Tíminn - 13.06.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.06.1995, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 13. júní 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Sameign flokkanna Snarpar umræður urðu um húsnæðismál á Alþingi fyrir helgina. Tilgangur þeirra virtist aðallega vera að veita nokkrum þingmönnum útrás fyrir mælskuáráttu sína. Það, sem upp úr stóð, voru ávirðingar sem hinir háttvirtu báru hver á annan og venjubundnar ásakanir um að hrakfallabálkur opinberrar húsnæðisstefnu væri pólitískum and- stæðingum að kenna og öðrum alls ekki. Umræðan hófst á óheyrilegum skuldum heim- ila, sem hjakkað hefur í svipuðu fari í nokkur ár. Núverandi félagsmálaráðherra kvað lausn á þeim málum í athugun og nefndi að til greina komi að veita þeim, sem dýpst eru sokknir í skuldasúpuna, áfallahjálp. Þetta er fallega hugsað og kemur sér sjálfsagt vel fyrir marga, sem gripnir eru örvænt- ingu vegna þeirrar miklu aðstoðar sem þeir hafa notiö við að fjármagna hús og íbúðir sem þeir ráða ekki við að borga af. Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, fór ekki dult með það að húsbréfakerfið sé í rúst eftir óstjórn síðustu ára og þurfi endurreisnar viö. En helsta nýjungin, sem fram kom, var að lán þeirra, sem kaupa sína fyrstu íbúð, verða hækkuð. Með öðrum orðum, þeir fá að taka á sig meiri skuldir en þeir, sem nú eru að borga af sínum lánum. Fyrrverandi félagsmálaráðherra skellti allri skuldasúpunni og ráðslagi þeirra, sem með opi$- beru húsnæðismálin fara, á núverandi stjórn og taldi hinn mesta aumingjaskap og svik að Páll Pét- ursson skuli ekki vera búinn að lagfæra allt sem af- laga hefur farið, á þeim örfáu vikum sem hann hefur gegnt embætti. Að finna sökudólga og bera sakir af sjálfum sér ^ru ær og kýr þeirra aðila, sem þjóðin kýs til að fara með völd og þau mál sem varða hvern einasta þjóðfélagsþegn, eins og húsnæðismál, sem telja má til nauðþurfta í landi sem býr við eins hrás- lagalega veðráttu og hér ríkir. Deilurnar um húsnæðismál og upplýsingar eins og þær að opinber stefna leiði fólk til slíkrar ör- vinglunar að það þu’rfi á sérstakri áfallahjálp á veg- um félagsmálaráðuneytis að halda, eru’slíkur áfell- isdómur yfir stjórn og ráðslagi þeirra sem með málin fara, að ekki þarf að eyða frekari orðum að því að kerfið sé í rúst. í stað þess að rífast og kenna hver öðrum um hve óhönduglega hefur tekist til, væri alþingis- mönnum nær að koma sér saman um nýtilega stefnu í húsnæðismálum, sem hvorki ofgerði þeim sem þurfa þak yfir höfuðið né þeim sem leggja fjármunina til. Húsnæðislaust fólk eða fjölskyldur, sem hvorki geta greitt af húseignum sínum né selt þær og sitja í óleysanlegri svikamyllu, eru engu nær þótt ein- hverjir þingmenn séu að skreyta sig með meining- arlausum fyrirspurnum um illleysanleg vandamál eða þótt ráðherrar kenni hvor öðrum um ófarnað- inn. Stjórn efnahags- og peningamála hefur löngum bögglast um á slíkum brauðfótum að það hlýtur að koma niður á opinberri húsnæðisstefnu eins og öðrum sviðum þjóðlífsins. Skuldir heimila og ör- vænting fjölskyldna er liður í miklu stærra dæmi. Stjórnmálaflokkarnir bera allir sök og ættu að reyna að læra af mistökum fremur en að ata hver annan auri úr drullupolli, sem er sameign þeirra allra. Wimimu Vib viljum franskbrauð! „Viö viljum franskbrauö!" Þessi krafa er fyrsta lexían sem íslensk börn laera um þaö hvernig bera eigi sig aö, ef mann langar í franskbrauð. Krafan er sett fram meö áhrifaríkum haetti af þeim Karíusi og Baktusi í leikriti Thor- björns Egner. Lexía númer tvö er að láta kröfuna heyrast nógu hátt og þeir félagar kenna börnunum aö „kalla báðir í einu", eins og Karíus orðar þaö. Þessar grundvallarlexíur hafa nú hljómað í eyrum íslenskra barna (og útlendra) í að minnsta kosti þrjátíu ára skeiö og hefur haft sitt að segja við mótun þjóö- félagsaöstæðna í landinu. „Viö viljum franskbrauð!" hljómar í dag úr börkum ótal forustu- manna, sem hlustuöu ungir á söguna um Karíus og Baktus og allir kunna vísmdin um aö því hærra sem þeir hrópa, því betra. í gær var hrópað. „við viljum franskbrauð" af smábátasjó- mönnum við Alþingishúsið og sama krafa hefur veriö aö heyrast frá hinum ýmsu stéttarfélögum, nema helst þeim sem hafa félags- menn á lægstu laununum. Þar var samið um nokkra brauðmola fyrir löngu. „Strikeland" Nú er svo komiö aö útlending- ar, sem koma til íslands, eru hætt- ir aö segja frá því hvernig þeim finnist ísland. Ástæðan er einfald- lega sú aö fréttamenn eru hættir aö spyrja hinnar heföbundnu spurningar „How do you like Ice- land?", vegna þess aö þeir hafa um svo margt annað aö spyrja, eins og t.d. hvort hann hafi getað gert þetta eða hitt vegna hins og þessa verkfallsins. Einn útlend- ingur sagöi í sjónvarpinu að eftir aö hafa komið þrisvar til íslands og upplifað þrjú verkföll hafi hann hætt aö kalla ísland „Ice- GARRI land" og byrjað að kalla þaö „Strikeland" eöa Verkfallaland. Karíus og Baktus féllu í þá gryfju að telja sjálfgefið að vel- sældin myndi vara lengi og að engu skipti þó þeir gerðu alltaf fleiri og fleiri göt í tennurnar með tilheyrandi tannpínu. „Iss, Jens burstar aldrei tennurnar," sögöu þeir samhliða því sem þeir mol- uðu fótfestuna undan tilveru sinni. Þeir grófu sína eigin gröf, því það hlaut að koma að því að eitt- hvað yrði gert í málunum. Nýjar lexíur Spurningin, sem landsmenn hljóta að spyrja sig í dag, er auð- vitað sú hvort menn séu ekki á svipaöri braut og Karíus og Bakt- us, aö smám saman séu menn að ganga á höfuðstólinn og sóa verð- mætum og möguleikum. Menn telji sig vera að jafna og bæta lífs- kjörin með því að hrópa „við vilj- um fransbrauð", en séu óvart að murka lífiö úr mjólkurkúnni. Hvað svo sem það rétta er í mál- inu, þá er nokkuð ljóst að ein- hvers konar endurskoðun á grundvallarlexíum er orðin tíma- bær. Garri er persónulega hlynnt- ur því að menn sendi þá félaga í launalaust orlof, en leggi þess í stað áherslu á kröfuna „Búum til franskbrauð!" í því skyni gæti ver- ið sterkt aö endurlífga lexíuna, sem litla gula hænan kenndi okk- ur lengi vel, og hætta aö krefjast þess að fá að borða brauðið, en spyrja þess í stað hver vilji þreskja kornið o.s.frv. Gani Blessunarrík kvótakerfi Moggi hélt sjómannadaginn há- tíðlegan meö því að birta hverja breiðsíðuna af annarri með frá- sögnum af rányrkju, kvótasvindli og þeim ókjörum af fiski sem fengsælar hetjur hafsins kasta fyr- ir borö af því að lög banna að komið sé meö hann að landi. Sömu lög um stjórnun fiskveiða banna líka að þeim hinum sama fiski sé fleygt dauðum í hafið. Svona er vandlifað til sjós þar sem vandamálin hrannast upp og voru loks orðin svo torleyst að hætt var að fiska og flotinn bund- inn við bryggju og sjóarar kúra hjá kellum sínum í landi. Um þá má segja eins og mennina uppi á Baulu, að séu þeir ekki farnir þá eru þeir þar enn. En það fer eftir því hvernig atkvæðagreiðslan fór hjá þeim í gærkvöldi. Málglaðir sjómenn sögðu Mogga hverja hrollvekjuna af annarri um hvernig þeir murka lífið úr fiskinum, helst þorski, áð- ur en þeir moka honum út í sína köldu gröf, þar sem hann ber beinin í staö þess að lenda í óseðj- andi meltingargangi mannfólks- ins, eins og lög kveða á um. Ný hlib hluta- skiptanna Margt kom upp merkilegt í þessu hátíðarafbrigði sjómanna- dagsins. Til dæmis er sú uppá- stunga allrar athygli verð, að sjó- menn fái hlut af þeim fiski sem þeir veiöa til að kosta fyrir borö. Rökin fyrir því eru einföld. Það er eins mikil vinna að ná fiskinum og henda honum yfir lunninguna eða út um lensopin eins og að skipa honum upp við bryggju. Sjómenn segja aö meö svona framferði séu þeir að kasta helm- ingi launa sinna í hafið. Komi dauði fiskurinn í sjónum aftur á motl til hlutaskipta mundi Þaö drýgja tekjur sjómannastéttarinn- ar verulega. Aftur að móti er hvergi minnst á að útgeröin fái eitthvað af því sem kastað er fyrir borð í sinn hlut, sem er óréttlátt því útvegs- menn kosta miklu til að halda úti skipum til að veiða fisk sem hefur viðveru um borð í skipum þeirra rétt á meðan hann er að drepast og er svo fleygt í sjóinn aftur með æmu erfiði. Á víbavangi Vel mætti hugsa sér að koma á fót eins konar bjargráðasjóði eða beingreiöslum til að borga útgerð og sjómönnum eðlilegan hlut af þeim fiski sem veiddur er til að henda aftur fyrir borð. Það ætti að styrkja afkomu bæði útgerðar og sjómanna sem efna til mikilla verkfalla vegna þess hve skarðan hlut þeir bera frá boröi vegna fisk- verndunarstefnu stjórnvalda. Lífríkib grisjab Kvótinn til sjós og búmarkið í landi er eftirsóknarverð fyrir- mynd þeirra sem umgangast vilja lífríkið með gát þegar verið er að fækka einstaklingunum sem það samanstendur af. Skotveiðimenn veröa að hlíta reglum þess opinbera þegar þeir bana uppáhaldstegundum sín- um. Nú hefur þeim fjölgað ótæpi- lega og veiðigetan og eldið marg- faldast vegna tækniframfara, rétt eins og í útgerð og búvörufram- leiðslu. Þær tegundir sem leyft er að skjóta eru því í útrýmingarhættu og þá er ráðið að leyfa veiðar á fleiri tegundum utan kvóta. Nú vilja skotveiðimenn, með fiskifræðing í broddi fylkingar, fá að skjóta hrossagauk og fleiri vað- og mófugla til að auka skotveiði- kvótann. Það á auðvitað að gera í verndunarskyni, eins og búmark- ið er sett til að verja bændur og bústofna og fiskveiðikvóti til að vernda útgerðina fyrir að útrýma fiskinum úr sjónum. Það er auðvelt að vernda rjúpnastofninn með því að setja kvóta á snjótittlinginn og gefa skotleyfi á hann þegar þeir byssu- glöðu heimta að fá að drepa meira af rjúpu. Á sumrin verða þeir að láta sér lynda hrafn og svartbak og önd og rjúpu á haust- in. En auðvelt er að lengja veiði- tímabilin og nýta hríðskotabyssur og fjallajeppa betur ef banndög- um verður létt af hrossagauk, spóa og mýrarsnípu og öðrum auðlindum veiöiglaðrar þjóðar. Og opinbera styrki til handa þeim sem kasta afla sínum í sjó- inn og vilja fá eitthvað í sinn hlut er auðvelt að afsaka með því að þeir séu að fóðra fiskinn í sjónum með fiskinum sem þeir veiða og mega ekki landa. Svona geta kvótakerfin verið nytsamleg og blessunarrík fyrir lífríkið. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.