Tíminn - 13.07.1995, Qupperneq 3

Tíminn - 13.07.1995, Qupperneq 3
Fimmtudagur 13. júlí 1995 §Mnt» 3 Hlutur bjórsins í heildarsölu hreins alkóhóls vaxiö úr 32% í 42% á tveim árum: Bjórsala vaxið nærri 50% á tveim árum ÁTVR seldi ríflega 3,7 milljónir lítra af bjór á fyrri helmingi ársins. Þab var rúmlega 15% meira heldur en á fyrra misseri síbasta árs og alls 47% aukning frá fyrri helmingi ársins 1993. Heildarsala áfengis hefur á sama tíma aukist um tæplega 11%. Mælt í lítrum hreins alkóhóls hefur sá hluti heildarneyslunnar sem bjórinn inniheldur aukist úr rúmlega 32% í rúmlega 42% á síðastu tveim árum. Haldi þessi þróun áfram virðist stefna í það á næsta ári eða því þarnæsta að bjórinn innihaldi yfir helming alls selds alkóhóls hjá ÁTVR. Sala á vodka, sem löngum var helsta alkóhólslind landsmanna, hefur sl. tvö ár minnkað um 13% og samtals um rúmlega þriðjung frá komu bjórsins. Og sala á gamla góða brennivíninu hefur hrein- lega hrunið. Það eru sölutölur ÁTVR fyrir tímabiliö janúar-júní sem hér er vitnað til. í krónum talið hafði fyrirtækið fengið 3.660 milljónir króna í kassann fyrir áfengissölu á fyrri helmingi ársins, eða sem svarar um 55.000 kr. (mánaðar- launum verkakonu) að meðaltali á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu í landinu. Raunverulega hefur fólk þó borgað miklu meira, því fjórðungur af áfengis- sölu ÁTVR er til veitingahúsa. Leggi þau t.d. jafnaðarlega um 200% á sína sölu mundi heildar- upphæðin hækka í nærri 5.500 milljónir og heimilisskammtur- inn hækka í um 82.000 kr. (mán- aöarlaun verkamanns) á fyrra helmingi þessa árs. Sú gífurlega aukning sem orð- ið hefur á bjórsölu síðustu tvö árin kom í kjölfar stöðugs sam- dráttar sem orðið hafði ár hvert frá fyrsta bjórárinu, 1989. Rúm- lega 3,2 milljónir lítra af bjór seldust það ár, árið 1993 hafði salan fallið niður í rúmlega 2,5 milljónir lítra. Síðustu.tvö árin hefur hún svo aftur vaxið í rúm- lega 3,7 milljón lítra, sem áður segir. ■ Svavar Þorsteinsson, útgeröarstjóri Snœfellings í Ólafsvík, um aögeröir Norömanna: Hrein og klár svívirba „Satt ab segja þá finnst manni þetta hrein og klár svíviröa, í stuttu máli sagt," segir Svavar Þorsteinsson, útgerðarstjóri Snæfellings sem gerir út togarann Má, aöspurbur um afstööu hans til þessara aðgerba Norö- manna. „Þeir tala um aö við höfum ætlað að taka kost og olíu. Það er náttúrlega eins og hver önnur fjarstæða, því við erum með næga olíu um borð og nægan kost. Þab var aldrei pantab neitt af því. Það eina, sem var beðib um í þjónustu þar, var ab skera úr skrúfunni og það er þab eina sem við óskum eftir frá Norðmönn- um," segir Svavar og bætti því við að heimamenn í Honn- ingsvág hefðu brugðist mjög vel við og gert allt klárt til ab taka á móti togaranum, þar til skipun um annað hefði komið frá norska hernum. „Okkar fyrstu viðbrögð vom þau að hafa samband við sendiherrann í Noregi. Hann fór í málið á fullu og hafði samband við ráðuneytið hér heima, sem hefur síðan verið að vinna í þessu máli og reyna að fá Norðmenn til að skipta um skoðun og beita þá þrýst- ingi til þess. Enn sem komið er hefur það ekki virkað," sagði Svavar, er Tíminn ræddi við hann seinnipartinn í gær. Svavar telur þessa skipun um að Már fengi ekki aðstoö komna beint frá norska hern- um, en skapar þetta hættu fyr- ir skipið? „Það er voðalega erfitt að segja til um það hvenær þab er hætta og hvenær ekki. Þetta hefur ákveðna hættu í för meb sér varðandi skemmdir á vél- búnaði eða skrúfubúnaði og líka ef skipið hreppir óvebur á leibinni heim þá getur skapast hætta." Fram kom í máli Svavars að hann telur verulegar líkur á að skemmdirnar á skrúfu og vél gætu numið tugmilljónum króna sem væri stór biti fyrir útgerðina. „En aðalatriðið er náttúrlega sú hætta sem mannskapnum eða skipinu mundi stafa af þessu," segir Svavar. TÞ, Borgamesi Miklar vibgerbir standa þessa dagana yfir á aöal- byggingu Háskóla íslands. Er af þessum sökum engin regluleg starfsemi í byggingunni. En í góöa veörinu í gœr tylltu menn sér þó á hœsta punktinn á byggingunni og létu sumarsólina verma sig. Tímamynd: Pjetur. íslenska unglingalandsliöiö í körfu gerir þaö gott: Sigraði franska landsliðið íslenska unglingalandsliðið í körfuknattleik sigraöi það franska á Olympíuleikum æsk- unnar sem haldnir eru þessa dag- ana á Bath eyju við England. Leikar enduöu með 66 stigum gegn 65. í leikhléi voru Frakkar yfir með 37 stigum gegn einu, en Daníel Árna- son gerði sigurkörfu íslands á síð- ustu sekúndu leiksins. Stigahæstur í íslenska liðinu var Páll Vilbergsson með 15 stig. ■ Magnús Stefánsson, alþingismaöur á Vesturlandi: Við skulum ekki útiloka ab- gerðir gegn Norðmönnum „Eftir þeim fréttum, sem ég hef heyrt, þá finnst mér þetta mjög alvarlegt mál. Ég sé ekki ab vib getum sætt okkur vib þessar aðgerbir Norðmanna, en ég vil taka það fram að ég þekki ekki málið alveg niður í kjölinn," segir Magnús Stef- ánsson alþingismaður sem bú- settur er í Grundarfirði, en hann er gamall Ólafsvíkingur og er mál togarans Más því skylt. „En fljótt á litið finnst mér þetta mjög alvarlegt mál og mér finnst Norðmenn komnir á annað stig í samskiptum okkar, meðal annars útaf þessum fisk- veiðimálum, heldur en hefur verið. Mér finnst full ástæba til að við skoðum þetta mjög gaumgæfilega. Við skulum ekk- ert útiloka þaö að við þurfum ab fara ab grípa til einhverra að- gerða gegn Norðmönnum, en aubvitað forðumst við það í lengstu lög. Menn eiga að geta leyst sín mál við samningaborð. En þessar abgerðir falla ekki að þeim sjónarmibum," segir Magnús. Magnús lýsti áhyggjum sín- um af áhöfn togarans, þar sem þetta yrði henni mjög erfitt ef togarinn t.d. hreppti slæmt veð- ur. Möguleikinn á því að hættu- ástand skapaðist væri einnig fyrir hendi. Hann sagði að það gæti vel farið svo að hann leit- abi til utanríkisráðherra vegna málsins. TÞ, Borgamesi SPRON og SVR Vegna fréttar í Tímanum sl. laugardag um skýrslu Borgar- endurskobanda þar sem hún fjallar um vafasaman ávinning þess ab fela SPRON vörslu og talningu fargjaldapeninga SVR í stab þess kerfis sem SVR hafði ábur, hefur komib fram mis- skilnigur, einkum út af fyrir- sögninni: „Vafasamt ab fela SPRON að telja krónur fyrir SVR." í þessu átti ekki að felast ásök- un frá blaðinu ab SPRON væri að stinga undan' peningum. Hins vegar er rétt að birta hér á eftir orðrétt það sem borgar- endurskoðandi segir um þetta mál til ab ekkert fari milli mála um hvað hann segir í sinni skýrslu: „Einkum tengjast vandamálin í tekjuskráningunni staðgreidd- um fargjöldum og eru þau helstu þessi: engin uppruna- skráning fargjalda í vögnunum, ferli peninga frá losun bauka til talningar er opið fyrir aðgengi fólks, varsla verbmæta á mis- munandi stigum er tæplega nógu örugg. Þegar rekstur SVR hf. hófst var geröur samningur vib SPRON um talningu fjárins og vörslu. Gerð var vettvangsat- hugun á myntstöð og talningar- stöðunni hjá SPRON, og varð niðurstaba skoðunar sú ab taln- ing staðgreiðslufjár hjá SPRON bæti ekki mjög mikið öryggi við skil allrar staögreiðslu, og í taln- ingu og vörslu, frá því sem áður var. Kanna þarf rekstrarlega hagkvæmni þessa breytta fyrir- komulags." (Endurskobunarskýrsla 1994, bls.61- 62)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.