Tíminn - 28.04.1995, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 28. apríl 1995
IImii
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 5631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans
Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf.
Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Nýir tímar —
ný viðhorf
Verkfall og vibvarandi verkfallshótanir flugfreyja og
flugþjóna sýna hve brýn þörf er á aö endurskoða vinnu-
löggjöfina og ekki síst þau ákvæöi hennar er varða rétt-
indi og skyldur í vinnudeilum. Þaö er til aö mynda frá-
leitt aö tiltölulega fámennt stéttarfélag hafi vald til að
stööva allar flugsamgöngur frá landinu og til. Flugleiðir
og starfsfólk veröa aö finna aðrar leiðir til aö útkljá
deilumál sín en að einangra ísland frá umheiminum.
Gjörræöi af því tagi veröur ekki þolað lengur.
Það mikla vald sem flugfélag og stéttarfélag taka sér
vegna deilu um kaup og kjör sýnist ekki skila miklum
árangri þegar upp er staðiö. Að minnsta kosti lýsir for-
maður Flugfreyjufélagsins því yfir aö hún sé óánægö
með niðurstöðuna þegar hún samþykkti sáttatillögu í
fyrrinótt. Verkfallsvopniö er ekki eins beitt og oft er af
látið þótt það kunni að valda miklum skaða. Ummæli
formannsins um að ef til vill hefbi verið hægt að ná
hagstæbari samningum fyrir flugfreyjur með því að fara
aftur í verkfall, sem hún vildi forðast, sýnir að félagið
forðast að beita því ofurvaldi sem því er fengið í hend-
ur.
Sjaldan veldur einn þegar tveir deila og því er sökin á
verkfalli og síðan verkfallshótun ekki eingöngu Flug-
freyjufélagsins heldur hljóta vinnuveitendur þeirra ab
bera einhvern hluta hennar, ef einhver er. Þegar endur-
skoðun vinnulöggjafarinnar verbur oröin að veruleika
ættu aöilar vinnumarkaðar og stjórnvöld ávallt að hafa
í huga að ábyrgð á framkvæmd hennar hvílir á herðum
allra þessara aðila. Ný og nútímalegri vinnulöggjöf
verður ekki sett til höfuðs launþegum, vinnuveitendum
né neinum öðrum. Heldur þarf að endurnýja leikreglur
sem hæfa breyttum tímum og öðrum viðhorfum en
þeim sem giltu í kreppunni á fjórða áratugnum, en nú-
verandi löggjöf um stéttarfélög og vinnudeilur gekk þá
i gildi.
Eitt fyrsta verk Páls Péturssonar í embætti félagsmála-
rábherra er að boba forseta ASÍ á sinn fund og kynna
honum þann þátt sjórnarsáttmálans er varðar endur-
skoðun vinnulöggjafarinnar. En að sjálfsögðu verða
ekki gerðar róttækar breytingar á svo mikilvægum
málaflokki nema að hafa samráð við aðila vinnumark-
aðar og hlusta á athugasemdir þeirra og tillögur.
Sé vikib aftur að lyktum kjaradeilu Flugleiða og hluta
starfsliös félagsins, er athyglisvert hve mikla áherslu
flugfreyjur lögðu á aukin eftirlaunaréttindi fremur en
beina kauphækkun. Var þeim kröfum mætt að hluta
með skrýtnum og flóknum greibslum inn á séreigna-
reikninga. Er líklegt að þau ákvæði hafi orðið til að
leysa deiluna.
Það vekur aftur upp þá spurningu hvort ekki sé allt
eins ástæba til að endurskoða lífeyrssjóðakerfin og að-
laga þau breyttum viðhorfum, eins og ab endurskoða
vinnulöggjöfina. Óskir fiugfreyjanna um að fá að leggja
niður störf fyrr á æfinni en þeim var áður mögulegt
ættu að stjaka við þeim sem ávallt tönnlast á að skapa
störf fyrir ungt fólk, enda sé atvinnuleysið bæbi böl og
mannréttindabrot.
Stytting vinnutíma og skemmri starfsæfi einstakling-
ana er þab sem koma skal hvort sem mönnum líkar bet-
ur eða ver. Ab þessu skyldu aðilar vinnumarkaðar og
stjórnvöld hyggja ekki síður en að lagfæra löngu úrelta
vinnulöggjöf.
Handbolta — ekki íshokký!
BIóð, sviti
og tár!
I ► Wílrtl »•':■<.• i>X«4t>»::3«;
»í<Ó4 ;<>it>/*> :»♦>!>: ■*»■*> (>«:<
)>»•' >3>”::< íi>j
Hamlboltinrv er eivöru ii><ó;t
l>«> ««n> jnvrtingin trkipilr t>Vll<nili.
t>»ð S lik.t oið jvtg wra ihðrfanrf.t.
(nkiu |>:t(‘. > l:»::«s<r>®i<‘.-t><ii:ej>i;‘iinn>
7. ■ 7t <«íf • i >toí«v>». ?.<-»»»
Vtríttt M Áh*t* l»‘«ndf
>0*v«.» »t > Wl ___
vVEímondwwt
ssrær rH;"r
8<<k«Cur hélCIAur
— :$Í4 f«< úr »xl»rt:S
:*'>t «t(i«r>**l>
I<<9« killx (<>>:»
^iueooiK
: oiaxv-uiu«x>6»t
Nú eru menn farnir að tala um
ab hótun flugfreyja um verkfall
hafi verib libur í sálfræbihern-
abi íslendinga gegn Svíum og
öbrum skeinuhættum andstæb-
ingum á handknattleiksvellin-
um. Þetta hafi verib tilraun til
ab koma þeim úr jafnvægi svo
þeir ættu erfibara meb ab ein-
beita sér vib æfingar vegna þess
ab þeir væru alltaf ab velta því
fyrir sér hvort og hvernig þeir
kæmust til íslands. Hvort sem
þab er nú rétt eba ekki þá er
greinilegt ab forrábamenn ís-
lensks handknattleiks virbast
ætla ab leggja mikib undir til ab
ná árangri á mótinu og er svo
komib ab líkamleg snerting og
harkan í leiknum og meibsli
leikmanna eru orbin ab sérstök-
um áhersluatriðum í kynning-
unni á mótinu og handboltan-
um. Forustumenn handknatt-
leiksins hafa kosib þá leib ab
varpa dýrbarljóma á þá hlib
handknattleiksins sem snýr ab
líkamlegum átökum og hugsan-
legum meibslum leikmanna í
þeim átökum. Því meiri meiðsl
og átök því meiri „alvöru
íþrótt" verður handboltinn.
HSÍ í ofbeldisdýrkun
Þessi skilabob voru send
landsmönnum í heilsíbu aug-
lýsingu í Morgunblabinu í gær.
Þar var birt mynd af Hébni Gils-
syni og hin ýmsu meibsli sem
hann hefur hlotib á ferlinum
kortlögb sérstaklega og undir-
strikab ab nánast enginn hluti
líkama hans hafi sloppib.
Textinn meb þessu óvenju-
lega meiblsakorti af Hébni und-
irstrikar þessa nýju stefnu hand-
knattleiksforustunnar. Þar segir
m.a.: „Blób, sviti, og tár! í hörb-
um heimi handboltans verba
jafnvel mestu jaxlar fyrir því ab
eitthvab gefur sig. HANDBOLT-
INN ER ALVÖRUÍÞRÓTT ÞAR
SEM SNERTINGIN SKIPTIR LYK-
ILMÁLL..."
Auglýsingin á ab hvetja fólk
til ab koma og horfa á keppnina
á stabnum og komast þannig í
beina og millilibalausa snert-
ingu vib leikinn þar sem átökin
og ofbeldið á sér stab. Þab ab
höfba til þessara hvata hjá fólki,
löngunina ab sjá ofbeldib, hörk-
una og jafnvel slys er þekkt úr
ýmsum öbrum íþróttagreinum
GARRI
og eru hnefaleikar og kappakst-
ur e.t.v. augljósasta dæmib.
Ishokký slagsmál
íshokký hefur ekki verið mik-
ib stundab á íslandi en í N-Am-
eríku er þetta vinsæl íþrótt sem
m.a. hefur þróast í þá átt sem
forusta HSÍ er ab reyna ab beiría
handboltanum núna. Þar eru
ofbeldi og slagsmál fastur hluti
af leiknum, sem og meibsli leik-
manna og líkamleg snerting. í
Ameríku er algengt ab stöbva
verbi íshokkýleik vegna þess ab
allt logar í slagsmálum hjée leik-
mönnum. í Evrópu hins vegar
hefur þessi ofbeldisdýrkun ekki
náb tökum á hokkýinu meb
sama hætti og vestan Atlantsála
og eru mjög margir sammála
því sjónarmibi ab ofbeldib
skemmi fyrir ameríska hokký-
inu í samanburbi vib það evr-
ópska. Ofbeldib hefur beinlínis
spillt fyrir og skyggt á leikinn
sem slíkan.
Handboltinn þarf ekki ab vera
gróf íþrótt eba ofbeldiskennd en
aubvelt er ab skemma leikinn
meb ofuráherslu á líkamleg
átök. HSÍ virðist ætla ab varpa
dýrbarljóma á ofbeldi og grófan
handknattleik meb því ab segja
ab meibsli leikmanna séu mæli-
kvabri á að handbolti sé „alvöru
íþrótt".
Handboltaforustan ætti að
muna ab heilbrigba sálin er í
hrausta líkamanum og þab ber
ekki vott um heilbrigbi ab dá-
sama líkamleg meibsli. Lands-
menn munu njóta handboltans
þó honum sé ekki breytt í amer-
ískt íshokký.
Garri
Undir Ljósufjöllum
Á annasamri tíb undanfarinna
vikna barst mér í hendur bók
sem inniheldur ljób eftir séra
Rögnvald Finnbogason á Staba-
stab. Bókin ber nafnib „Hvar er
land drauma".
Séra Rögnvaldur er að mínum
dómi einn af okkar bestu fyrir-
lesurum og ég legg ávallt vib
hlustir þegar hann flytur erindi
sem mörg hafa fjallab um trúar-
leg málefni. Ég hef hins vegar
ekki kynnst honum sem ljób-
skáldi en þótti bókin forvitnileg
vegna þess sem hann hefur látib
frá sér fara í óbundnu máli.
„Hvar er land drauma" er
myndskreytt bók og ab öllum
frágangi fallegur gripur. Myndir
þess ágæta listamanns Tryggva
Ólafssonar lyfta henni ab útliti
og frágangi, en þab finnst mér
mikils virbi þó vissulega sé inni-
haldib abalatribib.
Ljóbin í bókinni eru byggb
upp af þremur meginþáttum. í
fyrsta lagi uppgjör sveitaprests
vib þjónustu vib kirkju sína, í
öbru lagi ljó© tieinkub Snæfells-
nesinu og í þribja lagi ljób sem
eiga rætur ab rekja til ferðalaga
höfundar um heiminn einkum í
austurveg allt til Japan.
Þab er skemmst frá því ab
segja ab lestur þessara ljóba er
einkar hugþekkur og þau eru
þétt í sér ab efni og frágangi.
Höfundurinn stendur vel undir
nafni sem ljóðskáld.
Ferbakvæbi hans eru lengri og
fyrirferbarmeiri í forminu, en
kvæbin frá heimahögunum á
Á víbavangi
Snæfellsnesi eru ygldari og rík-
ari af myndmáli. Þau eru eink-
um fallegur óbur til þessa lands-
svæbis og bætast í hóp þeirra
mörgu fallegu ljóba sem kvebin
hafa verib til lands og náttúru.
Þau greina frá manninum sem
gengur um hreibur maríuerl-
unnar meb nærfærni jafnvel þó
hún hafi hreibrab um sig í
kirkjuturninum, gengur til ab
vitja um net sín á kyrrum vor-
degi og kallar á grafarann í kaffi
þegar hríbin og skafrenningur-
inn lemur kirkjugarbinn um
vetur og daubinn er nálægur.
Um manninn sem langar til ab
flytja jökulinn meb sér er hann
lyftist í góbvibrinu vib hafs-
brún. Yrkisefnin einkennast af
næmri náttúruskynjun og koma
andblæ stundarinnar í orb en
þab er ekki á færi nema skálda.
Sem dæmi um myndríkt ljób
sem sýnir vel tilfinningu augna-
bliksins má nefna þetta:
Tutiglið
kastar til mín
reipi úr Ijósi
þarsemþað
siglir skýjahafið
yfir brimsorfin sker
í vesturátt
á vit fökulsins.
Þetta ljób er einfalt, myndríkt
og eitt af mörgum sem tilfæra
mætti úr bókinni.
Það er fengur ab þessari bók
fyrir ljóbaunnendur og hún er
höfundi sínum og útgefendum
til mikils sóma.
Jón Kristjánsson