Tíminn - 22.07.1995, Side 2

Tíminn - 22.07.1995, Side 2
8 ffÍMHWW Laugardagur 22. júlí 1995 Sigurbur og Helena fyrir utan heimili sitt á Björgum á köldu júlíkvöldi. Ferbaþjónustan er púslu- spil sem ganga verbur upp segja hjónin Helena Dejak og Siguröur Aöalsteinsson Hjónin Helena Dejak og Sigurbur Abal- steinsson tengjast feröamálum meö margvís- legu móti. Hún rekur feröa- skrifstofuna Nonna á Akur- eyri, en hann er flugmaöur og framkvæmdastjóri Flug- félags Noröurlands. Bæöi hafa þau lagt inn á áöur ót- roönar brautir varöandi feröaþjónustu og árangur af starfi þeirra er farinn aö koma fram. Feröaskrifstofan Nonni hefur meöal annars sérhæft sig í aö skipuleggja feröir fyrir minni hópa um Noröurland og víöar. Flugfé- lag Noröurlands hóf beint flug milli Akureyrar og Keflavíkur fyrir nokkrum árum, en hefur einnig unn- iö mikib ab samskiptum vib ýmsa staöi á Grænlandi. Vegna tengsla Flugfélags Noröurlands viö Grænland er Akureyri oröin einskonar miöstöö fyrir vísindaleib- angra, sem halda til risaeyj- unnar í vestri, og nú hefur félagiö hafiö skipulagöar flugferöir frá Akureyri til Angmagssalik og Kulusuk. „Feröaskrifstofureksturinn var gamall draumur hjá mér," sagði Helena Dejak, þegar tíö- indamaöur heimsótti þau á heimili þeirra á Björgum í Hörgárdal, því þau kjósa að búa fyrir utan þéttbýliö. He- lena er Slóveni, en fluttist hingað til lands fyrir um tveimur áratugum og hóf fljótlega aö annast rekstur gistiheimilis. „Eftir aö ég fór aö reka gisti- heimilib fann ég þörfina fyrir aö skipuleggja feröir fyrir minni hópa og jafnvel ein- staklinga sem hingað komu. Fólk spuröi mikið um hvaö þaö gæti gert, hvaö væri hægt að sjá og hvernig unnt væri að komast á áhugaveröa staöi. Ég fór því aö kynna mér þessi mál og leiðbeina fólki í fram- haldi af því. Þetta er grunnur- inn aö starfi mínu, þótt ég hafi ekki farib út í rekstur ferðaskrifstofunnar fyrr en síöar." Samgöngumálin setja okkur í vanda Hele.na segir aöstæður til feröaþjónustu á Akureyri á margan hátt góöar, þótt tæp- ast veröi þær bornar saman viö Reykjavík. Vegna stærðar bæjarins og legu hans við þjóðleiðina frá Reykjavík um Noröurland til Austurlands, þá komi margt feröafólk til Akureyrar. Á hinn bóginn liggi ekki alltaf ljóst fyrir þessu fólki hvað það geti gert — hvaöa möguleika það hafi til skoöunarferða og annarrar afþreyingar.. Þar komi ferða- þjónustan til. Helena segir að þótt margt hafi áunnist í ferðamálum á undanförnum árum, þá skorti enn á samstarf á milli aðila er þessi mál snerti. Hún bendir á samgöngurnar í því efni. „Greiðustu samgöngurnar frá Akureyri eru til Reykjavík- ur. Allar samgöngur innan héraðs og milli héraða eru strjálli. Nauðsynlegt er fyrir ferðaþjónustuaðila að hafa aðgang að greiðum sam- gönguleiðum og geta bent viðskiptavinum sínum á þær." Hún nefnir Hrísey sem dæmi. „Ég hef skipulagt ferðir meö fólk til Hríseyjar. Til að unnt sé að efna til sérstakrar ferðar þurfa þátttakendur að vera fleiri en einn eöa tveir. Hinsvegar getur ein mann- eskja eða tvær komið inn á ferðaskrifstofuna til mín og spurst fyrir um ferðir til Hrís- eyjar. Ég get í mörgum tilfell- um útvegað þeim ferð með rútu sem ekur milli Akureyrar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar, en þær ferðir em þó of strjálar til þess að unnt sé að byggja ferðaþjónustu á þeim. Ég nefni þetta sem dæmi, en vissulega er sambærilegar að- stæður víða að finna." Helena segir að samgöngu- málin skapi ferðaþjónustunni ákveðinn vanda. Hún bendir á að vegir, sem liggja að ýms- um náttúruperlum er ferða- menn fýsi að sjá, opnist seint á vorin og ekki sé hugsað nægilega vel um að halda þeim í góðu akfæru ástandi. Hún nefnir Dettifoss sem dæmi um stað sem erfitt sé að komast að nema um hásum- ariö. Sigurður segir aö menn verði að taka þau mál til betri athugunar, því staðreyndin sé að flestir ferðamenn komi hingaö til lands til þess að sjá íslenska náttúru með eigin augum. „Fólk ferðast ekki hingað til þess að skoða borg- arlíf eða gera innkaup. Það er hin sérstæða og á margan hátt ósnortna náttúra landsins sem fólk sækist eftir. Því verð- um við að skipuleggja ferða- þjónustuna út frá því sjónar- horni, og þá skipta samgöng- urnar miklu máli." Sigurður segir að til að sinna brýnustu úrbótum í samgöngumálum þurfi ekki aö vera um mjög stórar upp- hæöir að ræða. Aðalatriðið sé aö opna vegina að áhugaverð- um stöðum fyrr á vorin og laga þá nokkuð, þannig að unnt verði að komast á ferða- mannaslóðir um lengri tíma en nú sé. Menn séu sífellt að tala um að lengja ferða- mannatímann, en horfi fram- hjá grundvallaratriöum eins og þeim að bæta verði sam- göngurnar. Þurfum sölu- en ekki afgreiöslufólk „Það er heldur ekki nóg að sitja og bíða eftir að síminn hringi eða einhver komi inn um dyrnar og biðji um eitt- hvað sérstakt sem hann veit fyrirfram um. Því miður þá held ég ab of margir vinni þannig að feröamálum — vinni sem afgreiðslumenn, en ekki sölumenn. Ferðaþjónust- an krefst sölumennsku. Leita þarf eftir hvað fólk langar til að gera og reyna síðan að finna út á hvern hátt unnt er að verða við óskum þess." Og Helena heldur áfram: „Ég er þess fullviss að margir útlendingar halda af landi brott með peninga í vasanum, sem þeir hafi ætlað að nýta til þess að kynnast íslandi og njóta dvalar um einhvern tíma. En vegna þess að þeim er ekki bent á ýmsa mögu- leika, er aukið geta ánægju þeirra af ferðum sínum, þá fá þeir minna út úr þeim en annars, og íslenskir ferðaþjón- ustuaðilar verba af viðskipt- um og tekjum." Sigurður tekur undir um- mæli konu sinnar og segir að leggja veröi áherslu á sölustarf í þessu sambandi, því: „Við verðum að hafa góðu sölu- fólki á ab skipa í ferðaþjónust- unni, eins og gildir raunar um flestar atvinnugreinar. Ferða- þjónustan er hluti af útflutn- ingsstarfsemi okkar, og þar er þörfin hvað mest fyrir faglega og góba sölumennsku." Feröaþjónusta er púsluspil sem ganga verbur upp Helena segir margt fólk koma hingað til lands án þess að hafa skipulagt hverja mín- útu, og ferðir útlendinga á eigin vegum fari vaxandi. „Þennan markað verðum við að notfæra okkur, en það kostar oft að kunna að raða púsluspili saman. Ferðaþjón- ustan er sífellt púsluspil. Sá, sem starfar vib ferðamál, þarf að finna út hvab hentar ferða- fólkinu og síðan að kanna á hvern hátt unnt sé að koma hlutunum í framkvæmd þannig að allt gangi upp: að ferðamaðurinn fái það, sem hann er að sækjast eftir, fyrir sanngjarna greiðslu, og að rekstur ferðaþjónustunnar standi undir sér." Helena segir að oft geti reynst erfitt að láta þetta púsluspil ganga upp. Áukib samstarf ýmissa aðila geti þó auðveldað það nokkuð, og hún nefnir dæmi úr dagleg- um störfum í því sambandþ, „Ég fékk fyrirspurn frá Siglu- firði fyrir nokkru um hvort ég gæti beitt mér fyrir því að fleira ferðafólk fari til Siglu- fjarðar. Siglufjörður hefur ým- islegt að bjóða og ég get vel skilið áhuga Siglfirðinga á að fá fleira ferðafólk til bæjarins. Ég fór að athuga málið og komst að því að þröskuldur- inn hvað þetta varðar liggur í samgöngum. Þar vantaði púslu í spilið. Fastar ferðir frá Siglufirði til Akureyrar yfir sumarmánubina eru nauðsyn- legar til þess ab koma slíkri samvinnu á. Ég fékk einnig sambærilega fyrirspurn frá Grenivík, en rak mig á sama þröskuldinn — sama auða reitinn í púsluspilinu hvab samgöngurnar varbar." Helena og Sigurður segja að úr þessu verði að bæta, en þab takist aðeins með samvinnu þeirra aðila sem vinna að feröaþjónustu, heimamanna á viðkomandi stöðum og ríkis- valdsins í þeim tilvikum þar sem um vegabætur er að ræða. Ferbaþjónusta felst einnig í ab nema önnur lönd Ferðaþjónusta er ekki ein- vörðungu að taka á móti út- lendingum, leibbeina þeim um landið og eiga við þá við- skipti meb þjónustu. Ferða- þjónustan felst einnig í aö nema önnur lönd — önnur áhugaverð svæði — og ab því hafa þau Helena og Sigurður verið að vinna. Helena segir að sífellt þurfi að leita eftir nýjum möguleikum fyrir ferðafólk — möguleikum sem auki áhuga þess á að dvelja lengur hér á landi. í því sam- bandi hafi þau farið að horfa til Grænlands sem möguleika fyrir ferðamenn á Akureyri. Sigurður kveðst hafa unnið mikið í tengslum við Græn- land og á Grænlandi í störf- um sínum sem flugmaður og framkvæmdastjóri hjá Flugfé- lagi Norðurlands og talið ákveðna möguleika felast í að bjóða dagsferðir til Angmags- salik og Kulusuk frá Akureyri. Flogið er frá Akureyri ab morgni, viðkomandi byggðir skoðaðar með leiðsögn og flogiö heim að kvöldi. Þau segja þessa nýbreytni vinsæla og marga útlendinga fýsi að

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.