Tíminn - 30.03.1995, Qupperneq 6

Tíminn - 30.03.1995, Qupperneq 6
6 9mmm Fimmtudagur 30. mars 1995 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM Slmrnm Irillm- m§ ImfmMmM * Smémmmijmmi Skoöanakönnun Víkurfrétta: 60% vilja Kefla- vík-Njarífrvík Mikil andstaða er við nöfnin Reykjanesbær og Suðurnes- bær, sem bæjarstjórn Keflavík- ur, Njarðvíkur og Hafna hefur ákveðið að láta kjósa um sam- hliða alþingiskosningunum 8. apríl nk., skv. skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Víkurfréttir. Úrtakið var 400 manns og alls fengust svör frá 284, sem er 71% svar- hlutfall. FRETTIR Hólar í Hjaltadal Tafla 1 Hvað vili þú helst að hið nýja sameinaða sveitarfélag verði látið heita? Fjöldi Hlutfall Hlutlall allir sem svara 6,0 3,2 12,3 Reykjanesbær 17 Suðumesbaer 9 Suðurnesjabær 35 Keflavfk-Njarðvlk 4 Kellavík 131 Njarðvlk 1 Annað 49 1.4 <6.1 0,4 17.3 3.7 14.2 1.6 53.3 0,4 19.9 Svaraekki 35 Spurt var um afstöðu til nafnamálsins í þrennu lagi: Fyrst var spurt um hvaða nafn fólkiö vildi helst á nýja sam- einaða sveitarfélagið. Þá svör- uöu 53,3% aðspurðra, að þeir vildu nafnið Keflavík. Næst- flest atkvæði fékk nafnið Suð- urnesjabær (með flt.end.) eða 14,2%. Það vekur athygli í niðurstöðum við þessari spurningu að 25.8% íbúa í Njarðvík og Höfnum vilja nafnið Keflavík. VESTMANNAEYJUM Tvær barnabæk- ur, sem gerast í Eyjum, gefnar út í Bandaríkjunum Sumarið 1993 var bandaríski barnabókarithöfundurinn og ljósmyndarinn Bruce McMill- an á ferð í Vestmannaeyjum. Tilgangur ferðarinnar var að taka myndir af lundanum og upplifa björgunarstarf barna á lundapysjum. Árangur ferðar- innar má sjá í tveimur bókum hans, sem komu út á þessu ári, Nights of the Pufflings og Puff- ins Climb, Penguins Rhyme. Kristján Egilsson, forstöðu- maöur Náttúrugripasafnsins, var Bruce til halds og trausts á Bæjarstjórn Keflavíkur, Njaróvík- ur og Hafna samþykkti sam- hljóöa aö láta kjósa um Reykja- nesbœr og Suöurnesbœr. DALVIK Cdð rœkjuveiöi: Metíúr hjá Björgvini EA Togarinn Björgvin EA kom nýlega til Dalvíkur meö mik- inn og verðmætan afla, þann stærsta sem skipið hefur kom- ið með að landi síðan því var breytt í frystiskip. „Það voru 178 tonn af af- urðum í skipinu, sem sam- svarar 190 tonnum upp úr sjó. Þar af voru um 40 tonn af stórri og góðri rækju af Do- hrnbanka, hitt var fengið í kantinum hér fyrir norban og út af Vestfjörðum. Hún stób óvenju djúpt, við sóttum ein- ar 60-70 mílur út frá Horni og Norburlandi," sagbi Vigfús Jó- hannesson skipstjóri. Hann bætti því við að verð- mæti aflans væri um það bil 38 milljónir króna. „Helmingur- inn af þessu er iðnaöarrækja, sem fer til vinnslu í Strýtu eða SFD, hitt er ýmist Japansrækja eða sobin rækja sem fer mest á Evrópumarkab." meðan hann dvaldi í Eyjum og sendi hann Kristjáni eintök af bókunum. Önnur bókin skiptist til helminga milli lundans í Eyj- um og mörgæsa á Suður- skautslandinu. í hverri opnu eru tvær myndir af annaö hvort lundum eba mörgæsum og undir hverri mynd er tveggja orba texti, sem rímar við textann undir myndinni á móti. Bókin er ætluð 2-6 ára bömum. Hin bókin, Nights of the Pufflings, er á margan hátt at- hyglisverðari fyrir Vestmanna- eyinga. Bæbi er að í bókinni eru fallegar myndir af Eyjum og eins er sagt frá björgunar- starfi Eyjakrakka á lundapy- sjum í máli og myndum. Ab- alsöguhetjan er Halla Ósk Ól- afsdóttir og meö henni eru Arnar Ingi Ingimarsson, Arn- dís Bára Ingimarsdóttir og María Sif Ingimarsdóttir. Halla lítur til himins íleit aö lunda. SAUÐARKROKI Hólar verba míb- stöb kennslu og rannsókna í hrossarækt Fyrir skömmu voru teknar ákvaröanir í landbúnaðar- rábuneyti þess efnis að við Bændaskólann á Hólum verði miðstöð kennslu og hverskon- ar rannsókna á sviði hrossa- ræktar og reiðmennsku. Ákvörðun þessi var tekin ab fenginni niðurstöðu nefndar, er fjallaði um áherslur í starf- semi búnaðarskólanna í land- inu og með hvaða hætti verkaskipting milli þeirra yrbi eðlilegust og best. Auk þess sem aukið nám í hrossarækt og reiðmennsku verður á Hól- um, telur nefndin að skólinn skuli leggja áherslu á nám í fiskeldi og fiskirækt, auk þess sem huga beri að uppbygg- ingu náms og þróunarstarfs varöandi ferbaþjónustu í sveitum. „Þessi ákvöröun landbúnað- arráðherra er mjög stórt mál fyrir skólann og héraöið, og það verður líka heilmikið mál fyrir okkur að fylgja þessu eft- ir," segir Jón Bjarnason, skóla- stjóri Hólaskóla. Hann segir að starf nefndarinnar hafi beinst að því að greina áhersl- ur í starfi búnaðarskólanna, en stefnan sé sú að skólarnir verði efldir, með það að mark- miði að rannsóknir og kennsla verði tengd meira saman en verið hefur. Hólaskóli hefur að sögn Jóns stöðugt verib ab þróa nám í reiðmennsku og hrossa- rækt og undirbúa rannsóknir varðandi hrossaræktina. Til að mynda var í því augnamiði ráðinn til skólans á síðasta hausti dýralæknir meb hrossa- lækningar sem sérgrein, Sig- ríður Björnsdóttir. Þá er einn- ig í athugun að Hólaskóli fari að útskrifa reiðkennara og stefnt á að það nám geti hafist vib skólann haustiö 1996. Fjárklábi í Skaga- firbi Fjárklábi hefur veriö staöfestur á þremur bæjum í Skagafirbi: á tveimur bæjum austan Hér- aðsvatna í lok sláturtíðar í haust og snemma í vetur, og nýlega á einum bæ vestan Vatna. Að sögn Egils Bjarna- sonar er mjög langt síðan síb- ast varð vart við kláða í Skaga- firði. Alls 10 tonn afhreinu íslensku nautakjöti flutt á Banda- ríkjamarkaö. Útflutningurinn lofar góbu. Cuömundur Lárusson, formaöur Landssambands kúabœnda: Kann að skila umtalsverðum viðskiptum „Á meban greiddar voru út- flutningsbætur með nauta- kjöti skilabi það okkur eng- um viðvarandi mörkuðum. En nú er keppt á alveg nýjum forsendum og þetta kann, þegar fram líða stundir, að skila okkur nýjum og umtals- verðum viðskiptum, meðal annars í stað þeirra sem tap- ast meö innflutningi á land- búnaöarafuröum," sagði Guð- mundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, á blaðamannafundi í gær. Þar kynntu sambandiö og Kaup- sýslan útflutning á hreinu nautakjöti þessara aðila á Bandaríkjamarkað, sem ný- lega fór að staö og gefur góö- ar vonir. Fyrir skömmu afgreiddu bandarísk tollayfirvöld 10 tonn íslensk nautakjöts á markað ytra. Kaupsýslan hf. flytur þetta kjöt út, en kjötið kaupir versl- unarkeðjan Trader Joe's, sem rekur 65 verslanir á vestur- strönd Bandaríkjanna. í þeim er lögb áhersla á sölu matvara sem framleiddar eru og seldar með hollustu og hreinleika að leiðarljósi. Áðurnefnd 10 tonna sending féll í góðan jarðveg ytra og verður áframhald á þessu. Óvíst er þó, aö mati Guðmundar og Erlendar Guö- mundssonar framkvæmdastjóra Kaupsýslunnar, í hve miklu magni það veröur, t.d. á þessu ári. Undirbúningsstarf að þess- um útflutningi tók þrjú ár. Nautakjötið frá íslandi er mark- aðssett ytra sem hrein vara Þar meb er yfirlýst og vottað að varan sé ekki mettuð af eitur- eða aukaefnum. Ekki enn eru komnir gæðastaðlar vestanhafs fyrir lífræna framleiðslu, en slíkur landbúnaður fer mjög vaxandi. Guðmundur Lárusson segir að áfram verði innanlands- markaður sá mikilvægasti fyrir íslenskt nautakjöt. Meginmark- mið þessa útflutnings sé að ná fram hagkvæmari framleiðslu og lægra verbi fyrir innanlands- markað. Bandaríska neytendur segir hann vera að greiða svip- ab verö fyrir nautakjötið og þá íslensku, nema hvab virðis- aukaskattur á vesturströnd Bandaríkjanna sé 6% á móti 14% hér heima. Fall dollarans á síðustu vikum hafi þó verið innlenda kjötverðinu óhag- stætt. Jafnframt segir Guð- mundur að meira kjöt þurfi til að sinna þessum útflutningi og þá sé sérstaklega horft til eldis ungkálfa til slátmnar. ■ íslensk kjötsúpa sem bollasúpa í tilefni 50 ára lýöveldisafmælis á íslandi á síðasta ári og vegna fjölda fyrirspurna, hefur TORO nú sett á markaö íslenska kjöt- súpu sem bollasúpu. Öll vöru- þróun og bragöprófanir vom í umsjón Sigurvins Gunnarsson- ar matreibslumeistara. Hönnun umbúða var í höndum Hilmars Guðjónssonar. Pakkarnir eru fagurlega skreyttir myndum frá öllum landshornum, en á fram- hlið pakkans er mynd af Horn- bjargi. Leiðbeiningar á umbúb- um em á íslensku, en einnig á ensku til að koma til móts viö aukinn fjölda erlendra ferða- manna til landsins. íslenska kjötsúpan frá TORO er kjarn- gób og þægileg máltíö, sem auövelt er að grípa til, t.d. á vinnustað, í ferðalagið o.s.frv. Sölu- og dreifingarabili er John Lindsay hf. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.