Tíminn - 12.08.1995, Síða 6
6
Laugardagur 12. ágúst 1995
>&£ :.
- - ; < '~-r' ,
íþróttagrein, landkynning og atvinnugrein sem skiiar veruiegum gjaldeyri. Hér er jolly Schrenk á Ófeigi frá Þýskalandi í brautinni. TímamyndÁ
Heimsleikarnir í Sviss án efa ein besta landkynning sem hugsast getur:
Islensk menning sem
veltir milljörðum króna
"Mér liggur viö að segja að
maður geti ekki hugsað neitt."
Sumarexemib er
verulegt vandamál
Alvarlegasta vandamálið sem
íslenskir hrossaútflytjendur og
ræktendur standa frammi fyrir
er svokallað Sumarexem sem
herjar á íslenska hesta eftir að
þeir koma út. Um orsakir þessa
húðsjúkdóms er ekki nákvæm-
lega vitað en hann veldur því að
hestarnir klóra sig til blóös und-
an exemflekkjunum.
Rúna Einarsdóttir, sem nú er
búsett í Þýskalandi, segir að
sumarexem í íslenskum hestum
sé vandamál sem hafi alltaf ver-
ið til staðar. Sumir Þjóðverjar
sem rætt var við á mótinu full-
yrða að exem sé vaxandi vanda-
mál og stafi af heitari sumrum
og meiri mengun. Þó að exemið
leggist einkum og sér í lagi á ís-
lenskræktaöa hesta sem fluttir
eru út eru engu að síður allmörg
dæmi um hesta fædda erlendis
sem fá þennnan húðsjúkdóm.
Meira að segja eru það ekki ein-
ungis íslenskir hestar sem fá
sumarexem, það hefur a.m.k.
fundist í öðrum hestakynum í
Þýskalandi.
"Það hjálpar töluvert mikið
gegn sumarexeminu að hestar séu
hafði inni í húsi og reynt að halda
flugunni í burtu frá þeim," segir
Rúna. "Smyrsl og meðöl sem
reynt er að nota til þess að halda
þessu niðri eru dýr en engin af-
gerandi lækning hefur fundist á
sumarexeminu. Ef íslendingar
ætla að halda áfram að rækta
hesta og selja þá út úr landi er
ekkert mál brýnna heldur en að
finna eitthvert lyf við þessu."
Heimsleikar íslenskra hesta
eru trúlega stærsta stund sem
nokkur keppnismaöur í hesta-
íþróttum lætur sig dreyma um
að taka þátt í. Og ekki bara
keppendur. Hestaáhugafólk
og aðdáendur íslenska hests-
ins láta sig dreyma um næsta
stórmót strax að þessu stór-
móti liönu. Peningarnir sem
hrossaræktin veltir sem at-
vinnugrein eru einnig að
veröa verulegir. Haft hefur
verið eftir sumum framá-
mönnum í hrossaræktinni að
útflutningsvermætiö sé þegar
á milli 1 og 2 milljaröur.
Á nýafstöðnum heimsleikum
í Sviss var mikið spáð og spek-
úlerað í kaupum og sölu á gæð-
ingum. Dýrasti hesturinn á
mótinu var graðhesturinn Fáni
frá Hafsteinsstöðum, sem seldur
var fyrir mótið. Ásett verð er
sagt hafa veriöl50 þúsund þýsk
mörk eða um 6,5 milljónir
króna. Kaupendurnir voru
hjónin Karly Zingsheim og
Rúna Einarsdóttir Zingsheim.
Rúna vildi ekki gefa upp ná-
kvæmt kaupverð en staðfesti að
til stæöi að mynda hlutafélag
um hestinn í Þýskalandi líkt og
gert var um graðhestinn Orra
frá Þúfu hér heima.
Einn reyndasti hestaíþrótta-
maöur iandsins, Sigurbjöm
Báröarson, sagðist á mótinu
verða var viö vaxandi áhuga á
íslenska hestinum með hverju
mótinu sem haldið er. Mótiö í
Sviss er þaö fjölmennasta sem
haldið hefur verið og jafnframt
hafa ekki fleiri útlendir gestir
veriö á landsmóti heldur en
voru á því síðasta á Hellu 1994.
Allt þetta hefur hvetjandi áhrif
á söluna.
Þeir sem hafa upplifað stemn-
inguna í kringum mót sem þessi
gera sér grein fyrir að íslenski
hesturinn er einhver besta land-
kynning sem hugsast getur, þó
að hún nái vitaskuld ekki nema
til afmarkaös hóps
Það er ekki í mörgum tilfell-
HEJTA-
MOT
KÁRI
ARNÓRS-
SON
um öörum aö fólk á meginlandi
Evrópu kemur saman í þús-
undatali um langan veg, setur
niður tjöld og húsvagna, flaggar
íslenska fánanum og raeðir sam-
an um áhugamál sitt, ísland og
íslenska hestinn. Heima á þetta
sama fólk bækur um ísland,
hestamennskuna, lopapeysur
og sumt af því hefur meira aö
segja lagt á sig að reyna að læra
íslensku. Alla dreymir um að
heimsækja- íslenska hestinn í
sínu náttúrulega umhverfi og
flestir láta verða af því ein-
hverntíma á ævinni. Hesta-
mennska á íslenskum hestum
erlendis snýst ekki bara um
hestamennsku heldur ekki síður
hestamenningu.
Rúna Einarsdóttir: íslendingar verba
ab fara ab leggja peninga og vinnu í
rannsóknir á sumarexemi.
Tímamynd Þ. Elenora
íslenska kynbótasveitin. Fáni frá Hafsteinsstöbum er lengst til hœgri á myndinn
en hann er talinn dýrasti hestur heimsleikanna. Ásett verb var talib 6,5 milljón-
ir króna. Tímamynd ÁC
Heimsmeistarinn
seldur
Hinn nítján ára gamli Sigurð-
ur Vignir Matthíasson var
stjarna íslenska liösins eftir
heimsleikana í Sviss en hann
hlaut gullverðlaun í fimmgangi
og var jafnframt stigahæsti
keppandi mótsins. Hann reið
hestinum Hugin frá Kjartan-
stöðum.úr öðru sæti í forkeppn-
inni upp í fyrsta sæti í úrslitum
á síöasta degi mótsins. Siguröur
keypti Hugin til þess aö keppa á
honum en þar sem ekki má
flytja íslensku hestana til baka
vegna smithættu var hesturinn
seldur. Sigurður staöfesti að
Huginn hefði þegar verið seldur
á síðasta degi mótsins en hann
mun engu að síður keppa á
honum og reyna að verja
heimsmeistaratitil sinn á næstu
heimsleikum sem verða í Nor-
egi að tveimur árum liðnum.
"Huginn er seldur og fer til Á-
gústu Beier, eiganda Pjakks,
Eitils og fleiri gæðinga," sagði
Sigurður. "En það stendur mér
til boða að verja tiltillinn á
sama hesti í Noregi."
Siguröur lét þau orð falla eftir
sigurinn að þetta væri hans
stærsta stund í lífinu til þessa,
en hann hefur verið í hesta-
mennsku frá blautu barnsbeini,
undanfarin ár undir hand-
leiðslu Sigurbjörns Bárðarsonar.
En voru seinustu mínúturnar í
úrslitunum erfiðar?
"Já, þetta var feiknarlega
erfitt," sagði hann. "Það var
mikið um að vera og mikið um
að hugsa til þess að spila rétt úr
hlutunum."
-En þú ert ánægöur?
"Ég er í skýjunum."
-Hvað er þér efst í huga á
svona stundu?
Mikill kostnaöur ís-
lenska liðsins
Jón Albert Sigurjörnsson, for-
maður Hestaíþróttasambands
íslands var mjög ánægður með
árangur íslenska liðsins í Sviss
eftir að úrslit lágu fyrir. "Það
fóru allir hestarnir hjá okkur í
A-úrslit og þetta er í fyrsta skipti
sem það tekst. Þetta hafa veriö
miklir hitar hérna en þrátt fyrir
þaö hefur gengið frábærlega vel.
Ég er mjög ánægöur."
-Er eitthvað sem menn sjá að
mætti betur fara í ljósi reynsl-
unnar af þessu móti?
"Málin eru að sjálfsögðu í
stöðugri endurskoðun hjá okk-
ur. Sérstaklega verðum við að
skoða hvernig við ætlum að
fjármagna keppnir sem þessa í
framtíöinni. Þetta er að verða
gífurlega stórt dæmi. Kostnað-
aráætlun fyrir þetta mót er upp
á um 7 milljónir króna fyrir ís-
lenska landsliðið og viö þurfum
að sækja þá peninga eitthvert
þaö liggur ljóst fyrir.
Núverandi fjármögnun er
þannig aö viö sækjum um
styrki, erum í söfnunum og ger-
um auglýsingasamninga við
fyrirtæki o.s.frv. Við höfum til
dæmis stóran og góðan auglýs-
ingasamning við Flugleiðir, sem
hefur reynst okkur mjög mikil-
vægur." ■
Venjum unga
hestamenn
strax á að
NOTA HJÁLM!
yUMFERÐAR
RÁÐ