Tíminn - 14.07.1995, Qupperneq 8

Tíminn - 14.07.1995, Qupperneq 8
8 Föstudagur 14. júlí 1995 mmz-t,— 9WPU1 Rœtt vib Pétur Sveinbjarnarson, framkvœmdastjóra Þróunarfélags Reykjavíkur Lvst eftir reglum um aug- lysingar á almannafæri Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri Þróunarfé- lags Reykjavíkur, skrifar bein- skeytta forystugrein í Mib- borgina, nýútkomiö frétta- bréf félagsins, þar sem hann lýsir eftir skýrum reglum um auglýsingar á almannafæri, einkum og sér í lagi í gamla miöbænum í Reykjavík. Pétur vekur athygli á þeim áhrifum sem auglýsingaskiiti hafa í umhverfi okkar og hvernig þau ráöa í vaxandi mæli útliti og ímynd borga og bæja, um leiö og hann lýsir ástandinu í miðbænum þar sem margar auglýsingar séu til lýta. Síöan segir í forystugrein- inni: „Tilgangslítiö er að fjalla um útlit húsa og setja reglur um þau mál þegar húsum og um- hverfinu er síöan spillt meö auglýsingaskiltum. Eitt grófasta dæmiö er auglýsingaskilti á Hafnarstræti 20 sem gjörbreytir útliti hússins og stingur í augu vegfarenda í miðborginni." Pétur nefnir fleiri slík dæmi, en tekur síöan svo til orða: „Tilfinnanlega skortir skýrari reglur um þessi mál. Æskilegt er að umhverfisráðuneytið setji reglugerö er gildi fyrir allt land- iö en jafnframt veröi í reglu- gerðinni heimildarákvæöi fyrir bæjarfélög um aö setja þrengri reglur á afmörkuðum stööum, t.d. í eldri bæjar- og borgarhlut- um. Hér er um brýnt umhverf- ismál aö ræöa sem taka þarf föstum tökum áöur en málin eru komin úr böndum. Þaö hef- ur takmarkaðan tilgang aö setja reglur um hönnun og útlit húsa þegar þeim er spillt meö auglýsingaskiltum — eða hanna götur meö heildarsvip þegar hann er jafnóðum eyöi- lagður meö því aö hengja tuskuborða yfir akbrautir." Svo mörg eru þau orö, en í viðtali viö Tímann áréttar Pétur Sveinbjarnarson þaö hvernig lög og reglur stangast á, þannig að engu er líkara en hægri höndin viti ekki hvaö sú vinstri gjörir í umhverfismálum. — Þaö er til aö mynda kostu- legt aö þú þarft að sækja um leyfi til bygginganefndar, ef þú ætlar að breyta um gluggaum- gjörð eða fella tré í garöinum þínum, en síðan er nánast ekk- ert því til fyrirstöðu að þú getir gjörbreytt útliti þessa sama húss og heildarsvip meö því aö hengja utan á það og í kringum þaö alls konar skilti, merki og myndir. Þaö eru dæmi um það að borgarráö hefur þurft aö gera út um ágreiningsmál sem upp hafa komiö vegna útlits á þakglugga, en svo 'er ekkert því til fyrirstööu aö byrgja jafnvel glugga eöa umturna útliti húsa með öörum hætti. Þaö segir sig sjálft að svona getur þetta ekki gengið lengur. Astandiö í þess- um málum hefur fariö hríö- versnandi síöustu fimm árin eöa svo, því að íslendingar voru lengi vel nokkuð fastheldnir í þessu efni og Ieyfðu ekki mikiö af auglýsingum. — En hvað segir lögreglusam- þykktin? -S-Silg Eitt dœmi af mörgum þar sem rísastórar auglýsingar eru málaöar á hús- gafla í glannalegum litum og yfirgnoefa umhverfib. Það vill nú svo til að 10. grein Lögreglusamþykktar Reykjavíkur hljóöar svo: „Öll- um ber að gæta þess að ganga vel um á almannafæri og skemma þar ekki hluti sem ætl- aöir eru til almenningsnota eöa prýöi. Þetta á einnig við um þann hluta á húsum og öðrum mannvirkjum sem liggja aö al- mannafæri. Á slík mannvirki og hluti má ekki mála eða teikna, og ekki festa auglýsing- ar nema meö leyfi eigenda eða umráðamanna. Þá er óheimilt aö reisa auglýsingaskilti á al- mannafæri nema með leyfi borgaryfirvalda." Þetta eru í rauninni einu regl- urnar sem til eru um þetta, en síðan setti Reykjavíkurborg reglur um auglýsingar fyrir A hverju ári ver borgarsjóbur hundrubum milljóna til ab snyrta, prýba og bæta umhverfib, þannig ab þab er ekki ónýtur bakgrunnur fyrir áberandi auglýsingar. nokkmm árum. Þær reglur hafa ekki verið birtar almenningi meö lögformlegum hætti. Þær þykja reyndar ekki hafa gefið góöa raun og borgarráð er búiö að samþykkja að láta endur- skoöa þær. Vandamáliö er þó aö mínu viti mun víötækara en svo aö reglur sveitarfélaga séu fullnægjandi lausn. — Hver er þá lausnin? Rétta leiðin er sú sem hefur verið farin í öllum nágranna- löndum okkar, en þar hafa ver- iö settar reglugerðir meö stoö í skipulagslögum þannig aö mál- in eru samræmd á landsvísu. Síðan geta sveitarfélög sett sér- tækar reglur innan þessa ramma, eftir því sem ástæöa er til. Til aö skýra þetta væri t.d. eölilegt aö Reykjavíkurborg setti sérstakar reglur um auglýs- ingar í Kvosinni á grundvelli al- mennrar reglugeröar, sem sett væri í umhverfisráðuneytinu í samræmi viö skipulagslög. Reyndar hef ég heyrt aö ráöu- neytið telji að það gæti skort lagastoð fyrir slíka reglugerð, en þá á einfaldlega að afla hennar meö lagasetningu. Svona er þetta unnið í ná- grannalöndunum og hefur víö- ast hvar gefist vel. Ég vil undirstrika að ég er ekki aö skera upp herör gegn auglýsingum. Þær eru hluti af daglegu lífi okkar og umhverfi, en þær verða eins og annað aö lúta skýrum reglum þannig aö þær veröi ekki til lýta og sjón- mengunar. Meginmálið er þetta: Þaö er ekkert einkamál verslunareig- enda eöa húseigenda viö fjöl- farna verslunargötu að skemma þá heildarmynd með auglýsing- um, sem reynt er aö halda m.a. með vönduöum og kostnaöar- sömum vinnubrögðum viö viö- hald og endurbætur á mann- virkjum. Texti: Áslaug Ragnars Myndir: Pjetur Sigurösson Alþingishúsib og Dómkirkjan þykja e.t. v. ákjósanlegur bakgrunnur fyrir auglýsingar á ensku, en hvenœr fœr einhver þá hugmynd ab strengja borba meb feitletrubum áskorunum yfir Al- mannagjá? Svona er ástandib í Ingólfsstrœti þar sem búib er ab gera gömlu og snotru húsi til góba en sú fyrirhöfn kemur fyrir lítib þegar varla sést íhúsib fyrír skiltum og auglýsingum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.