Tíminn - 12.08.1995, Page 18
18
Wmtom
Laugardagur 12. ágúst 1995
Þeir Reykjabœndur sem voru heimavib þegar btabamannakynningin stób
yfir. Frá vinstri eru Ingvar Þórbarson, Sveinn Ingvarsson, Bergljót Þor-
steinsdóttir, Cubmundur Sigurbsson, Ingibjörg Pálsdóttir og Rúnar Þór
Bjarnason.
Átakiö „Bœndur bjóöa heim" í annaö sinn:
Sækjum sveita-
sæluna heim
Á morgun, sunnudaginn 13. ág-
úst, verður átakið „Bændur bjóða
heim" endurtekiö vegna vin-
sælda þess í fyrra en þá sóttu um
10.000 íslendingar þá tæplega 40
bæi heim sem opnir voru al-
menningi. Nú hafa 15 þeirra
dottið út en 27 bæst við og verða
bæirnir auðkenndir með útifán-
um, með merki iandbúnaöarins
á, til að auövelda fólki að rata á
rétta staði. Það eru því 55 sveita-
bæir um allt land sem, milli
13.00 og 20.00, opna fjós sín og
fjárhús fyrir firrtum þéttbýlisbú-
um og leyfa þeim að anda að sér
ilmi af sleginni tööunni, indæl-
um mykjufnyknum og skoða
aðra þá rómantísku staöi og líf-
verur sem sveitin hefur upp á ab
bjóða.
Ingvar Þórðarson í Reykjahlíö á
Skeiðum í Árnessýslu var þó alveg
viss um það hvar rómantíkina var
ekki að finna í sveitum landsins. Á
blaðamannakynningu sem haldin
var, á Reykjabæjunum þremur í Ár-
nessýslu, á fimmtudaginn var
spurði Þorgeir Ástvaldsson útvarps-
maöur hvort nokkra rómantík væri
ab finna lengur í sveitum landsins
eftir ab bændur fóru að tæknivæð-
ast. Þorgeir var eitthvað að líta í átt
til vélarhúss dráttarvélar sem stóð
þar hjá og Ingvar var þá snöggur
upp á lagið: „Nei, þaö er of þröngt."
Vakti þetta mikla kátínu viðstaddra
og segja má ab hann prýði alltént
einn hinna 17 höfuðkosta sem
hinn góði bóndi þarf að vera gædd-
ur samkvæmt bæklingi frá íslensk-
um landbúnaði, þ.e. að „hafa
munninn fyrir neðan nefið".
Sonur Ingvars, Sveinn Ingvars-
son, sem nú er bóndi í Reykjahlíð
og bændurnir á Reykjum og Reyk-
hóli leiddu fjölmiblalibið í gegnum
fjósin þrjú á svæðinu en meginbú-
skapurinn felst í kúm og nautgrip-
um fyrir utan ab Sveinn og Katrín
Helga Andrésdóttir, dýralæknir,
halda líka 100 ær þó einhver hvísl-
abi því aö blaöamanni að líklega
færu þau að gefast upp á rollunni.
Sem er kannski ólíklegt enda er
Sveinn bæöi f jallkóngur og formað-
ur Sauðfjárræktarfélags Skeiba-
hrepps. Fjósin, sem og allt um-
hverfi bæjanna, voru afskaplega
hreinleg og snyrtileg enda kom það
fram í máli Sveins ab átakið væri
bændum ákaflega hollt ekki síst því
þaö gæfi þeim átyllu til að laga að-
eins til í kringum bæina. Hann
sagði heilmikib járnarusl oft safnast
upp í kringum sveitabæi og hefðu
þau ekið kynstrum af slíku drasli í
burt fyrir átakið í fyrra. Einnig kom
fram í máli Sveins að ansi erfitt
væri að fá bændur til að taka þátt í
átakinu og taldi hann ab bændur
væru stundum of feimnir við ab
sýna heimkynni sín. Hann sagði
hins vegar að bændur heföu ein-
faldlega gott af þessu; að kynnast
fólki og tala við það og nefndi sem
dæmi að í fyrra hefðu komið um
300 manns á Reykjabæina og að
heimamenn hefðu líklega talað vib
hvern einn og einasta gest. Þau
hefðu kynnst sumum bara ágætlega
á þessum stutta tíma. Og ef tekið
verður jafn vel á móti gestum á
sunnudaginn og gert var á blaða-
mannakynningunni þá mun ekki
væsa um þá sem hugsa sér að sækja
sveitasæluna heim.
Borghildur Sigurðardóttir, hjá
Upplýsingaþjónustu landbúnabar-
ins, sagði að í ár væru það einkum
bændur á hverju svæði fyrir sig og
Búnaðarsambönd sem sæju um ab
velja bæi og fá bændur til að taka
þátt. Hins vegar hefði upplýsinga-
þjónustan verib þeim innan hand-
ar með allt kynningarstarf og útbú-
ið bæklinga, barmmerki o.þ.h. M.a.
væri gefin út bæklingur um hvern
og einn þeirra 55 bæja sem taka
þátt og þar koma fram helstu upp-
lýsingar um ábúendur, bústofn,
sögu bæjanna og lykiltölur úr búr-
eikningum svo fólk geti sjálft vegib
og metið hvaða kjör bændur búa
við. Þess má geta ab á Reykjabæjun-
um lifa menn ekki eingöngu á bú-
skapnum enda er trésmiður, dýra-
læknir, skólabílstjórar og hár-
greiðslukona mebal búaliösins.
Að sögn Borghildar er þéttasta
net opinna bæja á sunnudaginn á
Suðurlandi og í kringum helstu
þéttbýlissvæði. Þegar hún var spurb
að því hvað í ósköpunum dragi
þéttbýlisbúa til ab eyða sunnudeg-
inum sínum í að þramma á milli
fjósa og skoða dýr þá benti Borg-
hildur á að mjög margir bæjarbúar
eiga þess aldrei kost ab koma á
sveitabæi. „Svo hafa börnin sjaldan
séð dýrin í sínu réttá umhverfi."
Hún sagði bæina með afar mis-
munandi dagskrá eftir því hvers
konar búskapur og aöstæöur væru
fyrir hendi. Líklega yrðu menn með
einhver sýnishorn af rollustofnin-
um heimavib en svo yrbi bömum
leyft ab koma á hestbak, menn
gætu skobað fugla, hesta, svín,
sums stabar væri farið í fjömferðir
og annars stabar væri búib að lag-
færa gömul barnabú og margt fleira
yrði á bæjum mönnum til fræðslu
og skemmtunar.
Sjónarvottar ab
sögulegum atburðum
Eyewitness to History
ritst. af )ohn Carey, Avon Books, xxxviii -
706 bls, S 10,95.
Bók þessi kom út sem Avon-
kilja í New York 1990, en þrem-
ur árum áður innbundin í
London hjá Faber & Faber.
Geymir bókin frásagnir sjónar-
votta að sögulegum atburðum,
allt frá fimmtu öld f. Kr. til álið-
innar 20. aldar. Meðal atburða
þessara eru: Dauði Sókratesar
(Platon), umsátrið um Jerúsal-
em 70 (Jósefus), kvöldverður
hjá Atla Húnakonungi (Priscus),
útför víkinga-höfðingja (Ibn
Fadlan), líflát Tómasar Becket
(Edward Grim), bændaupp-
reisnin á Englandi 1381 (Sir
John Froissart), koma til Nýja
heimsins 1502 (Amerigo Ve-
spucci), áheyrn hjá Elísabetu I
1597 (André Hurault), íburöur
stór-mógúlsins 1616-17 (Sir
Thomas Roe), landtaka í Nýja
Englandi 1620 (William Brad-
ford), fyrsta flugið í loftbelg á
Englandi (Vincent Lunardi),
dauði Nelsons 1805 (dr. Willi-
am Beatty), bálfor Shelleys við
Leghorn 1822 (Edward J.
Trelawny), vígsla járnbrautar-
innar á milli Liverpool og
Manchester 1830 (Frances Ann
Kemble), barnavinnu í verk-
smiðjum um 1815 (Elizabeth
Bentley), uppboð á þrælum í
Virginíu 1846 (dr. Elwood Har-
vey), fall Palermó í hendur herja
Garibaldis 1860 (Nandor Eber),
fyrsta sending loftskeyta yfir
Atlantshaf (G. Marconi), jarð-
skjálftinn í San Francisco 1906
(Jack London), morð Franz
Ferdinands erkihertoga í
Sarajevó 1914 (B. Jevtic), undir-
ritun friöarsamninganna í Vers-
ölum 1919 (Harold Nicholson),
BÆKUR
bruni Ríkisþinghússins (Sefton
Delmer), árásin á Pearl Harbour
(John Garcia), Stalingrad eftir
umsátrið (Alexander Werth),
koma til Hiroshima 9. septem-
ber 1945 (Marcel Junod), fyrstu
mennirnir stíga fæti á tunglið
(Neil Armstrong og Edwin E.
Aldrin). — Meðan vel áraði fyrir
íslenskri bókaútgáfu hefði bók
þessi, öll eða að hluta, þótt
koma mjög til áljta til þýðingar.
Skáldsaga um
Sir Walter
Scott
The Ragged Lion
eftir Allan Massie, Sceptre, £ 5,99.
í ritdómi í Sunday Times 16.
júlí 1995 sagði: „Hniginn á efri
ár og einn síns liðs lítur Scott yf-
ir farinn veg og hripar hugsanir
sínar upp í dagbók sem síðar
finnst á hóteli í Róm. Nær gjald-
þrota og við ritstörf að ósk út-
gefenda sinna og til að bægja frá
sér lánardrottnum, óttast Scott
umfram allt að hugur hans og
minni bili. Á bók þessari er
meistaralegt handbragö og í
henni eru skáldskapur og veru-
leiki trúverðuglega saman ofnir.
Dregur Massie upp mynd af
Scott sem margþættum en mjög
geðþekkum manni. Stíl Scotts
stælir hann fagurlega og dregur
af innsæi upp mynd af samtíð-
armönnum hans, einkum Byr-
on." ■
Mithra
The Origins of the Mithraic Mysteries,
eftir David Olansey. Oxford University
Press.
Grein fyrir efni þessarar bókar
sinnar gerði Olansey í ritgerð í
Scientific American í desember
1989, en hann er prófessor í trú-
fræðum við Boston-háskóla. í
bókinni setur hann fram skýr-
ingu á launhelgum Mithra.
Plutarchos sagði sjóræningja
á Kilíkíu hafa dýrkað Mithra í
launhelgum 67 f.Kr., en þeir
voru þá um 20.000 og áttu í sjó-
ránum um allt Mibjarbarhaf.
Dýrkun Mithra er talin hafa
hafist í Kilíkíu (en höfuðborg
hennar var Tarsus) og breiðst
þaðan út um Rómaveldi. Varð
Mithra mest dýrkaður á 3. öld,
en laut síðan í lægra haldi fyrir
krossfesta spámanninum frá
Nazaret.
Hundruð hellis-mustera Mit-
hra hafa fundist á landsvæbi
hins forna Rómaveldis, allt frá
Bretlandi til Sýrlands. i þeim
eru málaðar eöa ristar vegg-
myndir af ungum manni, sem
deyðir naut. Þagnarheitis var
krafist af dýrkendum Mithra,
sem gengu til launhelga hans —
mysteria, en rót þess orðs merk-
ir þögn. Undirgengust þeir próf,
en stig launhelganna voru sjö.
Skýringar á Mithra-dýrkun,
sem belgískur fræðimaður,
Franz Cumont, setti fram 1899,
hafa verið haföar fyrir satt fram
BÆKUR
á síðustu ár. Kenndi hann hinn
dýrkaða Mithra við samnefnd-
an persneskan guð ljóss og
sannleika. Var hann Mithra
launhelganna miklu eldri.
Nautsdrápið rakti Cumont til
persnesku sköpunarsögunnar. í
henni drepur hinn illi gub,
Ahriman, naut og af blóði þess
kvikna allar skepnur jarðar.
Um launhelgar Mithra var
1971 haldin alþjóðleg ráðstefna
á vegum Háskólans í Manchest-
er. Gátu fræðimenn þess þá til,
að dýrkun Mithra í launhelgum
hafi hafist í klassískri fornöld,
en nafn Mithra upp tekið sakir
framandlegs svipmóts. Og þess
var minnst að stjarnspeki gagn-
tók hugi fornaldarmanna, ekki
síst á hellenska skeiðinu, en þá
var farið að líta á stjarnhimin-
inn sem heimkynni guða og að
kenna stjörnur vib þá, svo sem
Mars og Júpiter. Enn var þess
minnst, að kringum nautsdráp
á veggmyndum í musterishell-
um Mithra-dýrkenda eru öll tólf
tákn dýrahringsins ásamt tákn-
um sólar, tungls og reikistjarna.
Þá þótti ekki lengur án merking-
ar, að í þeim voru myndir af
öðrum skepnum en nauti:
hundum, snákum, hrafni,
sporðdreka, ljóni og jafnvel
hvolpi. Og loks var þess minnst,
að Eubulus reit, að hellismuster-
in „hafi verið ímynd alheims-
ins".
Lestin brunar meb friðarkonur
Politiken
Járnbrautarlestin var hlaðin
fribi, jafnrétti og lýðræbi þegar
240 konur frá 42 löndum lögbu
af stab á mánudag í þriggja
vikna lestarferb frá Helsinki í
Finnlandi meb endastöb á
fjórbu heimsrábstefnu Sanein-
ubu þjóbanna um málefni
kvenna í Kína.
Þátttakendur í lestarferbinni
eru meblimir í alþjóblegum bar-
áttusamtökum kvenna fyrir fribi
og frelsi, en þetta er elsta fribar-
hreyfing kvenna, 80 ára gömul.
Samtökin halda um þessar mund-
ir þing í Helsinki, þar sem m.a. er
á dagskrá samhengið milli her-
valds og umhverfis.
Skóli á brautarteinum
Á leið sinni til Kína fer lestin í
gegnum Austur-Evrópu, Tyrkland
og svo þvert yfir Asíu. Á leiðinni
verbur komið við á 8 stöðum, þar
sem feröalangarnir í friðarlestinni
munu halda fundi og námskeið
með kvennahópum á hverjum
stað. Rætt verður um friðsamsleg-
ar lausnir á átökum, afvopnun,
jafnrétti og lýðræði. í lestinni
verður einnig skólahald þar sem
búið er ab setja upp „skóla á tein-
um" sérsstaklega ætlaban ungum
konum. Leiðtogi skólans er Ida
Harslöf, ein af þremur fyrstu for-
ystukonum dönsku samtakanna.
Konur í Austurlönd-
um
Alþjóöleg baráttusamtök fyrir
friði og frelsi, starfa sem ráðgef-
andi aðili fyrir mörg SÞ-félög og
hafa udirbúið sig fyrir Kvennaráb-
stefnuna í Peking með því að
beita sér fyrir því, ab í lokaskjali
því sem samþykkja á á ráðstefn-
unni, veröur áhersla lögð á frið og
félagslegt og efnahagslegt rétt-
læti.
Konurnar í friðarlestinni verba
þátttakendur í NGO-ráðstefnunni
sem er rábstefna óháðra félagasa-
mataka sem haldin verður til
hliöar við SÞ- ráðstefnuna í Pek-
ing.
Tilgangur ferðarinnar er fyrst
og fremst sá að freista þess að ná
til fleiri kvenna í Austurlöndum
til viðræöna um friö og aö treysta
alþjóðleg friðartengsl að sögn Idu
Harslöf. ■