Tíminn - 13.07.1995, Side 8

Tíminn - 13.07.1995, Side 8
8 WWBÍWW Fimmtudagur 13. júlí 1995 Stríbib í Bosníu fer harbnandi og slíkt hiö sama umrœban um þaö í vestrœnum fjölmiölum. Friöar- horfur eru heldur á undanhaldi Stríbib í fyrrverandi Júgóslav- íu, sérstaklega Bosníu, fer harbnandi þegar þetta er rit- að. Komið virhist á daginn ab Unprofor, gæslulib Sameinubu þjóbanna þar, sé gísl stríbsabila og verbi Vesturlönd ab gera inn- rás í landib til ab ná því þaban, ef ákvebib yrbi ab kvebja þab á brott. Nú hafa Bosníu-Serbar alltaf vilj- ab Unprofor á brott, enda hefur gæsluliöiö ab vissu marki verið stríösaöili gegn þeim. Og Bosníu- múslímar, gramir út af aö S.þ. skuli ekki fyrir löngu vera komnar alfarið í stríðiö meb þeim, segja að bættur sé skaðinn þótt Unprofor hypji sig. Tvö e&a þrjú bos- nísk ríki En efast er um ab stríbsabilum sé alvara meö þetta. Bosníu-Serbar kunni þrátt fyrir allt að vilja hafa Unprofor áfram, af ótta við að með liðinu hverfi allar hömlur á stubn- ingi íslamskra ríkja (helst Tyrklands og írans) og Bandaríkjanna við Bosníumúslíma. Bosníumúslímar muni fyrir sitt leyti óttast aö þegar Unprofor standi ekki lengur á milli hers Bosníu-Serba og umsetinna borga á valdi múslíma, muni ekki líða á löngu áður en þær falli Serb- um í hendur. Almennt álit virðist vera að Serbar hefðu verið búnir aö taka borgir þessar fyrir löngu, ef Unprofor hefði ekki staðið í vegi fyrir þeim. Vandræði aðila þeirra (S.þ., Nató, Evrópusambands, vesturlandaríkja, Rússlands) sem segjast reyna ab stilla til friðar í Bosníu viröast sem sé aukast, hvað þeirri viðleitni við- víkur. Og Bosníumenn halda áfram ab berjast og þjást. Af sjónvarps- fréttamyndum mætti ætla að ógnir stríðsins gengju fyrst og fremst, ef ekki eingöngu, yfir íbúa borga á valdi múslíma, svo sem Sarajevo og Tuzla, en barist er á mörgum stöö- um öðrum og báðir stríösaðilar jafnt skjóta á óbreytta borgara. Og tækist múslímum að hrekja lið Serba frá borgum, sem þeir sitja um, eru allar líkur á að yfir íbúa serb- neskra byggða í grennd við þær borgir gengju svipaðar ógnir og íbú- ar téðra borga fá nú á ab kenna. Klemmuna, sem Vesturlönd og S.þ. eru komin í viövíkjandi Bosníu, má að nokkru rekja til þess að þau hafa aldrei veriö hlutlaus aðili í stríðinu þar. Þau viðurkenna ekki að Bosnía hefur í raun skipst í tvö (eða réttara sagt þrjú) ríki, vibur- kenna stjórn múslíma í Sarajevo sem stjórn landsins alls og saka serbneska Bosníumenn um þjób- rembu af því ab þeir vilja ekki vera í fjölþjóðlegu Bosníuríki þar sem múslímar hefðu öðrum fremur möguleika á að hafa völdin. í því samhengi hefur veriö framhjá því horft, ab ekki verður betur séð en að þjóðrænu gildin séu í fyrirrúmi hjá öllum þjóðum landsins jafnt. Bosníumúslímar vilja (eða vildu) fjölþjóblegt Bosníuríki fyrst og fremst vegna þess, ab þeir telja sig geta ráðib þar mestu, í krafti fjölda síns. Bandaríkin meb Sarajevostjórn Mikið vantar á að vesturlandarík- in séu einhuga á málum þessum og öll tvístíga þau í þeim meira eða minna. Bandaríkin hafa af þeim verið eindregnust Bosníumúslíma megin og viljugust að hjálpa þeim Forsetar serbnesku lýbveldanna í Bosníu og Krajina, Radovan Karadzic (t.v.) og Milan Martic: „markaserbar hafa aidreisib- menntast." r „Olæsir svínahirbar" BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON til að ná landinu öllu á sitt vald. í vestrænum blöðum, ekki síst þýsk- um, hefur því lengi verið haldið fram að Bandaríkin hafi allt frá því s.l. haust stutt Bosníumúslíma með hernaðarráðgjöf og jafnvel vopna- sendingum. Ennfremur muni Tyrk- ir senda Bosníumúslímum vopn í samrábi við Bandaríkjamenn. Bosníuumræðan í vestrænum fjölmiðlum hefur hitnab undanfar- ið, og er ekki laust vib ab sumt af því minni á það sem skrafað var og skrifað kringum stríb fyrr á öldinni. Bregður þar fyrir að fjallað sé um Bosníu-Serba sem ómerkilega menn, sem auðsýni illþolanlega ósvífni með því ab hlíta ekki leib- sögn „alþjóðasamfélagsins". Einnig ber þar mjög á reibi út af þjóðernis- hyggju Serba. Leiðtogum Vestur- landa er brugðið um ragmennsku fyrir að vera ekki eindregið Saraje- vostjórnarinnar megin. í Newsweek kallar George F. Will Serba sem Serbar meb eldflaugaskotpall: „meinsemd heimshlutans og Ebola- vírus Balkan- berjast í Bosníu „bullur undir stjórn landa." stríðsglæpamanna sem hafa samráb við einræbisherra". Og í froðufell- andi grein í danska vinstriblaðinu Information halda tveir þarlendir sagnfræðingar, Torben Hansen og Lars Hedegaard, því fram að serb- neskir „þjóbrembusinnar" hafi í meira en öld verið „meinsemd þessa heimshluta (líklega Evrópu) og Ebola-vírus Balkanlanda". Jarð- vegur þessa ófagnaðar, segja grein- arhöfundar, sé serbneskt sveitafólk, sem öldum saman hafi verið „ólæs- ir svínahirðar með ofbeldi á heilan- um" og hati menningu milli- og yf- irstétta í borgum, þ.e.a.s. Evrópu- menninguna, sem höfundar telja Bosníumúslíma til. Bændur þessir, segja greinarhöfundar, sérstaklega „markaserbar" í Króatíu og Bosníu, hafi aldrei siðmenntast, og serb- neskir bændur í Serbíu hafi ekki verið miklu betri. „Öldum saman voru Serbar þjóð hajdúka — ræn- ingja." „Sveitastrákar á fjóshaug" Ennfremur kalla greinarhöfundar serbneska dreifbýlinga „barbara", en það heiti höfðu Rómverjar um þjóðir sem þeir töldu sér óæðri. Þeir Hansen og Hedegaard benda með velþóknun á ab her Bosníu-Serba hafi verið Iýst sem „sveitastrákum, sem velt hafi sér á fjóshaugnum". Ennfremur sé þetta fólk nasistar í húð og hár. „Evrópusambandið og Nató hefðu fyrir löngu átt að vera búin að ákveða landamæri hins fjölþjóðlega ríkis Bosníu einhliða og afráða ab knýja óþokkahyskið (á dönsku: krapylet) í Pale og Belgrad meö hótunum og þvingunum (letur- breytingin er Dananna tveggja) til að virða þau." Þriðji Daninn, Jan 0berg, skrifar hins vegar í sama blað ab eins og sakir standa sé ekki hægt að neyða þjóðir Bosníu til ab búa saman í einu ríki. Samt sé ekki útilokað að Bosnía skipt í tvennt eða þrennt renni saman með tímanum. En stofnun bosnísks sambandsríkis múslíma og Króata, sem ætlast er til að verði í ríkjabandalagi við Króa- tíu, hafi spillt möguleikum á því. „Fyrst talið er ásættanlegt að skipta Bosníu og tengja helming hennar Króatíu — jafnframt því ab króat- íska lýðveldið Herceg-Bosna (ríki Bosníu-Króata) er áfram til innan Bosníu (ríkis Sarajevostjórnar), þá er það óverjandi að neita Serbum um samsvarandi rétt til að hafa eig- ið lýöveldi í afganginum (af Bosníu) og ganga í ríkjabandalag við Serbíu." ■ . Sœrbur serbneskur hermabur írústum heimilis fjölskyldu sinnar í Cradiska, eftir stórskotahríb Króata á þá borg: óbreyttir borgarar eru drepnir og scerbir víbar en í Saraje- vo og Tuzla.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.