Tíminn - 07.09.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.09.1995, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 7. september 1995 llfliÉliiW STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð ílausasölu 150 kr. m/vsk. Skógrækt og landgæbi Skógræktarmenn víös vegar aö af landinu báru saman bækur sínar á aðalfundi Skógræktarfélags íslands í síðustu viku. Skógrækt hefur ekki ætíð haft tiltrú hér á landi. Hún var hugsjónastarf, sem var borið uppi af bjartsýnu fólki, sem taldi ekki eftir sér að vinna fyrir framtíðina. Deilur stóðu milli skóg- ræktarmanna og ýmissa forustumanna í land- búnaði og vantrú var á því að skógar gætu þrif- ist hér nema þá á stöku stað, undir stofuglugg- unum á sveitabæjum og á allra veðursælustu stöðum landsins. Nú eru viðhorfin breytt í þessum efnum, og það er ekki einungis viðurkennt að skógur, mönnum til yndis og ánægju, geti þrifist hér- lendis, heldur sér nú hilla undir það að af hon- um geti verið verulegar nytjar. Það er orðin staðreynd hérlendis og hefur ver- ið sannað með starfi Skógræktar ríkisins að þar sem skilyrðin eru best, vex upp skógur á þrjátíu árum, sem hægt er að fletta í timbur. Á grisjun- artímanum fellur til hráefni sem hæft er til ým- issa nota, og með vaxandi skógrækt og grisjun er nauðsyn að auka rannsóknir á fjölbreyttari nýt- ingu þess. Landgræðsluþátturinn er annar þáttur skóg- ræktarinnar og ekki síður mikilvægur. Það er löngu viðurkennt að skógrækt er áhrifamikil til þess að viðhalda landgæðum og stöðva landeyð- ingu. Að þeim þætti þarf einnig að hlúa, og það er ekki síst tilgangur félaga á borð við Skógrækt- arfélag íslands. Við og við heyrast raddir um það að varðveita eigi nekt landsins og hún sé nauðsynlegur þátt- ur þeirra víðerna sem hér eru. Þessum röddum fækkar, því það bar meira á þessu þegar skógrækt var skemmra á veg komin en nú er. Það er lítill yndisauki að því að líta yfir blásna mela og land sem er í vörn vegna vatnsgangs og vinda. Skógi- vaxin svæði eru ólíkt betri fyrir augað og veður- sælli. Það er ljóst að skógrækt er þáttur í því að endurheimta landgæði. Það blasir nú við að skógrækt er nauðsynlegur þáttur í endurskipulagningu í landbúnaði og það þarf að Ieggja rækt við þann þátt hennar. Nú þegar er fyrir hendi reynsla í þessum mál- um. Bændur á Fljótsdalshéraði hafa unnið nú um nokkurt skeið að ræktun skóga, samkvæmt sérstökum lögum um Héraðsskóga. Víðar á landinu háttar þannig til að skógrækt til nytja er raunhæfur möguleiki. Enn víðar eru aðstæður fyrir skóga sem bæta og vernda landið. Það hef- úr reynsla síðustu áratuga og mikið starf skóg- ræktarmanna leitt í ljós. Kosningabarátta hefst í Kína Friálst.óháð dagblaS Þotulið stjórnmálanna fi fclan/lp l>.r._ ráAanáP- , ..invlKUPAGUáj- kvenmrAAÍfifldS hefur r. «ptembeR 1995 Kvennaráðstefnunnar í jo«- - inAGURAseEiö526— urslitakostí ■— fnrsetd Islands Afstæðiskenm 9 -assgsgs. . am, *enunn» t \ögum þeiira uní“ ý\ ýiningar- og . flögraöi innan dyra. \ á Vönnie Mande ^ var banda- hsonai A .«!»*“ KJ, út ú, ,S0- I fí.ltom WJ* ^ «irt \ .icfnusal Cto, >0 r , Tib«. \ögum þeur1 un®u ... tl\ ýiningar- og ^töldusig^^J^iðkreiE ast þess frelsu og t .iui eins og slnu. Og ^ þeim fjöUSa sem vA v» ^^rSkuÍarbúðum t Ktna eða stritar ( fanfiClsisholum vegna rotnar hfandi < ^ Qg vimr þeirra þcss að Peng og Dong. s dval\. “1,‘*Stíi'“dTuÆL.fubcs' armannrétundi _ * fJf ekv\ neðan ! gcymdir innan mura. jarðar? brotlega menn Eins og tí« « u .ónaf þcirra (l.iminp. . - n.n„ ^VPCI- Kvennaráöstefnurnar í Kína hafa veriö í brennidepli um skeiö og ber- ast bæði mótsagnakenndar og furöulegar fréttir frá þessu landi hinna skínandi keisarahalla. Frú Vigdís Finnbogadóttir og embætti forseta íslands hefur oröið skot- spónn pólitískrar gagnrýni í fjöl- miðlum, þ.e. DV og Alþýðublaös- ins, sem er nokkur nýlunda, því al- mennt hefur sú regla gilt að blanda ekki forsetaembættinu inn í slíka þrætubók. Hins vegar var alla tíð ljóst að úr því forsetinn var á annað borð aö fara til Kína og ávarpa ráö- stefnuna, hlutu að heyrast efa- semda- og gagnrýnisraddir. Slíkt hefur gerst nánast alls staðar þar sem forustukonur ríkja hafa ákveð- ið að mæta og raunar líka þar sem þær hafa ákveðið aö mæta ekki. Mótsagnakenndur fréttaflutningur Garri hefur ekki forsendur til að meta hvort einstakar yfirlýsingar frú Vigdísar eöa kurteisleg fram- koma hennar gagnvart gestgjöfum sínum ber að túlka sem sérstakar pólitískar yfirlýsingar af hennar hálfu til stuðnings stjórnvöldum í Kína og þeirri tegund stjórnarfars sem þar ríkir. Til þess er fréttaflutn- ingur frá Kína of brota- og mót- sagnakenndur. Hitt er spurning hvort þessi brota- og mótsagna- kenndi fréttaflutningur hefur ekki orðið til þess að hrinda af stað kosn- ingabaráttunni fyrir forsetakosn- ingarnar á næsta ári. Sú umræða, sem nú er búið að hrinda af stab um forsetann og forsetaembættið vegna Kínafararinnar, mun óhjá- kvæmilega tengjast því að kjörtíma- bili forsetans lýkur að ári. Nú þegar hefur forsetinn fengiö á sig mjög óvenjulega og ósvífna gagnrýni, sem viðbúið er að einhverjir mót- frambjóðendur, sem enn eiga eftir að sýna sig, muni nýta sér til að vinna gegn endurkjöri hennar. Á GARRI hinn bóginn hefur þab nú komið upp að íslenskar konur, sem eru á ráðstefnunni í Kína, eru stórhrifnar af frammistöbu forsetans í Kína og hafa skorað á Vigdísi aö gefa kost á sér til endurkjörs. Kvennaráðstefn- an í Kína og heimsókn forsetans þangað eru þannig að verða að brennipunkti næstu forsetakosn- inga á íslandi. Það er í Kína sem kosningabaráttunni er hrint af stað og það er þar sem tónninn er gef- inn. Vissulega verður þab að teljast óvæntur snúningur á þessum miklu fundahöldum. Konur gegn ham- borgurum Eftir að hafa horft á í sjónvarpi þegar grænmetisætur mótmæltu menningarlegri heimsvaldastefnu McDonald's-hamborgarakeðjunnar með offorsi og brutu niður plast- styttu af Ronald McDonald, í því skyni að stemma stigu við kúgun „hamborgaramenningarinnar" á konum heimsins, fór Garri satt að segja að efast alvarlega um að það væri allt jafn merkilegt við það sem er ab gerast hjá kvenfólkinu þarna í Kína. Hann spurði sig hvort íslensk- ar konur, sem þribjaheimskonur kalla nú „dekurdúkkur", hafi e.t.v. ekki átt eins mikið erindi á fundinn og þær héldu. Hitt er Ijóst að jafnvel þótt kvennaráðstefnunnar muni ekki verða minnst fyrir að marka tímamót í baráttusögu kvenrétt- inda, verbur hennar minnst hér á- landi fyrir að hafa hrint af stað for- setakosningabaráttu löngu ábur en forsetaframbjóðendur komu fram í dagsljósið. Garri Pétur meb svellu sinni og útlistun skattamála „Skyldi hún ekki hafa verið gerðar- kona, konan hans sankti Péturs?" spurði kerling abra eftir messu. „Uss, láttu ekki þessa vitleysu heyrast," svaraöi vinkonan. „Hann Pétur var ókvæntur alla tíð og enga konu hefur hann sér við hlið við dyragæsluna í Himna- ríki." „Víst átti hann konu, presturinn sagði það áðan og hafði eftir hon- um séra Hallgrími og ekki fer hann rangt meb frásagnir Biblíunar. Hann sagði: Pétur með svellu sinni." Tilvitnunin er úr 7. Passíusaimi: Um vörn sankti Péturs og Malkus eyrasár: Pétnr með svellu sinni sverð úr slíðrum dró, hans trúi ég brœðin brynni, og beint í flokkinn hjó. Þessi brandari er ab minnsta kosti 200 ára gamall og er vel þekktur úr þjóðsagnasöfnum. Það er því ekkert nýtt að fólk misskil- ur tilvitnanir í guös orð og þaö sem fyrir því er haft um útlegg- ingu þess. Svellt sinni Péturs á aö lýsa veikri lund, en ekki að hann hafi verið með húsfrú sinni þegar hann dró sverbið úr slíörum til að verja lausnarann í grasagarðinum. En blessuö kerlingin vildi held- ur hafa hann í fylgd konu sinnar en veikgeðja og uppstökkan, og lái henni vanþekkinguna hver sem vill. Ólíkir heimar Þessi gamla skrýtla er rifjuð upp í tilefni þess að samkvæmt Tímafrétt hafa móðurmálskennarar áhyggjur af því að unglingar þekki ekki leng- ur algengar tilvitnanir í Biblíuna og tákn, sem þangað eru sótt og heyra óneitanlega til menningararfleifð- inni. Dæmi er tekið, sem er að krakkarnir kalla Krist manninn á plúsnum. Þau þekkja þó samlagn- ingarmerkiö, greyin. Islenskt mál er ríkt af málsháttum Á víbavangi og orðatiltækjum. Mörg þeirra eru sótt í horfib samfélag og atvinnu- og lifnaðarhætti, sem heyra til lið- inni tíð. Eðlilega skilja börn upplýs- ingaaldar ekki málfar bændaþjóðfé- lagsins og allar þær samlíkingar sem voru viðhafbar þegar þeir búskapar- hættir voru og hétu. Á sama hátt er hætt við að ferm- ingarbörn um aldamót ættu erfitt meb að ná samhengi í orðræður þeirra sem nú eru á svipuðum aldri, ef svo bæri til að krakkamir hittust á förnum vegi. Skilningur og túlkun Um skilning á Bibliutilvitnunum hefur löngum verið deilt og guð- fræðingar verið barnana verstir að leggja Orðið út á mismunandi vegu. Þab stafar þó ekki af því að þeir hafi ekki lesið helga bók og séu fákunn- andi um innihald hennar. Heldur vegna þess ab þeir skilja hana mis- munandi skilningi og túlka hana samkvæmt eigin hugarórum, rétt eins og konan sem sá heilagan Pét- ur fyrir sér með kerlu sinni. En nú er komið út á svellar braut- ir og réttast að láta guöfræöingana um guðfræðina og allan þann margvíslega skilning sem í hana er lagður. Móöurmálskennarar geta ekki út- listað bókmenntir, og ljóð með til- vitnunum í ríkistrúna er ekki hægt ab kenna nema með því að þylja upp úr Biblíunni í bókmenntatím- um. Þetta þykir áhyggjuefni. Fleira er þó sem er óskiljanlegt í nútímanum en bókmenntir sem minnast á menningararfinn, og sjaldan er talað um sem vandamál. Mikið langar mann stundum til að skilja þegar Friðrik Sophusson og kappar hans eru að útskýra fjármál þjóðarinnar. Sérstaklega verður maður galtómur í kollinum þegar skattamál eru til umræðu með til- vitnunum í skýrslur og greinargerö- ir. Hagfræðingar og aöilar vinnu- markaöar hafa sérstakt Iag á að nota tilvitnanir sem aðrir skilja ekki, og milliliðir búvörubransans tala tung- um hvenær sem þeir komast í færi aö ávarpa þjóðina í ræbu eða riti. Og þeir, sem reyna að fylgjast með og fá einhvern botn í margvís- lega orðaleppa þeirra sem alltaf eru að beita sér fyrir sameiningu vinstri aflanna eða félagshyggjufólks, lenda oftast í svipuðum hremming- um og krakkarnir sem hengja Jesú á plúsinn og kerlingin sem skaffaði heilögum Pétri hjásvæfu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.