Tíminn - 07.09.1995, Qupperneq 6

Tíminn - 07.09.1995, Qupperneq 6
6 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Ey stro-1 hornl HÖFN í HORNAFIRÐI Bensínstöb, snyrt- ingar og bíla- þvottaplan Ný Skeljungs-bensínstöð var opnuö í Freysnesi í Öræfum fyr- ir verslunarmannahelgina, ásamt söluskála, bílaþvotta- plani, snyrtingum og tjald- stæöi. Allt er þetta á vinstri hönd viö veginn þegar ekiö er í vesturátt, gegnt íbúöarhúsinu í Freysnesi. Skeljungur sá um byggingu mannvirkjanna, en hótelhaldararnir, Anna María og Jón Benediktsson annast reksturinn. „Þetta hefur fariö vel af staö," sagöi Karl Birgir Örvarsson, allsherjar hjálpar- kokkur á Hótel Skaftafelli. Karl sagði hafa verið mikla trafík í sumar og nýtingu á hótelinu með besta móti. Einnig næöu bókanir lengra fram á haustiö nú en áður. Karl fræddi okkur líka á því aö Benedikt Jónsson, sonur Jóns hótelstjóra, væri á förum í kokkanám á Hótel Sögu. 18 manns störfuðu á Hót- el Skaftafelli frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. rnETTnninnm SELFOSSI Þróunarverkefni í atvinnu- málum uppsveita í strandi: Skortur á pening- um, en margt til ab vinna úr Átaksverkefni uppsveita Ár- nessýslu í atvinnumálum, sem hófst árið 1992, er nú lokiö. Margar hugmyndir hafa komið upp á boröið í tengslum viö verkefniö, en ennþá hefur ekk- ert verið fullunnið. Kristján Ey- steinsson atvinnufulltrúi segir aö framhaldiö strandi á fjár- skorti og aö nú sé komið að ei- nakaaðilum að leggja tíma og fjármuni í að vinna áfram með þær hugmyndir sem byrjað er að vinna. „Það eru því miður engar góðar fréttir af þessu verkefni. Sveitarfélögin eru búin aö vinna ákveðna grunnvinnu og þróunarverkefni uppsveita er í raun lokið, því þaö er komið út fyrir þann tímaramma sem sett- ur var. Vinnunni er þó ekki lok- iö, en þetta er í rauninni þann- ig að það er allt í hnút eins og er. Vib vorum til dæmis komnir Nýja bensínstöbin í Freysnesi. í góðan gír í þessu trefjaflóka- verkefni, en nú er peninga- skortur að hrjá okkur, þannig að allt er óljóst eins og er," segir Kristján. Kristján segir þó að á meðan ekki er búið að slá hlutina af með formlegum hætti sé þó ekki hægt að segja að hlutirnir séu strand. „Það eru ákveðin verkefni á teikniborbinu sem tengjast matvælaiðnaði og nýj- um tegundum á því sviði. Það er í athugun að fá einstaklinga til að taka þau verkefni í fóstur og vinna áfram í þeim grunn- hugmyndum sem komnar eru. Það er það næsta sem gerist í þessu. Við erum því búnir að fá heilmikiö út úr þessu, en vantar kannski lokahnykkinn. Það má einnig nefna í þessu sambandi að Bjarni Harðarson á Flúðum fékk aðstoð frá verkefninu við ab þróa nýjan vélbúnað, sem vélsmiðja hans framleiðir," sagði Kristján Eysteinsson. Hverageröi: Heilsuhælib fær vottun um lífrænt grænmeti Heilsustofnun Náttúrulækn- ingafélags íslands í Hverageröi hefur fengið vottorð um að sú framleiðsla á garðyrkjuvörum, sem þar fer fram, sé lífræn. Það voru fulltrúar vottunarstofunn- ar Túns í Vík í Mýrdal sem veittu Hirti Má Benediktssyni, garðyrkjustjóra stofnunarinnar, viðurkenningu þar um, nú á dögunum. Vottunarstofa breska fyrirtækisins Soil Association er sá abili sem vottar um fram- leiðsluna og er Tún umboðsað- ili þeirra hér á landi, þar til Tún fær fullt starfsleyfi og faggild- ingu á heimsvísu. I vor var sett reglugerb um þau skilyrði sem fullnægja þarf til ab geta fengið slíka vottun, en framleiðslan verbur ab hafa verið án allra ólífrænna auka- efna í tiltekinn tíma til aö falla undir reglugerðina. Grænmetisframleiösla Heilsu- stofnunarinnar hefur reyndar verið lífræn frá upphafi, en stofnunin er 40 ára á þessu ári. Vottunin er því viðurkenning á því starfi sem þar hefur verið unnið, jafnframt því sem Hjört- ur kveðst vona að hægt verði að fá hærra verð fyrir það græn- meti sem ekki nýtist þar á stofnuninni og fer á markað. Tólf garðyrkjubýli í landinu hafa vottun um lífræna fram- leiðslu og er Heilsustofnunin það þrettánda. Auk þess hefur dreifingarfyrirtækið Ágæti hf. lífræna vottun, en hún nær einnig til pökkunar, geymslu og dreifingar á vörunni. Sundlaug Egils- stababæjar form- lega tekin í notkun Síðastliðinn laugardag var Sundlaug Egilsstaðabæjar form- lega tekin í notkun og var viö það tækifæri haldið Meistara- mót UÍA í sundi í lauginni. Sundiaugin er 25 x 12,5 metra útisundlaug og er við hana tengd lítil barnalaug og 30 Cubrún Hallgrímsdóttir, varaformabur stjórnar Túns, veitir Hirti Má Bene- diktssyni viburkenninguna. Til vinstri á myndinni er Cunnar Cunnarsson, framkvaemdastjórí Túns, og til hœgrí Árni Gunnarsson, forstjórí NLFÍ. metra löng rennibraut. Enn- fremur eru tveir heitir pottar vib laugina. Aö sögn Helga Halldórssonar, bæjarstjóra Eg- ilsstaðabæjar, hefur aðsóknin í sumar verið framar öllum von- um. Má segja að tveir síöustu mánuðir hafi verib með sama gestafjölda og allt síöasta ár í eldri sundlauginni. Eins og fram kom í 28. tölublabi Austra, voru sundlaugargestir orðnir 26 þúsund þann 7. ágúst síöastliö- inn. Helgi sagði að í sumar hafi sundlaugin verið opin um helg- ar og sundlaugargestir veriö ánægðir með þá þjónustu. Um áframhald sagði hann að búið væri að ákveða að hafa áfram opið á laugardögum og sunnu- dögum í september og október. Fimmtudagur 7. september 1995 Nokkrar réttir haustið 1995 Réttir Arnarhólsrétt í Helgafellssv., Snæf...... Auðkúlurétt í Svínavatnshr., A.-Hún...... Áfangagilsrétt í Landmannaafrétti, Rang. Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr............ Dalsrétt í Mosfellsdal, Kjós............. Fellsendarétt í Miðdölum, Dal............ Fljótshlíðarréttir, Rang................. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr........ Fossrétt á Síðu, V.-Skaft................ Fossvallarétt v/Lækjarbotna (Rvík/Kóp.) . Grímsstaðarétt í Álftaneshr., Mýr........ Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn.... Hítardalsrétt í Hraunhr., Mýr............ Hiíðarrétt í Bólstaðarhlíðarhr., A.-Hún.... Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing....... Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing............ Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn......... Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún...... Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn........... Kjósarrétt í Kjósarhr., Kjósarsýslu...... Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn........ Langholtsrétt í Miklaholtshreppi, Snæf... Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði.... Miðfjaröarrétt í Miðfirði, V.-Hún........ Nesjavallarétt í Grafningi, Árn.......... 'Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. ... Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg......... Reykjaréttir á Skeiðum, Árn.............. Reynistaðarrétt í Staðarhr., Skag........ Selflatarétt í Grafningi, Árn............ Selvogsrétt í Selvogi, Árn............... Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag.......... Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft....... Skaftártungurétt í Skaftártungu, V.-Skaft. Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. . Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag........... Skarðsrétt í Borgarhr., Mýr............... Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. , Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún........... Tungnaréttir í Biskupstungum, Árn......... Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún......... Valdarásrétt í Víðidal, V.-Hún............ Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún....... Þórkötlustaðarétt í Grindavík, Gull....... Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr.............. ölfusréttir í ölfusi, Árn................. Dagsetningar ..sunnudagur 17. sept. ..laugardagur 9. sept. ..fimmtudagur 21. sept. ..sunnudagur 10. sept. ..sunnudagur 17. sept. ..sunnudagur 24. sept. ..sunnudagur 17. sept. ..þriðjudagur 19. sept. og sunnud. 24. sept. ..sunnudagur 10. sept. ..föstudagur 15. sept. ..sunnudagur 17. sept. ..þriðjudagur 19. sept. .laugardagur 16. sept. ..mánudagur 18. sept. .sunnudagur 17. sept. .sunnudagur 10. sept. .sunnudagur 10. sept. .fimmtudagur 14. sept. .laugardagur 9. sept. .laugardagur 16. sept. .mánudagur 18. sept. .miðvikud. 20. sept. .mánudagur 18. sept. .laugardagur 16. sept. .laugardagur 9. sept. .laugardagur 16. sept. .miðvikudagur 13. sept. .föstudagur 15. sept. .föstudagur 15. sept. .sunnudagur 10. sept. .mánudagur 18. sept. .mánudagur 18. sept. .mánudagur 18. sept. .laugardagur 16. sept. .laugardagur 16. sept. .fimmtudagur 14. seþt. .laugardagur 9. sept. .mánudagur 18. sept. .sunnudagur 17. sept. .laugardagur 16. sept. .miðvikudagur 13. sept. .föstudagur 15. sept. og laugard. 16. sept. .föstudagur 15. sept. .föstudagur 15. sept. og laugard. 16. sept. .sunnudagur 17. sept. .mánudagur 18. sept. .þriöjudagur 19. sept. Helstu réttir í Landnámi Ingólfs haustið 1995 Laugardagur 16. sept. upp úr hádégi.........Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit Laugardagur 16. sept. upp úr hádegi.........Húsmúlarétt við Kolviðarhól Laugardagur 16. sept. upp úr hádegi.........Nesjavallarétt í Grafningi Laugardagur 16. sept. síðdegis..............Lönguhlíðarrétt v/Bláfjallaveg Sunnudagur 17. sept. kl. 13:00 .............Þórkötlustaðarétt í Grindavík Sunnudagur 17. sept. síðdegis...............Fossvaliarétt við Lækjarbotna Mánudagur 18. sept. árdegis ................Selvogsrétt í Selvogi Mánudagur 18. sept. árdegis ................Selflatarétt í Grafningi Mánudagur 18. sept. um hádegi...............Kjósarrétt í Kjós Þriðjudagur 19. sept. árdegis...............Ölfusréttir í Ölfusi Sunnudagur 24. sept. um hádegi .............Dalsrétt í Mosfellsdal Seinni réttir verða tveim vikum síðar, þ.e. dagana 30. sept.-3. október. Til að auðvelda smölun og draga úr hættu á ákeyrslum á þjóðvegum í haustmyrkrinu er lögð áhersla á aö fé veröi haft sem mest í haldi eftir réttir. Samkvæmt fjall- skilasamþykkt fyrir Kjósarsýslu, Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð nr. 304/1988 er óheimilt að sleppa aftur fé úr haustréttum á afrétti. Helstu stó&réttir haustið 1995 Skaröarétt í Gönguskörðum, Skag................laugard. 16. sept. upp úr hádegi Reynistaðarrétt í Staðarhr., Skag..............laugard. 16. sept. um kl. 16:00 Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag.................sunnud. 17. sept. um kl. 15:00 Hlíðarrétt í Bólst.hl.hr., A.-Hún..............laugard. 23. sept. upp úr hádegi Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún........sunnud. 24. sept. kl. 10:30 Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag...............laugard. 30. sept. kl. 13:00 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún...........laugard. 7. okt. kl. 10:00 Borgarrétt í Eyjafjaröarsveit.................laugard. 7. okt. um hádegi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.