Tíminn - 15.03.1995, Qupperneq 5

Tíminn - 15.03.1995, Qupperneq 5
Mi&vikudagur 15. mars 1995 5 Nýgeröir kjarasamningar valda vonbrigöum. 2.700 kr. launa- hækkun viö undirskrift samn- inga og aftur 1. janúar 1996 er ekki í neinu samræmi viö þær miklu væntingar sem verkalýös- forustan haföi vakiö hjá þjóö- inni um kjarabætur og lífskjara- jöfnun. Batnandi ytri aðstæö- um þjóðarbúsins ætlaði verka- lýðsforustan að breyta í varanlega kaupmáttaraukningu launafólks. Kjarajöfnunin end- aði í ójöfnuöi þar sem 60 þús. kr. maðurinn fær 2.400 kr. kjarabætur um mitt ár 1997, en launamanninum sem er með 300 þús. kr. á mánuöi eru færð- ar 12.000 kr. bætur. Framsókn- arflokkurinn hefði viljað standa allt öðru vísi að gerð þessara kjarasamninga. Önnur leið var betri Á flokksþingi okkar s.l. haust mótuðum við skýra afstöðu til komandi kjarasamninga, þar sem við lögðum áherslu á þrí- hliða samning ríkisvalds, vinnuveitenda og launamanna, sem hefði lífskjarajöfnun að meginmarkmiði. Þessa leið vild- um við fara til að koma í veg fyrir þá holskeflu gjaldþrota, sem nú blasir við og- mun gera þúsundir fjölskyldna heimilis- lausar. Jafnframt hefðu þessir samningar þurft að hafa fram- sækna atvinnustefnu að mark- miði. Atvinnustefnu, sem skap- að hefði ný störf fyrir þá, sem nú eru atvinnulausir, og störf fyrir þá sem eru að koma nýir inn á vinnumarkaðinn. Framlag ríkisvaldsins til þess að greiða fyrir kjarasamningum um lífskjarajöfnun átti að okkar mati að vera 3000 millj. kr. Við bentum á meö hvaða hætti þessara 3000 millj. kr. skyldi afl- að. Ráðstöfunina vildum við hafa meb þeim hætti að skatt- leysismörk yrðu hækkub, per- Finnur Ingólfsson: Vonin sem brást VETTVANGUR „Þessa leið vildum við fara til að koma í veg fyrir þá holskeflu gjald- þrota, sem nú blasir við og mun gera þúsundir fjölskyldna heimilislaus- ar. Jafnframt hefðu þess- ir samningar þurft að hafa framsœkna at- vinnustefnu að mark- miði. Atvinnustefhu, sem skapað hefði ný störffyr- ir þá, sem nú eru at- vinnulausir, og störffyrir þá sem eru að koma nýir inn á vinnumarkaðinn." sónuafsláttur hjóna og sambýl- isfólks yrði millifæranlegur að fullu, vaxtabætur og barnabæt- ur yrðu hækkaðar. Jafnframt þessu lögðum við til ab lægstu laun yrðu hækkuð sérstaklega. Ávallt þegar vkjarasamningar standa fyrir dyrum, taka ein- staka stéttir sig út úr og óska eft- ir að gera sérkjarasamninga. Það er eðlilegt að slíkt gerist. Ekki síst þegar einstakar stéttir bera sig saman við þær stéttir, sem þeir telja að hafi sambærilega á- byrgð og menntun. Það er eðli- legt og réttlætanlegt að slík sjónarmið séu höfð að leiðar- ljósi og kjör séu í samræmi við það. Nú þurfa þessi atriði ekki alltaf að fara saman. Mörg dæmi mætti nefna um það. Það þarf ekki margra ára menntun til þess að aka strætisvagni, en það þarf mikla reynslu og því fylgir mikil ábyrgð. Vagnstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur hef- ur eftir 10 ára starf um 63 þús. kr. á mánuði. Ég er viss um að allir geti verið sammála um að þessi laun eru ekki í neinu sam- ræmi við þá ábyrgð sem því fylgir að aka strætisvagni fullum af fólki við misjafnar aðstæður á götum höfuðborgarinnar. Þab lifir enginn á 63 þús. kr. mánab- arlaunum. Vagnstjórinn þarf því að hafa mikla yfirvinnu til að afla sér aukinna tekna. Það er því aumt til þess ab vita að það skuli hafa gleymst í þessum kjarasamningum að líta til með þeim sem eru á lægstu töxtun- um, en orkan skuli að mestu leyti hafa farið í að tryggja kjara- bætur til þeirra sem hæstu laun- in hafa og um leið að friða líf- eyrissjóðakóngana í verkalýðs- hreyfingunni. Þaö hefbi munab um 16.176 kr. Ef ég nota áfram dæmið með vagnstjórann hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur og ber saman tillögur okkar framsóknar- manna og nýgerða kjarasamn- inga. í þessu dæmi geng ég út frá því að vagnstjórinn hjá S.V.R. verbi ab tvöfalda laun sín Strœtisvagnabílstjórar vinna ábyrgbarmikib starf, en laun þeirra eru skammarlega lág. Tímamynd Pjetur með aukavinnu til að halda heimilinu gangandi, konan vinni úti og þau eigi þrjú börn, þar af eitt yngra en 7 ára, árs- tekjurnar séu 2.5 millj. kr., eign- irnar séu 8 millj. kr. og þau skuldi 3 millj. kr. Vagnstjórinn mun greiða á árinu 1995 í stað- greiðsluskatt 503.524 kr., hann mun fá í barnabætur, barna- bótaauka og vaxtabætur 171.329 kr. og hefur því til ráð- stöfunar á mánuði 180.650 kr. Hefði hins vegar leið okkar framsóknarmanna verið valin og vib hefðum nýtt 3 milljaröa kr., eins og að framan er lýst, þá hefði dæmið getað litið svona út: Staðgreiðsluskattur 377.492 kr., barnabætur, barnabótaauki og vaxtabætur 239.410 kr., ráð- stöfunartekjurnar fyrir hjónin hefbu verib 196.826 kr. á mán- uði, eða 16.176 kr. hærri á mán- uði en það sem út úr kjarasamn- ingunum kom. Það er sorglegt til þess að vita ab verkalýðshreyfingin skuli hafa klúðrað því tækifæri sem hún hafði í kjarasamningunum. Höfundur er alþingismabur. Orninn flýgur fugla hæst Þjóbleikhúsib: LOFTHRÆDDI ÖRNINN HANN ÖRVAR. Einleikur byggbur á sögu Lars Klinting. Leikgerb: Peter Engkvist og Stalle Ahrreman. Þýbing: Anton Helgi Jónsson. Tónlist: Ulf Eriks- son. Leikstjóri: Peter Engkvist. Frum- sýnt á Smibaverkstæbinu 12. mars. Þessi einleikur fékk verblaun sem besta barna- og unglinga- leikrit leikársins 1991-92 í Sví- þjób. Þab er einkar vel heppn- að barnaleikrit. Sagan, sem hér er sögð, er einföld, grípandi og uppbyggileg. Hún er sýnd meb einum leikara, sem er í senn sögumaður og bregður sér í gervi arnar og músarrind- ils. Þetta reynir því á innlifun og ímyndunarafl barnanna, en það er einmitt hlutverk leikrita fyrir börn að örva slíkt. Myndbandagláp þeirra (sem vafalaust hefur aldrei verið meira en núna í verkfallinu) getur hæglega verkab sljóvg- andi, auk þess sem margt af því efni, sem krakkarnir horfa á, er harla veruleikafirrt — án þess að hafa töfra ævintýrsins yfir sér. En slíka töfra hefur greinilega saga Lars Klinting um lofthrædda örninn. Leikstjórinn skrifar litla grein í leikskrána þar sem LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON hann segir frá því þegar hann sat með bók í höndunum, sem lét hann ekki í friði. „Svo end- ar með því að maður heyrir sjálfan sig segja: „Þetta er ómögulegt! Það er alveg ómögulegt að gera leikrit úr þér." „Ómögulegt?" svarar bók- in." En það hleypur eitthvab í Peter Engkvist. Hann hefur samband við leikarann Stalle Ahrreman og segir honum að sig langi til að gera svolítið ómögulegt. Og það ómögu- lega verður mögulegt. Nú hef ég ekki lesið um- rædda bók og má vel vera að hún sé „betri" en leikritiö. En leikgerðarhöfundar fara skemmtilega leið, með því einu að gera þetta að einleik. Meb því móti og einfaldri svibsmynd og hóflegri tónlist eru gerðar miklar kröfur til leikarans. Reynir mjög á tækni hans og líkamsfimi, rödd og látbragð svo að hann haldi at- hygli ungu áhorfendanna. Hann leiðir fyrst inn á sviðiö tvo (ósýnilega) vini sína, örn- inn og músarrindilinn. Síðan sýnir hann hvernig sá litli hjálpar hinum stóra erni til að sigrast á lofthræðslunni með því að fá hann upp á æ stærri staura og hóla, uns hann að lokum svífur um loftin blá. Björn Ingi Hilmarsson skilar þessum einleik prýðilega og er gaman að sjá hann njóta sín í þessu hlutverki, eins og nokkr- um öðrum upp á síðkastið, þar sem í fyrsta sinn hefur reynt verulega á hann. Líkamsbeit- ingin og látbragbib er vel heppnað og textaflutningur lifandi. Textinn er einkar lip- urlega þýddur af Antoni Helga Jónssyni, þar í eru rímaðar romsur sem smella vel í munni. Bar ekki á öðru á sýn- ingunni á Smíðaverkstæðinu en áhorfendurnir ungu fylgd- ust með leiknum af áhuga. Samt get ég trúað að Loft- hræddi örninn hann Örvar njóti sín betur í minni sal, með enn meira návígi við áhorfendur. Enda verður þetta farandsýning sem má panta í leikskóla, skóla og félagsmið- stöbvar. Vonandi á örninn eft- ir að fljúga sem víöast á þeim slóðum. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.