Tíminn - 28.07.1995, Síða 7

Tíminn - 28.07.1995, Síða 7
Föstudagur 28. júlí 1995 7 Þessir fimm menn hafa ab líkindum verib samtíba í Kaupmannahöfn á öldinni sem leib, en á þessari blýants- teikningu eftir Sigurb málara hefur ekki tekist ab bera kennsl á nema þrjá þeirra. Maburinn lengst til hœgri er jón Abalsteinn Sveinsson kennari, þá kemur Steingrímur Thorsteinsson og nœst Sigurbur sjálfur, en ekki er vitab um þá tvo sem eru lengst til vinstri. Mannamyndir íslenskra listamanna í Bogasal Hólmfríbur Sigurbardóttir prestskona í Vatnsfirbi, f. 1638. Myndina mál■ abi jón í Felli meb olíu á skinni. V Vó' iitfk býxgiiMMlf: mm ota& kb '>i<3 tJRisiámU pk ftíevi m'Aéíik (Írkíb Blýantsteikning Þorsteins frá Hlíb af Höllu Magnúsdóttur á Stóra-Ármóti og Ólafi Gubmundssyni stjúpsyni hennar. Sýning á mannamyndum eftir ís- lenska listamenn frá 17.-19. öld er nú í Bogasal Þjóöminjasafns- ins. í inngangsorðum Halldórs J. Jónssonar aö sýningarskrá, er valdi myndir á sýninguna ásamt Ingu Láru Baldvinsdóttur, er þess getiö aö hér á landi hafi gerb mannamynda verib heldur fá- tækleg ábur en ljósmyndir komu til sögunnar. . Elstu myndir af íslendingum eru frá fyrri hluta sautjándu ald- ar. Þeirra elstar eru myndir af Guöbrandi Þorlákssyni en ekki hafa veriö færðar sönnur á þaö aö þær séu eftir íslenska málara. Fyrstu íslensku málararnir sem vitað er um voru Jónar tveir, báö- ir Guðmundssynir. Sá eldri var prestur í Felli í Sléttuhlíö, á dög- um 1631- 1702, og hinn í Stærra- Árskógi, 1635-1696. Eftir þá báöa eru myndir á sýningunni, en tal- iö er aö þeir hafi veriö lítt læröir. Þriöji málarinn er Hjalti Þor- steinsson sem fæddur er á Austur- landi 1665 en uppvaxinn í Eyja- firði. Myndir hans bera því vitni aö hann hefur fengiö tilsögn, enda eru til heimildir um að Þóröur Þorláks- son, rektor á Hólum og síöar biskup í Skálholti, hafi sagt honum til í „málaralist og myndagjörð" og styrkt hann síðan til náms í Kaup- mannahöfn. Þekktust þeirra mynda sem varöveist tiafa eftir Hjalta Þor- steinsson er án efa myndin af Hall- grími Péturssyni, máluð meö olíu á striga, en eftir henni munu allar aðrar myndir af sálmaskáldinu geröar. Það vekur athygli aö þessir þrír fyrstu málarar sem gefa sig aö gerö mannamynda koma allir fram í grennd við Hólastað. í sýningar- skránni eru líkur að því leiddar að þar kenni áhrifa sem rekja megi til Guöbrands biskups Þorlákssonar, enda séu tveir af þessum þremur málurum skjólstæðingar náinna af- komenda hans. Sæmundur Magnússon Hólm er næsti íslenski myndlistarmaöurinn sem eitthvaö kveöur aö. Hann fæddist 1749 og nam viö Listahá- skólann í Kaupmannahöfn. Kunn- ugt er um liðlega tuttugu manna- myndir eftir Sæmund Hólm og á Þjóöminjasafnið rúman helming þeirra. Heldur fer lærðum íslenskum myndlistarmönnum fjölgandi er kemur fram á nítjándu öld. Má þar nefna Helga Sigurðsson, sem fædd- ur var 1815 og var reyndar fyrsti ís- lenski ljósmyndarinn, og Þorstein Gubmundsson frá Hlíð, fæddur 1817, sem báðir sóttu menntun í myndlist til Kaupmannahafnar, og svo Arngrím Gíslason sem fæddist 1829. Hann fór ekki utan til náms en fékk tilsögn hjá Þorsteini frá Hlíð jónas. Svartkrítar- mynd Helga Sigurbs- sonar, gerb eftir teikningu hans af dánargrímu skálds- ins. Ármann Sveinsson, eba Manni, sem allir kannast vib úr Nonna- bókunum. Blýantsteikning eftir Arngrím Gíslason frá 1864. Raubkrítarmynd Sœmundar Hólm af Hannesi Finnssyni biskupi. og Sigurði málara. Eftir Arngrím hafa varðveist milli 30 og 40 mynd- ir. Um helmingur þeirra er í Þjóö- minjasafninu. Loks er aö geta Sigurðar Guö- mundssonar málara sem hlýtur að teljast fremstur þessara listamanna, hvort heldur litið er á listrænt gildi verka hans, handbragð eða afköst. Þótt Sigurður málari hafi ekki átt sjö dagana sæla í jarövistinni lá eft- ir hann fjöldi mynda og þar af eru um 110 þekktar. Rúmlega sextíu eru í Þjóðminjasafni. Margar eru í einkaeign en af þeim hafa margar glatast, aö því er fram kemur í sýn- ingarskrá, jafnvel á síöustu áratug- um. Sigurður fæddist á Hellulandi í Skagafirði árið 1833. Þegar í bernsku komu fram hjá honum list- rænar hneigðir og sextán ára aö aldri fór hann til iðnnáms í Kaup- mannahöfn, en hlaut að því loknu hefðbundna akademíska þjálfun í teikningu og meðferð olíulita. Upp frá því er hann oftast kenndur við þessa mennt sína, segir í ritgerð Halldórs J. Jónssonar um manna- myndir hans í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1977. Áhugi Sigurðar málara beindist að ýmsu öðru en myndlist og hún var aöeins einn af þáttunum í ævi- starfi þessa listamanns sem var í senn í fjölhæfur, frumlegur með af- brigðum og sannkallaður framúr- stefnumaður. Slíkir menn eiga sjaldnast miklu fylgi að fagna í lif- anda lífi, eins og sannaðist reyndar eftirminnilega á Sigurði málara sem bjó við það alla tíð að vera upp á skammsýna smáborgara kominn. Myndir Sigurðar í Bogasalnum nú eru langflestar frá árunum 1856 og 1858, en þá gerði hannvíðreist norðanlands og vestan og teiknaði myndir af mönnum þar sem hann fór um. Þetta eru blýantsteikningar, en Sigurður málaði lítið með oiíu eftir að hann lauk námi sínu í Kaupmannahöfn. Frá þeim árum eru til eftir hann nokkrar myndir, þar á meðal þær mannamyndir hans sem telja má veigamestar. Reyndar er það sama að segja af Siguröi málara og öðrum íslenskum myndlistarmönnum á þessum tíma að hann gerði flestar mannamyndir sínar fyrst eftir að hann kom heim að loknu námi. Má helsta ástæðan vera sú að undirtektir hafi ekki orb- ið til mikillar hvatningar. Á sýningunni í Bogasalnum er 31 mynd af 79 eftir Sigurð málara. Sýn- ingin stendur til 15. september. Texti: Áslaug Ragnars Blýantsteikning af Grími Thomsen, gerb af Sigurbi mál- ara, ab öllum líkind- um á Hafnarárum beggja, upp úr mibri síbustu öld. Forkunnar vel gerb mynd Hjalta Þorsteinssonar af biskupshjónunum í Skálholti, Þórbi Þorlákssyni og Gubríbi Gísladóttur. Myndin er málub meb olíu á eikartré, um 1690-92.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.