Tíminn - 12.08.1995, Qupperneq 13

Tíminn - 12.08.1995, Qupperneq 13
Laugardagur 12. ágúst 1995 msre^-t.---- 13 HUSAVIK eigi að vera auðveldara að bregðast við breytingum sem verða á ferö- um fólks hingað til lands og hög- um þess meðan á dvöl stendur. Páll Þór Jónsson segir mjög erfitt að ræða þessi mál af fullri hreinskilni því mikillar viðkvæmni gæti á meöal aöila í ferðaþjónustu. Ef illa gangi virðist menn fremur líta á það sem eigin mistök en skort á stefnumörkun og séu því of oft tregir til að þrýsta á um aö gerðar verði nauðsynlegar rannsóknir á atvinnugreininni. Sem dæmi um stuttan dvalar- tíma erlendra feröamanna eru far- þegar skemmtiferðaskipanna en þeir dvelja í flestum tilvikum að- eins daglangt á þeim stöðum sem skipin koma að landi. Oft heyrast raddir um ab þessar skipakomur skili litlu til ferbaþjónustunnar í landinu, farþegarnir gisti og borði um borð og margir gangi framhjá verslunum með minjagripi og öðr- um varningi án þess að eiga nokk- ur viðskipti við verslunareigendur. í þessu sambandi hefur einnig ver- ið bent á ab þessir farþegar séu í flestum tilfellum vel stætt fólk sem hafi tök á að veita sér ýmsa fyrir- greiðslu. Páll Þór Jónsson kveðst ekki vera sammála þessu sjónar- miði. „Komur skemmtiferöaskip- anna skila miklu. Útgerðir þeirra greiða háar fjárhæðir í hafnargjöld. Farþegar skemmtiferðaskipanna kaupa dýrar skoðunarferðir sem eru meöal annars nauðsynlegar til að halda rútukosti landsmanna í sæmilegu horfi. Ýmsir þessara ferðamanna versla nokkuð en við verðum að gæta þess ab fæstir er- lendir ferðamenn koma hingað í þeim erindum að versla. Ferðir með skemmtiferðaskipum eru yfir- leitt seldar með fullu fæði um borð í skipunum og því finnst fólki ástæðulaust að greiða tvöfaldan fæbiskostnað nema ef það langar til ab reyna eitthvað sem er sérstak- lega einkennandi fyrir þá staði sem það kemur til. Við megum því alls ekki amast við komum skemmti- ferðaskipa af þeim sökum að þær skili of litlum arði en þær eru að sjálfsögðu aðeins einn hluti ferða- þjónustunnar." Hálendisferbir, sjó- stangveibi og hvala- skobun Önnur leið til að fá erlenda feröamenn til Noröurlands er aö þeir komi þangað meö beinu flugi án millilendingar á Keflavíkurflug- velli. Ferðir Saga Raisen frá Sviss eru dæmi um slíkar ferðir og í þeim tilvikum stoppa farþegar lengur eða frá fjórum dögum og allt upp í viku tíma. Páll Þór Jónsson segir að ýmsir möguleikar skapist með komum slíkra farþega. Menn verði að gera sér grein fyrir eftir hverju þetta fólk sé að sækjast og skipu- leggja þjónustu vib þaö út frá því. Flestir sækist eftir landinu, sér- kennum þess og náttúru. í tengsl- um vib beint flug Saga Raisen frá Zurich til Akureyrar sé unnt að bjóða margvíslega hluti. Ferðir á hálendið eða um byggðir. Siglingar séu einnig vinsælar og frá Húsavík sé auðvelt að stunda sjóstangveiði. Þá megi einnig nefna hvalaskoðun því talsverf sé um hvali á Skjálf- andaflóa og nú þegar hafi verið farnar slíkar ferðir meö erlenda ferðamenn á flóann við miklar vin- sældir. „Ég vil fullyröa að hvergi er betri aöstaöa til hvalaskoðunar en héðan frá Húsavík. Abeins er um klukkustundar sigling á hvalamið- in við vestanverðan Skjálfandaflóa og útsýnisferðin tekur alls um fjór- ar klukkustundir. Þetta er hæfileg sjóferð og fólk getur notfært sér þessa þjónustu án þess ab eyða um of af tíma sínum. Því tel ég að mun auðveldara sé ab fá fólk í þessar ferðir en þegar um lengri skobun- arferðir er að ræða - ferðir sem taka ef til vill heilan dag eða meira," segir Páll Þór Jónsson. Vegirnir til skammar Eitt það fyrsta sem ferðamenn reka augun í þegar til Húsavíkur kemur eru undirskriftalistar þar sem krafist er vegabóta í Norður Þingeyjarsýslu. Einnig heyrast sterkar raddir um að ekki sé sinnt um að opna vegi aö ýmsum mikil- vægum ferbamannastöðum nægi- lega snemma á sumrin á sama tíma og fjálglega er rætt um að Iengja verði ferðaþjónustutímabilið. Hvað segir feröamálafrömuðurinn á Hót- el Húsavík um þessi mál? „Ástand margra vega hér á Norð- austurlandi er til háborinnar skammar. Það er ekkert að undra þótt íbúar í Norður Þingeyjarsýslu láti til sín heyra í því sambandi. Vegagerðarmenn virðast bundnir við að opna vegina á hálendinu langt fram á sumar og enginn tími til að sinna nauðsynlegu viðhaldi þjóðveganna hér í byggbum. Okk- ur sem erum að reyna að lengja ferðamannatímann finnst að opna þurfi ýmsar leiðir fyrr á vorin. Einkum hefur leiðin upp að Detti- fossi brunnið á okkur í feröaþjón- ustunni. Mjög margir erlendir feröamann lýsa áhuga á að koma að fossinum og á síöasta vori urð- um við að segja fólki að því miður væri ekki hægt að komast þangað - leiðin hafi ekki verið opnuð. Lag- færing vega er eitt af því sem huga þarf alvarlega að þegar mótuð verð- ur stefna í feröamálum." Páll Þór Jónsson hefur ekki í hyggju að flytjast suður - ekki á næstunni að minnsta kosti. Hann hefur fundiö sér farveg við að byggja upp ferðaþjónustu á Húsa- vík. Hann rekur nú auk Hótels Húsavíkur Gistiheimilið Árból ásamt Dóru Vilhelmsdóttur konu sinni. Hann segir rekstur gistiheim- ilisins hvíla að miklu leyti á herð- um hennar og hann kveðst einnig hafa mjög góðu starfsfólki á að skipa. Það sé undirstaða þess að góður árangur náist og hótel- og gistihúsarekstrinum sem sé grunn- ur annarrar ferðaþjónustu. Páll Þór segir að herða verði sóknina á er- lendum mörkuðum á næstu árum en þá verði íslendingar líka að vera tilbúnir til að taka við auknum fjölda ferðamanna - ekki aðeins hvab gistinguna varðar heldur einnig að vita hvab þetta fólk lang- ar að gera hér á landi og vera við- búnir aö koma til móts við óskir þess og þarfir. Til þess þurfi að stunda rannsóknir og móta ákveöna feröamálastefnu í framtíð- inni. ÞI. Þ E I R E R U K O M N I R A Ð N O R Ð A N ! \'S . i -____________________________________________________________________________________________ ' ,<-i • I LAMBAKJOTSBITAR TILBÚNIR O F N I N N BEINLAUSIR RASPHÚÐAÐIR FLJÓTLECIR FRÁBÆRI R EFTIR AÐEINS 10 MlNÚTUR Í HEITUM BÖKUNAROFNI ERU NAGCARNIR TILBÚNIR. FULLKOMIN MÁLTÍÐ Á AÐEINS BROTI A F ÞEIM TÍMA SEM ÞÚ ÁTT AÐ VENJAST! - MEIRA FRÍ MINNA PUÐ! NAGGARNIR ERU FRAMLEIDDIR ÚR ÍSLENSKU LAMBAKJÖTI, FORSTEIKTIR í RASPI OG-LÉTT KRYDDAÐIR. Þ ETTA E R NORÐLENSK NÁTTÚRUAFURÐ EINS OG HÚN GERIST BEST! NACGARNIR ERU AKAFLEGA BRAGÐGÓÐIR, ÞEIR ERU HOLLIR OG FRÁBÆRIR MEÐ HVERSKONAR M EÐ LÆTI, S E M G E R I R FRAMREIÐSLUMÖGULEIKA NÆSTUM ÓÞRJÓTANDI.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.