Tíminn - 22.07.1995, Blaðsíða 4
10
9Míw
Laugardagur 22. júlí 1995
Stend ekki í skugga samstarfs-
manna minna af hinu kyninu
igfríbur Þorsteinsdóttir,
forseti bæjarstjórnar Akur-
eyrar, ræbir um konuna í
forsvari bæjarmála vib hlib
karlkyns pólitísks kjörins bæj-
arstjóra, kvennabaráttuna, fé-
lagslega stöbu íbúa á Akureyri,
deiiurnar um Sölumibstöbina
og íslenskar sjávarafurbir, fjár-
hagsstöbu Akureyrarbæjar og
hugmynd um „Rábhús Akur-
eyrar"
Sigfríbur Þorsteinsdóttir tók
viö starfi forseta bæjarstjórnar
Akureyrar að loknum síöustu
bæjar- og sveitarstjórnakosning-
um. Þá mynduðu framsóknar- og
alþýðuflokksmenn meirihluta í
bæjarstjórninni og tóku vib for-
ystunni úr höndum sjálfstæðis-
og alþýöubandalagsmanna, sem
höfðu forystu um málefni Akur-
eyrar fjögur árin á undan og
sjálfstæöismenn raunar lengur
með samstarfi vib Alþýðuflokk-
inn. Sigfríður skipaði annaö sæti
á framboðslista framsóknar-
manna — næsta á eftir Jakobi
Björnssyni, sem að loknum bæj-
arstjórnarkosningum og myndun
meirihluta var ráðinn í starf bæj-
arstjóra. Er hann fyrsti bæjar-
stjóri á Akureyri sem kemur úr
hópi starfandi bæjarfulltrúa.
Sigfríður er tækniteiknari, hef-
ur unniö á arkitekta- og verk-
fræðistofum í Reykjavík og á Ak-
ureyri og starfar nú á Verkfræði-
stofu Norðurlands.
Starfi forseta bæjarstjórnar
fylgja ekki einungis þau verkefni
að vinna að málefnalegum und-
irbúningi og stýra fundum bæjar-
stjórnar, heldur þarf starfandi
forseti að koma fram fyrir hönd
bæjarins viö margvísleg tækifæri.
Þeim störfum er gjarnan skipt á
milli forseta bæjarstjórnar og
bæjarstjóra, en nú þegar bæjar-
stjórinn er jafnframt bæjarfull-
trúi, eins og tíðkast hefur um
borgarstjórann í Reykjavík utan
eins kjörtímabils, leggst hinn op-
inberi þáttur bæjarstjórnarstarfs-
ins meira á hans herðar en þegar
um starfandi bæjarstjóra er ab
ræöa. Finnst Sigfríði Þorsteins-
dóttur, sem forseta bæjarstjórnar
og jafnframt starfandi konu í
sveitarstjórnarmálum, að hún
standi í skugga bæjarstjórans eða
annarra samstarfsaðila af karl-
kyninu á þessum vettvangi? Hún
svarar því neitandi og brosir.
„Samstarf okkar Jakobs Björns-
sonar er með ágætum. Vissulega
skiptum við með okkur verkum
og þar á meðal þeim skyldum að
koma fram fyrir hönd baejarins
við hin ýmsu tækifæri. Ég hef
aldrei fundið fyrir þeirri tilfinn-
ingu að ég standi í skugga bæjar-
stfórans né anná'rra bæjárfuíltrúa
og samstarfsabila af hinu kyn-
inu."
Kvennabaráttunni er
ekki lokið
Sigfríbur hefur lengi tekið virk-
an þátt í félagsmálum og hefur
einnig látib kvennabaráttuna til
sín taka. Hún sat meðal annars
eitt kjörtímabil í bæjarstjórn Ak-
ureyrar sem fulltrúi fýrir Kvenna-
framboðið á Akureyri, áöur en
hún hóf að starfa með Framsókn-
arflokknum. En hver er hugur
hennar til kvennabaráttunnar í
dag og hvernig finnst henni leið-
in ab markmiöum hennar hafa
legib? Má ef til vill líta á inn-
göngu hennar í Framsóknar-
flokkinn þeim augum aö hún
telji kvennabaráttunni vera lok-
ið?
Hún neitar því einarðlega að
kvennabaráttunni sé lokið. Hún
hafi hinsvegar tekið breytingum
og margar konur fundið sér nýj-
an farveg til þess að vinna að
áhugamálum sínum.
„Eg tók þátt í starfi Kvenna-
framboðsins á Akureyri snemma
á síðasta áratug. Þetta framboð
var sjálfstætt framtak kvenna á
Akureyri og tengdist aldrei starfi
Kvennalistans, sem boðiö hefur
fram í alþingiskosningum, þótt
ýmsar áherslur hafi verið þær
sömu. Meginmarkmið kvenna-
framboðanna, sem komu fram
við sveitarstjórnarkosningar og
raunar einnig Kvennalistans, var
að mínu mati aö auka þátttöku
kvenna í opinberum störfum og
stjórnum og gera konum kleift
að hafa meiri áhrif á framgang
mála en verib hafði. Þetta hefur
tekist aö nokkru leyti. Á þeim
tíma, sem liöinn er frá því
kvennaframboðin komu fyrst
fram, hefur konum fjölgað tals-
vert í bæjar- og sveitarstjórnum
og einnig nokkuð á Alþingi.
Einnig má benda á að ýmsir
stjórnmálamenn og stjórnmála-
flokkar hafa tekiö upp margt af
því sem kvennaframboðin og
Kvennalistinn lögðu áherslu á.
Þannig hefur þessi þáttur
kvennabaráttunnar haft mikið að
segja, þótt áhrif hans hafi fremur
orðið með óbeinum hætti en
beinum."
Sigfríður kvebst alltaf hafa litið
svo á að kvennaframboðin væru
tímabundin baráttuaðferð til að
auka þátttöku kvenna í sveitar-
stjórnum og á Alþingi. Konur
myndu síban fara til starfa á vett-
vangi hinna blönduðu stjórn-
málaafla. Sú hafi oröiö raunin
hvað sumar þeirra varbar, abrar
hafi hætt afskiptum af stjórnmál-
um og einn hlutinn tengist
Kvennalistanum í dag.
Vandi Kvennalistans
kemur innanfrá
Finnst henni þá hlutverki
Kvennalistans vera lokið? Að
hann sé ef til vill oröinn tíma-
skekkja í íslenskum stjórnmál-
um?
Hún kveöst ekki vilja taka til
orða á þann hátt, en segir að sér
hafi ekki fundist hann hafa náð
lengra en að vera baráttuhópur
sem haft hafi nokkur óbein áhrif
í stjórnmálum.
„Ég held að þátttaka Kvenna-
listans í störfum ríkisstjórnar
hefði leitt af sér.aðtf-a þróun en
orbið hefur og hann fengið á sig
alvarlegri ímynci sém stjórnmála-
afl.-Ég tej efnnig að útsldptaregla
kvennalistakvenna hafi valdið
þeim miklum skaða. Þær voru
jafnvel að skipta konum út úr
sveitarstjórnum og af þingi á
miðjum kjörtímabilum. Þegar
mætar manneskjur, sem verið
höfðu mótandi afl og einnig and-
lit fyrir hreyfinguna, vom búnar
að öölast reynslu, uröu þær að
hverfa af vettvangi vegna þessar-
ar reglu. Þótt ágætar konur hafi
komib í staöinn, þá urðu þær
engu að síður ab afla sér reynslu
og kynna sig á meðal almenn-
ings. Ég held að Kvennalistinn
hafi keypt of dým verbi að nota
Alþingi sem einskonar æfinga-
Forseti bæjarstjórnar hefur tyllt sér á bekk á Rábhústorginu í mibbœ Akur-
eyrar. Ab buki hennar sér til þess svœbis þar sem hún kvebst vilja sjá hús-
næbi fyrir starfsemi Akureyrarbæjar rísa í framtíbinni. Tímamynd w
búðir og að sá vandi, sem kvenn-
alistakonur eiga nú við að stríba,
sé að miklu leyti tilkominn inn-
anfrá. Hann stafar fyrst og fremst
af skipulagi samtakanna og
starfsháttum, en ekki því ab kon-
um finnist engin þörf á sérstök-
um málsvara á vettvangi stjórn-
málanna."
Bábir foreldrar þurfa
aö taka þátt í fæö-
ingarorlofi
Sigfríður talar um raunveruleg
verkefni, en hver telur hún að
næstu skref í jafnréttisbaráttunni
þurfi að vera?
Hún nefnir strax naubsyn þess
að báðir foreldrar taki þátt í fæö-
ingarorlofi. Raunverulegt jafn-'
rétti náist ekki fyrr en sú hefö
skapist að feður taki hlu’ta örlofs.
Á meðan kopur verði einar að
hverfa frá vinnu vegna barns-
buröar, þá veröi litið á þær sem
óstööugt vinnúafl og þær hafi
ekki sama abgang að krefjandi
störfum og karlar. Af þeim sök-
um verði þær að sætta sig viö
lægri launaflokka, jafnvel þótt
um sömu störf sé ab ræða. Konur
hafi í mörgum tilfellum sambæri-
lega menntun á vib karla og á
síðustu árum hafi konur meb
mjög góða menntun komib inn á
vinnumarkaðinn — konur sem
hvergi standi karlmönnum ab
baki í kunnáttu og hæfni. Lík-
amsburðir séu það eina sem kon-
urnar skorti nokkuð á, miðað vib
karlmennina, en í nútíma samfé-
lagi og starfsumhverfi skipti þeir
sífellt minna máli.
„Ég tel að karlmenn verði að
taka hluta uppeldisins að sér
með þessum hætti, og ákveðinn
grundvallarréttur barna felst í því
að kynnast feðrum sínum jafnt
sem mæðrum."
Aðspurð kveöst Sigfríður þó
ekki viss um að allir karlmenn
séu tilbúnir að taka uppeldishlut-
verkib að sér með þeim hætti
sem skipting á fæbingarorlofi
krefst, og ákveðin hugarfars-
breyting verði að koma til. Þarna
þurfi þó ekki aö vera karlrembu-
hroka um að kenna, heldur sé
erfitt að brjóta upp viðteknar
venjur samfélagsins, þótt þaö sé
nauðsynlegt til þess að ná fram
jafnrétti kynjanna hvab starfs-
möguleika og launakjör varöar.
„Karlmenn. hafa vanist því frá
aldaöðli að láta þjóna .sér, og
vissulegá getur verið erfitt fyrir ,
■þá að Vaxa frá þeim uppeldist-
áhrifutrf.. Við getum spurt okkur
hve langt sé liðiö fra því aö
'vinnukönur á íslandi voru skyld-
, aðar til að þjóna vinnumanni til
viðbótar annarri vinnu. Stoppa í
sokka af honum og gera við föt.
Þetta var við lýði framyfir síðustu
aldamót, og þó nokkur tími sé
liðinn frá því þessar kvaðir af-
lögðust, þá lifir hugsunarháttur-
inn um þjónustuhlutverkið góbu ’
lífi."
Miklar fjárfestingar
heimila hafa aukið
þörf fyrir aðstoð
Sigfríður hefur tekið mikinn
þátt í þeim hluta bæjarmála á
Akureyri er lýtur að félagslegum
abstæðum fólks, og veitir nú fé-
lagsmálaráði Akureyrar forstöðu.
Finnst henni að félagslegur vandi
hafi vaxiö og að hann nái fremur
til kvenna en karla?
Hún segir ab þessi vandi komi
fram með nokkuð öðrum hætti á
Akureyri en í Reykjavík þar sem
einstæðir karlmenn séu áberandi
meðal skjólstæbinga Félagsmála-
stofnunar.
„Hér eru það fremur fjölskyld-
ur sem leita aðstoðar. Oft er um
að ræða fólk í störfum og með
sæmilegar og jafnvel góðar tekj-
ur. Vandi þessa fólks stafar oftast
af fjárfestingum sem þaö getur
ekki stabið undir. Greibslubyrðin
er meiri en tekjurnar ráða vib. í
þessum hópi eru fjölskyldur, sem
tókust á hendur miklar skuld-
bindingar á misvíxlunarárunum
svonefndu, þegar vísitala kaup-
gjalds var tekin úr sambandi en
lánskjaravísitalan var áfram virk.
Á meðan tekjur fólks stóðu í stað,
hækkuöu skuldirnar jafnt og þétt
frá mánuði til mánaðar. Fólk hef-
ur orðib ab selja eigur sínar, jafn-
vel húsnæði, til að losa um
skuldaklafann og á þá ef til vill
ekki um abra leið að velja en
leita eftir húsnæði í félagslegri
eigu eða leiguíbúðum sveitarfé-
laga. Því miður er oft litið hægt
að gera í málum þessa fólks, því
tekjur þess eru hærri en þeir
rammar, sem félagsmálastofnanir
vinha eftir, leyfa. Þetta fólk á oft
ekki um annað að velja en búa
vib þröngar aðstæður, jafnvel
inni á ættingjum, og í mörgum
tilfellum verða ábyrgðarmenn —
sem oft eru þessir sömu ættingjar
— að taka skuldbindingar þess á
sínar herðar. Vissulega eru fleiri
ástÆÖur til þess að fólk leitar fé-
lagslegrar aðstoöar, en eftir að
hafa kynnst viðfangsefnum Fé-
lagsmálastofnunar þá finnst mér
þessar ástæður nokkuð áber-
andi."
Sigfríður segir að sá atvinnu-
vandi, sem veriö hafi á Akureyri
undanfarin ár, segi einnig til sín í
þeim erindum sem berist til Fé-
lagsmálastofnunar. Þar sé þó ekki
um nein óeðlileg vandamál að
ræba, er leitt geti af atvinnusam-
drætti. Akureyrarbær standi
nokkuð vel að vígi til að sinna fé-
lagslegum verkefnum og stefna
bæjaryfirvalda sé sú að eiga eina
leiguíbúö á hverja 100 íbúa. Því
þurfi bærinn að eiga um 150
íbúðir, en í dag séu þær um 120.
Sá fjöldi leysi þó verulegan hluta
af þeim vanda sem berist inn á
borð bæjaryfirvalda, því leigu-
íbú.b á vegum t^æjarins sé oft
virkásta aðs'töðiri' fyrir skjölstæð-
,ingr>Félágsmálastofnunar. Þótt
reynt sé að sinna þessum vib-
fángs’efnum eftir þörfurri og getu,
þá verði ætíð til fólk sem telji ab
Félagsmálastofnun sinni þeirra
málum ekki sem skyldi.
Meö forgöngunni í
ÍS-málinu fór af stað
atburðarás sem mun
skila árangri
Félagslegur vandi fólks er oft
afleiöing af minnkandi atvinnu
eöa atvinnuleysi, og þegar stjórn-
málaflokkarnir undirbjuggu
kosningabaráttu sína á Akureyri
fyrir rúmu ári, þá var það sameig-
inlegt baráttumál þeirra allra að