Tíminn - 30.03.1995, Qupperneq 4

Tíminn - 30.03.1995, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 30. mars 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö ílausasölu 150 kr. m/vsk. „Fussum svei, manna- þefur í helli mínum" Nýlega var gengið frá ráðningu borgarritara hjá Reykjavíkurborg. Þetta embætti er mikilvægt hjá borginni, enda hefur borgarritari gegnt störfum borgarstjóra í forföllum hans. Skemmst er að minn- ast þess, að Jón G. Tómasson, fyrrverandi borgarrit- ari, gegndi starfinu í forföllum Davíðs Oddssonar á sínum tíma. Margir sóttu um starfið og var þar um ágætisfólk að ræða, en ákvörðun var tekin um að ráða Helgu Jónsdóttur lögfræðing í starfið. Helga er nú í emb- ætti hjá alþjóðabankanum og á farsælan starfsferil í forsætisráðuneytinu hér heima. Öllum, sem hana þekkja, ber saman um hæfni hennar. Viðbrögð minnihlutans í borgarstjórn eru at- hyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Þeir segja ráðn- inguna pólitíska og láta að því liggja að hún verði ógilt þegar þeir fái einhverju ráðið. Þjóðsögurnar geyma margar skemmtilegar sögur af tröllum, og viðbrögð sjálfstæðismanna eru í ætt við látæði skessunnar í þjóðsögunni, sem hrópaði: „Fussum svei, mannaþefur í helli mínum", er hún fékk veður þar af mannlegri veru. Viðhorf sjálfstæð- ismanna eru í ætt við tröllin. Þeir álíta Ráðhúsið helli, sem á að verja fyrir öðrum en sjálfstæðis- mönnum, og þola auðvitað ekki að nokkur komist inn í embættismannakerfið, sem ekki er með rétt litaraft í stjórnmálum. Bakslagið er komið og minnihlutinn er nú að átta sig á því að stjórn Reykjavíkurborgar er ekki lengur í þeirra höndum. I bókun sjálfstæðismanna í minnihluta borgar- stjórnar má lesa eftirfarandi: „Þessi vinnubrögð öll eru ótvírætt vitni um pólit- ískar embættaveitingar, sem þýða það eitt að nýir embættismenn sem þannig koma til starfa hljóta að búa sig undir að hætta störfum um leið og R- listinn tapar meirihluta í Reykjavík." Hér er um svo grímulausar hótanir að ræða, að þessi bókun hlýtur að vekja mikla athygli. Borgar- stjóri kallaði þetta „pólitíska villimennsku" og eru það orð að sönnu. Það, sem hefur skeð, er að einstaklega hæfur starfskraftur hefur verið ráðinn í þýðingarmikið embætti hjá borginni. Helga Jónsdóttir hefur unn- ið sér það til saka, samkvæmt mati sjálfstæðis- manna, að hafa verið aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra, enda er vitnað til þess í bókun minnihlutans. Þessar bókanir minnihlutans eru borgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins til skammar og til vitnis um hugsunarhátt sem hæfir þursum. Hins vegar eru þessi viðbrögð lærdómsrík og til viðvörunar um það sem skeður, þegar einn flokkur fær að hreiðra um sig í stjórnkerfi borgarinnar til langframa. Þetta ætti að vera vísbending um hvað getur skeð, ef Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fá áfram húsbóndavald í stjórnarráðinu, en grímulaus ósvífni þeirra í mannaráðningum er löngu víðfræg. Hótanir borgarstjórnarminnihlutans um að reka þá embættismenn, sem kunna að verða ráðnir á kjörtímabilinu og makka ekki rétt í stjórnmálum, eru þeim lítt til sóma og dæma sig sjálfar. Þær eru viðvörun um það offors og óbilgirni, sem blundar undir því mjúka yfirborði foringja Sjálfstæðis- flokksins sem verið er að reyna að selja kjósendum þessa dagana. Fólk meb fjör í rúmi Garri hitti mann í sundlaugun- um í gær, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Hins vegar fór þessi ma&ur að tala um þaö upp úr eins manns hljóði að það væri greinilegur „appíll", ef ekki hreinlega „sexappíll", yfir Framsóknarflokknum um þess- ar mundir. Nefndi hann í því sambandi hversu vinsæll flokk- urinn væri að verða hjá göml- um andstæöingum og ólíkleg- ustu menn væru nú ýmist gengnir í flokkinn eða búnir að lýsa yfir stuðningi við hann. Astandið væri nánast að veröa þannig að ómögulegt væri að þekkja framsóknarmann á útlit- inu lengur, ekki einu sinni í sundi, því þeir væru meira að segja hættir að gyrða skyrtuna ofan í nærbuxurnar. Elegant a la Heiöar Raunar ætti ekki að koma á óvart, þó framsóknarmenn al- mennt séu orðnir elegant til fara eftir öll námskeiðin, sem Heiðar snyrtir er búinn að vera með á framsóknarfundum um land allt. Auk þess hafa menn nú haft tækifæri til að spyrja Heiðar spjörunum úr hér í Tím- anum um helgar. Almennt er líka talib að Heiðar sé í hópi þeirra Inga Björns, Júlíusar Sól- nes og annarra ólíklegra kand- ídata, sem hafa gengið til liðs vib framsóknarmaddömuna upp á síökastið. Augljóslega eru í gangi marg- ar kenningar um það hverju sæti þessi nýi „appíll", sem Framsókn hefur núna. Sumir virðast halda að það sé stefnan og abrir kenna óvinsældum rík- isstjórnarinnar um. Sundlauga- maðurinn, sem talaði um „sex- appíl" Framsóknar, hafbi hins vegar aðra kenningu. Hann GARRI benti á að fljótlega eftir að það kom fram, hafi verið snúið út úr slagorbi Framsóknarflokksins, „Fólk í fyrirrúmi". Sárafáir þekki, segir þessi maður, upp- haflega slagorðið, en útúrsnún- ingurinn, „Fólk með fjör í rúmi", sé þess betur þekktur. Þegar svo listar Framsóknar, sagði sundlaugamaðurinn, hafi tekið ab birtast vítt og breitt um landið með tiltölulega ungu fólki og að miklum hluta kon- um, hafi þessi túlkun fengið byr í seglin. Kynfræðingur og leöurstúlkan Að dómi mannsins í laugun- um þótti þetta ekki síst áberandi í Reykjavík og á Reykjanesi og það varð ekki til ab draga úr þessari ímynd, aö sjálf Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hinn ís- lenski kynfræðingur, var á lista þess flokks sem hafði þetta óvenjulega slagorð, „Fólk með fjör í rúmi". Þegar svo oddviti framboðslistans á Reykjanesi birtist í blöðunum og í sjón- varpi og reyndist vera dúndur- gella á gríðarstóru mótorhjóli (með hestöflin milli fótanna?!), klædd í svart leður, þurfti vinur vor í sundlaugunum ekki frekar vitnanna við. Hann sagði greinilegt að hér væri á ferðinni spennandi og háskalegt fram- boð með „sexappíl". Satt að segja finnst Garra þessi stjórnmálaskýring sundlauga- mannsins ekki mikið verri en margar aðrar, og hún gæti svo sem vel staðist. Sannleikurinn er auðvitað sá, að sexappíllinn getur ráðið úrslitum um ótrú- legustu hluti. Þetta hefur veriö þekkt lengi. Var ekki sagt um sjálfan Sókrates að „hann svæfi jafnan einn, því sumir hafi sex- appíl og sumir ekki neinn"? Garri Hagvöxtur rányrkjunnar Össur umhverfisráðherra aug- lýsir grimmt að hann og flokk- ur hans eigi heiburinn af veið- um íslenskra og belízískra tog- ara í Smugunni. Þjóðhags- stofnun mælir efnahagsbata af svona fiskiríi og ráðherrar hæl- ast um. Jafnframt er veriö að móta þá stefnu að íslendingar leggi það til á úthafsveibiráð- stefnu SÞ að strandríki eigi að fá heimild til að hlutast til um veiði á stofnum sem ganga inn og út úr lögsögu þeirra. Sam- kvæmt þessu eigum við ab geta verndað karfann á Reykjanes- hrygg fyrir ofveiði og setja hömlur á veiði í Síldarsmug- unni og greiba þannig fyrir göngu Islandssíldarinnar inn í íslenska lögsögu. Samtímis lýsir utanríkisráð- herra yfir samstöðu með ESB og veiðum Spánverja á grálúð- unni á Miklabanka, sem Kan- adamenn telja í útrýmingar- hættu. Er nú stefna íslendinga í hafréttarmálum og verndun fiskistofna orðin sú, að það sé óþolandi að höfö séu afskipti af veibum utan þeirrar lög- sögu, sem viðurkennd er að al- þjóðalögum. Gleymskan mikla Eru nú gleymd öll rök okkar fyrir útfærslu í 4,5 mílur, 12 mílur, 50 mílur og 200 mílur. Þorskastríðin eru gleymd. Bar- áttan fyrir alþjóðlegri viður- kenningu á málstabnum, sem byggbist að mestu á fiskvernd- arsjónarmibum, er gleymd. Þorskastríbin voru háð vegna þess að íslendingar færðu út auðlindalögsöguna í trássi vib gildandi alþjóðalög. Andstæð- ingarnir töldu sig í fullum rétti ab veiöa undir herskipavernd á íslandsmiðum. Þeir höfðu bæöi alþjóðalög og hefðina meb sér. Fiskverndarsjónarmið og trúin á sigur hins góba mál- staðar voru vopn okkar, ásamt með klippunum góðu. Þegar Kanadamenn beita sömu rökum og vopnum til ab verja sínar auðlindir, telja for- sætis- og utanríkisráðherrar ís- lenska lýðveldisins að Spán- verjar og ESB séu í fullum rétti, þar sem alþjóðalög banni Kan- adamönnum afskipti af veiði- skipum á alþjóðlegu hafsvæði. Á víbavangi Ef þessi hugsunarháttur hefði verið ríkjandi síðustu hálfa öldina, væri auðlindalög- sagan enn takmörkuð við 3ja mílna landhelgi. Kannski kom- in út í 12 mílur vegna hernað- arhagsmuna í kalda stríðinu. Engu er líkara en að ráða- menn hafi margar fiskveiði- stefnur að leiðarljósi samtímis. Vernda á okkar eigin hryggi og smugur og tegundir sem þar svamla í sjónum, en eigum að eiga óheftan aðgang ab fjar- lægum verndarsvæbum, sem aðrar þjóbir gera tilkall til aö ráða. Kleyfhugar Jón Baldvin hældist um í sjónvarpsyfirheyrslu í fyrra- kvöld af að halda verndar- hendi yfir Smuguveiðum og að verja rétt íslenskra útgerða til að veiða á umdeildum haf- svæðum. Hann viðurkenndi fúslega að hafa rekiö Guð- mund Eiríksson þjóbréttar- fræðing úr þjónustu sinni. Kvað hann ástæðuna að emb- ættismenn ættu ekki að móta stefnu í viökvæmum utanríkis- málum. En embættismaður- inn, Guðmundur, var ráðgef- andi og varaði við Smuguveið- um vegna langtímahagsmuna íslendinga. Það féll ekki í kramið hjá ut- anríkisráðherra, sem lætur skammtímasjónarmið ráða eins og umhverfisráðherrann. Því er það opinber stefna að beina ofvöxnum togaraflota til veiða á fiskistofnum, sem aðrar þjóðir eru aö reyna að vernda, vegna þess að verið er að drepa síðustu kvikindin í okkar eigin lögsögu. Þab kvað auka hagvöxtinn, segja ráöherrar og þjóðhags- stjóri, sem lítur lengst eitt ár fram í tímann og oftast ekki nema nokkra mánuði. Kleyfhugarnir, sem móta fiskveiðistefnu og gerö hafrétt- armála framtíðarinnar, halda fram mörgum stefnumálum samtímis og styðja jöfnum höndum fiskvernd og rányrkju og yfirráð strandríkja yfir flökkustofnum og alþjóðalög um ótakmarkað frelsi til veiða á svoköllubum úthafssvæðum. Þegar dellan gengur ekki upp, eru ráðhollir embættis- menn reknir og aðrir þægari ráðnir í þeirra stab. Þetta gengur ef til vill fram að kosningum, en ekki degin- um lengur, nema við viljum halda áfram ab leika þorpsfíflib í samfélagi þjóðanna. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.