Tíminn - 09.06.1995, Síða 6
6
l
r F-östudagur 9. júní-1-99S
Sjávarútvegsrábuneytiö:
Seibaskilja vi 5
allar rækjuveiðar
Sjávarútvegsrá&uneytib hefur gef-
ið út reglugerb um úthafsrækju-
svæði og notkun seiðaskilju við
rækjuveibar, sem tekur gildi 1.
júní n.k. Tilgangurinn meb seiða-
skilju er m.a. að vernda tveggja
ára þorskárganginn, sem mælst
hefur um eða yfir meðallagi mörg
undanfarin ár.
Samkvæmt reglugerð ráöuneytis-
ins er skuttogurum á rækju, sem eru
40 metrar og lengri, skylt að nota
seiðaskilju við veiðarnar frá og með
15. júní n.k. En frá og með 15. júlí
n.k. er öllum skipum við úthafs-
rækjuveiðar skylt að nota seiða-
skilju. Fyrir Vestur- og Suðvestur-
landi er hinsvegar veittur frestur til
1. janúar 1996 til þess aö taka í
notkun seiðaskilju.
Á síðasta ári voru nokkur svæði
þar sem rækjuveiðar voru bannaðar
án seiöaskilju; Þrjú slík svæði eru á
Norðurlandi til verndar ungkarfa,
og sl. vor var seiðaskilja áskilin við
rækjuveiðar á tveimur svæðum fyrir
Vesturlandi til verndar ungfiski, að-
allega þorski og ýsu.
í byrjun næsta árs veröa því
rækjuveiðar aðeins heimilar án
seiöaskilju á innfjarðarrækjusvæð-
um eins og t.d. í Arnarfirði, Isafjarð-
ardjúpi, Húnaflóa, Skagafirði,
Skjálfandaflóa og Axarfirði. Sam-
kvæmt reglugerðinni teljast úthafs-
rækjuveiðar þær veiðar sem stund-
aðar eru utan viðmiðunarlínu.
Heimilt er þó að stunda úthafs-
rækjuveiðar á tveimur svæðum inn-
an viðmiðunarlínu, á Héraðsflóa og
á utanverðum Húnaflóa. Þá eru út-
hafsrækjuveiðar bannaðar á
ákveðnum svæðum fyrir Suður-
landi og við Eldey, auk þess sem
reglugerðin setur skorður við veið-
um ákveöinna skipastærða á svæð-
um fyrir Vesturlandi og Noröur-
landi. ■
Skilabob kríunnar:
Ráöstefna um skotveiöar ínútíma samfélagi. Ólafur Karvel Pálmason,
formaöur Skotveiöifélags íslands:
SkotveiÓar alltaf á
milli tannanna á fólki
Skotveiöifélag íslands heldur
rábstefnu á morgun, laugar-
daginn 10. júní, á Grand Hot-
el (ábur Holiday Inn), um
skotveiöar almennt í nútíma
samfélagi.
Á mebal erinda, sem flutt
verba, eru Sjálfsmytid skotveiði-
manna — náttúniunnendur eða
blóðþyrstir byssubófar? Samband
bœnda við skotveiðimenn, Sið-
frceði skotveiðimanna, auk þess
sem stjórmálaflokkarnir veröa
inntir eftir stefnu sinni gagn-
vart þessum hópi manna sem
stöðugt fer stækkandi.
Ólafur Karvel Pálmason, for-
maður Skotveiðifélagsins, segir
ab alls séu um 20.000 skot-
veiðimenn á landinu og mark-
mib stefnunnar sé að stofna til
markvissra skoðanaskipta um
þessi mál. „Skotveiöar eru allt-
af dálítib á milli tannanna á
fólki af einhverjum ástæbum,"
segir Ólafur.
Fulltrúar stjórnmálaflokk-
anna eru boðaðir til ab gera
grein fyrir stefnu sinni gagn-
vart skotveiðimönnum. Olafur
segist vilja heyra stefnu þeirra
hvab varöar t.d. greibari að-
gang aö veiðilendum og veiðar
á fleiri fuglategundum. „Við
viljum fá að vita hvort þeir vilji
hefta athafnafrelsi skotveiöi-
manna enn frekar en nú er orð-
ib, eba hvort þeir vilja ganga í
ríkari mæli til samstarfs vib
okkur."
Norðurpóllinn
i.
Öxullinn, sem jarðkúlan snýst um, er
ímynduð lína um miöju hennar. Endarnir
ná yfirborði á tveimur stöðum, efst og
neðst á jörðinni. Þar eru Norðurpóllinn og
Suðurpóllinn; hinir landfræðilegu pólar.
Þarna enda allir lengdarbaugar jarðar og
breiddarbaugar jarðar eru síminnkandi
hringir útfrá miöbaug, þeim mun nær sem
dregur pólunum. Á pólunum er breiddin
skilgreind sem 90,00" noröur eða suður.
II.
Svonefndir segulpólar eru allt annars
eölis. Segulsvið jaröar er birt sem safn
kraftlína, er stefna lóðrétt niður ofarlega
og neöarlega á jarðkúlunni. Á miðbaug
stefna þessar kraftlínur samsíða yfirborö-
inu. Staðirnir þar sem segulkraftlínurnar
stefna beint niöur, eru umræddir segul-
pólar. Annar er norðvestur af Norðurpóln-
um, séð frá íslandi, hinn inni á Suöur-
skautslandinu, alllangt frá Suðurpólnum.
Segulpólarnir flökta og hreyfast líka jafnt
og þétt úr stab og stundum „snýst" segul-
sviöið alveg og pólarnir skipta um sess, án
þess að landfræðilegu pólarnir hreyfist um
leið.
III.
í ferð okkar Ragnars Th. Sigurbssonar
komumst við bæði á hinn norðlæga segul-
pól og á Noröurpólinn, í mars og apríl sl.
Noröursegulpóllinn er um það bil
UM-
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur
Greinarhöfundur feröbúinn á Norbupólinn.
sunnan viö Eilif Ringnes eyju í Kanada,
langt norður af Hudson-flóa. Þar var
hafís, en þess ber þó að gæta ab erfitt er
aö hitta á pólinn með nokkurri ná-
kvæmni. Hann sígur nú um það bil í
norðnorbvestur, auk þess sem hann
hnitar aflanga hringi meö um 100 km
Iengsta þvermáli. Var hér enda um tákn-
ræna heimsókn að ræba.
Norðurpóllinn er líka á hafís, en ekki
á eyjasundi heldur úti á reginhafi, um
900 km frá næstu strönd. Við fórum
þangaö flugleiöis frá nyrstu ströndum
Ellesmere-eyju. Mikið var um þunnan ís
og vakir á pólsvæðinu, en á lendingar-
stað var á að giska 2-3 metra þykkur haf-
ís, umgirtur nokkurra metra háum
hrönnum þar sem slétt hafísþökin
höfðu nuddast saman. Undir ísnum er
2500- 3000 metra djúpur sjór (Fram-
djúpið), rétt austan vib mikinn neðan-
sjávarhrygg sem heitir Lomonosov-
hryggur.
IV.
Pólhafið er meira en 2000 km breitt
og hafísinn er á hægri hringhreyfingu.
Hann þéttist og þykknar á veturna, en
gisnar og þynnist á sumrin. Af pólnum
sést hvergi til lands og ekkert landslag er
þarna uppfrá; aðeins hvít og bláleit
breiða svo langt sem augab eygir. Að-
Ljósmynd: Ragnar Th. Sigurbsson.
stæður eru aörar á Suðurpólnum. Hann
er um 1300 km frá strönd, en ekki á hafi
úti heldur inni á stóru og jökulþöktu
meginlandi (Antarktíku). Þar er 2000-
3000 metra þykkur jökulís, líkt og á
miðju Grænlandi.
V.
Hitastigið á Noröurpólnum var mun
hærra (-20°) en inni á landi í Kanada (-
30° til -40°). Skýringin er vafalítiö fólgin
í nálægö hafsins, sem er „hlýtt" miðab
við landið eöa um -1° til -4°. En hvað
sem öllu hitastigi og allri flatneskju líð-
ur, er sérkennilega fagurt á þessum af-
skekkta stað. ■