Tíminn - 30.03.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.03.1995, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 30. mars 1995 Tíminn spyr. • • Hvað segja stjórnmálamenn um kennaraverkfallið? Valgeröur Sverrisdóttir þingkona Framsóknarflokksins: Þetta eru litlar kjarabætur „Mér virðist kennarar fá litlar kjarabætur. Stéttin var hins- vegar í ákaflega erfiðri stöðu. Almennt eru kennarar afar óánægðir með þessa samn- inga en hafa jafnframt þurft að búa við mikinn utanað- komandi þrýsting til dæmis frá foreldrum. Óánægja kenn- ara meö kjör sín heldur áfram þó þetta veröi samþykkt," sagði Valgeröur Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins á Norðuriandi eystra. „Með því að kenna á laugar- dögum og í dymbilviku — og einnig með því að skipuleggja skólastarfið afar vel — held ég að hægt sé að bjarga þessu. En allt er þetta slæmt. Allt eru þetta þó lausnir fyrir horn — og þó: maður veit aldrei hvernig at- kvæðagreiðslan um þessa samn- Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalista: „Áfangi að kennslu- skyldan minnki" „Það er erfitt að leggja ein- hlítt mat á þessa samninga við kennara því svo eru þeir misjafnir milli einstakra hópa stéttarinnar. Þaö er þó ljóst að þetta dugar skammt. Eg tel þó að áfangi til betri vegar sé að lækka kennslu- skylduna sem hefur verib mun hærri hér en í nágranna- löndunum," sagði Kristín Astgeirsdóttir þingkona Kvennalista. Að mati Kristínar er spursmál hverju sé verið að fórna með lengingu skólaársins, t.d. hvað vaTðar endurmenntun kenn- ara. Hún segir jafnframt auð- sætt að metnaður hafi ekki ver- ið ríkjandi af hálfu ríkisstjórar- innar í þessu máli. Mennta- málaráðherra tali um helsjúkt skólakerfi: „... og ef svo er þarf að taka verulega á kjörum kennara," segir Kristín. „Það er ljóst að nemendur þurfa að leggja verulega á sig í þeirri lokatörn sem nú er eftir, sérstaklega þeir sem nú eru að ljúka stúdentsprófi. Þó nem- inga fer því kennarar eru ekki sáttir við þessa samninga." endur séu í þröngri stöðu nú mega próf þeirra ekki verða verri fyrir vikið," sagði Kristín Ástgeirsdóttir. Póstur og sími stofnar nýtt svib: Skref til einkavæöingar Frá og meb mánaöamótum tekur til starfa innán Pósts og síma nýtt aðalsvið um fjar- skiptarekstur sem verður í beinni samskeppni við einka- aöila á markaðnum. Um er að ræba rekstur farsíma og bob- kerfanna, gagnaflutninga og söludeildir. „Þetta er skref til einkavæð- ingar á starfsemi Pósts og síma. Slíkt er í takt við tímann og ég tel að starfsöryggi starfsmanna stofnunarinnar sé síst ógnað með þessu," sagði Halldór Blön- dal samgönguráðherra þegar sem þessar breytingar voru kynntar. Undir þetta nýja rekstrarsvið heyrir rekstur beggja farsíma- kerfanna, þ.e. GSM og NMT, boökerfið, sala notendabúnaðar og gagnaflutningar, auk verk- stæða sem þessu tilheyra. Mark- aðsmál og fjölþjóðleg samskipti falla einnig undir þetta „svo og ýmis virðisaukandi þjónusta," segir í tilkynningu frá Pósti og síma. Vilhjálmur Egilsson, þingmabur Sjálfstœbisflokks: / „E g öfunda ekki krakkana" „Ég öfunda nú ekki krakkana af því ab byrja aftur nú eftir verkfall. En vonandi verður eitthvaö hægt að klóra í bakk- ann," sagbi Vilhjálmur Egiis- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi vestra. „Ég hef nú ekki lesið sjálfan samninginn, en mikilvægast þykir mér þó að sátt hafi náðst í málinu og tekist hafi að leysa þetta erfiða verkfall. Eftirköstin verða svo að koma í ljós, til dæmis hvort sátt náist um þetta meðal annara hópa." Vilhjálmur Egilsson sagði að kjarabæturnar til kennara væru í raun meiri en ríkissjóður réði við. Hann kvaðst þó vona að samningarnir við kennara myndu ekki raska heildarmynd kjaramálanna eða kollvarpa stöðugleikanum. ■ Svavar Cestsson fyrrverandi menntamálarábherra: Verkfalliö heföi getaö veriö styttra „Ég held að kennaradeilan hafi veriö komin á það stig ab almennur grundvöllur hafi verið fyrir því að leggja þessa sáttatillögu fram. Það væri al- varlegur hlutur ef ríkissátta- semjari hefbi verið að hlýba forsætisráðherra. Slíkt myndi veikja embættið," sagði Svav- ar Gestsson, þingmaður Al- þýbubandalags og fyrrverandi menntamálarábherra. Svavar Gestsson telur að þeg- ar kennarasamtökin settu fram sitt gagntilboð hefði ríkisstjórn- in átt að setja á laggirnar sátta- nefnd til að vinna að lausn málsins. Þá hefði verið kominn flötur til samkomulags og því hefði verkfallið geta orðið styttra en raun varð á. „En þessi ríkisstjórn er aö fara frá og þeirr- ar næstu er að móta framtíðar- stefnu í menntamálum í land- inu sem sátt er um," sagði Svav- ar. „Kennarastéttin er mikilvæg, þótt það skiljist ekki öllum," sagði Svavar Gestsson. Hann kvaðst jafnframt þeirrar skoð- unar að hægt væri að ljúka skólastarfi með góðum hætti, en hlúa þyrfti sérstaklega að hagsmunum barna sem eiga við námserfiðleika að etja og hjálpa þeim að ljúka skólastarfi vetrar- ins. Magnús Jón Árnason bœjarstjóri í Hafnarfírbi um fyrir- vara Jóhanns Bergþórssonar vegna endurkomu hans í bœjarstjórn: / „Eg veit ekki hvers Jóhann óskar" „Fjárhagsáætlun Hafnarfjarð- arbæjar fyrir þetta ár hefur ver- ib samþykkt og er í fullu gildi. Það hefur jafnframt alltaf legiö ljóst fyrir, af hálfu núverandi meirihluta, að áætlunin verður endurskoöuö á haustdögum í ljósi reynslunnar." Þetta sagöi Magnús Jón Áma- son, bæjarstjóri í Hafnarfiröi, í samtali viö Tímann í gær. Sem kunnugt er hefur Jóhann Berg- þórssón nú aftur tekiö sæti sitt í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar, eftir að hafa vikið sæti um skeið að ósk forsætisráöherra. Vib end- urkomu sína í bæjarstjóm kvabst Jóhann gera vissa fyrirvara við stjómsýslu bæjarins, til dæmis vib f járhagsáætlun. „Ég veit ekki hvers Jóhnann Bergþórsson óskar, né hverjar kröfur hans og fyrirvarar em. Við í Alþýðubandalaginu emm í meirihlutasamstarfi við Sjálf- stæðisflokk og ekki veit ég til annars en það samstarf sé I fínu lagi. En fjárhagsáætlunin verður skobuð, eins og ég segi, í haust og þá vegin og metin í ljósi reynslu og abstæðna," sagbi Magnús Jón Árnason. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.