Tíminn - 13.07.1995, Page 4
4
Fimmtudagur 13. júlí 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugeró/prentun: ísafoldarprentsmibja hf.
Mánaóaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Ákvörðun sem varð-
ar mikla hagsmuni
Sjávarútvegsráöherra hefur nú tekiö ákvöröun um
heildarafla fyrir næsta fiskveiöiár. Þetta er sannarlega
ein mikilvægasta ákvöröun sem tekin er í íslenska
stjórnkerfinu. Hér eru þvílíkir hagsmunir í húfi, aö
eölilegt er aö ákvöröunin veki athygli og umræöur.
Enn má rekja allt aö 75% af útflutningstekjum ís-
lendinga beint til sjávarútvegsins.
Þessi ákvöröun þarf því aö vera vel undirbyggö og
ráögjöf Hafrannsóknarstofnunar er notuö til þess.
Aö þessu sinni felur hún þaö í sér aö aflaheimildir
í þorski eru ekki skornar niöur á milli ára. Viss þátta-
skil eru í þessu fólgin, þar sem undanfarin ár hefur
veriö stöðugur niöurskurður á þessum heimildjum.
Þeir bjartsýnu vonuöust til að hægt væri aö auka
þorskaflann, en þessi ákvörðun nú gefur tilefni til
þess að ætla aö botninum sé náö og betri tíö sé fram-
undan í þorskveiðunum.
Hins vegar má ekki gleyma því að þótt þorskveiði-
heimildirnar haldi sér á milli ára, felur ákvörðunin í
sér 4,6% samdrátt í kvótabundnum tegundum, sem
þýöir samdrátt í útflutningstekjum og minnkun hag-
vaxtar um 0,8% samkvæmt áætlunum. Þetta þýðir í
peningum 3,6 milljarðar króna fyrir þjóöarbúiö.
Vissulega eykur þetta á vanda sjávarútvegsins og er
þaö áhyggjuefni.
Verulegur niöurskurður er á aflaheimildum í karfa
og grálúðu, en þessar tegundir hafa verið umtals-
verður þáttur í veiði síðustu ára.
Viðbrögö forsvarsmanna fiskvinnslu og útgerðar
hafa lýst skilningi á því að fara meö varfærni, og er
þaö vel. Hér er allt of mikið í húfi til þess að kasta
höndunum að og taka of mikla áhættu. Fiskimiðin
og verndun og uppbygging fiskistofnanna eru lífæð
þessa þjóöfélags og undirstaða þeirra lífskjara, sem
þjóöin hefur búið við og vill búa viö.
Ákvöröun heildaraflans er eitt og skipting er ann-
aö. Skiptingin er og hefur verið viökvæmasta úr-
lausnarefni sem uppi hefur veriö síöari árin. Er þaö
aö vonum, því aö gífurlegir hagsmunir eru í veði.
Sá tími er löngu liðinn alls staöar að aðgangur í
auðlindir hafsins geti verið frjáls fyrir alla. Sú tíö
kemur ekki aftur, því slíkt fyrirkomulag leiöir ein-
göngu til rányrkju. Það þarf hins vegar aö skapast
sátt og skilningur á því að aflanum þarf að skipta á
milli smábáta, vertíðarbáta og stærri skipa og það,
sem er bætt við einn, verður að taka af öörum.
Kvótakerfið er notað við þessa skiptingu og ekki hef-
ur fundist nein önnur leið sem þjónar því markmiöi
betur aö stjórna sókninni. Um þetta kerfi hafa verið
miklar deilur í þjóöfélaginu, en ekki hafa verið lagð-
ar fram tillögur um neitt annaö heildstætt kerfi sem
kemur í staö þess. Á stjórn fiskveiða þarf aö líta með
heildarsýn, en ekki frá sjónarhóli ákveðinna hags-
muna.
í raun brjóta kenningarnar um að greiða fyrir
veiöiheimildunum ekkert í bága viö kvótakerfið. Þær
snúast um það hvort greiða á fyrir þessar heimildir,
en ekki um skipulagið sjálft.
Hins vegar er mergurinn málsins sá hvort það
tekst að byggja upp fiskistofnana og snúa vörn í
sókn. Sú ákvörðun, sem nú hefur verið tekin, gefur
ástæðu til hóflegrar bjartsýni.
Margrét fær Marshallabstoð
■ BóbertMarshall, nýr formaður veroa. iu ^
„Ég mun beita mer
fyrir Wlargréti"
- en ekki sem formaður VérBandi olk. *
I Róbcn M.rsh.ll .. ko.im ta-
I mfí„, Vcra.mi - «1-8. “"í‘ A,j
Ifesss^r
I íngM. 08 fák viíkan þót, í koín’ng.-
eitthrað markven á aðal-
f "tuTvar ó-köp innilegur fundur.
Ivi’ð Helci Hjörvar. frifarandi lor-
Imaður. seuum fram
■breylinsa.illögur Þ'í ' J ' 'du,n
■brcyia félacinu. sem var s.oliuð l>r
|.r u'un flr-U.nn oc helur aldra veru
■raunverulegl AIÞyðobandaU^lela^
hæzr&SZSSSZ
iav„,„i,kóM,,n^-Ti1W'okk
-r Helca cengu í raun lengra. vu
vildum breyia féUginu líiSam,ök
unts A IhýðultandalaKsfólks. bn '»
“£.»Vku »«• »*s ‘‘v°“ í:
:,”„Lb..vM«mÞrm.» rmd fó,
ekki ú. fvrr en semmpart viku. og
koms.ekki.iUVilai..-eWal.ð.
fú tn einn helsit stuðn ngsmaa
I.r Mtirerálur Frímannsilollur. .
„J /,,i« njM rtndmnst m.Lrililnta
“■fSbnri ckki «' «“*
viÍndinf »», »*''•.É-* 'fÍÍifrS'.
evrinca lil að s.vðja mig m
u. p,p» »-i
. „„i,.,, ec mum ekki i»>a
sem formaður sam.akanna i í‘*r-
i.._ iihOAubandalacsins. Et
ekki sem formaður Verðandi."
síss’sstirsísa.
KanníU þat nt þn innl Ijannn
m‘“Íiíi 'i»-“Þ"r^,ðÉEt‘l
hvf fynr mér að ef annar þeiin cto
blðir eru orðnir 35 úra gaml.r. þá
em þéír of gamlir fyrir ungl.ðahreyT
.... eica ekkert með að vera
h^,.,krndur i be-sum fundi. Þeir
V
Nú er eitt aðalumræðuefniö
manna á meöal kyrröin í Al-
þýöubandalaginu. Enginn áttar
sig fyllilega á því hvers eölis
hún er og hvers vegna ekki hef-
ur heyrst meira í formannsefn-
unum. Rólegheit af þessu tagi
ganga þvert gegn hefðinni og
stílnum í flokknum þar sem
mergjaöar yfirlýsingar og föst
skot hafa einkennt innanflokk-
sumræðuna. Ef marka má skoð-
anakönnun DV þá er þessi þögn
ekki þaö sem flokkurinn helst
þurfti á að halda því hann er
enn aö tapa fylgi.
En lengi er von á einum og þó
hinum almenna stjórnmála-
áhugamanni sé hulin slagurinn
í flokknum þá er greinilegt að
hann geisar af krafti í bakher-
bergjum og manna á meðal.
Dæmi um þetta má m.a. finna í
viðtali sem Alþýöublaðiö átti
við nýkjörinn formann Verð-
andi, félags ungs Alþýðubanda-
lagsfólks og óháöra í gær.
Heiöursmannasam-
komulag
Nýi formaöurinn, Róbert
Marshall, upplýsir í þessu við-
tali að hann hafi gert bandalag
og heiðursmannasamkomulag
við Akureyinga úr félaginu um
kosningu sína. Bandalag þetta
fól í sér að noröanmenn myndu
styðja hann til formennsku
gegn því að hann beitti sér ekki
sem formaöur gegn Steingrími
J. í formannsslagnum. Snemma
beygist krókurinn hjá ungliðum
Allaballa og til fróðleiks má geta
þess að viðtalið í Alþýðblaðinu
er undir þessari fyrirsögn: „Ró-
bert Marshall, nýkjörinn for-
maður Verðandi: „Ég mun beita
mér fyrir Margréti".
Ekki veit Garri hvort þeir á
Akureyri telja að þarna hafi Ró-
bert Marshall talað sem formað-
ur Verðandi eöa sem einstak-
lingur en þaö er nú oft erfitt að
greina á milli svona hluta, sér-
staklega þegar sami maöurinn
er bæöi einstaklingur og for-
maður.
En þaö er fleira sem Róbert
Marshall upplýsir í þessu stutta
viðtali sem gefur til kynna að
heldur er farið að hitna undir í
flokknum. Þannig kemur fram
að gamalgrónu flokkshestarnir,
Árni Þór Sigurðsson og Ástráður
Haraldsson, voru mættir á aðal-
fund Verðandi til þess að fylgj-
ast með að ekkert væri gert eöa
sagt sem gæti skaðað framboð
Steingríms J. Þeir munu hafa
verið mættir sem einskonar yfir-
frakkar á fundinum, nokkuð
sem ekki hefur tíðkast mikið frá
GARRI
því að sovéska fyrirmyndin
hrundi. Róbert Marshall orðar
það svona: „Þeir fylgdust með
og vildu passa upp á að þarna
færi ekkert fram sem þeim líkaði
ekki við. En það stóð ekki til að
nokkuð færi fram á þessum
fundi sem kæmi illa við þá."
Suöan aö koma upp
Af þessu litla viðtali við Ró-
bert Marshall er greinilegt að
suöan er að koma upp í for-
mannsslagnum og ekki er leng-
ur talið óhætt að halda aðal-
fundi og kjósa í stjórnir ungliða-
samtaka án þess að senda yfir-
frakka frá flokkseingendum á
fundinn og semja um þaö sér-
staklega að formaðurinn taki
ekki afstööu með eða á móti
ákveönum frambjóöendum.
Viðtalið við þennan nýja for-
mann Verðandi ber líka með sér
að framundan gæti verið hörð
og óvægin barátta, því þótt liðs-
menn Steingríms beiti fyrir sig
„sovéskri yfirfrakkataktík" og
ýmsum öðrum meðulum er
greinilegt aö aðstoðin sem
Margrét fær er talsvert öflug
líka. Róbert Marshall vílar
þannig ekki fyrir sér að lýsa yfir
stuðningi við Margréti strax eft-
ir að hafa verið kosinn sem for-
maður á grundvelli heiðurs-
mannasamkomulags um ann-
að. Hann virðist heldur ekki ótt-
ast yfirfrakkana en segir frá
þeim og nær að gera þá tor-
tryggilega í Alþýðublaðinu. Það
munar um minni aðstoö og trú-
lega er þetta bara byrjunin.
Marshall-aðstoð Margrétar er
því trúlega nokkuð drjúg. Þetta
sést e.t.v. best á því að Alþýðu-
blaðið var svo upptekið af þess-
um litlu fréttum af formanns-
slagnum í Alþýðubandalaginu
að það gleymdi alveg að
skammast út í Pál Pétursson í
gær. Það er þá annað tölublað
Alþýðublaðsins frá kosningum
sem ekki er minnst á Pál, hitt
var þegar blaðið var helgað Jón-
asi Hallgrímssyni. Garri
Forusta í pólitískum óróa
í fréttum nú í vikunni var
skýrt frá því að Hafnarfjörður
væri í kapphlaupi við Kópavog
um það að verða næstfjölmenn-
asti bær landsins. íbúatalan í
þessum byggðarlögum losar nú
17 þúsund manns í hvoru þeirra
fyrir sig. Bæjarstjórarnir komu
ábúðarmiklir í viðtöl og lýstu
því yfir af alvöruþunga að í
þessari keppni væri full alvara.
Vond þróun
Ég leyni því ekkert að mér
finnst sú byggöaþróun, sem
leiðir til vaxtar höfuðborgar-
svæðisins, ekki góð. íbúatölur
Kópavogs og Hafnarfjarðar sýna
að fólk hefur flykkst þangað ut-
an af landsbyggðinni og komiö
sér fyrir í þessum byggðarlögum
á ný og í mörgum tilfellum skil-
ið eftir sig verölitlar eignir í sín-
um fyrri heimkynnum. Slíkir
fólksflutningar kosta sitt og em
ekkert fagnaðarefni að minum
dómi. Þarna eru byggöavanda-
málin í hnotskurn, því byggðar-
lög sem fækkar í standa veikari
eftir, og byggöarlögin sem við
taka standa frammi fyrir ýms-
um vanda.
Þessi þróun á auðvitað sínar
skýringar, sem ég ætla ekki að
fara nánar út í aö þessu sinni.
Pólitískur órói
Sú var tíðin að heitt þótti í
kolunum í Kópavogi í pólitík-
inni, og voru þar landsfrægir
bardagamenn á því sviði. Eg
minnist þess fyrir löngu síðan
að þáttur hagyrðinga var í út-
Á víöavangi
varpinu og slegið var fram þess-
um fyrriparti:
Hátt er spermtur breiður bogi
baráttunnar nœr og fjær.
Mig minnir aö þaö hafi verið
Helgi Sæmundsson sem botnaði
á þennan hátf:
Klakksvík yrði Kópavogi
kcerleiksríkur vinabœr.
Um þessar mundir höfðu ver-
ið átök í Klakksvík í Færeyjum,
sem voru í fréttum hér á landi.
Nú hefur hins vegar Hafnar-
fjörður tekið afgerandi forustu á
þessu sviði, og í Kópavogi er allt
með guðsfriði hjá þeim ósköp-
um sem þar ganga á. Það hefur
allt verið logandi í ófriði í sveit-
arstjórnarmálum í Hafnarfirði á
annað ár, og auðvitað er ekkert
séö fyrir endann á þeim ósköp-
um. Hafnarfjörður hefur tekið
afgerandi forustu sem mesta
ormagryfjan á sviöi sveitar-
stjórnarmála sem fyrirfinnst í
þessu landi.
Eitt gott ráb
Ég hef hins vegar ráðleggingar
til Hafnfirðinga varðandi þessi
mál, þó að þeir hafi ekki tæki-
færi til þess að fara eftir því fyrr
en eftir þrjú ár. Eigi að síður vil
ég koma því á framfæri. Það er
að bera í næstu sveitarstjórnar-
kosningum gæfu til að kjósa
fulltrúa frá Framsóknarflokkum
í sveitarstjórn. Ég hef mikla trú
á því að slíkt væri farsælt, og yf-
irveguð og ráðagóð framsóknar-
kona eða framsóknarmaður
mundi hafa góð áhrif á þá sveit-
arstjórnarvíkinga, sem bitið
hafa í skjaldarrendur í heilt ár í
Firðinum, og enda „Vargár með
víkingahátíö" eins og Tryggvi
Harðarson, einn af þungaviktar-
mönnum Alþýðuflokksins í
bæjarstjórn, oröar það í grein í
Alþýðublaðinu nú í vikunni.
Jón Kr.