Tíminn - 12.08.1995, Side 4
4
Laugardagur 12. ágúst 1995
W&KN&RtStö’
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð ílausasölu 150 kr. m/vsk.
Listin er hluti af
mtrn
Það eru sannindi sem ekki verða of oft endurtekin
að sjálfstæði þjóðar er ekki einungis efnahagslegt.
Hver þjóð sem ætlar að njóta virðingar í samfélagi
þjóðanna verður að hafa burði í menningu og list-
um. Mjög frjósamur akur á þessu sviði greiddi leið
íslendinga til fullveldis og lýðveldis fyrr á öldinni.
Þetta tímabil einkenndist af grósku í bókmennt-
um og rithöfundar komu upp sem öfluðu sér við-
urkenningar á alþjóðavettvangi. Hins vegar segir
það ekki alla söguna. íslenskir myndlistarmenn
hösluðu sér ekki síður völl með sígildum verkum.
Nú stendur yfir í Listasafni íslands sýningin
„Ljós úr norðri" sem er sýning á Norrænni aldamó-
talist. Það tímabil var gróskumikið í list Norður-
landa, en það er sérstök ánægja að sjá að íslenskir
listamenn eru fullmektugir í þeim hópi listamanna
sem þarna má finna verk eftir.
Það er einkennandi fyrir bæði rithöfunda og
myndlistarmenn sem hafa náð lengst að verk
þeirra hafa íslenskar rætur, en þó standa þeir föst-
um fótum í straumum umheimsins í listum. Lista-
maðurinn má aldrei verða einangraður og þarf á
því að halda að skyggnast um í því sem er að gerast
á þeim vettvangi erlendis. Þessi sannindi eru í fullu
gildi í dag, rétt eins og fyrr á öldinni.
Myndlistarsýningin Ljós úr norðri er ekki það
eina sem er að gerast á menningarsviðinu þessa
dagana. Nú í vikunni var frumsýnd ný íslensk
kvikmynd eftir Þráinn Bertelson. Hann er einn af
þeim sem hefur lagt þessa listgrein fyrir sig, en saga
hennar er ekki eins löng hérlendis eins og hinna
greinanna tveggja. Miklar vonir eru bundnar við
að þessi listgrein nútímans geti átt framtíð fyrir sér
hér á landi og nauðsynlegt er að búa henni þau
skilyrði. Með því ætti að vera hægt að ná góðum
árangri á þessu sviði ekki síður en á vettvangi bók-
mennta og myndlistar. Hið sama gildir um ræturn-
ar. Það er nauðsyn fyrir íslenska kvikmyndagerðar-
menn að sækja yrkisefni sinn í íslenskan veruleika,
en auðga hann með sinni alþjóðlegu reynslu, án
þess að hún verði hluti af alþjóðlegum stóriðnaði
eða eftiröpun. Þannig getur hún tæpast átt glæsta
framtíö.
Sú kvikmynd sem mesta viðurkenningu hefur
fengið á erlendum vettvangi fjallar um vandamál
gamals fólks, mál sem er alþjóðlegt, en er ljáð ís-
lenskt umhverfi.
Frumsýning innlendrar kvikmyndar er ávallt
nokkur viðburður. íslenskir kvikmyndagerðar-
menn eru í sporum brautryðjandans, enn eru þeir
að hasla nýrri listgrein völl hérlendis. Sagt er að
það sé efnahagslega hagkvæmt að hlúa að kvik-
myndagerð í landinu. Það er vissulega gott ef satt
er, en það má aldrei gleyma því þegar listir eru ann-
ars vegar að þær skapa þjóðinni sjálfstraust og
sjálfsmynd. Hafi það verið nauðsynlegt í fortíðinni
er það ekki síður nauðsyn í framtíðinni. Listin er
hluti af lífinu.
Oddur Ólafsson:
Áþ j án eða
lírsþægindi?
Einkabíllinn er stærsti útgjaldaliöur
í fjölskyldurekstrinum. Þegar best
lét fyrir nokkrum árum var einn og
hálfur bíll skráður á hverja meðal-
fjölskyldu. Síðan hefur bílaeignin
minnkað, en óverulega. Bíllinn
gleypir nær 20% tekna heimilisfyr-
irvinna. Allur húsnæðiskostnaöur
að viðbættu rafmagni og hita er
lægri. Og þótt mikið sé kvartað yfir
matvælaverði en matarkostnaður
heimilis talsvert lægri en þab sem
rekstur bílsins eða bílanna kostar.
Samt heyrir til undantekninga að
kvartab sé yfir öllum þeim fjármun-
um sem kastaö er í einkabílinn,
nema hvað bensínverð er stundum
tíundað og kröfur gerðar til ab þab
verbi lækkað svo ab hægt verði ab
aka meira fyrir minni pening.
Að hinu leytinu stendur bunan
út úr ölium fjölmiblum og lýð-
skrumurum um voðalegt matvæla-
verb og hræðilegan kostnab og
greiðsluerfiðleika vegna húsnæðis-
og rafmagns- og kyndingarkostnað-
ar.
í uppbólginni og viðvarandi um-
ræðu um skuldir heimila og gjald-
þrot fjölskyldna, um vaxtaokur,
skattpíningu og almenna örbirgb,
er aldrei getið um hvaða þátt hin
skylduga bílaeign á í fjárhagslegum
örðugleikum þess mikla fjölda sem
ekki tekst að vinna fyrir sjálfum sér
né sjá fjölskyldu fyrir sómasamlegu
lífsframfæri.
Bíllinn er tabú vegna þess að
hann drottnar yfir því þrælakyni,
sem kallar sig bifreiðaeigendur og
heldur í sljóleika sínum að ökutæk-
ib sé þarfur þjónn, en er í raun
harbur og þurftafrekur húsbóndi.
Blórabögglar
eybslunnar
Miklir skattar eru lagðir á þá sem
fórna launum sínum og afkomuör-
yggi til ab þjóna þeirri landlægu hé-
gilju að bíll sé höfuönauðsyn og
lífsfylling. En það er hann hjá efna-
fólki sem haldiö er bíladellu og þarf
á stöðutákni að halda til ab hressa
upp á persónuleikann. Mebal hinna
efnaminni er bíllinn aftur á móti
áþján, sem veldur alls kyns efna-
hagslegum hremmingum, sem aör-
ir útgjaldaliðir eru gerðir að blóra-
bögglum fyrir, svo sem húsnæðis-
kostnaður og matvælaverð.
Álögurnar á bensín og bíla eiga
ab fara til vegakerfisins, sem ku vera
afskaplega bágborib ef marka má sí-
felldar kvartanir um ab það sé ekki
bílum bjóbandi.
ísland er afar erfitt yfirferöar og
einstaklega illa lagað til vegagerðar.
En öllum farartálmum skal úr vegi
rutt til ab haégt sé að þjóta í bílun-
um um landið þvert og endilagt
jafnt sumar sem vetur. Það er sama
hvab það kostar, fjöll, firðir, stór-
fljót, - flóaflæmi og hraunbreiður
skulu láta í minni pokann fyrir
þörfum bílsins, sem höfubnauösyn
ber til að komist hverja þing-
mannaleið á örfáum mínútum
hvert á land sem er allan ársins
hring. ,
Engin afsökun er tekin gild þegar
úrtölumenn leyfa sér ab efast um
hagkvæmni einstakra samgöngu-
mannvirkja og láta slíkar skoöanir í
ljósi.
Allir landshlutar og byggbarlög
þykjast mjög afskipt í samgöngu-
málum. Torleiði á að standa æski-
legri byggbaþróun fyrir þrifum og
alltaf þarf meiri og meiri peninga til
að bæta samgöngurnar til að bílarn-
ir komist leibar sinnar fljótt og vel.
Skatturinn sem þjóðin leggur á
sjálfa sig til aö þjóna undir bílana
sína er léttbær miöað við að halda
uppi öðrum þörfum samfélagsins.
Eða þannig er látið.
Milljónaþorpin á
Innnesjum
Þéttbýlið á Innnesjum er skipu-
lagt með þeim ósköpum að reiknað
er með bíl á hvern fjölskyldumeb-
lim ef fólk á aö geta hreyft sig um
svæðið og ferðast milli allra að-
skildu þorpana, sem hrúgað er upp
hingað og þangað um kjördæmin.
Þar er nú unnið að samgöngu-
mannvirkjum sem hæfa vel nokk-
ura milljón íbúa borgum. Við
Rauðavatn er búib að grafa sundur
mikinn háls og þar liggja brýr og
vegaslaufur undir og yfir úti í auðn-
inni og hafa verktakar fengið þarna
nokkuð fyrir sinn snúð, en sam-
göngubætur eru þetta ekki.
Önnur brúa- og slaufusmíð
skammt frá þjónar svipuðum til-
gangi. Þá stendur fyrir dyrum að
byggja tvær brýr yfir Elliðaárvog
með tilheyrandi tengivirkjum og
þurfa verktakar ekki að kvíða fram-
tíöinni.
Formaður Umferðarnefndar
Reykjavíkur sagir í blaðaviðtali, að
fólk í borginni sé „þrúgab af mikilli
umferð og miklum hraða." Umferð-
in er miklu meiri en borgin þolir og
þurfi að miða ab því að minnka
notkun einkabílsins.
Samtímis því er verið ab byggja
rándýr umferðarmannvirki til að
auka enn umferðarhrabann og eru
þau miðuð við margfalda bílanotk-
un á við þá sem nú þrúga íbúana,
sem sífellt er verið að dreifa enn
meira út um holt og hæbir, inn með
sundum og út á með ströndum.
Ekki vantar systemiö í galskap-
inn.
Aldrei of miklu til
kostab
Tímasparnaður er mikils virði og
skortur á tíma óskaplegur. Þess
vegna veröur að aka hratt og vega-
kerfið má ekki hamla því að menn
komist hindrunarlaust leiðar sinnar
þegar mikið liggur við - og það er
alltaf þegar sest er undir stýri.
Aldrei er of miklu til kostaö að
stytta aksturstíma. Það er allt að
vinna ef mögulegt er að stytta akst-
ursleiðina t.d. milli Reykjavíkur og
Akureyrar um svo sem sjö km og
spara nokkrar mínútur. Engin brú
yfir fjörð er svo dýr að hún réttlæti
ekki 12 mínútna spamað á leiðinni
milli Innnesja og ísafjarðar.
Helstu umferðagapuxar landsins
sýna þetta og sanna upp á hvern
dag allan ársins hring.
Að sinni skal öllu tali um tjón og
limlestingar sleppt. Slíkt er hvort
sem er algjört aukaatriði í sambandi
við umferðarmál eins og allar fréttir
frá lögreglum, skippuleggjendum
útihátíða og fréttafólki um síðustu
helgi bar glöggt vitni. Hörmungarn-
ar voru jafnvel minni en við mátti
búast og halda ekki vöku fyrir sjálf-
skipuðum umferðarsérfræbingum
og atvinnufólki hálfsannleikans.'
Fátækt og gjörvileiki
Spyrja má hvort einkabíllinn sé
lífsþægindi eöa áþján. Hann er
hvorutveggja.
Bíll er þægilegt farartæki fyrir þá
sem eiga nóga peninga og ekki er
hann síðri sem leikfang og dægra-
stytting.
Fyrir lágtekjufólk og skuldara er
bíllinn áþján sem eykur á kvíða og
áhyggjur. Fátækari hluti þjóðarinn-
ar verbur líka ab láta sér nægja
ódýra og oftast lélega bíla, sem eru
dýrir í rekstri.
Allar bábyljurnar og ofmatib á
naubsyn tímasparnaðar í samgöng-
um er hvergi meö í umræðunni,
enda er búib að heilaþvo fólk svo
rækilega um lífsnauðsyn mikillar
bílaeignar og rándýrra og ómerki-
legra samgöngubóta, að tómt mál
er að tala um án mikils undirbún-
ings.
Eftir stendur ab einkabíllinn og
óþörf og óhagkvæm umferbar-
mannvirki halda almennum lífs-
kjörum nibri, andstætt því sem sí-
fellt er verið að halda að fólki með
ótrúlega víðtækum og samhæfðum
áróbri skillítilla manna. ■