Tíminn - 13.06.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.06.1995, Blaðsíða 2
2 vnrntmi Þri&judagur 13. júní 1995 Tíminn spyr... Er vib hæfi ab bæjarverkfræb- ingur tiltekins bæjarfélags sé afnframt bæjarfulltrúi? Gunnar Jóhann Birgisson borgar- fulltrúi í Reykjavík (frá Sjálfstæð- isflokki) Nei. í fyrsta lagi tel ég ekki fara saman að svo háttsettur embættis- mabur sé jafnframt einn pólitískt kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn. Ég held þab sé ósamrýmanlegt, þar sem hagsmunaárekstrar séu nánast óhjákvæmlegir þegar sá sem á ab framfylgja pólitískum ákvörðun- um er sami maðurinn og á að taka þær. Þetta á þó ekki vib um pólit- ískt kjörinn oddvita meirihluta sem tekur að sér að vera æðsti emb- ættismaður bæjarins og vera þar með í abstöðu til ab framfylgja stefnu meirihluta og stýra málum niður í gegnum embættismanna- kerfið og standa og falla meb gerð- um meirihlutans. Þab verður að gera þá kröfu ab bæöi embættis- menn og pólitískt kjörnir fulltrúar geti treyst því ab faglegir embættis- menn bæjarins séu ópólitískir og séu að útfæra stefnu sem pólitískir fulltrúar hafa markað. Sigríður Stefánsdóttir bæjarfull- trúi á Akureyri (frá Alþýbu- bandalagi) Ég tel ab þab sé mjög óheppilegt, og nánast ósamrýmanlegt setu í bæjarstjórn, að vera einn af æðstu embættismönnum bæjarins. Hér erum við með ákvæbi í samþykkt um stjórn Akureyrarbæjar, að for- stöðumenn og aðrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana sveitarfé- lagsins séu ekki kjörgengir í stjórnir þeirra stofn- ana sem þeir starfa hjá. Þetta sýnir hvert viðhorf okkar er, að þetta sé ekki vib hæfi, en ég held aö það væri mikilvægt að taka af tvímæli um þetta í sveitastjómalögum. Gubmundur Oddsson bæjarfull- trúi í Kópavogi (frá Alþýbu- fiokki) Ég mundi ekki vilja hafa það fyr- irkomulag. Það er auðvitað mjög óeðlilegt að sem bæjarfulltrúi sé sami maður yfirmaður þess manns sem er bæjarverkfræðingur. Kynslóöareikningsskil sýna mikiö misvœgi milli kynslóöa: Lifum vib á kostnað barnabarnanna? Samspil milli mannfjöldaþró- unar og ríkismillifærslu er hægt ab skoða í svokölluöum kynslóðareikningsskilum, sem í grundvallaratriðum miba að því að kanna hvort fólk af tiítekinni kynslóð fái til baka í millifærslum og þjónustu á æviskeiðinu jafn- gildi þess sem það hefur greitt í sköttum. Kynslóðareikningsskil, sem að ósk OECD voru gerð á sambæri- legum grundvelli í 5 aðildar- landanna (Bandaríkjunum, Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi forstjóri Sólar hf., hefur tekib ab sér nýtt verkefni fyrir Verslunarráð Islands. Þab er fólgið í því ab afla íslenskum fyrirtækjum erlends hlutafjár. Davíb hefur absetur á skrifstofu Verslunarrábs íslands, sem hef- ur umsjón meb verkefninu og ber fjárhagslega ábyrgb á því. Forathugun á þessu verkefni hefur verið í gangi í 3 mánubi hjá Verslunarrábi og Iðnþróunar- sjóði. Hugmyndin er að skipu- Verslunarráð íslands er ekki par hrifib af tvískiptingu símaskrárinnar. Segir rábib þá tilhögun ekki bara vonlausa, heldur til stórfelldra vand- ræba fyrir notendur. Þá bæti þab ekki úr skák ab upplýs- ingar í símaskránni séu úrelt- ar og/eba rangar í þúsundum tilfella. Meðal þeirra sem uröu fyrir þýskalandi, Ítalíu, Svíþjób og Noregi), sýndu verulegt mis- vægi milli kynslóða. I öllum löndunum mundi sá sem fædd- ur er í dag fá hreina millifærslu frá framtíðarkynslóðum, sem vegna þessa verða að taka á sig miklu hærri skattabyrðar. Þetta misræmi er töluvert mismun- andi milli landanna, en lang- mest á Ítalíu. Miðaö við 5% núvirbisvexti og 1,5% framleiðniaukningu, munu komandi kynslóbir á ítal- íu þurfa að greiða fimm sinnum leggja sameiginlegt átak 10 fyrir- tækja til að afla erlendra hluthafa. Velja á íslensk fyrirtæki til þátt- töku og eiga þau ab hafa sannaö sig hvert á sínum vettvangi, fyrir- tæki sem vilja styrkja sig í sessi, taka upp nýjungar eða hefja út- flutning. Út á við beinist átakið að því að vekja áhuga hugsanlegra sam- starfsaðila og áhættufjárfesta víða um heim. Fyrri hluti verkefnisins gengur út á aö kanna áhuga ís- lenskra fyrirtækja. ■ barðinu á ritstjórn símaskrár- innar var einmitt Verslunarráö íslands. Kvartar ráðið undan því, í síðasta fréttabréfi sínu, að enda þótt texti hafi skilmerki- lega verið sendur símaskránni 4. janúar síöastlibinn hafi í síma- skránni engu ab síður birst úr- eltar og rangar upplýsingar í ýmsum atribum. Birtir frétta- bréfið rétta skráningu. ■ meiri hreina skatta en nýfædda kynslóðin (sem að mati OECD sýnir glöggt að ástand ríkisfjár- mála á Ítalíu getur ekki gengið). í Bandríkjunum munu framtíb- arkynslóðir þurfa að greiða 100% meira í skatta og í Noregi 80% meira. í Þýskalandi og Sví- þjóð er misvægið töluvert minna. Á grundvelli núverandi stefnumiða þurfa framtíöarkyn- slóðir þó að þola 25% aukningu á hreinni skattbyrði í Þýska- iandi og 30% meiri í Svíþjóð. Frá framangreindum útreikn- ingum segir í þýðingu fjármála- ráðuneytisins á viðauka við greinargerð sem Efnahagsnefnd OECD útbjó fyrir ráðherrafund í maí sl. þar sem fjallað var um efnahagshorfur næstu árin og þar á meðal áhrif þess ab hlut- fall aldraðra í heildarmann- fjölda mun aukast mjög á næstu áratugum. Niðurstööur þessara útreikn- inga byggist ab vísu mjög á for- sendum um framleiðniaukn- ingu og núvirðisvaxtafót. En flestar samsetningar á þessum forsendum sýna samt sem áður mikið misvægi milli kynslóba, framtíðarkynslóðum í óhag. Niðurstöðurnar eru einnig sagð- ar næmar fyrir forsendum um mannfjöldaþróun. Aukin frjó- semi Itala — þar sem mikil fólksfækkun blasir vib næstu áratugi — mundi t.d. minnka kynslóðamisvægið töluvert, þótt þaö yrbi samt áfram stórt. Reiknisérfræðingar OECD sjá fyrir sér að mikil fólksfækkun hefjist á Ítalíu um aldamótin og að ítölum komi jafnvel til meb að fækka um fjórðung (úr 58 í um 43 millj.) til ársins 2070. Ef fram fer sem horfir mun fjöldi ellilífeyrisþega (kringum 70%) slaga hátt í fjölda fólks á starfs- aldri á árunum 2020 til 2050. Útlitiö er raunar svipað í Þýska- landi, en Bretar og Frakkar munu aftur á móti áfram verða kringum 60 milljónir um langa framtíö, vegna meiri frjósemi. í Bandaríkjunum og Kanada er hins vegar reiknað meb að fólki haldi áfram að fjölga umtalsvert í 3-4 áratugi til viðbótar. ■ Sagt var... Drepin strax „.. yfirleitt eru mér boðin hlutverk þar sem ég er í sundbol, þegi og er drepin í fyrsta atribi." Cindy súpermódel Crawford sem loks hefur lifab heila bíómynd af. Fyrirmyndarfíkn „Vinnufíkillinn og fjölskylda hans falla mjög vel inn í kröfur þjóðfélagsins." Birna Smith mebferbarabili í Mogga. Áfram um dauba og upprisu „Ef þetta springur á morgun og jarðar- förin veröur boðuð síðar er spurning hverra upprisan verður." Þórarinn Jón í DV. Nóg ab gera „Ég held aö þaö sé búiö að fjarlægja þennan völl fjórum sinnum og þá hlýt- ur að vera búið aö setja hann upp fimm sinnum." Fríba Ragnarsdóttir um umdeildan rólu- völl í Hafnarfirbi í DV. Allar áttir „Ég get stigiö á skíði hérna á hlabinu og haldið í allar áttir án þess að taka á mig krók." Þorsteinn Jónsson bóndi í Fljótum í DV. 10% lygl „Vibtölin við mig hafa veriö svona um þab bil 90% það sem ég segi en restin tilbúningur eöa lygi sem er ekki svo slæmt." Björk í Mogganum. Enginn Carbar Hólm „Björk er enginn Garðar Hólm. Heims- frægb hennar er ósvikin og óumdeilan- leg." Leibari MP. Bændasynirnir betri „Háskólagengnir og hámenntaöir þingmenn okkar í dag hafa því miður ekki nema brot af þeim vitsmunum sem fyrirrennarar þeirra úr bændastétt höfðu til aö bera." Gunnar Bjarnason rábunautur í MP í heita pottinum... Nokkur spenna er uppi varbandi rábningu í stöbu skólastjóra í Aust- urbæjarskóla, eins og raunar hefur áður komið fram hér í pottinum. Þrír umsækjendur eru nefndir lík- legir þbrum fremur. Þetta eru Sig- rún Ágústsdóttir sem er kvennal- istakona og var í fyrirsvari fyrir verkfallsvörslu í kennaraverkfallinu. Guðmundur Sighvatsson, starf- andi skólastjóri í Austurbæjarskóla. Foreldrasamtökin munu vera nokk- ub hlibholl Guðmundi enda munu hann og kennararnir vera komnir af stað meb áætlun um hvernig bæta megi skólastarfið. Og þriðji maburinn er Páll Ólafsson hjá kennaraskólanum sem séb hefur um æfingakennslu og fleiri sérmál í grunnskólum. Páll mun þykja spennandi kostur hjá mörgum í hópi kennara og foreldra. • Fosters bjórkynningar hafa veriö haldnar í tvígang í borginni, í fyrra skiptið á Glaumbar á fimmtudags- kvöld og í það seinna á Kaffi Reykjavík á föstudagskvöld. Þetta er nýr ástralskur bjór sem Vífilfell flytur inn. Bjór var veittur frítt og spurbist þetta fljótt út um bæinn þannig að á föstudagskvöld voru allir ölþyrstir en blankir borgarbúar mættir til leiks á Kaffi Reykjavík. Fjölmennið var orðið svo mikib ab löggunni var hætt að lítast á blik- una og taldi rétt að benda ab- standendum kynningarinnar á málið. Hafa menn þetta til marks um ab landinn sé samur vib sig ef frítt áfengi er annars vegar. Neanderthals- maðurinn Ættingi fremur en föirfaðir N’EANDERTRAlSmaðuríiui v«r ekki forfaðir mannkyns, heldur ættin^i aeni dó M ■BOGGI-1 5ÆLL Ftf/FA/D/ / Davíö Scheving Thorsteinsson í nýju hlutverki hjá Verslunarráöi Islands: Erlendir hluthafar í íslensk fyrirtæki Verslunarráö íslands ekki ýkja hrifiö af símaskránni: Þúsundir úreltra og rangra skráninga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.