Tíminn - 07.09.1995, Page 7
Fimmtudagur 7. september 1995
Wwtmi
7
Karlmenn, sem beita konur ofbeldi, hafa tíbum sjálfir verib fórnar-
lömb ofbeldis:
Sannur karlmaður
kemst af án ofbeldis
Engin tengsl eru milli karl-
mennsku og ofbeldis. Sannir karl-
menn komast af án ofbeldis. Sér-
stök samtök þyrfti hérlendis til ab
ræba ofbeldi karla gagnvart kon-
um og börnum og bjóba ofbeldis-
mönnum upp á skipulega meb-
ferb, líkt og tíbkast í nágranna-
löndunum. Ástæba þess ab karl-
menn leggja hendur á konur eru
tíbum þær, ab þeir hafa sjálfir
verib fórnarlömb í æsku.
Þetta eru þau atribi sem karla-
nefnd Jafnréttisráðs vill m.a. benda
á í sérstöku átaki, „Karlar gegn of-
beldi", sem stendur yfir vikuna 13.-
20. sept. Áætlað er að aðgerðir verði
með þrennum hætti: Efnt verði til
markvissrar umræöu um málefnið í
fjölmiðlum, auglýsingaherferð, og
ofbeldisumfjöllun verði megin-
þema í félagsfræðikennslu fram-
haldsskóla þá viku sem ástandið
stenduc yfir. Unnið verður með eft-
irfarandi boðorð að leibarljósi:
Ofbeldi er óhœfa
Ofbeldi er cetíö á ábyrgö þess er þaö
fremur
Fómarlömb ofbeldis á aö taka alvar-
lega
Samfélaginu ber skylda til aö vinna
gegn ofbeldi
Ofbeldi er tengt karlhlutverkinu
Karlanefndin telur brýnt að tekið
sé á þessu „tabú", eins og Ingólfur
Gíslason hjá Jafnréttisráði kallar
það. Karlar verði að axla ábyrgbina
á ofbeldinu og gæta bræðra sinna
sem sýna börnum, konum og öðr-
um körlum ítrekað ofbeldi. Reynsla
annarra þjóða segir að hægt sé að
ná verulegum árangri hjá þeim sem
vilja leita sér hjálpar. M.a. verður
sænskur sérfræðingur hérlendis
vegna þessa, Göran Wimmerström,
sem náð hefur frábærum árangri.
Hann er jafnframt forgöngumaður
um feðrafræöslu.
Ingólfur Gíslason segir að sam-
kvæmt könnunum séu um 20%
kvenna beitt ofbeldi og þá sé aðeins
átt við líkamlegt ofbeldi. Flestar
konur verba fyrir ofbeldinu i
heimahúsum. Hann segir algengt
að þessi mál séu þöguð í hel og
minni á sifjaspell hvað það varöar.
Flugleibir meb 3 Boeingflugvélar á leigu frá nœstu
áramótum:
Tap fyrra misseris
minnkab um helming
Afkoma Flugleiba var nokkru
betri á fyrra misseri þessa árs en í
fyrra. Um 307 milljóna tap á
rekstrinum er 425 milljónum
minna en á sama tíma í fyrra.
Batinn er ab stærstum hluta rak-
inn til 325 milljóna hagnabar af
sölu einnar af flugvélum félagsins
í byrjun þessa árs. En afkoma af
reglulegri starfsemi batnabi einn-
ig um 108 milljónir, þrátt fyrir 70
milljóna kostnab sem Flugleibir
höfbu af flugfreyjuverkfalli í apr-
íl.
Og þrátt fyrir verkfall hafa umsvif
félagsins aukist um meira en 11% í
farþegafjölda, en rúmlega 9% mæld
í tekjum og gjöldum, í rúmlega 7
milljarða á fyrri helmingi þessa árs.
Farþegar voru rúmlega 513 þúsund
fyrstu 6 mánubi ársins.
Brynjólfur Bjarnason í Granda um „dönsk laun" í
fiskvinnslu í Súbavík:
Getum ekki boðið
Súðavíkurlaunin
„Nei, nei, vib borgum ekki 200
þúsund krónur á mánubi. Þetta er
ekki svona hjá okkur. Vib höfum
fólk hér vib vinnu og bætum vib
okkur þessa dagana, en launin
eru ekkert í námunda vib þetta.
Fólk er meb innan vib hundrab
þúsund krónur á mánubi hjá okk-
ur til jafnabar. Þá er mibab vib
venjulega dagvinnu og nokkra
aukavinnutíma," sagbi Brynjólf-
ur Bjarnason, forstjóri Granda
hf., í gær.
Tíminn greindi í gær frá 200 þús-
und króna mánaðargreiðslum til
fiskvinnslufólks í Súðavík.
Áður hefur blaðið greint frá tvö-
til þreföldum launum dansks fisk-
vinnslufólks miðað vib laun hér á
landi. Tíminn spurði Brynjólf hvort
tæpar hundrað þúsund krónur
væru ekki nokkuð lág laun í undir-
stöbuatvinnugreininni. „Danir eru
víst á hausnum með fiskiðnaðinn
sinn, og ekki getum við notað aö-
ferbina hans Ingimars í Súðavík.
Þetta er allt afstætt með launin og
ég þyrfti langan tíma til að ræða
þau mál til enda," sagði Brynjólfur.
Hjá Granda er ekki beinlínis
skortur á vinnuafli þessa stundina
og verið að bæta vib fólki. Oft er
unnib fram á nætur á ákveönum
tækjum. Einstaka karlmenn eru á
fiskvinnslulínunni við snyrtingu
flaka. Brynjólfur segir að karlmenn
við snyrtingu séu örfáir. Tilraunir
hefðu verið gerðar endrum og eins
og þá reynt að fá nokkra karla sam-
an. Þetta væri „félagslegt" mál fyrir
karlana að standa á línu meb kon-
unum. Margir vildu telja ab hand-
bragðið hjá körlum væri nokkuö
annað en hjá konunum. Sumir
segja það grófara en hjá konunum.
Algengasta orsök þess að karl-
menn leggja hendur á konur er tal-
in vera sú að sjálfir hafi þeir verið
fórnarlömb í æsku, orðið fyrir e.k.
niðurlægingu. Það sé oft innibyrgö
reiði og skömm sem valdi ofbeldi.
Nánari dagskrá átaksins veröur
kynnt síðar. ■
T)
KARLAR
GEGN
ofbeldi
Beint flug til
Boston og Halifax
Stjórn Flugleiba hefur samþykkt
ab stefna ab auknum umsvifum í
millilandaflugi og verbur m.a.
tveimur nýjum áfangastöbum
bætt inn í flugáætlun, þ.e. til
Boston og Halifax.
í janúar á næsta ári fá Flugleiöir
afhenta nýja B-757 þotu. Flugleiðir
munu leigja þotuna á hagkvæmum
kjörum í rúm sex ár. Verib er að að-
laga flugvélina þeim tækni- og
gæðastaðli sem Flugleiðir nota.
Þotan verður sérstaklega búin til
langflugs yfir úthafiö. í frétt frá
Flugleiðum kemur fram að það sé
almenn stefna meðal alþjóðlegra
flugfélaga að vera eigendur hluta
flugflota síns, en leigja hinn hluta
hans. Flugleiðir eiga nú fimm
þotur, en aðrar vélar í notkun eru
leigöar. ■
—
Flugleiöir hafa nú selt tvær af
fjórum Boeing 737-400-flugvélum
sínum og endurleigt þær til nokk-
urra ára. Stjórn félagsins hefur líka
nýlega samþykkt að taka á leigu
eina Boeing 757-200 flugvél til
næstu sex ára. Sú vél verður afhent
nú frá Boeing-verksmiðjunum í
janúar n.k. Sú ákvörbun ab bæta við
flugflotann var, samkvæmt frétt frá
Flugleiðum, tekin jafnhliba ákvörð-
un um fjölgun viðkomustaða vest-
anhafs næsta vor. Flug til Boston
tvisvar í viku hefst í apríl og flug til
Halifax í Nova Scotia í maí, sem
verður fyrsta áætlunarflug Flugleiða
til Kanada.
Flugleiðir gera ráð fyrir miklu
betri afkomu síðari helming ársins,
að venju, og þar með meiri hagnaði
á árinu i heild. ■
kynnir nýtt símanúmer
5505000
Jimm Jimmtíu Jimmþúsund
Fréttaskot
550 5555
Síminn sem aldrei sejur