Tíminn - 11.07.1995, Page 13

Tíminn - 11.07.1995, Page 13
Þri&judagur 11. júlí 1995 $8%rafrwtt 13 Neil Young lœtur molana detta: Oðurinn til spegla- kúlunnar Kanadíski einfarinn Neil Young hefur enn á ný kvatt sér hljóbs. Á nýút- komnum geisladiski, Mirror Ball, hefur hann fengiö til liðs vib sig tónlistarmennina Eddie Veddér, Stone Gossard, Mike McCready og Jeff Ament, sem alla jafna eru þekktari sem Pearl Jam, ogjack Irons, trommuleikara Red Hot Chili Pepper. Ástæban fyrir því ab nafn Pearl Jam er ekki a& finna á diskinum er sú a& Reprise Records, sem gefa út tónlist Youngs, er í eigu fjöl- mi&larisans Warner, en Epic Records, sem gefur jafnan út afur&ir Pearl Jam, er í eigu helsta keppinautarins Sony. Síöasta hetja rokksins lætur ekki deigan síga. Með nýjustu plötu sinni sýnir Neil Young og sannar aö hann er sá yfirburða tónlistarmaður sem aðdáendur hans hafa gjarnan lýst honum. Nú er liðinn réttur aldarfjórð- ungur síðan kappinn lagði lykkju á leiö sína til að raula nokkrar angurværar stemmur með félög- unum Crosby, Stills og Nash. Það er ekki eina beygjan sem Young hefur tekið, því sólóferill hans hefur verið í meira lagi skrykkj- óttur. Eftir gífurlegar vinsældir Harvest, sem kom út árið 1972, lenti Young á einni af mörgum hliðargötum dægurtónlistarinn- ar og virtist ekki sérlega umhug- að um að komast aftur inn á braut almenningshyllinnar. Harður kjarni aðdáenda fylgdi honum þó hvert sem leið lá. Á áttunda áratugnum sendi Young frá sér hverja gæðaskífuna á fætur annarri. Time Fades Away '73; On the Beach '74; Tonight's the Night '75 og sama ár kom út hin frábæra Zuma. Þrátt fyrir Comes a Time '78 og Rust Never Sleeps '79 fór nú heldur að halla undan fæti hjá kappanum. Viö tók tímabil niðurlægingar sem kennt hefur verið við plötuútgef- andann David Geffen. Eftir nokkrar misheppnaðar breiðskíf- ur og miklar deilur um sjálfstæði listamannsins fór Young í mál við Geffen og hafði betur. Síðasta plata Youngs sem kom út hjá Geffen, Life, benti til þess ab rokkarinn síungi væri ekki dauður úr öllum æbum. Það var hljómleikaplata og var hljóm- sveitin Crazy Horse Young til að- stoðar á henni. Undirritaður var svo lánsamur að sjá og heyra Young og félaga á hljómleikum sumarið 1987, en hljómleika- platan kom út í lok sama árs. Nú hófst þaö tímabil á tónlist- arferli Neils Young, sem segja má ab staöið hafi óslitið í sjö ár. Eftir This Note’s For You '88 með „bíl- skúrsbandinu" Bluenotes kom hvert meistarastykkið á fætur öðru. Freedom árið 1989, Harvest Moon 1992, Unplugged 1993 og loks Sleeps with Angels 1994. Fyrir þá, sem ekki hafa fylgst með Neil Young á libnum árum, er rétt að benda á að hann er tal- inn, ásamt meistara Bob Dylan, áhrifamesti rokklagasmiður Bandaríkjanna. „Endurkoma" hans er því ekki sambærileg vib misjafnlega vel heppnuö „kombekk" fallinna „stjarna" í heimi dægurlaganna. Young var varla kominn á skrib eftir Geffen- niðursveifluna, þegar helstu tón- listarspútnik síðasta áratugar tóku sig saman og gáfu út þre- falda breiðskífu með sinni túlk- un á lögum rokkarans síunga, honum tii heiðurs. Og aftur sæk- ist yngri kynslóbin eftir að fá ab orna sér við loga hinnar lifandi goðsagnar. Þó að liðsmenn Pearl Jam leiki með Neil Young á nýútkominni skífu, Mirror Ball, þá finnast þess varla merki í tónlistinni frekar en á umslagi disksins. Þetta er eins dæmigerð Youngtónlist og hægt er ab hugsa sér. Song X, sem er fyrsta lag disksins, er eins og hannað fyrir hljómleikagesti til að syngja með af raust Hey, ho, away we go along the road to never. Truth Be Known minnir óneitanlega á það sem Young var að gera í kringum 1970. í Downtown minnist lagasmibur- inn hippanna með hlýju og rifjar upp stubib í spegilbrotum ball- kúlunnar. í laginu I'm the Ocean segir Young jafnaldra sína ekki fást við það sama og hann er ab gera. Fyrir þá sem til þekkja er þab ekki nýr sannleikur, því lífs- hlaup Youngs hefur verið í meira lagi sérstætt og hann virðist enn ekki á þeim buxunum að semja sig að siðum fjöldans. Tónlistin er, ef eitthvað er, heldur hrárri en þaö sem Young hefur verið að senda frá sér á síð- ustu árum og líkari því sem heyr- ist tii hans á hljómleikum. Um- slagið er einfalt og ekki í harð- plasti, eins og venjan er, og und- irstrikar um leið þá lífssýn sem kemur fram í lögum Youngs. Það má velta því fyrir sér af hverju gamla brýnið fékk félagana úr Pearl Jam til að spila með sér. Á því er eflaust engin ein s.kýring, en Eddie Vedder og félagar hafa lengi verið í hópi aðdáenda Youngs. Neil Young veröur á ferðinni á Norðurlöndum fyrri hlutann í ágúst og er hér með skoraö á einhvern framtakssam- an umba að fá goðið til að milli- lenda á Fróni og taka Iagið. Ágúst Þór Ámason

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.