Tíminn - 09.06.1995, Side 4

Tíminn - 09.06.1995, Side 4
4 Föstudagur 9. júní 1995 &MÚMÍ STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Misskiliö ævintýraland Þaö er aö veröa ofspiluö og slitin plata aö helsti vaxtar- broddur í atvinnulífinu sé þjónusta viö feröamenn. Þetta er sjálfsagt rétt, en fara veröur meö gát þegar ver- iö er aö útlista aukningu í greininni eftir heimatilbún- um forsendum og hvort afraksturinn er aö aukast eöa minnka. Stundum eru hlaönar óraunhæfar skýjaborgir, þegar veriö er aö spá gestafjölda á íslandi í sambandi viö til- tekna atburöi. Mörgum er í fersku minni fjölmiölarugl- iö um þann mannsöfnuö, sem koma átti hingaö til lands vegna toppfundar leiötoga þáverandi risavelda. Þá átti aö panta upp öll gistiherbergi frá Borgarnesi suö- ur og austur um frá og meö Hellu. Lýst var yfir áhyggj- um um aö ekki væri hægt aö selja öllum skaranum mat yfir fundardagana. í rauninni stóö aldrei til aö hingaö kæmu nema 200- 300 manns, sem er færra en á mörgum ráöstefnum. Svipaö rugl var uppi fyrir handboltakeppnina í síöasta mánuöi. En þegar upp var staöiö, voru gistinætur er- lendra feröamanna færri en í meöalári. Tíminn birti fróölegt viðtal viö hótelstjórann í Reynihlíö s.l. miövikudag. Hahn segir hryssingslegt veöurfar í Mývatnssveit ekki hafa neikvæð áhrif á er- lenda feröamenn, en þéim finnst beinlínis krydda ferðalagið aö fá rysjótta tíö. „Þaö þýöir ekki aö skoöa svona veðurfar sem íslend- ingur, heldur fremur hvaða upplifun ferðamaðurinn fær út úr þessu. Maöur hittir hér bændur skælandi til sveita út af veöurfarinu, en næsti maður er kannski tú- risti, brosandi út aö eyrum yfir því hve þetta er flott." Feröamannaiönaöurinn kynnir ísland gjarnan sem skógi vaxiö sólskinsland. Þaö er sú ímynd sem menn halda aö dragi feröafólk til landsins. Hótelstjórinn í Reynihlíð hefur aöra reynslu. Síöan getur hver maður virt erlenda feröamenn fyrir sér og sannfærst um að þeir eru yfirleitt miklu betur búnir til aö mæta íslenskri veöráttu en heimamenn. Þeir búast ekki viö sumri og sól á íslandi og eru ekki hingað komnir meö sama hug- arfari og þegar nábleikir íslendingar sækja úr hretviör- um til sólarlanda. Margt er vel gert til aö örva og mæta auknum ferða- mannastraumi, sem er orðinn lífleg atvinnugrein og drjúg tekjulind. En spurning er hvort aö í sumu sé ekki ofgert. Miklu er til kostað aö gera aögengi aö nær öllum svæöum landsins sem auðveldast. En dregur þaö ekki einatt úr ánægju og áhuga ferðamanna á aö fara um lítt snortna náttúru? Dæmi um þetta eru vegalagnir meöfram ám og að veiöivötnum. Hvaö liggur svona mikið á aö komast á veiðistaðina? Aö fara gangandi eöa á hestum meöfram ám eða til heiöavatna er óborganlegt ævintýri, sem ör- fá lönd geta boðið upp á. En slíka möguleika er alls staðar verið aö eyðileggja af vega- og bílasjúkum kynslóöum, sem hafa minna en engan skilning á hvílíkt draumaland ísland er af því að þaö er öðruvísi. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri í Reynihlíö, kynnist erlendum feröalöngum flestum betur og hann hefur greinilega öölast skilning á því aö í þeirra augum er ís- land forvitnilegt heim að sækja vegna sérstööu sinnar. Þeir láta ekki vonda tíö á sig fá. Þeir vilja kynnast land- inu eins og þaö er, en ekki aðeins sólskinsblíöu kynn- ingarbæklinga. Ef móttaka ferðamanna á að veröa sú viðamikla at- vinnugrein, sem margir eru aö spá, hljóta ferðamála- frömuöir að reyna aö komast aö því eftir hverju útlend- ingar eru aö slægjast hér, en ekki fara aö búa til meira og minna heimatilbúnar þarfir fyrir þá. Jói Hafnarfjaröarskelfir Nú eru þeir farnir ab kalla Jó- hann G. Bergþórsson, bæjarfull- trúa í Hafnarfirbi, „Jóa Hafnar- fjarbarskelfi". Ástæban er sú, ab hann er enn einu sinni búinn ab hrista svo rækilega upp í stjórnmálalífinu ab allt leikur á reibiskjálfi. Jóhann er búinn ab sækja um bæjarverkfræðings- stöbuna, sem hann var búinn ab lofa ab sækja ekki um! Bæjar- stjórnarmeirihlutanum í Hafn- arfirbi var sem kunnugt er bjargab í vor meb tilþrifum, þegar Jóhann G. sneri aftur eftir ab sjálfur formaður Sjálfstæbis- flokksins var búinn ab dæma hann í frekar skamma útlegb úr bæjarstjórninni. Jói Hafnar- fjarbarskelfir hafbi snúib aftur meb hvelli og krafbist þess m.a. ab fjárhagsáætlun yrði tekin upp og ab þeir Maggi svarti bæj- arstjóri og Maggi í hvalnum bæjarrábsformabur sætu og stæbu þar sem hann vildi. Haldlítil dúsa Málin voru róub nibur, og lib- ur í sáttalausninni var ab Jó- hann gerbi ekki kröfu um að fá bæjarverkfræbingsstarfib. Flest- ir virtust sammála um ab Jói Hafnarfjarbarskelfir hefbi feng- ib einhverja dúsu, þó enginn hafi getab sagt nákvæmlega í hverju hún fólst. í þab minnsta endingargób eba reynst hald- minni en menn héldu, því nú er Jóhann búinn ab sækja um bæj- arverkfræbingsstarfib. Hann er meira ab segja búinn ab tryggja sér víbtækan stubning til starf- GARRI ans, m.a. hjá krötunum sem nú sitja á hlibarlínunni og brosa svo breitt að annab eins hefur ekki þekkst hjá hafnfirskum krötum um árabil. Þar á bæ hafa menn eins og kunnugt er held- ur reynt ab hafa hægt um sig eftir ab upp komst um skulda- stöbu bæjarins og Guðmundur Árni skreib heim illa særbur eft- ir pólitíska eldskírn í landsmál- unum. Hefndin sæta Tími hefnda er runninn upp í Hafnarfirbi og er ljóst ab her- fræbi kratanna byggist á því að bíba þar til Jói Hafnarfjarbar- skelfir er búinn ab gera meiri- hluta Allaballa og Sjálfstæbis- flokks lífib svo óbærilegt, ab þeir hvor um sig koma skríð- andi til bæjarfulltrúa Alþýbu- flokksins og grátbibja þá um samstarf, sem hafi þab mikinn meirihluta ab baki ab Jói Hafn- arfjarbarskelfir komist ekki í lykilabstöbu. Spurningin núna er einvörb- ungu sú, hvort meirihlutasam- starfið brestur ábur en rábib verður í bæjarverkfræbingsstöb- una eba eftir ab þab verbur gert. Eflaust munu kratar stybja Hafnarfjarbarskelfinn í starfib, ef þeir verba í andstöbu. Splundrist samstarfib ábur en rábib verbur í stöbuna, minnka hins vegar möguleikar Jóa, því eflaust munu verðandi sam- starfsabilar kratanna, hvort sem þab verba sjálfstæbismenn eba Allaballar, semja um þab fyrir- fram ab Hafnarfjarbarskelfirinn verbi frystur úti. Garri Viröing Alþingis — og lítiö eitt um bók Ábur en sest var vib ab semja þennan pistil, var stigib á stokk og heitstrengt ab fjalla ekki um rósbleika framtíbardrauma Svavars Gestssonar, sem hann opinberar í BÓK sem sætir mikl- um tíbindum . í fjölmiblum. Garrinn hér fyrir ofan komst ab því í gær ab Svavar væri ab reyna ab troba sér í buxurnar hans Dengs í Kína. Sá er valda- mesti mabur Kínaveldis, en gegnir engri stöbu né embætti. Eina nafnbótin sem hann ber, er forseti Kínverska bridgesam- bandsins. Garra grunar ab Svay-, ar ætli sér svipaba stöbu í afíæ’ ballaríinu, hvernig sem valda- strebib í flokknum annars fer á haustmánubum. En af því ab BÓKIN hans Svavars er ekki hér til umfjöll- unar, verbur enginn dómur lagbur á innihald hennar, en snúib sér ab öbru efni, sem eru fagnabarlæti kratanna í Alþýbu- blabinu yfir framtíbarsýn læri- sveins Einars Olgeirssonar og Magnúsar Kjartanssonar. Kratarnir bjóba hinn nýja hugmyndafræbing markabs- hyggju meb vinstri slagsíbu vel- kominn í sinn hóp. Samruni hugsjóna Þeir, sem kjósa ab eiga sam- leib meb hugsjónum Stefáns Jó- hanns, Gubmundar í., Gylfa Þ. og Jóns Baldvins, eru ekki á flæðiskeri staddir í tilverunni. Hugmyndir þessara mætu manna um samfélagsþróun og samvinnu ríkja á milli eiga sér vaxandi hljómgrunn mebal fyrrum komma og alls kyns al- þjóba- og þjóbernissinna um lönd og álfur. Er engin furba ab þeir, sem eru ab fálma sig út úr myrkvibum kommúnismans, fái hugljómun þegar þeir ná ab kynnast þeim framtíðarmark- mibum, sem nefndir kratar og hefðu það þótt stórtiðindi að fyrrum rit- stjóri Þjóð- viljans og II formaður K Alþýðu- bandalags- ins sækti umbótatillög- ur sínar til . knpitalist- \ anna í Amer- ^ íku. Hætt er við að Einar og Brynj- ólfur hefðu látið sogja sér það ii>nj!u f\nr -ernna sir.ó jvo •cn i Svavar -rm cn finan margir fleiri þeirra nótar helg- ubu líf sitt og starfskrafta. Von er ab kratar verbi upp- vebrabir, þegar trú þeirra á jafn- abarmennskuna er staðfest í riti þar sem safnab er saman helstu trúarjátningum kratismans og tekið undir hugmyndafróbleik innlendra sem erlendra Alþýbu- flokksmanna, sem þeir hafa op- inberab og barist fyrir gegnum tíbina. Á víbavangi Enn skal áréttab að í þessum pistli er ekki fjallab um BÓKINA hans Svavars, enda stób þab aldrei til. En þótt hún sé ásækin, verbur að standast allar freist- ingar abrar en þær ab velta fyrir sér, hvernig kratar taka hinum nýja samherja sínum, sem þeir fagna innilega ab vonum. Skal hér abeins vitnab í tvo ebalkrata, sem geta ekki orba bundist yfir hinum nýja bróbur í hugsjóninni: „Engu ab síbur býb ég Svavar Gestsson velkominn yfir í Al- þýbuflokkinn — jafnabar- mannaflokk íslands." „Welcome to the club, félagi Swavar." Hugljúft!!! Batnandi þingheimi er... En af því ab þessi pistill fjallar alls ekki um BOKINÁ hans Svav- ars, þótt abeins sé imprab á hug hinna kratanna til hennar, er rétt ab snúa sér ab abalefninu. Nýkjörinn þingforseti hét því í byrjun þings ab koma nokkr- um skikk á umræður og hátterni þingmanna. Langlokur úr pontu þjóna litlum tilgangi öbr- um en ab skemmta þeim, sem hafa gaman af ab heyra sjálfa sig tala. Forseti bab þingmenn ab vanda mál sitt og halda sér vib umræbuefni hverju sinni. Ekki var vanþörf á þessum áminn- ingum, því eins og fram kom í grein, sem einn nýlibanna á þingi skrifaði í Tímann s.l. laug- ardag, getur hann ekki alltaf náb samhenginu milli ræbu þingmanna og þess málefnis sem á ab vera til umfjöllunar. Þetta þætti léleg frammistaða á málfundi í fyrri bekkjum grunn- skóla. í fyrradag áminnti forseti þingmenn alvarlega um ab gæta kurteisi í tali og virba hefbir Al- þingis í ávörpum og samskipt- um hver við annan. Þetta lofar góðu um ab Al- þingi megi öblast fyrri virbingu í hugum kjósenda. Þab eru ekki kjaftaskar úti í bæ sem hafa rúib þingib virðingunni, heldur er orsökin innanmein, sem eng- inn getur læknab nema þing- menn sjálfir. Forseti ætlar greinilega ekki ab láta sitja við orbin tóm, og megi honum og þingheimi vel farnast. Svo framarlega sem menn geta setið á strák sínum og konur á stelpum, svo alls jafnræbis sé gætt í orbavali. Og sé vikib aftur ab BÓKINNI, þá ... stopp, stopp. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.