Tíminn - 15.03.1995, Qupperneq 1
SÍMI 631600
79. árgangur
Brautarholti 1
51. tölublað 1995
Grunur um málamyndatilfœrslur eigna milli Blaös
hf. og Birnings hf:
Skiptastjóri vill
fara í riftunarmál
Skiptastjóri í þrotabúi Blabs hf.
leggur til ab farið verði í riftunar-
mál vegna a.m.k. einnar eignatil-
færslu á milli Blabs hf. og Birn-
ings hf., en bæbi þessi fyrirtæki
voru í eigu sama ahila og rekin af
honum jafnframt. Skiptastjóri er
þeirrar skoöunar ab um fleiri
málamyndagerninga hafi verib
ab ræba á milli fyrirtækjanna
tveggja.
Fyrsti skiptafundur í þrotabúi
Blabs hf. fór fram á mánudag. Lýst-
ar kröfur í búið voru um 30 milljón-
ir króna. Stærsti einstaki kröfuhaf-
inn er Landsbanki íslands með um
20 milljónir króna. Engar eignir
fundust í búinu. Friðrik Friðriksson,
forsvarsmaður hins gjaldþrota fyrir-
tækis í nafni fyrirtækisins, keypti
það af Alþýðuflokknum í nóvember
1991.
Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli skipt-
stjóra lagði Friðrik ekki fram neina
samninga um sölu eigna frá Blaði
hf. til Birnings. Þá kemur fram í
skýrslunni að Birningur hafi selt út-
gáfurétt Pressunnar til Prentsmiðj-
unnar Odda hf. Þessi samningur var
ekki lagður fram þrátt fyrir beiðni
þar um og ekki heldur samningur
um endurkaup þeirra á hlutabréf-
um í Miðli hf. sem gefur út Morg-
unpóstinn. Þá vantar einnig samn-
ing um sölu tækja og áhalda frá
Birningi hf. til Miðils, en eins og
kunnugt er var Morgunpósturinn
stofnaður með því að leggja niður
útgáfu vikublaðanna Pressunnar og
Eintaks og bæta við hlutafé í nýju
útgáfufélagi.Skiptastjóri leggur til
að farið verði í riftunarmál vegna
sölu á tveimur bifreiðum Blaös hf.
til Birnings, sem voru færðar yfir
daginn áður en Blað hf. var lýst
eignalaust. Um aðrar sölur segir
skiptastjóri að hann telji þær mála-
myndagerninga.
Skiptastjóri segir í lok skýrslu
sinnar að til athugunar sé jafnframt
að vísa þessu máli í heild sinni til
ríkissaksóknara til frekari rann-
sókna, en ekki verði þó séð á hvaða
forsendu eigi að bera það upp viö
hann. ■
Harpa
sem er eins árs lceöa úr Þingholtun-
um og hér sést meö Crími Helgasyni,
komst heldur betur íhann krappann
á dögunum og þaöan beint ísviös-
Ijósiö. Eins og þeir sem fylgdust meö
útsendingum Ríkissjónvarpsins á
laugardagskvöld vita var Harpa meö
Ragnheiöi Clausen þulu í sjónvarps-
útsendingu allt kvöldiö. Harpa týnd-
ist fyrir rúmlega viku. Helgi Críms-
son, eigandi Hörpu, sagöi aö þeir
feögar, hann og Crímur sonur hans,
heföu þegar hafiö eftirgrennslan en
án árangurs. Þaö var ekki fyrr en
seint á laugardagskvöld sem þeir
fréttu af Hörpu og þá íbeinni út-
sendingu í þularstofu sjónvarpsins.
Taliö er aö Harpa hafi gerst víöförul
undir vélarhlíf á bifreiö Sjónvarpsins.
Frá því aö bifreiöin var á Hverfisgötu
jog þar til Harpa fannst fóru mynda-
tökumenn í fjórar feröir á bifreiöinni,
þ.á.m. einu sinni til Selfoss. Helgi
vildi nota tœkifœriö og senda
starfsmönnum Sjónvarpsins kœrar
þakkir. Tímamynd Pjetur
Halldór Blöndal neitar aö greiöa úr
veröjöfnunarsjóöi mjólkuriönaöarins fyrr en eignarhald afuröastööva liggur fyrir:
Sló striki yfir samningana upp
á hundruð milljóna króna
Yfirlýsing landbúnaðarráð-
herra um aö bætur verði ekki
greiddar út úr veröjöfnunar-
sjóöi mjólkuriönaðarins fyrr
en fengist hefur staðfest fyrir
dómstólum hverjir eiga af-
urðastöbvar í mjólkuriðnabi
hefur eyöilagt samkomulag
Kaupfélags Borgfirðinga og
Mjólkursamsölunnar um úr-
eldingu samlagsins í Borgar-
nesi.
Yfirlýsing Halldórs Blöndal
kom fram á Búnaöarþingi 1995.
Þessar fréttir gera samninga um
úreldingu í mjólkuriðnaði upp á
hundruð milljóna króna að engu
og þeir sem dýpst taka í árinni
segja þá stöðva alla hagræðingu í
mjólkuriðnaði á meban eignar-
haldsmál gætu verið að velkjast
fyrir dómstólum misserum sam-
an. Upphaf málsins er áætlanir
um að leggja niður mjólkursam-
lagið í Borgarnesi í hagræöingar-
skyni. Samlagið á hlut í Mjólkur-
samsölunni í Reykjavík og for-
svarsmenn Kaupfélags Borgnes-
inga töldu að sú eign ætti aö
renna til K.B. þegar samlagiö yrði
lagt niður. Talsmenn Mjólkur-
samsölunnar héldu því fram á
móti að Samsalan væri eign fram-
leiðenda, þ.e.a.s. bænda. Báðir að-
ilar létu vinna fyrir sig lögfræði-
álit til þess að styrkja sitt mál.
Deilum lauk 12. desember á síð-
asta ári þegar samkomulag náðist
um að hluti þeirrar hagræöingar
sem á aö nást fram með því að
leggja niður vinnslu á mjólk í
Borgarnesi yrði greiddur til Kaup-
félags Borgnes-
inga, sem
nokkurs konar
arður. Þetta
samkomulag
var háð því að
fé fengist til úr-
eldingar úr
verðmiðlunar-^
sjóði mjólkur-
iðnaðarins. Þar var miðaö við
andvirði mjólkursamlagsins í
Borgarnesi sem metiö er á 250
milljónir króna. Hagræðingarféð
og úreldingarpeningana átti síð-
an m.a. að nota til að byggja upp
ný störf í Borganesi í stað þeirra
sem töpuðust viö þaö að samlagið
yrði lagt niður.
Þetta samkomulag hefur land-
búnaðarráðherra nú gert að engu
með yfirlýsingu sinni á Búnaðar-
þingi. Kristján Axelsson, bóndi í
Bakkakoti og formaður stjórnar
Kaupfélags Borgfirðinga, segir að
kaupfélagsmenn séu óhressir með
það ástand sem komið sé upp.
Stjórn kaupfélagsins kemur sam-
an um helgina til þess að ræða
stöðuna, en þegar var t.d. búið að
segja upp öllum mjólkurfræðing-
um í samlaginu í Borgarnesi og til
stóð að starfsemi þar lyki 1. sept-
ember á þessu ári. Nú eru hins
vegar allar líkur á að starfsemin
verði óbreytt.
Aöilum í landbúnaðargeiran-
um sem Tíminn ræddi við í gær
þótti þessi ákvöröun ráðherra
furðuleg, sér í lagi í ljósi þess að
ráðuneytið er nýlega búið að gefa
út reglugerð um úreldingu og
hagræðingu í mjólkuriönaði. Með
hagræðingunni átti að ná fram
lækkun á framleiðslukostnaði og
þær 450 milljónir sem til þess
voru ætlaðar í verðmiðlunarsjóði
eru peningar sem afurðastöðvar í
mjólkuriðnaði hafa sjálfar lagt til
hliðar undangengin ár.
Þá þykir mörgum undarlegt að
landbúnaöarráðherra segist ekki
geta greitt út úr sjóðnum fyrr en
úr því hefur veriö skorið fyrir
dómstólum hver eigi afurða-
stöðvarnar, bændur eöa kaupfé-
lögin, í ljósi þess að engin slík
álitamál eru fyrir dómi. Þetta hef-
ur verið túlkaö sem svo að ráö-
herra sé að krefjast þess að Lands-
amband kúabænda, eða einstaka
kúabændur, fari í mál við kaupfé-
lögin um eignaraöildina. ■