Tíminn - 28.04.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.04.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. apríl 1995 7 Nýr formaöur Alþýöubandalagsins tekur viö af Ólafi Ragnari Crímssyni í haust: Þaö stefnir í slag milli Margrétar og Steingríms Allt bendir nú til ab Margrét Frímannsdóttir, þingmaöur á Suöurlandi, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaöur á Norö- urlandi eystra, takist á um for- mennsku í Alþýöubandalaginu í haust. Steingrímur hefur þeg- ar lýst yfir framboöi og stuön- ingsmenn Margrétar telja lík- legt aö hún láti til Ieiöast. Hverjir veröa í framboöi liggur ekki endanlega fyrir, en heimild- ir innan Alþýðubandalagsins herma að aðrir sterkir frambjóö- endur blandi sér ekki í toppbar- áttuna. Þó hafa ungir aljáýöu- bandalagsmenn nefnt nafn Helga Hjörvars, framkvæmda- stjóra Blindrafélagsins. Flestir telja þó að hans tími sé ekki kominn, en horfa meira til hans sem upprennandi áhrifamanns í framtíðinni. Einnig hafa nöfn fyrrverandi formanna, Svavars Gestssonar og Ragnars Arnalds, veriö nefnd, en þeir eru þó af fæstum taldir líklegir, m.a. vegna aldurs. Svavar hefur reyndar lýst opinberlega jákvæðri afstööu til Steingríms J. Sá armur Alþýöu- bandalagsins, sem kenndur er við Ólaf Ragnar, er aftur á móti talinn hallari undir Margréti. Endurnýjun fyrirsjáanleg Margir telja reyndar að Ólafur Ragnar Grímsson stefni á aö taka við formennsku í flokknum að nýju, þegar næsta kjörtímabili lýkur. Það er erfitt aö segja til um pólitískt landslag innan Alþýðu- bandalagsins til lengri tíma litið, en þó er ljóst að talsverð endur- nýjun stendur fyrir dyrum í þingliðinu. Líklegt er aö nýr frambjóðandi leysi Hjörleif Gutt- ormsson af hólmi á Austurlandi, en Hjörleifur hefur tapaö fylgi undanfarnar fimm kosningar. Ragnar Arnalds, þingmaður á Norðurlandi vestra hefur sömu- leiöis verið lengi á þingi, en hann varö þingmaður fyrst fyrir 32 árum. Jafnframt hefur verið bent á aö Svavar Gestsson sé gamall í hettunni og að óvissa ríki um framtíð Kristins H. Gunnarssonar á Vestfjörðum. Margrét búin a& ákveba sig? Heimildir Tímans herma að Margrét Frímannsdóttir sé nokk- uð ráðin í að bjóöa sig fram á móti Steingrími J. Hún þykir hafa staðið sig vel sem þingmað- ur Suðurlands, þó að hún hafi reyndar tapað meira fylgi en Steingrímur í kosningunum. Á móti er bent á að í ööm sæti hjá allaböllum á Norðurlandi eystra var Árni Steinar Jóhannsson, garðyrkjustjóri á Akureyri og fulltrúi óháðra. Hann er vinsæll og hefur talsvert persónufylgi í kjördæminu. „Ég hef fengið fjölda áskorana og er að skoða málin í rólegheit- um. Þab er nægur tími til stefnu," segir Margrét. — Sérð þú fyrir þér að aðrir eti þú og Steingrímur keppi um for- mennskuna? „Það hefur fyrst og fremst ver- ið horft á þingflokkinn, þó að það sé kannski ekki rétt að gera það og vafalaust em menn að FRETTASKYRING ÁRNI GUNNARSSON skoða abra kosti heldur en þessa," segir Margrét. Ólafur Ragnar Grímsson hættir sem pólitískur leiðtogi Alþýðu- bandalagsins í haust, en hann hefur verið formaður frá 1987. Samkvæmt reglum flokksins má Ólafur Ragnar ekki sitja lengur sem formaður. Hvaö verbur um Ólaf Ragnar? Áhugafólk um stjórnmál hefur velt fyrir sér hver verði pólitísk framtíð Ólafs Ragnars í ljósi þess að Alþýðubandalagiö verður ut- án stjórnar á'kjörtímabilinu og í ljósi formannsskiptanna. Ólafur Ragnar er nú 52 ára að aldri og á ab baki langan og merkilegan stjórnmálaferil. Hann starfaði í fyrstu innan Framsóknarflokks- ins og sat í framkvæmdastjórn hans frá 1971-1974, þegar hann klauf sig frá Framsókn ásamt fé- lögum sínum í Möbmvallahreyf- ingunni svokölluöu og gekk í Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Þegar Samtökin lognuð- ust út af, gekk Ólafur til libs við Alþýðubandalagið. „Eg held að staða Ólafs Ragn- ars sé sterk," segir Margrét Frí- mannsdóttir. „Við búum vib þetta kerfi að formenn Alþýðu- bandalagsins mega ekki sitja nema í ákveöinn tíma. Ég held að staða Ólafs Ragnars sé alls ekki veikari en staða annarra þing- manna, eins og t.d. Svavars Gestssonar og Ragnars Arnalds sem hafa gegnt formennsku. Ólafur Ragnar hefur áður séð sinn tíma koma og fara í pólitík. Menn velta fyrir sér hvab verði um Ólaf nú. Flestir af hans sam- starfsmönnum, sem rætt var við, em þeirrar skoðunar að hann ætli sér að vera áfram lykilmaður í innra starfi Aiþýðubandalags- ins. „Fáránleg umræöa um aö Ólafur verbi forma&ur aftur" Kenningar em uppi um að Ól- afur Ragnar ætli sér að nota næstu misseri til þess að endur- skipuleggja sitt lið innan flokks- ins og taka síðan við formennsku að nýju. „Mér finnst þetta fáránleg um- ræða," segir Margrét Frímanns- dóttir. „Þetta er ekkert þannig að þab taki einhver að sér for- mennsku og gegni henni fyrir einhvern annan þangað til að hann geti komið aftur. Hver sá, sem gefur kost á sér í þetta emb- ætti, hlýtur aö gera þab af heil- um hug og þá fyrst og fremst til þess ab vinna sem formabur flokksins. Auðvitað hefur Ólafur alla möguleika á ab bjóða sig fram þegar honum sýnist. Þab hafa líka Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson, sem em fyrrverandi formenn flokksins." Sjálfur segir Ólafur Ragnar að það fylgi því engin tómleikatil- finning fyrir sig að hætta sem formaður. vakaframboð og þab sem á und- an er gengið? „Ég er ekki í neinu sérstöku verkefni af því tagi," segir Ólafur Ragnar. „Ég hef hins vegar notað tímann frá kosningum og mun nota sumarið og haustið til þess að ræða við mjög marga af mín- um vinum og félögum." Allsherjarkosning formanns í fyrsta skipti Á landsfundi Alþýðubanda- lagsins í haust verður í fyrsta skipti kosinn formaður eftir nýj- um reglum, sem fela það í sér að hver og einn flokksbundinn fé- lagi í flokknum hefur eitt at- kvæði. Miðstjórn Alþýðubanda- lagsins kemur væntanlega saman eftir rúman mánuð og þar verður framboðsfrestur til formanns- kjörs ákveðinn. Á þessum fundi Olafur Ragnar Grimsson: „ Vika er langur tími ípólitík". Steingrímur hyggst krefjast formennskunnar. „Það veröa næg verkefni á Al- þingi við ab sinna bæbi vörn og sókn gagnvart þeirri ríkisstjórn sem hér hefur tekið vib völdum, og eins margvísleg verkefni í kjördæminu hjá mér," segir hann. Talar vi& vini og samstarfsmenn Aðspurður um pólitíska fram- tíb sína, vitnar Ólafur Ragnar í Harold Wilson, fyrrverandi for- mann breska Verkamannaflokks- ins, að vika sé langur tími í pólit- ík. „Enn ein sönnun þeirrar visku fékkst hér á íslandi í páskavik- unni," segir Ólafur. „Ég hef fyrir löngu lært það að tímasetningar í pólitík og vangaveltur um fram- tíð þjóna oft litlum tilgangi. Ég dreg einnig nokkurn lærdóm af því úr mínu eigin lífi ab tímatal- Margrét: „Hef fengiö fjölda áskorana". ib í pólitík getur oft verið tölu- vert öbruvísi en á öðrum vett- vangi. í september 1988 var ég í byrjun mánaðarins að undirbúa próf upp í Háskóla. í lok mánað- arins var ég kominn inn í fjár- málarábuneytið. Ég er fyrir löngu hættur að velta einhverju slíku fyrir mér. Ég mun einfaldlega sinna þeim verkum sem verða á minni ábyrgb. Bæði í samstarfi við mína félaga í þinginu og eins í mínu kjördæmi, og þau eru ær- in." Þeir, sem trúa ab Ólafur Ragnar eigi enn á ný eftir að rísa upp og gegna leiðtogahlutverki á vinstri væng stjórnmálanna, benda á að hans aðalstyrkleiki sé hversu fljótur hann er að mynda hóp stuðningsmanna í kringum sig og endurskipuleggja stöðu sína. En er Ólafur Ragnar að byggja upp sitt lib ab nýju eftir Þjób- verður einnig ákveðið hvaba daga landsfundur flokksins .fer fram, en hann verður í haust. Stefnt er að því að niðurstaða í formannskjörinu liggi fyrir á að- alfundinum. Reglur kveba á um að sjö vikur skuli líða frá því að auglýstur frestur til frambobs rennur út og þar til atkvæðum hefur verið safnað saman og þau talin. At- kvæðaseðlar verba sendir út til allra flokksbundinna félaga, sem kjósa formann og varaformann í allsherjaratkvæðagreiðslu. Á landsfundinum verður síðan kosin framkvæmdastjórn Al- þýðubandalagsins, varamenn og miðstjórn flokksins. Veröi Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon ein í framboði í formannskjörinu í haust, meta heimildarmenn inn- an Alþýbubandalagsins stöðuna þannig að Steingrímur J. sé lík- legri til ab sigra, þótt mjótt kunni að verða á mununum. Staðan getur vissulega breyst til hausts og bætist fleiri frambjóbendur við, gæti það sömuleiðis breytt myndinni. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.