Tíminn - 15.03.1995, Side 4

Tíminn - 15.03.1995, Side 4
4 Miðvikudagur 15. mars 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Atvinna er velferð Þaö er uggvænleg staðreynd að atvinnuleysi í landinu nemur að staðaldri 5%, sem svarar því að 6 þúsund manns séu atvinnulausir. Árstíða- bundið atvinnuleysi er enn meira. Um 1500 manns koma inn á vinnumarkaðinn á hverju ári. Það er því risavaxið verkefni, sem við blasir, að tryggja atvinnu í landinu. Það verður hins vegar ekki vikist undan því verkefni. Til að tryggja fulla atvinnu þarf að skapa 12000 ný störf til aldamóta. Þrátt fyrir samdrátt í hefðbundnum atvinnu- greinum, landbúnaði og sjávarútvegi, felast enn möguleikar í þessum greinum, ef rétt er á hald- ið. Langt er einnig í frá að engir möguleikar séu í nýsköpun í öðrum greinum. Þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við á vordögum 1991, lagði hún upp með kenningar um að ríkisvaldið ætti hvergi aö koma að at- vinnulífinu í landinu með „sértækum" aðgerð- um. í skjóli þessarar stefnu var horft upp á gjald- þrot og erfiðleika næstu árin án þess að hafast að. Nú sjást þess merki að þessi stefna hafi látið undan. Vestfjarðaaðstoðin svokallaða er ekkert annað en sértækar aðgerðir. Hins vegar er mikill skaði skeður á fjórum árum, vegna þess hve seint og linlega hefur verið unnið að því að búa í haginn fyrir nýsköpun í atvinnulífinu. Það, sem vantar í mörgum tilfellum til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, er áhættufjármagn. Dregib hefur verið úr getu Byggðastofnunar til þess að taka áhættu. Ein- göngu hefur verið talað um breytingu á starf- semi Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs, en ekk- ert hefur verið gert. Framsóknarmenn hafa sett fram hugmyndir um að breyta starfsemi Byggðastofnunar í al- hliða atvinnuþróunarstofnun. Hlutverk hennar verði þá einkum að bregðast við vandamálum í atvinnulífi, hvar sem þau koma upp, og veita ráðgjöf bæbi einstaklingum og atvinnuþróunar- félögum. Einnig yrði það hlutverk stofnunar- innar að veita styrki til nýsköpunar og leggja fram áhættufjármagn í formi hlutafjár. Jafnframt breytingu á starfsemi Iðnlánasjóbs og Iðnþróunarsjóðs væri lagður nauðsynlegur grunnur að aukinni atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Ríkisvaldið hefur skyldur í þessu efni, þó hugmyndir og framkvæmd komi frá einstaklingum. Tillögur framsóknarmanna um skipulag þess- ara mála eru athyglisverðar. Mestu máli skiptir að snúa vörn í sókn í atvinnumálum og sætta sig ekki við atvinnuleysi. Atvinna er velferð. Politisk feröaskrifstofa Gárungarnir segja að þegar Nelson Mandela sá hárið á Davíð Oddssyni tilsýndar á Félagsmálaráðstefnunni í Kaupmannahöfn hafi hann geng- ið aö Davíð og sagt: „Mikið ertu föl- ur bróðir". Eflaust er þetta eintóm- ur tilbúningur en hins vegar er ís- lenski forsætisráðherrann óneitan- lega suðrænn yfirlitum í aug- lýsingum frá Sjálfstæðisflokknum sem nú birtast, heiisíða eftir heils- íðu á síðum dagblaðanna. Þar er verið að auglýsa fundaherferð þessa ástsæla leiðtoga og fólki bent á það hvenær það geti öðlast hlutdeild í mikilfengleikanum og barið Davíö augum. Garri var dálitla stund að átta sig á hvað var svona suðrænt við Davíð á auglýsingamyndunum, því þrátt fyrir að einhverjir hafi komist að því hér um árið að ái leið- togans hafi verið negri, er það tæp- ast næg ástæða fyrir þessari tilfinn- ingu. Svo rann upp ljós, því það var að sjálfsögðu hin áberandi sól í aug- lýsingunni sem gerði það að verk- um að vor ástæsæli leiðtogi virtist sóma sér svona vel á suörænni sól- arströnd. Sólin skín á Davíð Og sólin er einmitt í aðalhlut- verki í þessari auglýsingu ásamt Davíö, því skilaboðin frá Sjálfstæö- isflokknum til þjóðarinnar eru ein- föld: Sólin skín á Davíö og vilji menn njóta sólskinsins verða þeir að fara til hans. Þessi skilaboð eru síðan undirstrikuð með örstuttum texta í þessari sömu auglýsingu um að vor sé í lofti og bjartara yfir efna- hagsmálum en verið hefur í árarað- ir. Með þessu má segja að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi gerst eins konar pólitísk ferðaskrifstofa. Veturinn og raunar kjörtímabilið allt hefur ekki einungis verið snjóþungt og kalt í veðurfarslegu tilliti heldur hafa frosthörkur ríkisstjórnarinnar leikið illa efnahag heimilanna og það vel- feröarkerfi sem vinnandi Islending- ar hafa byggt hér upp frá því á árun- um fyrir stríð. Teiknuð sól Almenningur þráir því hlýindi GARRI suðrænna sólarstranda og myndi fúslega vaða eld og brennistein til að komast út úr frosthörkum Við- eyjarstjórnarinnar, og er jafnvel til- búið til að trúa því að sólin skíni mest og best á sjálfstæðismanninn með suöræna „lúkkið", sjálfan Dav- íö Oddsson. Þessa ferð býður ferðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins nú upp á í aug- lýsingum sínum en rétt er þó að vekja athygli á samsetningu auglýs- ingarinnar. í henni er raunveruleg ljósmynd af Davíð. í henni er mynd af raunverulega léttskýjuðum - himni. Sólin er hins vegar plat, hún er teiknuð inn á auglýsinguna. Teiknuð sól vermir engan og vekur ekkert. Ættu menn að hafa það í huga áður en þeir festa kaup á miða, með þessari nýju pólitísku ferðaskrifstofu. Garri /. intflinu mir. H.v/itoiíwmlíJú J' jblíiíiisljínircibfuiúT ^jlnl tin.iiun ulr. .ViJ llbiu ;rlriJí D.rAJ5 iy.uítíiuii uxuhrTimITslUI:b:íir i v«ktvnir»li Ij’r.Jtmí -rija lyi.vu'nm. Sttðitrteru! ------------------ U.tíf.VilíJ’ IS.rrrs i ’f-sn nar.þr Ii«riifív2r« ítr Strríuríxistl >usíra----------- Kí>'«ft'íh4tr ' tfh'aðrrl 3 nis' foniítr.jr I Í.irií Veitortend-----------------— STikí 4 If t nJr;>2 nr. ftjrj'jn*.- rmríii'^r?:,T«ví .VíírówrfiTijt^ mfra—— I ttzFMxl^rxU.iiív l'.itjM*! : I.i»/#i,»;Tf7> rtrv .Vinrrí l.i* a rtr. "Jieykjímcs--......-............. b£ r.í; jti iirir.':,' rur b'Ti.if i' i;S.ífr1 Yestfitiir..................... IrtvitjjJ 2L ibí- ÞiTr^JjTiðir iff*ii'átfir3‘i.rrtí Austurínfui......-.............. iiríuiitríinT Fti.h.ju:; .H«s ■'»i>W«r L'rjrÍtikíVl JC.T.f.Vnul 5 >i.Tv.r:'t f> f * f VktI<t '<T1.«f r t rr f I. f ri íI n D.1I>Ir r Ktivtrií ti.liríJvr.'fT. r.vvi«r a3þf sji r|Tríirl >1 nvrs á fxtJrn I;ff r< hirt T.x..>ir.l»jT Ji3»íss» fsrr i..tuu»ö.I i Á piur Imsi :■'iikrif-,Jf >.bi j rrvr sí nliis»rt i: -ó|T \•'< T.'.D.i D BETRA ÍSLA ND Ónefnaklúöur suöur meö sjó Tettbýli sem stoð undir nafni myndaðist varla fyrr en á öldinni sem leið á íslandi, enda stóð bændasamfélagið sæla í vegi fyrir svo óþjóölegu byggðamynstri. Það er kannski ástæðan til þess að varla fyrirfinnast í tungunni brúkleg orð sem skilgreina þéttbýliskjarna og dreifðar byggðir. Landsbyggð, eða úti á landi, eru heldur kauðsk orð og orðasam- bönd og gera ekki greinarmun á þéttbýli og sveitum og þýða varla annaö en þaö að átt er við byggöir utan „höfuðborgarsvæðisins", sem í raun er ónóthæfur orðaleppur þótt flestir þykist skilja hvað merk- ir. Þorp, kauptún, kaupstaður, borg eiga kannski að merkja stæröar- gráður byggðakjarna en skilin á milli em óglögg, nema aö kaup- staður hefur lagalega skilgreinda merkingu. Hvort sveit og dreifbýli merkja hið sama veröur víst hver og einn aö gera upp við sjálfan sig. Heföir í nafngiftum Þegar þorp og kauptún tóku loks aö myndast eftir þúsund ára sveita- og þurrabúðamennsku hlutu þau nöfn eftir ofureðlilegum leiöum. { langflestum tilfellum fengu þau nöfn eftir landspildunum sem þau risu á og vom gefin í upphafi ís- landsbyggöar. Þegar kaupstaðir og borg þöndust út yfir jarðir og lönd sem báru önnur nöfn hélst upp- haflega nafnið á allri byggðinni þótt eldri nöfnin haldi sér prýði- lega í afmörkuðum hverfum og veldur þetta engum mglingi. Þannig er Breiðholt og Laugar- nes í Reykjavík, Glerárþorp á Akur- eyri, Hvaleyri í Hafnarfirði, Hnífs- dalur á ísafirði og svona má lengi telja. Erlendar hliðstæður eru ótelj- andi. Með sameiningu sveitarfélaga í fyrra klúðruðu fáfróðar og menn- ingarsnauöar sveitarstjórnir nýjum nafngiftum með þeim hætti að til vansa er. Endingarnar bær og byggð voru fundnar upp og skeytt aftan við nöfn dreifbýlla sveitarfélaga. Þann- ig nær til að mynda ein og sama Á víöavangi byggðin yfir nokkra firöi og fjall- garöa. Kosningar um nafngiftir nýrra sveitarfélaga hafa verib kostulegar og eru Suðurnesjamenn skrautlegri en aörir í þeim efnum. Eignarréttur á ör- nefnum Nú er sveitarstjórnin Keflavík- Njarðvíkum-Hófnum enn einu sinni búin aö skammta kjósendum nöfn aö velja, en það hefur gengið brösuglega til þessa. Nú mega þeir velja um ónefnib Suöumesbær og Reykjanesbær. Málkennd og hug- myndaflug er á núllpunkti. Þeir í Höfnum og Njarövíkum harðneita aö sveitarfélagiö heiti Keflavík eins og eölilegast er sam- kvæmt hefðum. Þeir sem búa í Sandgeröi, Garði og Vogum hóta að lögsækja ónefnda sveitarfélagiö ef það ætlar að einoka Reykjanes eða Suðurnes í nýju nafni og eru málin öll í uppnámi og eiga bögu- bósarnir ekki annaö skilið. Flugvöllurinn sem kenndur er við Keflavík er annars á Miðnes-: heiöi, sem er nær öll í landi Sand- gerði og Garðs. Þarna hafa nafn- giftir skroppið til án þess aö nokk- ur reyndi að stöðva ósómann. En úr því að heiöin á Miðnesi er farin að bera nafn sem kennt er við Keflavík ætti það ekki síbur að geta gilt um Njarövíkur og Hafnir. Nema að íbúar í Sandgerði og Garði lánuðu nýja sveitarfélaginu nafnið Mibnes, sem fer eins vel í máli og Akranes og má til sanns vegar færa ab er á miöju Reykjanesi eöa Suðurnesjum og mundi því bera nafn með rentu. En einföld og eðlilega lausn á nafnaklúörinu kemur ekki til greina. Hrepparígurinn milli nýju samsveitunganna kemur í veg fyrir það og heldur munu þeir búa viö asnalegasta sveitarfélagsheiti á landinu, Suöurnesbær, en að hleypa nokkurri smekkvísi að þeg- ar nýtt heiti er valið. Ef til vill skiptir nýtt nafn, hvert sem þaö verður, ekki máli. Lands- menn allir, að Suðurnesjamönnum meðtöldum, munu kalla Keflavík Keflavík, Njarövíkur Njarðvíkur og Hafnir Hafnir. En Suðurnesjamönnum öllum skal óskað til hamingju meb efni- leg málaferli sem þeir hóta nú ab æsa upp hver gegn öðrum út af eignarhaldi á fomum örnefnum þar syðra. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.