Tíminn - 09.06.1995, Síða 7

Tíminn - 09.06.1995, Síða 7
Föstudagur 9. júní 1995 7 hlúa mjög vel að varpinu með eggjatökunni." Ætíð er þess gætt að skilja eftir 4-6 egg í hreiðrinu og segir Einar að þaö sé mun mannúðlegra en gert sé t.d. við sjófugla. Eggjatekja er ábúendum við Mývatn töluverö búbót enn, en vægi þessa hlunnindaþátt- ar hefur fariö minnkandi á seinni árum. Áður fyrr voru eggin mönnum lífsnauðsyn, þegar fátt var að bíta og brenna, og voru úldin egg m.a. etin yfir veturinn og þóttu herramannsmatur. Áður segir Einar að í Vogum hafi verið tekin allt að 10.000 egg, en nú sé varpið mun minna. Eitt breytist þó ekki og það er ánægja Mývetninga að fara í eyjar og hólma vatnsins og tína egg. Eggin eru ávallt skyggð sem kallað er, þeim er haldið gegn sólu eða sem mestri birtu, og rýnt í gegnum þau til að sjá hvort eggin eru unguð eða ekki. Ef þau eru „stropuð", þ.e. ef ungi er kom- inn í þau, sést móta fyrir dökk- um díl og þá er eggið ekki tek- ið. Þannig er lítil hætta á að eggin séu ekki ný og fersk, þeg- ar heim er komið, en þau eru bragðmeiri en hænuegg og oft stærri. . Einar og fleiri hafa lagt nokkra rækt við að búa til Einar Cunnar skimar eftir andareggjum. Kassarnir t.v. á myndinni eru sérstaklega hannaöir fyrir húsöndina, en hún verpir abeins vib Mývatn. Tímamyndir Björn Þorláksson Útlit fyrir ágœtis andavarp í Mývatnssveit, þrátt fyrir mikla kulda: Móðir náttúra sér um sína Ágætlega horfir meö anda- varp viö Mývatn í ár, þrátt fyrir mikla kulda. Móðir náttúra býr svo um hnútana að í köldu árferði getur fugl- inn frestað varpinu og þann- ig hefur það verið nú. Varp er rétt að hefjast, en myndi á hlýju vori vera nálægt há- punkti. Þetta segir Einar Gunnar Þórhallsson, bóndi í Vogum I, Mývatnssveit, en hann hefur gengið varp um áratuga skeið í landi sínu. „Það er óvenju mikið af öndum, þannig að það hlýtur að horfa mjög vel með andavarp," segir Einar og telur að enn sem komið er hafi kuldarnir engin áhrif á varpið. „Það væri frekar ef það gerði alvarlegt hret eftir hálfan mánuð eða svo, sem illa gæti farið." Mývatn er ekki hvað síst þekkt fyrir fjölbreytt fuglalíf og eru endurnar, sem verpa að staöaldri við vatnið, á annan tug. Mest er um duggönd og skúfönd, en húsöndin skipar löngum heiðurssess hjá Mý- vetningum, enda verpir hún aðeins við Mývatn á lands- vísu. Einar segir nauðsynlegt að taka egg frá öndunum á varp- tímanum, annars komi þær ekki upp nema hluta af ung- um sínum. „Við teljum okkur Allt ab 15-20 egg finnast í einu og sama hreibrinu, en þab er mun meira en ein önd getur komib upp. Algengast er ab eggjabœndur skilji eftir 5-6 egg. Sum andahreibrin eru vel falin og þarf œfingu og gott auga til ab finna sum þeirra. Þessi hreibur- stabur œtti ab tryggja skjól gegn hvers kyns vebri og vindum. kassa og byrgi fyrir húsend- urnar, enda verpa þær eins og nafn þeirra gefur til kynna einkum í kössum og öðm slíku. Einar vildi að síðustu koma því á framfæri við blaða- mann, að hann væri mjög ósammála því, sem fram hefði komið í fjölmiðlum, að flór- goðinn væri að deyja út. Segir hann óvenju mikið um flór- goða þar sem hann þekkir til við Mývatn nú. ■ Hettumávurinn lifir í sátt og sam- lyndi vib endur og vabfugla vib Mývatn. Lífsbaráttan er hörb hjá ungvibinu, en myndin er tekin ab- eins nokkrum mínútum eftir ab unginn skreib úr hettumávsegg- inu. Þess má geta ab daginn ábur snjóabi vib Mývatn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.