanna í samanlögðum her-
afla íandsins megi ekki fara nið-
ur fyrir 1.7 milljónir. Grasjev
sagði þetta á fundi þar sem allir
helstu ráðamenn hersins eru að
bera saman bækur sínar varð-
andi hinar misheppnuðu hern-
aðaraðgerðir í Tsétsenju.
í Rússlandi eru nú tvær millj-
ónir manna undir vopnum, en
undanfarin þrjú ár hafa hag-
fræbingar í þjónustu hins opin-
bera gert ítrekaðar tilraunir til
að fækka í hernum á þeirri for-
sendu að ekki sé verjandi að
halda úti svo fjölmennum her
að „kalda stríðinu" Ioknu.
Itar-Tass-fréttastofan hefur
það eftir Fjodor Ladygín, yfir-
manni öryggismálaþjónustu
varnarmálaráöuneytisins, að
rússneskir hermenn hafi ráöið
niðurlögum sjö þúsund manna
úr liði andstæðingsins í Tsét-
Barings-
menn líta í
kringum sig
senju síðan bardagar hófust þar
fyrir ellefu vikum.
Ladygin heldur því fram að
Dúdajev leiðtogi tsétsneskra að-
skilnabarsinna hafi enn yfir að
ráða 14 þúsund manna liði, en
þar af séu um fimm þúsund
málaliðar. Af hálfu Tsétsena
hefur því ávallt verið neitað að
málaliðar séu á þeirra vegum.
Varnarmálaráðuneytið í
Moskvu segir að rúmlega 1.100
rússneskir hermenn séu fallnir í
Tsétsenju. Því hefur verið haldib
fram af rússneskri mannrétt-
indaskrifstofu að 24 þúsund
óbreyttir borgarar hafi látið lífið
í stríðinu í Tsétsenju.
Þess skal getið að allar eru
þessar tölur óstabfestar. ■
24 ára gamall maður, Milton
Wheeler, var í gær dæmdur í ævi-
langt fangelsi í Lundúnum fyrir
morð og kynferðisleg spjöll á göml-
um hjónum. Maðurinn réðst inn á
heimili hjónanna í Hounslow í apr-
íl í fyrra, en í dómsorði kemur fram
að glæpurinn hafi verið framinn af
villimennsku sem tæpast eigi sér
hliðstæðu. Milton Wheeler fékk
líka dóma fyrir ab nauðga og mis-
þyrma tveimur unglingsstúlkum,
en honum til málsbóta rakti verj-
andinn sögu hans og benti á að fab-
ir hans væri dæmdur morðingi, að
bróðir hans væri dæmdur nauðgari,
auk þess sem hann hefði misnotað
bróður sinn kynferðislega. Verjand-
inn sagði ab Milton Wheeler hefbi
aldrei þekkt hvað það væri að eiga
heimili og fjölskyldu, í venjulegum
skilningi, en auk þess ab sæta
nauðgun af hálfu bróður síns hefði
faðirinn gengið í skrokk á honum
frá unga aldri. ■
leggur þú lið!