Tíminn - 30.03.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.03.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. mars 1995 Ný „iönaöarheybindivél" kemur á markaöinn hér nœsta sumar: Tímamót í meðförum og flutningi heys? Nýjasta bindivélin, sem vænt- anleg er á markab hér á landi á komandi sumri, gæti mark- ab tímamót í mebförum og flutningi heys. Ástæban er sú ab vélin þjappar baggana mun meira, þannig ab heyib tekur minna pláss og jafn- framt eru baggarnir ferkant- abri, þannig ab þeir staflast betur. í stuttu máli má segja að hér sé um ab ræða stækkaða útgáfu af gömlu bindivélunum. Þjöpp- unin er engu að síður talsvert meiri en í venjulegum rúllu- bindivélum, eöa um 180 kíló á fersentímetra í stað 90 kílóa á fersentímetra, eins og algengt er meö rúllubindivélar. Þessar vél- ar hafa verið framleiddar og seldar á meginlandi Evrópu um nokkurt skeið, en ekki verið fluttar hingað til lands fyrr en nú. í þessari samantekt er tekið mið af upplýsingum frá Green- land-verksmiðjunum, sem framleiða vél af þessu tagi er nefnist 120-80 Industry Square Baler. Stærð bagganna er stillanleg. Breidd þeirra er föst, 120 sentí- metrar. Hæðin er stillanleg frá 65-80 sentímetrar og lengdin getur verið frá 60 sentímetrum upp í 3 metra. Minnsti heybagg- inn vegur um 200 kg, en sam- kvæmt upplýsingum frá verk- smiðjunum vegur hver rúm- metri um 250 kíló. Samkvæmt upplýsingum frá Ingvari Helgasyni hf., sem hefur umboö fyrir Greenland og einn- ig Claas sem framleiðir einnig vélar af þessari tegund, er einn- ig hægt að nota pökkunarvélar fyrir rúllubagga fyrir þessar vél- ar með nokkrum breytingum. Þá eru jafnframt framleiddar sérstakar plastpökkunarvélar fyrir stóru ferköntuðu baggana. Aflþörf er, samkvæmt upplýs- ingum frá umboðinu, 80-90 hestöfl. Helstu kostir vélanna eru mikil þjöppun á heyi og mikil afköst. Þegar hafa ein- hverjar bindivélar af þessari teg- und verið pantaðar. Reynslan á eftir að leiða í ljós hversu vel þær henta, en menn hafa velt því fyrir sér hvort þessi tækni geti opnað möguleika á heyútflutningi með lægri flutn- ingskostnaði. Jafnframt hafa bændur, sem búa fjarri höfuð- borgarsvæðinu, séð fyrir sér með þessu möguleika á að lækka flutningskostnað og vera samkeppnishæfari í heysölu til hestamanna á Suðvesturhorn- inu. Talsverb fjárfesting mun vera enn sem komið er í þessum nýju vélum og þess vegna rétt að miöa alla hagkvæmnireikn- inga við það hversu vel er hægt að nýta þær. ■ Galdurinn felst í því hversu gríbarlega þessar vélarþjappa heyinu saman. SAFIR STOP ÞURFTIRÐU AÐ LÁTA STAÐAR NUMIÐ ÍBÍLA- HUGLEIÐINGUM VEGNA VERÐSINS? 1 MfolM .bLm.UJ/.n.\ Frá 588.000,- kr. 148.000,-kr. út og 14.799,- kr. í 36 mánuði. Frá 677.000,- kr. 169.250,- kr. út og 17.281,- kr. í 36 mánuði. SAMARA 677. Frá 624.000,- kr. 156.000,-kr. út og 15.720,- kr. í 36 mánuði. SPORT 624 $ S 4 5' 4' LFUU / n [).i/j J tv u /j _ c mm iu.j nin Frá 949.000,- kr. 237.250,- kr. út og 24.101,- kr. í 36 mánuði. 949 Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. lÍEíMíln' ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36 ÖRKIN 3114-2-23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.