Tíminn - 30.03.1995, Síða 7
Fimmtudagur 30. mars 1995
&S$HÍWH
7
Samkeppnisstofnun gefur Almenningsvögn-
um grœnt Ijós, en SVR á rauöu:
SVR hættir vib
hópferöaþjónustu
Samkeppnisstofnun hefur
gert Strætisvögnum Reykja-
víkur aö aöskilja fjárhagslega
einkaleyfisrekstur sinn annars
vegar og samkeppnisrekstur-
inn hins vegar eigi síöar en frá
næstu áramótum. Starfsemi
Almenningsvagna bs. og fyrir-
tækjanna sem annast strætis-
vagnaakstur fyrir þá telst hins
vegar ekki brjóta í bága viö
samkeppnislög. í kjölfar þessa
úrskuröar hefur forstjóri SVR
tilkynnt Samkeppnisstofnun
aö vegna athugasemda um
hópferöaþjónustu fyrirtækis-
ins hafi þaö nú þegar tak-
markaö þjónustu sína viö
akstur tengdan áætlunarferö-
um innan þjónustusvæöis
SVR.
Forsaga þess að Samkeppnis-
ráö tók þessi mál fyrir var ósk
Hópferðamiöstöövarinnar um
aö Samkeppnisstofnun skæri úr
um þaö hvort hvort annar akst-
ur en einkaleyfisakstur strætis-
vagnafyrirtækja bryti í bága við
samkeppnislög.
Munurinn á umræddum
tveim strætisvagnafyrirtækjum
er sá, aö mati stofnunarinnar,
aö Almenningsvagnar bs. reka
ekki strætisvagna sjálfir heldur
sömdu þeir viö tvo verktaka,
eftir útboö, um að annast akst-
urinn. Þau fyrirtæki starfi því
ekki samkvaémt einkaleyfi og
starfsemi þeirra sé ekki niöur-
greidd af almannafé. ■
Kennsla hefst í skólum landsins í dag. Niöurstaba úr atkvœbagreiöslu kennara viku eftir páska:
Yfirvinnutöm bíður kennara
Varast skal trú-
girni barna
„í auglýsingum veröur aö sýna sér-
staka varkámi vegna trúgimi
bama og unglinga og áhrifa á
þau," segir í tilkynningu frá Sam-
keppnisstofnun.
Auglýsinganefnd Samkeppnis-
stofnunar sendi nýlega frá sér álykt-
un þar sem fjallaö var um auglýsing-
ar í Sjónvarpinu og þá einkum bíó-
auglýsingar sem sýndar em skömmu
fyrir fréttir kl. 20 á kvöldin. Þar em
meðal annars sýnd atriöi úr kvik-
myndum sem bannaöar em böm-
un.
Samkeppnistofnun segir aö aldrei
megi sýna neitt sem misbjóði böm-
um. Komi jafnaldrar fram í nefndum
auglýsingum skuli þess gætt að ekki
sé sýnt neitt er leitt geti böm í gönur
af trúgiminni einni saman. ■
Friörik Sophusson fjármála-
ráöherra segir aö þaö sé krafa
foreldra og nemenda aö því
veröi bjargaö sem bjargað
veröur eftir aö samningar hafa
tekist viö kennarafélögin.
Hann segir aöalatriöiö aö
menn snúi sér aö því aö fara
aö vinna.
Skólahald hefst víðast hvar í
dag, fimmtudag eftir aö hafa leg-
ið niðri vegna verkfalls kennara
frá því 17. febrúar sl. En forystu-
menn kennarafélaganna skrif-
uöu undir kjarasamning meö
fyrirvara um samþykki félags-
manna seint í fyrrakvöld, eða
um sólarhring eftir aö fulltrúa-
ráð kennarafélaganna veittu
samninganefndinni umboö til
aö ganga til samninga á grund-
velli miölunartillögu ríkissátta-
semjara.
Kennarar mættu til boðaðra
kennarafunda í gærmorgun, en
stefnt er aö því aö skólaárinu
ljúki í júníbyrjun. Til að bæta
nemendum upp kennslutapið
veröur kennt í framhaldsskólum
á laugardögum og í dymbilviku.
í gmnnskólum er stefnt aö því
aö hafa samræmdu prófin í lok
maí og aukið verður viö kennslu
fram aö þeim tíma. Fjármálaráö-
herra segir að yfirvinna veröi
greidd fyrir alla aukakennslu
samkvæmt kjarasamningi.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir,
varaformaöur Kennarasam-
bands íslands, segist búast viö
aö atkvæðagreiðsla um kjara-
samninginn geti hafist í næstu
viku, eöa í sömu viku og þing-
kosningar fara fram. Hún segir
að atkvæöaseölar verði væntan-
lega sendir út nk. föstudag, en
ákvöröun um það er á hendi
kjörstjórnar sem hefur ekki
komiö saman. Varaformaður KÍ
telur líklegt aö niðurstaöa úr at-
Stefán Benediktsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiöholti, um
afleiöingar af kennaraverkfallinu:
/
„Ottast að brottfallið
verði mest í öldungadeild"
„Ég er hræddastur viö aö brott-
falliö úr öldungadeildinni veröi
mest. Aö nemendur hennar
hafi slakaö á viö námið, ein-
beitt sér þess frekar aö vinnu og
og komi því ekki aftur," sagöi
Stefán Benediktsson, aöstoöar-
skólameistari Fjölbrautaskólans
í Breiöholti í Reykjavík, í sam-
tali viö Tímann í gær.
í skólum landsins var í gær
unniö að undirbúningi skóla-
starfs eftir sex vikna verkfall
kennara. Skólahald mun standa
langt fram í maí og kennt verð-
ur stíft, líka á laugardögum og í
dymbilviku. í framhaldsskólun-
um má búast viö að einhverjir
nemendur komi ekki aftur til
náms nú aö verkfalli loknu, en
óhægt er um það aö segja fyrr
en á morgun, fimmtudag og svo
á föstudag — þegar nemendur
fara aö skila sér aftur.
„Krakkarnir hafa verið hrædd-
ir við aö segja upp skólavist
sinni. Þá eiga þau til aö mynda
ekki öruggt innhlaup aftur á
næstu haustönn," sagði Stefán
Benediktsson. Ennfremur sagöi
hann marga af sínum nemend-
um hafa horfið út á land í kenn-
araverkfallinu og því væri fyrir
suma erfitt að komast aftur suð-
ur vegna lamaðra flugsam-
gangna í flugfreyjuverkfallinu.
Þannig samtvinnuðust þessi
verkföll og hvað biti í skottið á
ööru. ■
kvæðagreiðslu félagsmanna
muni ekki verða ljós fyrr en í
fyrsta lagi í næst síðustu viku
aprílmánaðar vegna páskavik-
unnar þar á undan.
Fyrsta kynning á kjarasamn-
ingnum hófst í gærmorgun í
baráttumiðstöö kennarafélag-
anna, en verið er aö skipuleggja
kynningu á samningnum meðal
kennara um land allt. Skiptar
skoöanir eru þó meðal kennara
um ágæti samningsins. Þrátt fyr-
ir óánægjuraddir meðal kennara
segist Guörún Ebba ekki hafa
heyrt neinn halda þvi fram aö
forusta kennarafélaganna hefði
gefist upp á miöri leiö meö því
aö samþykkja miölunartillögu
ríkissáttasemjara. ■
rEVO-STIK
ÁRVÍK
ÁRMÚU 1 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295
ÞRÆLSTERK 0G
UIÐURKENND LÍM
TIL MARGUÍSLEGRA
NOTA FYRIR
TRÉIÐNAÐ
veröur á ferö um Reykjaneskjördæmi í dag og á sameiginlegum fundi flokksformanna
á Stöö 2 kl. 21:45 í kvöld. Föstudaginn 31.3. og laugardaginn 1. apríl veröur hann á
Austfjöröum.
B Frámsóknarflokkurinn
Framsókn '95______
Halldór Asgrímsson