Tíminn - 13.09.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 191 7
79. árgangur
Miðvikudagur 13. september 1995
170. tölublað 1995
Notkun flottrolls í Smugunni stuölar ekki aö rányrkju
frekar en önnur veiöarfceri:
Engin rök sem
mæla meö banni
Jóhann A. Jónsson, formaöur út-
hafsveiðinefndar LÍÚ, segir ab
engin rök hafi komið fram sem
réttlæta þaö að íslenskum togur-
um verði bannað að nota flott-
roll við þorskveiðar í Smugunni.
Af þeim sökum sé engin ástæöa
til að óttast það aö íslensk stjórn-
völd muni banna notkun þessa
veiðarfæris þar ytra.
Formaður úthafsveiðinefndar-
innar segir að allar sögusagnir um
yfirvofandi bann sjávarútvegs-
ráðuneytisins við notkun flott-
rollsins í Smugunni séu byggöar á
misskilningi. En á undanförnum
dögum hefur þrálátur orörómur
verið á kreiki þessa efnis og m.a.
vegna þess aö reyndir skipstjórar
hafa opinberlega lýst yfir efasemd-
um sínum um notkun flottrollsins.
í þeim málflutningi vegur einna
þyngst sú skoðun að þegar stór
floti notar jafn afkastamikið veið-
arfæri eins og flottroll, þá geti
notkun þess hreinlega ofboðiö viö-
komandi veiðistofni.
Jóhann A. segir að notkun flott-
rollsins hafi verið rædd á nýaf-
stöðnum aðalfundi Útvegsmanna-
félags Norðurlands í sl. viku. Auk
þess hafa útgeröarmenn einnig
rætt þetta mál við þá Þorstein Páls-
son sjávarútvegsráöherra og Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra.
En eins og kunnugt er þá hafa
Norðmenn harölega gagnrýnt ís-
lenskar útgerðir fyrir notkun flott-
rollsins í Smugunni vegna meintr-
ar rányrkju.
Hann vekur jafnframt athygli á
því að íslenskir vísindamenn hafa
margsinnis sýnt fram á það að
flottrollið sé ekki verra veiöarfæri
en hvert annað. „Það hljóta þá all-
ar veiðar að gera þaö án tillits til
veiöarfæra," segir hann aðspurður
hvort flottrollið stuðli ekki aö rán-
yrkju á miðunum, eins og and-
stæðingar flottrollsins hafa haldið
fram. Hann minnir einnig á að
þegar Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra lokaði ákveðnum
veiðisvæöum fyrir íslenskum tog-
urum í Smugunni í ágúst 1993
vegna smáfisks í afla, þá höfðu
skipin stundað þar veiðar með
botntrolli en ekki í flottroll. ■
Skipulagsstjóri ríkisins:
Fellst á stækkun
álvers í Straumsvík
Skipulagsstjóri ríkisins, Stefán
Thors, hefur úrskurðað um
mat á umhverfisáhrifum
vegna stækkunar álversins í
Straumsvík upp í allt að 200
þúsund tonna framleiðslu á
ári. Skipulagsstjóri fellst á
framkvæmdina, en setur þó
ýmis skilyröi.
Meöal skilyröa fyrir fram-
kvæmdinni, er að nota skal for-
skaut sem bjóöast með sem
lægstu brennisteinsinnihaldi.
Kveðið er á um hvernig staðiö
veröur að eftirliti vegna hugsan-
legra áhrifa af förgun kerbrota í
flæðigryfjum í lífríki sjávar,
einnig um eftirlit vegna hávaða.
Skipulagsstjóri vill að í deili-
skipulagi verði tekið á litavali á
byggingum ísal auk þess sem
gæði neysluvatns í álverinu
verði tryggð. Og fleiri skilyrði
eru fyrir leyfinu: Kanna þarf
veðurfar við álverið til að bæta
gögn um loftdreifingarspár.
Akveöa þarf hvernig standa skal
aö reglubundnum mælingum á
loftmengun frá stækkuðu álveri
og auk þess aö láta kanna lífríki
Straumsvíkur vegna hafnar-
framkvæmda sem þar eru fyrir-
hugaðar samkvæmt umsókn-
inni.
Úrskuröur skipulagsstjóra er
ekki endanlegur. Hann má kæra
til umhverfisráðherra sem á síð-
asta orðið varðandi fram-
kvæmdina.
Framkvæmdir í Straumsvík,
sem raunar eru ekki ákveönar
enn af hálfu Alusuisse, eru
fólgnar í byggingu kerskála
næst Keflavíkurvegi, og síðar
lengingu eldri skálanna. Þá er
ætlunin að byggja 100 metra
langan viðlegukant um 210
metrum innan við víkina þar
sem er núverandi viðlegukantur
er. Fram kemur að ætlunin er að
settur verði upp þurrhreinsi-
búnaöur með bestu fáanlegu
tækni. ■
* •• » ■ »i * v • v / m § /i Tímomyndir GS
IOKKVIIIOIO I KeyKjQVIK var um hádegisbiliö ígœr kallaö ab húsi aö Bjargarstíg 6 í
Þingholtunum í Reykjavík, þar sem upp hafoi komiö eldur í tveggja haeöa timburhúsi. lönaöarmenn höföu um morgun-
inn hafiö störf viö viögeröir á húsinu og kom eldurinn upp í rusli og vinnufatnaöi og náöi í framhaldi afþví aö læsa sig í
þakinu, en skemmdir á því uröu ekki miklar. Á meöfylgjandi mynd má sjá slökkviliösmenn aö störfum á þaki hússins en
á minni myndinni má sjá börn frá leikskólanum Sólstöfum fylgjast af miklum áhuga meö slökkvistarfinu og ætla eftir
þessa reynslu örugglega öll aö veröa slökkviliösmenn.
Engum útlendingi veriö neitaö um atvinnuleyfi og endurnýjun leyfa gengiö snuröuiaust fyrir sig:
Búið ab ráöa 106 manns
í gegnum vinnumiðlanir
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
segir að auglýsingar ráðuneytisins
til að fá íslendinga í fiskvinnslu
hafi borið verulegan árangur, og
m.a. sé búið að ráða 106 manns í
gegnum vinnumiðlanir. Hinsveg-
ar hafa einstök fiskvinnslufyrir-
tæki neitað íslenskum karlmönn-
um um vinnu við snyrtingu og
pökkun á grundvelli kynferðis.
Ráðherra segir að ráðuneytið sé
ekki ánægt með þessa afstööu
enda samrýmist hún ekki jafn-
réttislögum þar sem kveðið er á
um að bæði kynin eigi jafnan rétt
til vinnu óháð kynferði.
Reiknað er meö að forystumenn
Samtaka fiskvinnslustöðva muni
hitta félagsmálaráðherra í dag til að
ræða við hann um vinnuaflsskort-
inn í fiskvinnslum landsins. Að
mati fiskvinnslumanna vantar enn
100-150 manns til starfa, en eins og
kunnugt er þá frestaði ráðuneytið
því um nokkurn tíma að gefa út ný
atvinnuleyfi handa útlendingum
sem ekki eru innan EES-svæðisins.
Páll segir upphaflega hafi vantað
hátt í 300 manns í vinnu hjá fisk-
vinnslum landsins en þar af sé búið
að ráða 106 manns í gegnum vin-
numiðlanir. Þá séu allt að 138- 150
manns í biðstööu. Hann segir að út
af fyrir sig þá hafi ráðuneytið ekki
neitað neinum útlendingi um at-
vinnuleyfi en hinsvegar séu nokkrar
beiðnir um atvinnuleyfi í biðstöðu.
Þá hefur endurnýjun atvinnuleyfa
gengið snurðulaust fyrir sig vegna
þeirra útlendinga sem voru fyrir.
Hann segir að svo virðist sem at-
vinnurekendur vilji heldur útlend-
inga í vinnu heídur en innlent
vinnuafl. Ráðherra segir að ráðu-
neytið muni halda áfram þeirri við-
leitni sinni að aðstoða atvinnulaust
fólk við að fá vinnu. Hann telur að
átak ráðuneytisins hafi gert það að
verkum að vinnumiðlanir séu mun
virkari en áður, auk þess sem at-
vinnurekendur eru farnir að leita til
þeirra í meira mæli eftir vinnuafli. ■