Tíminn - 28.07.1995, Side 1
STOFNAÐUR 1917
79. árgangur Föstudagur 28. júlí 1995 139. tölublað 1995
Cunnar Oddsteinsson á bökkum Skaftár ígcermorgun ásamt Sigursteini Olafssyni frá Selfossi sem er nœr á myndinni. Áin var þá eins og úthaf á ab líta,
vatnsmagnib tífalt á vib þab sem venjan er. Nú hefur vatnsmagnib minnkab til muna. Tímamynd Sigurbur Bogi.
Skattskyldur hagnaöur fyrirtœkja hœkkaö yfir 20% annaö áriö í röö og aukningin öll í Reykjavík:
Góðærið hefur fundist í
fyrirtækjum í Reykjavík
Enn eitt Skaftárhlaupiö
veldur bœndum tjóni.
Eitt stœrsta hlaupiö til
þessa:
Stuttur og
snarpur
hvellur veld-
ur tjóni
Eitt stærsta Skaftárhlaup sem
komib hefur fram til þessa var í
rénun í gærdag eftir sólarhrings
öfluga framrás sem olli ýmsum
skaba. Vatnsmagn í sigkötlum
við Grímsvötn í Vatnajökli, þar
sem áin á upptök sín, var farið
að sjatna og vatnamælinga-
menn sem staddir voru vib
Sveinstind sáu síðdegis í gær á
mælum sínum að vatnib fórób-
um minnkandi. Sömu sögur er
að segja af Hverfisfljóti og
Djúpá á Síðu, en þær eiga upp-
tök sín í sama sigkatlinum þótt
þær renni undan jökli á sitt-
hvorum staðnum.
Eldvatn sem fellur úr-Skaftá var
eins og hafsjór yfir að líta þegar
blaðamaður Tímans var á ferðinni í
Skaftártungu snemma í gærmorg-
un. Og þar sem ískalt jökulvatnið
streymdi fram steig mikil gufa upp
á hlýjum sumarmorgninum.
Að sögn Árna Snorrasonar vatna-
mælingamanns var hámarksrenns-
lið í þessu flóði um 1.300 rúmmetr-
ar á sekúndu. Það er um þaö bil tí-
falt meira en gerist við venjulegar
aðstæður og á vetrum verður
rennslið ennþá minna, eða allt að
10 lítrar á sekúndu.
Árni Snorrason segir að Skaftár-
hlaupið nú sé álíka stórt og það
sem kom árið 1984, en það er hið
stærsta sem komið hefur frá því
mælingar hófust árið 1955. Hlaup-
ið nú náði hámarki í fyrrinótt og
var sífellt að vaxa í einn sólarhring.
Flóðin sjatna svo á tveimur til
þremur sólarhringum að sögn
Árna.
Ófært varð heim að bæjunum
Skaftárdal og Svínadal í hlaupinu.
Þá lónaði vatn að veginum við bæ-
inn Hvamm í Skaftártungu, en þar
varð þó ekki ófært. Sömu sögu er
að segja af Fjallabaksvegi nyrðri þar
sem sæluhúsið Hólaskjól er nærri
Eldgjá. Að sögn Gunnars Odd-
steinssonar í Hvammi hafa veruleg
landspjöll hlotist af Skaftárhlaup-
um síöustu ára, en þau hafa orðið
nokkuð reglulega á eins til tveggja
ára fresti.
Mikið magn aurs og sands berst
fram með linni sem leiðir af sér
sandfok. Það hefur valdið spjöllum
á löndum bænda og eins hafa girð-
ingar og vegir skemmst. ■
Enginn hefur enn lagt fram
frambob til varaformanns í Al-
þýbubandalaginu, en eins og
kunnugt er hafa þau Margrét
Frímannsdóttir og Steingrím-
ur J. Sigfússon lýst yfir fram-
boði sínu til formennsku í
flokknum og verbur kosið
leynilegri kosningu á lands-
fundi Alþýbubandalagsins,
Álagðir tekjuskattar lögaðila í
landinu benda til þess að gróði
fyrirtækja hafi í fyrra stóraukist
annað árið í röð, eða um og yfir
fimmtung hvort ár. Athygli vekur
að þetta góðæri í fyrirtækjum
hefur aö mestu eða nær eingöngu
fundist í fyrirtækjum í Reykjavík.
Þrátt fyrir smávegis fækkun lög-
aðilá sem greiða tekjuskatt,
hækkar tekjuskattur lögaðila í
borginni nú um 35% milli ára. Og
að teknu tilliti til lækkaörar
álagningarprósentu í fyrra, virð-
ist hagnaður fyrirtækja í borginni
þá einnig hafa aukist yfir 30%
milli áranna 1993 og 1994 — eöa
samtals um 70-75% á s.l. tveim
árum.
sem haldinn verður á Hótel
Sögu I október.
Samkvæmt reglum, sem mið-
stjóm hefur sett um allsherjarkjör-
ið, segir að berist aðeins eitt eða
ekkert framboð til kjörs formanns
eða varaformanns, skuli framboðs-
frestur lengdur. Yfirkjörstjórn Al-
þýðubandalagsins hefur því ákveð-
iö að framlengja framboðsfrest í
Samkvæmt yfirliti fjármálaráðu-
neytisins hækkaði tekjuskattur fyr-
irtækja úr 4,2 milljörðum í fyrra í
5,1 milljarð króna í ár, eða um tæp-
lega 22% milli ára. „Þetta þýðir að
skattskyldur hagnaður fyrirtækja
hefur aukist umtalsvert að raungildi
á síðasta ári," segir fjármálaráðu-
neytið.
I samsvarandi yfirliti fyrir ári seg-
ir að hækkun á tekjuskatti fyrir-
tækja úr 4 upp í 4,2 milljarða sé „at-
hyglisverð, þar sem tekjuskattshlut-
fallið var á sama tíma lækkað úr
39% í 33%. Samkvæmt þessu hefur
skattskyldur hagnaður
fyrirtækja aukist talsvert að raun-
gildi á árinu 1993, eða um nær
fimmtung að raungiidi", segir fjár-
sig fram
varaformannskjöri til hádegis
fimmtudaginn 10. ágúst.
í áðurnefndum reglum er kveðið
á um að sé enn enginn í kjöri til
varaformanns, þegar framboðsfrest-
ur rennur endanlega út, skuli vara-
formaöur kjörinn á landsfundi.
Bjóöi einn sig fram áður en frestur
rennur út, telst sá frambjóðandi
kjörinn varaformaöur. -TÞ
málaráðuneytið og jafnframt að
álagningin væri mun meiri en búist
hafði verið við. Þetta endurtekur sig
nú, því tekjuskattur fyrirtækja í ár
er um 460 milljónum króna meiri
en ráðuneytið hafði áætlað.
Framangreindar tölur gefa til
kynna að skattskyldur hagnaður
fyrirtækja hafi þannig hækkað um
allt að 45% á aðeins tveim árum
(sem mörgum launþeganum í þjón-
ustu þeirra þætti líklega harla gott).
Athygli vekur að fyrirtæki í
Reykjavík virðast hafa aflað alls, eða
nærri alls þessa aukna gróða. Hlut-
fall reykvískra fyrirtækja af heildar-
álagningu tekjuskatts var 57% við
álagningu 1993, hafði hækkað í
60% árið eftir og nú eiga fyrirtæki í
borginni að greiða 67% alls tekju-
skattsins. f milljörðum talið hefur
tekjuskattur fyrirtækja í Reykjavík
hækkað úr 2,3 árið 1993, í 2,5 í
fyrra og upp í rúmlega 3,4 milljarða
á þessu ári. Fyrirtæki annars staðar á
landinu eiga aftur á móti að 1,7
milljarða tekjuskatt í ár, eins og í
fyrra og líka árið þar áður.
Einnig er athyglisvert að þessi
stóraukni gróði fyrirtækja í Reykja-
vík virðist ekki stafa af því að gróöa-
fyrirtækjum þar hafi fjölgað, heldur
hitt að gamalgróin fyrirtæki græði
bara meira og meira. Reykvísk fyrir-
tæki, sem greiddu tekjuskatt, voru
um 1.850 áriö 1993, fjölgaði í 2.056
í fyrra, en fækkaði síðan aftur í um
2.010 á þessu ári. Tæplega 3.500
fyrirtækjum í borginni er gert að
greiða tryggingagjald og hefur
fjölgað um 8% á s.l. tveim árum. ■
íslandsbanki á örri uppleib:
113 milljóna
hagnaður
fyrstu sex
mánuðina
íslandsbanki viðraði í gær hag-
stæðar tölur um rekstur sinn
fyrri hluta þessa árs. Hagnaður
af rekstri bankans í ár er 113
milljónir króna. Rekstrarskil-
yrbin voru samt erfið í upphafi
árs og bankinn þá rekinn með
tapi. Síöan hefur orbið bati svo
um munar.
„Það, sem einkennir uppgjörið
nú, er minni vaxtamunur en áður
og lægri þjónustutekjur. Á móti
kemur ab rekstrarkostnaður held-
ur áfram að lækka, afkoma dótt-
ur- og hlutdeildarfélaga batnar og
síðast en ekki síst hefur framlag í
afskriftareikning lækkab mikiö,"
sögðu menn hjá íslandsbanka í
gær. ■
Framboösfrestur til varaformanns í Alþýöubandalaginu framlengdur:
Enn enginn boðiö