Tíminn - 15.03.1995, Page 11
Mi&vikudagur 15. mars 1995
11
„Islenskir
hugvitsmenn"
Sunnudaginn 26. febrúar kl.
20,40 var í Sjónvarpi viðtals-
þáttur við próf. Þorvald Gylfa-
son. Fleiri slíkir eru væntanlegir
við „hugvitsmenn 21. aldar", ef
marka má orð þess, sem um
þáttaröðina sér.
Þorvaldur er dæmigerður
krati. Þannig fylgdi hann í fót-
spor Jóns Sigurðssonar, fv. vara-
formanns Alþýðuflokksins, sem
gerðist frjálshyggjumaður eftir
hrun Ráðstjórnarríkjanna og
tók sér stöðu hægra megin við
íhaldið. Þessi afstaða kratanna
þótti skrýtileg, því aö örlög Ráð-
stjórnarríkjanna sönnuðu ein-
mitt þeirra eigin kenningu,
nefnilega þá að jafnaðar-
mennska þrífst ekki undir ein-
ræði.
Eftir áratuga stjórn lýðræðis-
jafnaöarmanna (sósíaldemó-
krata) á Norðurlöndum náðu
þau því marki að teljast — ásamt
með Sviss og Kanada — best
stýröu lönd heims, ef frá eru tal-
in allra síðustu árin, er Svíþjóð
og Finnland neyddust til að flýja
inn í ESB.
Á Norður-
löndum var
jafnan áætlun-
arbúskapur,
enda þótt ekki væri að rúss-
neskri fyrirmynd. Miðstýring
var og er mikil, bæði á sviði rík-
isfjármála og í bankakerfinu.
Þess vegna kom spánskt fyrir
sjónir, þegar Þorvaldur, ásamt
tveim Skandínövum (Isachsen
og Hamilton), gaf út kennslu-
bók í verslunarfræðum, sem er
nær óslitinn lofgerðaróður um
óheftan markaðsbúskap. Boð-
skapurinn er seinn á ferðinni,
því að samkeppnisþjóðfélagið
er í sinni verstu kreppu. Skv. ný-
legri skýrslu Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar er nú um 30%
af vinnuafli heims án atvinnu.
Hlutfallið fer vaxandi. Félagsleg
ólga og ókyrrð gerir vart við sig
um víða veröld. Höfundar
kennslubókarinnar segja hana
ætlaða Rússlandi. Það er út í
hött, því ab landiö hefir þegar
vaðið út í markaðsbúskapinn
vegna loforða um stórfelld fjár-
framlög Vesturvelda. Þar ríkir
nú neyðarástand, vargöld og
óvissa.
Viðtalsþátturinn sjálfur í
Sjónvarpinu var lítt uppbyggi-
legur. Þorvaldur beitti hæpnum
samanburði og vitnaði títt til
Albaníu, Argentínu og írlands,
sem bjuggu við gerólík skilyrði
og hæfðu ekki
samanburði
hans. En hvað
vill hann, þessi
hugvitsmabur
21. aldarinnar?
í Morgunblaðsskrifum sínum
varar hann okkur við „hol-
lensku veikinni", sem hann
kallar svo, en skilgreinir rang-
lega. Hann leggur til, að gengi
íslensku krónunnar verði lækk-
aö um 70%. Við það hækka er-
lendar skuldir íslands sjálfkrafa
um 100 milljarða króna. Inn-
fluttar neysluvörur snarhækka í
verði, þar með vísitala neyslu-
verbs og allar verðtryggðar
skuldir heimilanna. íslenskur
ibnabur, sem byggir á erlendu
hráefni, þrífst ekki lengur. Það
gerir hins vegar landbúnaður-
inn, sem kratar vilja knésetja.
Rugl prófessorsins í fjölmibl-
um er með eindæmum. Honum
er það e.t.v. nokkur málsbót að
hann átti bróður, Vilmund
Gylfason, sem þorði ab segja
auðhyggjunni til syndanna og
taka afleiðingum þess.
Landsbyggbarmabur
LESENDUR
Lystaukandi gaman-
mynd sýnd í Stjömubíói
Chao-jung Chen og Yu-Wen Wang í tœvönsku myndinni „Matur drykkur mabur kona".
Matur drykkur mabur kona eða
Eat Drink Man Woman heitir ný
tævönsk gamanmynd sem
Stjörnubíó hefur tekið til sýn-
inga, en myndin er útnefnd til
Óskarsverðlauna í ár sem besta
erlenda myndin. Leikstjóri
myndarinnar er Ang Lee, sem
kominn er í hóp þeirra ungu
leikstjóra sem hvað mestar von-
ir em bundnar vib og gerði m.a.
Brúðkaupsveisluna eða The
Wedding Banquet, sem sýnd
var í Háskólabíói fyrir nokkrum
misserum við góðar undirtektir.
Matur drykkur maður kona
var frumsýnd á kvikmyndahá-
tíðinni í Berlín 1993 og vann
þar helstu verðlaun hátíðarinn-
ar, Gullbjörninn, og var einnig
útnefnd til Golden Globe verð-
launanna sem besta erlenda
myndin.
Myndin segir frá herra Chu,
sem er frægasti matreiðslu-
meistari Taipei og á þrjár gjaf-
vaxta og uppreisnargjarnar dæt-
ur. Eiginkona hans er látin fyrir
nokkrum ámm, þegar í næsta
hús flyst nöldursöm eggja, frú
Liang. Dæturnar sjá um leið fyr-
ir sér að faðir þeirra muni senn
elda sinn fræga sælkeramat fyrir
nýja kærustu og líf allra málsað-
ila tekur nýja stefnu: Ein per-
sónan verbur barnshafandi,
önnur er hryggbrotin, enn önn-
ur deyr og sú þribja finnur hina
einu sönnu ást.
Ang Lee leikstjóri og meðhöf-
undur hans, framleiðandinn
James Schamus, sem m.a. hefur
komib hingað til lands og hald-
ið námskeið um kvikmynda-
gerð, bjóða í Matur drykkur
maður kona upp á skemmtilega
kvikmyndaveislu, kryddaöa
óvæntum uppákomum og til-
finningafléttum eftir því sem
hefbbundin fjölskyldutengsl
leysast sundur og tvinnast sam-
an á nýjan leik. Matur drykkur
maður kona er lystaukandi
gamanmynd sem kitlar jafnt
hláturtaugar sem bragölauka.
Markaðsverðlaun
fyrir árið 1994
ÍMARK — íslenski markaðsklúbb-
urinn veitti á dögunum í fjórða
skipti Markaösverblaun ÍMARK.
Verðlaunin eru veitt aðilum sem
hafa verib áberandi í markaðs-
málum á líðandi ári, og sannað
þykir að sýnilegur árangur hefur
náðst. Vib ákvöröun um verð-
launahafa er tekið mib af fag-
mennsku viö markaðsmálin og ab
fjárhagslegt öryggi sé til staðar.
Abur hafa hlotib verðlaunin: P.
Samúelsson, Miðlun og OLÍS.
Umræöa um ferðamál var áber-
andi á liðnu ári. Umfangsmiklum
markaösátökum var hrint í fram-
kvæmd, bæbi innanlands með
átakinu „ísland, sækjum það
heim" og einnig erlendis með
auglýsingaátaki á helstu markaðs-
svæðum þar sem fjármagn kom
til jafns frá hinu opinbera og
Flugleiðum.
En abrir samverkandi þættir en
fyrrnefnd markaðsátök hafa einn-
ig haft mikil áhrif á vaxandi ár-
angur greinarinnar. Aukið kynn-
ingarstarf erlendis, meðal annars
framkvæmt af íslenskum upplýs-
inga- og söluskrifstofum, sem
bæði eru reknar af Ferðamálaráði
og einstökum fyrirtækjum, hefur
laðað að vaxandi fjölda erlendra
ferðamanna. Meb meiri umræðu
innanlands hafa kröfur innlendra
ferðamanna aukist. Þetta samstarf
hefur hrundið af stað vöruþróun
innan feröaþjónustunnar, sem
ekld sér fyrir endann á.
íslenska ferbaþjónustan skilar
næst mestum gjaldeyristekjum til
landsins á eftir sjávarútvegi. Erfitt
er ab henda reibur á fjölgun inn-
lendra ferðamanna, en sam-
kvæmt könnun, sem Hagvangur
gerði síöastliöið haust, fóru um
65 þúsund íslendingar í ferbalag
um ísland síbastliðið sumar, sem
stób í ellefu daga eða meira. Sam-
anburðartölur frá fyrri ámm
IMARK
liggja ekki fyrir. Til að nefna tölur
um fjölgun komu erlendra ferða-
manna, þá komu árið 1980 um 65
þúsund erlendir ferðamenn, en
yfir 180 þúsund á síbasta ári.
Annaö, sem athyglisvert er að
nefna, er að árið 1994 komu um
90 þúsund erlendir feröamenn til
íslands utan hinna þriggja hefb-
bundnu sumarleyfismánaba, eða
sami fjöldi ogkom allt áriö 1983.
Meöal þeirra aðila, sem koma
að ferbaþjónust'unni, em flugfé-
lög og aörir flutningaaðilar, veit-
inga- og gistihús, Feröaþjónusta
bænda, feröamálasamtök borgar-
innar, sveitarfélaga og lands-
hluta, feröafélög, leiösögumenn,
Ráðstefnuskrifstofa íslands auk
opinberra aðila, sem komu veg-
lega að þessum málum á síbasta
ári.
Ferðamálaráð íslands er sú
stofnun sem tengir þessa aðila
saman, bæði hina opinbem og
Magnús Oddsson ferbamálastjóri tekur vib verblaununum úr hendi Árna
Þ. Arnasonar.
einkaaðila.
Það varð niðurstaða stjómar
ÍMARK ab verðlaunin í ár skyldu
ganga til íslensku ferðaþjónust-
unnar. Þaö eru margir samverk-
andi þættir sem hafa haft áhrif á
uppgang ferðaþjónustunnar og
því erfitt að taka einn aðila af f jöl-
mörgum út úr til aö verðlauna.
Hingað til hafa einstök fyrirtæki
fengið þessi verðlaun, en í þessu
tilfelli varð niðurstaðan sú ab þar
sem samstarfsþátturinn skipti svo
miklu máli í árangri greinarinnar,
væri eblilegt að íslensk ferðaþjón-
usta sem helld fengi verðlaunin.
Magnús Oddsson ferðamála-
stjóri veitti verðlaununum við-
töku fyrir hönd ekki einungis
Ferðamálaráðs, heldur íslensku
ferðaþjónustugreinarinnar sem
heildar. Viðskiptaráðherra hverju
sinni hefur afhent verölaunin
hingað til, en ab þessu sinni var
hann fjarverandi vegna veikinda
og fulltrúi hans við afhendinguna
var Árni Þ. Árnason, skrifstofu-
stjóri í Iönaðar- og viðskiptaráðu-
neytinu.