Tíminn - 07.09.1995, Side 3
Fimmtudagur 7. september 1995
3
Biskup segir Alþingi verba ab koma ab rábningu
prests til Súbavíkur:
Hef beðið um
að fá héraðs-
prest vestur
Biskup Islands segir Kristni-
sjó5 ekki hafa fjármagn til aí>
senda prest til starfa í Súöa-
vík. Hann segir ab annaö
hvort verbi Alþingi ab veita fé
til þess, eba færa verbi til
prestsembætti sem aftur krefj-
ist lagabreytingar. Hann segist
skilja þörf Súbvíkinga og
hyggst fara vestur og ræba vib
þá í næsta mánuði.
Héraösfundur ísafjarðarpró-
fastsdæmis hefur skorað á
kirkjuleg yfirvöld að ráða prest
til þjónustu í Súðavík. í ályktun
fundarins segir að brýn nauð-
syn sé til þess að sérstakur prest-
ur verði settur til þjónustu við
Súðvíkinga eftir atburðina sem
urðu þar í janúar sl.
Herra Ólafur Skúlason, biskup
íslands, segist skilja vel naubsyn
þess að sérstakur prestur þjóni
Súðvíkingum, enda sé álagið
mikið á sóknarprestinum á Isa-
firði sem einnig þjóni Súðavík.
Hann segist hafa beðið um það
á liðnum ámm að skipaður
verbi héraðsprestur, sem hefbi
skyldur við ísafjarðar- og Barða-
strandarprófastsdæmi. Þetta
BÆIARMAL
Húsavík
Bæjarráö hafnabi á fundi sínum
fyrir skömmu beibni um fjár-
stubning til handa Líknarfélag-
inu Áföngum.
•
Æskulýbs og íþróttanefnd hefur
veitt Völundi Þorbjörnssyni styrk
ab upphæb 50 þúsund krónur
en hann keppti í lyftingum í Ind-
landi fyrir skömmu. Þá sam-
þykkti nefndin ab veita Colf-
klúbbi Húsavíkur styrk ab upp-
hæb 100 þúsund sem renna á
til unglingastarfs. Þá var veittur
styrkur ab upphæb 45 þúsund
til þriggja blakstúlkna sem vald-
ar hafa verib í landlibib, þ.e.a.s.
15 þúsund til handa hverri
þeirra vegna landslibsferbar.
•
Stjórn Framkvæmdalánasjóbs
hefur hafnab kauptilbobi Jóns
H. Óskarssonar í hlutabréf sjóbs-
ins í Prýbi, en tilbobib hljóbabi
uppá 2 milljónir króna. Ástæban
er sú ab samvæmt mati Kaup-
þings Norburlands hf. er verb-
mæti eignar sjóbsins í fyrirtæk-
inu töluvert hærra en tilbobib
hljóbar upp á. Umræddur Jón
hafbi ábur bobib 500 þúsund
krónur í bréfin, sem er nafnverb
þeirra.
•
Á fundi bæjarrábs nýverib var
tekib fyrir bob frá Gulu bókinni
um skráningu á henni gegn
gjaldi. Bæjarráb hafnabi erind-
inu um skráningu, enda kostn-
aburinn kr. 124.500 krónur.
•
Alls bárust fjögur tilbob í 50
milljón króna skuldabréfaútbob
Húsavíkurkaupstabar og á fundi
bæjarrábs var bæjarstjóra falib
ab ganga frá lántökunni á
grundvelli hagstæbasta tilbobs-
hafi ekki fengist samþykkt á Al-
þingi.
„Presturinn á Isafirbi er einn
með fleiri sóknarbörn en allir
hinir prestarnir í ísafjarðarpró-
fastsdæmi til samans. Að auki er
elliheimili, sjúkrahús og
menntaskóli á Isafirði, þannig
ab það leggst óskaplega mikið á
ísafjaröarprestinn."
Eftir að prestsembættið í
Súðavík var lagt niður, renna
hálf laun prests, sem annars
væri þar, í Kristnisjóö. Biskup
segir að þrátt fyrir það séu tekjur
Kristnisjóðs ekki nægar til að
hann geti tekið á sig laun prests
í Súðavík.
„Ég sé ekki að Kristnisjóður
geti risið undir því að taka á sig
starfsmann. Tekjur hans eru
ekki það miklar. Þannig að ef Al-
þingi veitir ekki fé til að fá hér-
absprest í prófastsdæmið eða
prest í Súðavík, sé ég ekki annað
en það verði að stokka upp
prestaskipanina. Þá þarf að færa
prestsembætti einhvers staðar
frá þar sem eru fleiri prestar vib
þægilegri aðstæður og flytja það
vestur í Súðavík. Til þess þarf
hins vegar lagabreýtingu. Þetta
er þess vegna svolítið seint kerfi
og þungt í vöfum."
Biskup segist gera sér fulla
grein fyrir þörf Súðvíkinga fyrir
prestsþjónustu. Hann fer vestur
í næsta mánuði til að ræða við
Súðvíkinga og segir málefni
þeirra einnig verða rædd á
kirkjuráðsfundi á morgun.
Nokkrar breytingar eru í um-
ræðunni varbandi prestsþjón-
ustu í ísafjarðarprófastsdæmi í
náinní framtíð, að sögn bisk-
ups. Vonast er til að presturinn
á Suðureyri geti aðstoðað prest-
inn á Isafirði þegar göngin
verða endanlega tekin í notkun,
og einnig eru bollaleggingar um
að þegar prestaskipti verba í
Vatnsfirði í Djúpi, flytjist nýi
presturinn í Súðavík. ■
Umhverfi Elliöaánna er vinsœlt útivistarsvæbi meöal Reykvíkinga. Þessar konur voru meöai þeirra sem notuöu
góöa veöriö í gœr til aö fá sér göngutúr viö árnar. Tímamynd cs
Elliðaárnar rannsakaðar
Borgarráb hefur samþykkt ab
láta fara fram ítarlega vist-
fræbiúttekt á Ellibaánum,
upptökum þeirra og ósasvæbi.
Tilefni athugunarinnar er þær
breytingar sem hafa orbið á um-
hverfi ánna á síðustu áratugum,
endurtekin mengunaróhöpp og
sjúkdómar í fiskistofnum ánna.
í úttektinni á m.a. að meta áhrif
vatnstöku, orkuframleiðslu,
aukinnar byggðar og röskunar
umhverfis á lífríki ánna. Einnig
á að leita leiba til að skapa upp-
runalegu lífi í ánum öryggi og
viðgang.
Samhliða munu fara fram
rannsóknir á Rauðavatni,
Langavatni og Úlfarsá sem miða
að því að takmarka frá upphafi
mengunaráhættu frá nýrri
byggð á austursvæðum borgar-
innar.
Embætti borgarverkfræbings
mun sjá um stjórn rannsóknar-
innar en kostnaður við hana
skiptist til helminga á milli
borgarsjóðs og Rafmagnsveitu
Reykjavíkur.
Þokkaleg absókn á Einkalíf Þráins:
íslensk týra í amerísku stríbsmyrkri
Þráinn Bertelsson, leikstjóri
Einkalífs, telur ab myndin
gangi betur en íslenskar mynd-
ir hafa gert upp á síbkastib.
„Þab er stórkostlegt áhyggju-
efni ab absókn á íslenskar
myndir er ab dragast saman og
ekkert síbur á mínar myndir
en annarra. Þab er áhyggjuefni
öllum þeim, sem hafa áhuga á
ab sjá einhverja íslenska týru í
öllu þessu ameríska stríbs-
myrkri sem grúfir yfir bíó-
myndum."
Ab sögn Þráins er aðsókn á
myndina þokkaleg. Hann segist
ekki hafa gert sér vonir til eða frá
um aðsókn á myndina. „Ég átti
ekki von á neinu. Reynslan hefur
kennt mér þab, að það þýbir ekk-
ert að giska á aðsókn. Éf menn
gætu giskað á aðsókn, þá væm
bara gerðar aðsóknarmyndir."
„Sem betur fer dró aðeins
saman þegar hann hætti að
rigna og fólk gat farið að snúa
sér ab görðunum sínum eða
grillinu. Svo á ég von á því að
hún taki vib sér." ■
Yfir 2000 tonna kvótaskerbing hjá ÚA:
Gæti þýtt um 50 m.
kr. lakari afkomu
Aflaheimildir Útgerbarfélags
Akureyringa hf. verba skertar
um allt ab 2300 tonn á nýbyrj-
ubu fiskveibiári og nær skerb-
ingin til allra fiskistofna
nema skarkola og rækju. Er
þetta mesta kvótaskerbing hjá
félaginu sem um getur frá því
stjórnun fiskveiba var tekin
upp.
I nýútkomnu fréttabréfi fé-
lagsins kemur fram ab karfa-
kvóti þess hefur verið skertur
um allt að 930 tonn og grálúðu-
kvótinn um 935 tonn. Þá hefur
þorskkvótinn verið skertur um
150 og ýsukvótinn um 160
tonn. I fréttabréfinu segir að
minnkandi þorskkvóti stafi
einkum af auknum hlut smá-
báta á kostnað togaranna en
samdráttur veiðiheimilda í öðr-
um stofnum stafi af minnkandi
aflaheimildum. Ætlunin er ab
bæta kvótasamdráttinn upp
með því að auka úthafsveiðar en
skip félagsins stunda þær jafnan
með kvótaveiðum og eru nú á
veiðum í Smugunni, á Reykja-
neshrygg og á Flæmska hattin-
um. Vægi aflaheimilda hefur
breyst þannig að þótt Útgerðar-
félag Akureyringa hf. hafi aukið
aflaheimildir í þorskígildum tal-
ið á undanförnum árum þá hef-
ur það misst heimildir ef miðab
er við tonnafjölda. Samkvæmt
lauslegri áætlun er talið að sá
kvótasamdráttur sem félagið
hefur orðið að taka á sig á ný-
byrjuðu fiskveiðiári geti þýtt um
50 milljónum króna lakari af-
komu en hún hefði annars ver-
ið. ÞI
Sólin er ekkert notaleg...
FILMA
A GLUGGANN LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ
• 3M ''Scotchtint" sólarfílma
endurkastar allt að 80% af geislum sólarinnar.
• "Scotchtint" filman endurkastar allt að 99% af UV geislum sólar.
Munir í sýningargluggum verslana upplitast ekki fyrir vikið.
• "Scotchtint" er einnig fáanleg sem öryggisfilma.
Ef rúðan brotnar, heldur filman glerinu saman.
• Þeir sem hafa sett "Scotchtint" filmuna á gluggann hugsa hlýtt
til hennar á meðan öðrum er alltof hlýtt.
• Ásetning filmunnar er innifalin í verði.
Hafðu samband og fáðu verðtilboð:
ÁRVÍK
ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295