Tíminn - 13.09.1995, Síða 4
4
Wmtom
Miövikudagur 13. september 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Ritstjórn oq auqlýsinqar: Brautarholti 1. 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Jæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í iausasölu 150 kr. m/vsk.
Nýting íslenskra
orkulinda
Drjúgur hluti af fjárfestingum þjóðarinnar á síð-
ustu tveimur áratugum er til orkumála. Þessi fjár-
festing er þríþætt. í fyrsta lagi er hún á vegum
sveitarfélaga, sem ráðist hafa í stórframkvæmdir í
virkjun jarðhita þar sem hann er tiltækur, og nú er
svo komið að um 90% af íslenskum íbúðarhúsum
eru hituð upp með jarðhita.
í öðru lagi hafa átt sér stað stórframkvæmdir í
virkjunum, og einnig hefur landið verið hring-
tengt með flutningslínum, þannig að raforkukerf-
ið er ein heild.
Þetta er mikil bylting, en þessar framkvæmdir
hafa kostað gífurlega fjármuni og eru lántökur
þeirra vegna ósmár þáttur í skuldum þjóðarinnar
út á við. Alkunna er að nú er umframorka í kerfinu
sem nemur allt að því einni stórvirkjun.
Virkjanir og veitustofnanir eru varanlegar fram-
kvæmdir, ef vel er til vandað í upphafi og mann-
virkjum vel við haldið. Þau mannvirki, sem risið
hafa á þessu sviði, eiga eftir að þjóna þjóðinni um
langt árabil og skila framtíðinni hagnaði. Ekkert
bendir til annars en að þessar orkulindir verði
samkeppnisfærar í framtíðinni. Aðrir orkugjafar,
svo sem kjarnorkan, hafa ekki rutt sér til rums í
þeim mæli sem talið var á árum áður. í tengslum
við virkjun Þjórsár við Búrfell á sjöunda áratugn-
um var umræða um að vatnsorkan yrði ekki sam-
keppnisfær, en það hefur ekki orðið raunin nú
þrjátíu árum seinna.
Þrátt fyrir þetta hefur ekki verið nein fjárfesting
hér í orkufrekum iðnaði nú um langt árabil og til-
raunir til samninga þar um hafa ekki gengið eftir.
Nú standa yfir samningar við Svisslendinga um
stækkun álversins í Straumsvík, en ekki er vert að
slá neinu föstu um lyktir þeirra.
Það ætti að vera íslendingum keppikefli að nýta
innlenda orku til atvinnurekstrar í landinu. Sala til
stóriðju er einn þátturinn í þeirri orkunýtingu, en
æskilegt væri að finna einnig leiðir til aukinnar
orkunýtingar meðalstórra fyrirtækja.
Fréttir berast nú af þeirri stefnumótun í iðnaðar-
ráðuneytinu að innlend orkunýting hafi forgang
fram yfir sölu orku úr landi um sæstreng. Undir
þessa stefnumörkun skal tekið. Þessari orkusölu
má jafna við hráefnisútflutning og hún útheimtir
virkjunarframkvæmdir af þeirri stærð sem erfitt
yrði að sameina þjóðina um af umhverfisástæð-
um.
Það er miklu vænlegri leið að reyna að laða að
erlent fjármagn til byggingar atvinnufyrirtækja
hérlendis sem nýta innlenda orkugjafa. í þessum
efnum er ærið verk að vinna.
Frelsabur ritstjóri
Þá er röbin aftur komin að Karli
Birgissyni að vera ritstjóri Helgar-
póstsins (Morgunpóstsins/Press-
unnar/Eintaks), en hann tekur nú
við af Sigurði Má Jónssyni, sem tók
við af Gunnari Smára Egilssyni, sem
tók við af Karli Birgissyni, sem aftur
varð ritstjóri Pressunnar þegar
Gunnar Smári varð ritstjóri Eintaks.
Þab ríkir því ákveðinn stöðugleiki í
málefnum Helgarpóstsins, eins og í
efnahagslífinu, og ljóst að eigendur
blaðsins hafa ákveðið að fara ekki
út fyrir sama gamla kaffihúsið eöa
sama gamla kunningjahópinn í
miðbænum til að leita sér að mann-
skap. Slíkt er raunar mjög í anda
blaðsins, en haft er fyrir satt að rit-
stjórn blaðsins fari helst ekki út fyr-
ir Kvosina í Reykjavík, ef mögulegt
er að komast hjá því, og því hafi
Sigurður Már, fráfarandi ritstjóri og
verðandi blaðamaður á Viðskipta-
blaðinu, nokkuð stungið í stúf, því
eins og svo margir smáborgarar
landsins bjó hann ekki í miðbæn-
um og fór heim til konu og barna
að afloknum vinnudegi. Bóhem-
arnir á Póstinum munu hafa titlað
hann fréttaritara blaðsins í úthverf-
unum.
Breyttir tímar
En nú eru breyttir tímar fram-
undan og mikilla breytinga mun
vera að vænta á Póstinum, ef marka
má viðtal við nýja ritstjórann í Tím-
anum í gær. Blaðið verður í framtíð-
inni „þyngra, efnismeira, betur
skrifað og skemmtilegra. Meiri pól-
itík og meiri menning", svo gripið
sé til nokkurra vel valinna lýsinga
sem ritstjórinn sjálfur hefur valið á
Karl Birgiss°n nVr
endurn
efttt 1
sue\t>
1%'.,
royndum, é1-1'
i nósiunm'. . ýiku
nýja blaðið. Það, sem þó vekur
mesta athygli, er að Helgarpóstur-
inn, eins og blaðið heitir þessa dag-
ana, ætlar að taka upp nýja stefnu
og fara að bera virðingu fyrir sjálfu
sér og lesendum sínum.
Þetta er óneitanlega merkileg yf-
irlýsing, ekki síst í ljósi þess að sam-
GARRI
hliða henni viðurkennir nýi rit-
stjórinn að blaðið og hann líka hafi
ekki borib virbingu fyrir blaðinu
eða lesendum. „Já, ég held að svo
hafi verið, og undanskil ekki eigin
þátt í því," segir Karl Birgisson og er
greinilega frelsaður maður og bú-
inn að uppgötva að það er líf utan
Kvosarinnar.
Vir&ing lesenda
Garri, sem verið hefur einn af les-
endum Helgarpóstsins/Morgun-
■'_______
póstsins/Pressunnar/Eintaks, er
sannfærður um að fyrra viröingar-
leysi blaðsins gagnvart okkur til
þessa mun ekki spilla framtíðarsam-
skiptum við blaðið. Sannast sagna
hefur þetta virðingarleysi blaðsins
gagnvart lesendum orbið til þess að
blaðið hefur heldur ekki notið virð-
ingar lesenda, þar á meðal Garra, og
því er það mikið tilhlökkunarefni ef
nú eiga að verða umskipti þarna á
og nýtt blað að líta dagsins ljós.
Aðferöin er ab vísu óvenjuleg,
þ.e. að sömu menn skuli gefa út
sama blab meb sama nafni á sama
hátt, en þó verði um nýtt blað ab
ræða. Árangurinn á eftir að koma í
ljós og Karl Birgisson á heiður skil-
inn fyrir að ætla að taka upp á því
að bera viröingu fyrir okkur lesend-
um. Lesendur, Garri jafnt sem aðrir,
verba hins vegar að bíða eftir nýja
blaðinu til að gera það upp við sig
hvort þeir ætla líka að taka upp á
því að bera virðingu fyrir Karli og
blaðinu hans. Garri
Strætó og leiðirnar þrjár
Allmikil umræða hefur nú skap-
ast í Reykjavík vegna ákvörðun-
ar borgarráðs í gær um að
hækka fargjöld Strætisvagn-
anna um 20% að meðaltali.
Gagnrýninni má skipta í tvo
flokka sem hljóta að teljast
mjög misalvarlegir. í fyrri
flokknum er lýðskrum Sjálf-
stæðisflokksins, sem kemur nú
fram sem stjórnarandstöðuafl í
borgarstjórninni og talar fjálg-
lega um „aöför aö barnafjöl-
skyldunum" og „aðför að eldri
borgurum". Þessi málflutningur
verður í rauninni hjákátlegur í
ljósi þess að þetta er sama fólkið
og staðið hefur að skerðingu á
framlögum til SVR á undan-
förnum árum. Þetta er sama fólk
og fór með Strætisvagna Reykja-
víkur í hugmyndafræðileg helj-
arstökk fram og til baka í rán-
dýrum einkavæðingartilraun-
um. Þaö er því holur hljómur-
inn í þeirri tegund gagnrýni,
sem byggir einvörðungu á upp-
hrópunum um „enn eina aðför
R-listans að unglingum og gam-
almennum í Reykjavík". Hann
er holur vegna þess að minni-
hlutinn í borgarstjórn er svo
augljóslega að koma sér hjá því
að taka efnislega á málinu.
Fjárvana kerfi
Hinn efnislegi vandi felst í því
aö strætisvagnakerfið í Reykja-
vík er fjárvana, og þaö þarf að
finna leiðir til þess að borga fyr-
ir það. í aðalatriðum eru til þrjár
leiðir. Ein er að draga úr þjón-
ustunni. Önnur að hækka þjón-
ustugjöldin eða fargjöldin. Sú
þriðja er að taka fé úr borgar-
sjóði til að auka á niðurgreiðslur
og halda óbreyttri þjónustu.
Engin þessara leiða getur talist
pólitísk skemmtiferð og þess
vegna hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn brugðið á það ráð að velja
Skipu-
lagsnefnd
í tíu daga
ferð
3UNNAR Jóhann Birgisson, ann-
ár fulltrúi Sjálfstæðisflokksins i
enga þessara leiða, en gera hróp
að R-listanum.
Gnnur tegund gagnrýni hefur
komið fram á hækkun fargjald-
anna og kemur hún úr röðum
R-listafólks sjálfs. Helgi Hjörvar
ritar grein í Morgunblaðið í gær
þar sem hann gagnrýnir R-list-
ann út frá ýmsum almennum
sjónarmiðum sem einkenna
stefnu og starfshætti listans.
Gagnrýni Helga er mun upp-
byggilegri en gagnrýni Sjálf-
stæðisflokksins, ekki síst vegna
þess aö hann skorast ekki undan
Á víbavangi
að velja sér ákveðna leiö. Hann
vill að borgarsjóður niðurgreiði
þessa þjónustu enn frekar og að
önnur verkefni megi þá sitja á
hakanum. Gagnrýni Helga
byggir m.ö.o. á því að hann vill
forgangsraöa verkefnum borgar-
innar með öðrum hætti en
borgarráð gerir með þeirri
ákvörðun aö hækka fargjöldin.
Gallinn við gagnrýni Helga er
að hann bendir ekki á hvað það
er sem eðlilegt getur talist að
skorið sé niður á móti, en búast
má við að fátt geti veriö um val-
kosti í þeim efnum. Borgarsjóð-
ur stendur illa og menn telja sig
vera búna að skera af þá fitu,
sem safnast hefur upp á löngum
góðærisköflum og ekki eru leng-
ur forsendur til að viöhalda. Það
er því líklegt að ef leiö Helga
yrði farin og eitthvað annað
skoriö niður á móti'auknu fram-
lagi til almenningssamgangna,
myndi það skapa nýtt vanda-
mál, óánægju og erfiðleika á
öðrum sviðum sem eru ekki síö-
ur talin mikilvæg.
Ekki margar krónur
Hækkun fargjalda er vissulega
mikil í prósentum, en upphæð-
irnar eru ekki mjög háar. Ótrú-
legt er að þessi hækkun muni
skipta sköpum fyrir farþega, þó
eflaust muni hún koma illa við
einhverja. Sannleikurinn er
hins vegar sá, ab það er enginn
kostur í stöðunni góður og ýms-
ir kostir gætu verið verri en ab
hækka fargjaldið. Það væri t.d.
verra að skerða þjónustuna enn
frekar frá því sem þegar hefur
verið gert. Og það er vel hugsan-
legt ab það gæti orðið verra að
taka fé úr borgarsjóði og tak-
marka önnur umsvif hans en að
hækka fargjöldin. Þess vegna er
fargjaldahækkunin ekki eins
slæmt mál og af er látiö, ef fullr-
ar sanngirni er gætt. Hins vegar
er það spurning hvort Helgi
Hjörvar og aðrir stuðnings-
menn R-listans eigi að þurfa ab
lesa um það í blööum á þessum
sparnaðartímum að verið sé að
senda fjölda manns í rándýrar
og gjörsamlega gagnslausar
kynnis- og skemmtiferðir til út-
landa á vegum hinna ýmsu
stofnana og nefnda borgarinn-
ar. Þab bætir ekki skapið hjá
stuðningsmönnum meirihlut-
ans þegar minnihlutafulltrúarn-
ir slá sig til riddara með því að
afþakka þátttöku í skemmtiferö-
unum. -BG.