Tíminn - 13.07.1995, Qupperneq 6

Tíminn - 13.07.1995, Qupperneq 6
6 yftfröinT Fimmtudagur 13. júlí 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM HAFNARFIRÐI Leikhúsib Hermóbur og Há5- vör í gamla BÚH-húsib: Draumurinn ab byggja upp atvinnuleikhús — segir Þórhallur Gunnarsson einn af aöstandendum leik- hússins Hafnarfjaröarleikhúsiö Her- móöur og Háövör hefur fengiö ínni í gamla BÚH-húsinu viö höfnina og þar er nú unniö aö endurbótum og innréttingum fyrir fyrstu sýninguna í haust. Alls standa tólf leikhúslista- menn aö þessu leikhúsi en einn þeirra, Þórhallur Gunnarsson, segir aö draumurinn sé aö byggja upp atvinnuleikhús í Hafnarfiröi. Upphaflega var ætlun leik- hússins aö fá inni á Reykjavíkur- vegi 45 en af því gat ekki oröiö. Lausnin var svo BÚH-húsiö sem er í eigu Sjólastöövarinnar en Þórhallur segir aö Jón Guð- mundsson hjá Sjólastöðinni hafi verið þeim mjög hjálplegur meö þetta ailt saman. Auk þess hefur menningarmálanefnd bæjarins beitt áhrifum sínum til að koma leikhúsinu undir þak. Þegar Fjarðarpósturinn heim- sótti BÚH-húsið nýlega var vinnan þar í fullum gangi en unglingar úr Vinnuskólanum hafa veriö fengnir til aðstoðar. Sviö verður sett upp í aðal- vinnslusal BÚH en búningsað- staöa og fleira í hliðarherbergj- um. í máli Þórhalls kemur fram að tólfmanna hópurinn sem mynd- ar leikhúsið sé ellefu leikarar og einn rithöfundur. Leikararnir eru allir úr Hafnarfiröi og meöal þeirra nokkrir af þekktustu leik- urum landsins eins og Sigurður Sigurjónsson, Magnús Ólafsson, Jóhanna Jónas, Steinn Ármann Magnússon. Rithöfundurinn er Árni Ibsen og verður fyrsta verk- efni leikfélagsins verk eftir hann sem frumflutt veröur þann 15. september. Aörir í hópnum, auk Þórhalls, eru þau Björk Jakobs- dóttir, Erling Jóhannesson, Gunnar Helgason, Hilmar Jóns- son, Sóley Elíasdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir. I ágúst er ætlunin aö setja upp leikrit fyrir börn hjá leikhúsinu auk þess að bjóöa upp á kennslu í leiklist fyrir unglinga. Hafnarfjaröarleikhúsiö Her- móður og Háövör var stofnað voriö 1994 af fyrrgreindum hóp. Fyrsta verkefni þess var dagskrá sem flutt var á afmæli lýöveldis- ins í Bæjarbíó og hlaut góðar viötökur. Þórhallur Gunnarsson. Fiskvinnsluskólinn deild í Fiensborg: Gæti vel orbiö bábum abilum til framdráttar Ákveðiö hefur verið aö gera Fiskvinnsluskólann í Hafnar- firði aö sjálfstæðri deild í Flens- borgarskólanum. Um tilrauna- verkefni er að ræða sem Flens- borg mun sjá um en þegar hef- ur veriö auglýst eftir nýjum for- stööumanni fyrir deildina. Kristján Bersi Ólafsson skóla- meistari Flenborgar segir að hann eigi von á aö þetta gæti orðið báðum aöilum til fram- dráttar, þeim nemendum sem vilja stunda þetta nám og þeim sem vilja hafa meiri fjölbreytni í námsvaii í bænum. Fiskvinnsluskólinn hefur ver- iö í lamasessi og starfaöi lítiö sem ekkert á síöasta ári. Hópur var myndaður til að endur- skipuleggja skólann og skilaöi hann inn tillögum til mennta- málaráöherra um að setja nám- ið af stað aftur með þessum hætti. Kristján Bersi segir aö enn eigi eftir að ganga frá ýmsum framkvæmdaratriðum varöandi námiö en þaö mun eftir sem áöur verða í húsnæði Fisk- vinnsluskólans á Hvaleyrarholt- inu. „Það er ekkert því til fyrir- stööu af okkar hálfu aö þetta geti gengið upp en ákveðin áherslubreyting veröur á nám- inu með nýrri námsskrá," segir Kristján. SAUÐARKROKI Kántríhátíb á Skagaströnd Skagstrendingar ætla að halda kántríhátíð um verlunarmanna- helgina og verður þar ýmislegt til skemmtunar. Sem kunnugt er gekkst Hallbjörn Hjartarson Hólmfríöur Þóröardóttir og Valbjörg Fjólmundsdóttir fyrir utan handverks- smiöjuna Vallery á Hofsósi. fyrir kántríhátíð á Ströndinni í tvígang fyrir rúmum áratug. Vart er hægt aö segja aö nú sé verið að endurvekja þær hátíöir þar sem ætlað er að verslunar- mannahátíðin á Skagaströnd veröi meö öðru sniði. Að sögn Guömundar Ólafssonar, upp- hafsmanns hátíðarinnar, verður stílað upp á þægilega fjöl- skylduhátíö. Hátíðin stendur frá föstudegi til sunnudags og dansleikir veröa öll kvöldin, bæöi í félags- heimilinu og Kántríbæ. Magnús Kjartansson verður meö kántr- íhljómsveit sína í félagsheimil- inu og Kúrekarnir leika í Kántr- íbæ. Tónleikar með þessum hljómsveitum verða aö degin- um en einnig veröur ýmislegt annað að gerast. Kántríútvarpiö verður að sjálfsögðu á fullu. Far- ið verður í ratleik og gönguferð um Höfðann þar sem sögð verður saga staðarins. Á sunnu- dag verður helgistund, undir berum himni ef veður leyfir, annars í nýju kirkjunni. Um þess helgi fer einnig fram Norðurlandsmót í golfi á Skaga- strönd og að sjálfsögðu geta gestir þar fengið leigða hesta og ýmisleg önnur dægradvöl stendur til boða. Aðspurður sagði Guðmundur Ólafsson aö aðstaða væri góð á Skagaströnd til að taka móti fjölda fólks, en hins vegar gerðu forráðamenn hátíðarinnar sér enga grein fyrir því hversu vænta mætti margra gesta. „Það er alitaf töluverö umferð í Kántríbæ og við búumst við að þeir sem hafa áhuga á kántr- ímúsík láti sig ekki vanta á staö- inn." Vallery á Hofsósi Um helgina var opnuð á Hof- sósi handverkssmiðjan Vallery. Þetta sérkennilega nafn er að sjálfsögðu tengt orðinu gallerí, en fyrstu stafirnir tilheyra eig- anda handverksmiðjunnar, Val- björgu Fjólmundsdóttur. Munir unnir úr náttúrulegum efnum setja svip sinn á handverks- smiðjuna, en Valbjörg sækir mikið efniviðinn í fjöruna, auk þess sem hún vinnur úr lopa, leir, sútuðu skinni og bagga- böndum svo eitthvað sé nefnt. Aðspurð sagðist hún hafa feng- ist við handiðnað ýmiss konar frá því hún man eftir sér. Þegar blaðamaður Feykis var á ferð á Hofsósi fyrir helgina stóð greinilega mikiö til við hús eitt á Suðurbraut. Þar var Hólm- fríður Þórðardóttir, sem málað hefur utan á nokkur hús í Skagafirði, að merkja húsið Vallery-nafninu, ásamt að mála á það blómaskreytingu. Hólm- fríður var að enda viö verkiö og haföi greinilega verið rösk, því hún byrjaði ekki fyrr en þarna um morguninn. Þeir eru margir fallegir mun- irnir í handverkssmiöjunni hjá Valbjörgu. Eins og áður segir sækir hún efniviðinn gjarnan útí náttúruna. Þama má sjá ým- is tilbrigði af þurrkuðum þara, aðra muni formaöa úr leðri, tösku heklaða úr baggabönd- um, vesti saumuð úr lambs- skinni og muni unna úr lopa og leir, svo eitthvað sé nefnt. „Ég hef gert mikiö af því að búa til gjafavörur, svo sem jóla- gjafir og aðrar tækifærisgjafir. Eg hef mikinn áhuga á að kom- ast í kynni við annaö hand- verksfóik í Skagafirði til að fá meiri fjölbreytni í vöruúrvalið", segir Valbjörg. Handverkssmiðj- an er opin frá kl. 14- 18 flesta daga. Bréf til rit- stjóra Tímans Kœri Jón! Oft les ég mér til ánægju hófstillta og skynsamlega pistla þína í blaðinu. Það gerði ég líka í dag, þótt ég verði að senda þér ofurlitla athuga- semd. Þú gerir að umtalsefni orð dagskrárgerðarmanns á Rás 2 um suðaustanáttina og mælt- ist til þess að hann og aðrir láti vera að fjargviðrast út í veðrið, m.a. vegna þess að það hafi áhrif á fólk sem heima situr, en mundi annars sleikja sólina þar sem veöur er gott annars staðar á landinu. Ég held að þú ofætlir þarna áhrif okkar, sem vinnum í út- varpi, og gerir um leið óþarf- lega lítið úr dómgreind jreirra sem hlusta á útvarpið. Ég get ekki með nokkru móti skilið að athugasemd dagskrárgerðar- manns um suddann og slag- viðrið hér á suðvesturhorninu geti komið í veg fyrir að fólk leiti uppi gott veður, t.d. á Austurlandi, enda vísast aö sami dagskrárgerðarmaður dá- sami þá dýrö í næstu setningu. Og á hinn bóginn breyta orð okkar engu um elsku margra á stormi og stórrigningu, sem ekki þarf að lasta. Við, sem sitjum hér í höfuð- stöðvum Ríkisútvarpsins og spjöllum viö hlustendur af mismikilli alvöru, getum ekki leynt því og viljum ekki leyna því að við erum hér, þar sem flestar lægðir taka land og mis- mikillar ánægju gætir yfir veðr- inu. Á hinn bóginn reynum við að vega upp á móti þessum landfræðilegu staðreyndum með öflugu sambandi við alla SiguröurG. Tómasson. landsmenn, starfsemi svæðis- útvarpa í þrem landshornum, duglegum fréttariturum og síö- ast en ekki síst umfangsmikilli lifandi dagskrárgerð utan af landi, með hjálp nýjasta tækni- búnaðar. Þetta er nú að verða ansi löng ræða um lítið efni. Ég heyri oft gremjukeim í tali manna, sem finnst veðurlýs- ingar dagskrárgerðarmanna héðan úr Efstaleiti bera vott um þröngan sjóndeildarhring okkar útvarpsmanna. Ég held að svo sé alls ekki. Þetta er bara partur af persónulegu og alþýð- legu útvarpi, sem hvaö sem öðru líður er eign okkar allra. Og það er opið öllum sjónar- miðum. Haföu annars kæra þökk fyr- ir drengilegan stuðning við Ríkisútvarpið. Bestu kveðjur! Reykjavík, 11. júlí, Sigurður G. Tómasson, dagskrárstjóri Rásar 2 Hér afhendir Ulrich Falkner frú Vigdísi Finnbogadóttur minjagripi um heimsókn Harmonikufélagsins til Bessastaöa. Þar þáöu félagar veitingar og fróöleik um sögu Bessastaöa eftir aö forsetinn haföi hlýtt á leik þeirra. T.h. er hljómsveitarstjóri Stórsveitarinnar, Karl jónatansson. Lífleg starfsemi Harmonikufélags Reykjavíkur Félagar í Harmonikufélagi Reykjavíkur, en þeir eru um 95 talsins, hafa fengið mörg tæki- færi undanfarið til að þenja nikkur sínar. í maí síðastliðn- um hélt félagið sína árlegu Há- tíð harmonikunnar í Danshúsi Glæsibæjar fyrir troðfullu húsi. í júní lék stórsveit félagsins fyr- ir Vigdísi Finnbogadóttur for- seta. Við það tækifæri tók einn- ig Léttsveitin nokkur lög, en hana skipa Jóna Einarsdóttir og Matthías Kormáksson (13 ára). Að venju spiluðu félagar við hátíöarhöldin á þjóðhátíðar- daginn. Framundan er sumar- hlé, en á hausti komanda verð- ur þráðurinn tekinn upp að nýju og hefst þá undirbúningur fyrir vetrarstarfið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.