Tíminn - 13.09.1995, Blaðsíða 8
8
Miðvikudagur 13. september 1995
Hútúskt flóttafólk frá
Rúanda þorir ekki aö
snúa heim, enda lík-
legt oð margt af því
hafi tekiö þátt í
fjöldamoröunum þar
í fyrra. í fangelsum
Rúanda, sem byggö
voru fyrir 12.000
fanga, eru fangarnir
nú yfir 50.000
Um milljón (lauslega
áætlað) flóttamanna
frá Rúanda hefst við
skammt utan landamæra föö-
urlands síns í Saír, og fyrir
skömmu hófst her Saír-stjórn-
ar handa við að reka þá til-
baka. Notuðu saírsku her-
mennirnir tækifærið til rána,
þótt lítið væri af flóttafólkinu
að hafa, og nauögana, aö
sögn einhverra fréttamanna.
Alþjóbasamfélagið skarst í
leikinn og lét Saír þá af brott-
rekstrinum.
Fyrir alþjóðasamfélagið er
flóttafólkið frá Rúanda, sem
hefst við í búðum skammt utan
landamæra þess, einkum í Saír,
ab verða stöðugur höfuðverkur
(sem það líklega helst vildi geta
gleymt). Jon Swain, fréttamaður
frá breska Sunday Times, segir
það stafa m.a. af því að hjálpar-
aðilum á vegum Sameinuðu
þjóðanna og annarra hafi tekist
heldur vel til, miðað við ailar
aðstæður, aö sjá flóttafólkinu
fyrir mat og öðru því sem brýn-
ast er. En þetta eigi sinn þátt í
að draga úr áhuga flóttafólksins
á því að snúa heim.
Mikil þátttaka
Kostnaburinn við uppihald,
læknisþjónustu og annað fyrir
flóttafólkið er hins vegar mikill,
og nú dregst athygli heimsins
meir og meir að hliðstæðum
vandamálum annars staðar. Það
gerir að verkum að minna fé en
áður berst að til hjálpar flótta-
fólkinu frá Rúanda. Þarafleiö-
andi hefur matarskammturinn í
flóttamannabúöum þessum nú
verið minnkaður um helming.
Mobutu, einræðisherra í Saír,
óttast að flóttafólkið kunni að
valda ókyrrð í ríki hans, þar sem
flest er úr greinum gengið, og
vill því losna viö það hið snar-
asta.
S.þ. reyna nú ab draga úr
vanda þessum meb því að
hvetja flóttafólkið til að snúa
heim viljugt. En flóttafólkið
tekur flest dauflega í þab, enda
þótt bæbi talsmenn S.þ. og Rú-
andastjórnar fullyrði að það
hafi ekkert að óttast í Rúanda.
Þessi tregba flóttafólksins er
tengd því að það er svo ab segja
allt Hútúar. Hútúsk Rúanda-
stjórn stóð fyrir fjöldamorðinu
mikla þarlendis s.l. ár, er hálf
eða heil milljón manna var
drepin, aðallega Tútsar. Og nú
rába Tútsar í Rúanda.
Ekki fer á milli mála ab þaö
voru ekki aðeins her Hútúa-
stjórnarinnar og meira eða
minna skipulagt vopnað lið
Hútúa sem framdi fjöldamorð-
in, heldur og tók þátt í þeim
fjöldi óbreyttra hútúskra borg-
ara, karlar, konur og jafnvel
börn. Sumt af þessu fólki hefur
síðan haldib því fram, ab það
hafi verið neytt til þátttökunn-
ar, en frásagnir sjónarvotta
benda frekar til þess að morð-
æðið hafi litiö út fyrir að vera
Daubvona fangi í Rúanda.
Flóttafólk og fjöldamorðingjar
Hútúskir flóttamenn á heimleib. En flestir þeirra vilja heldurvera um kyrrt í flóttamannabúbunum, afótta vib ab
grimm örlög bíbi þeirra íœttlandinu.
fjöldahreyfing, skipulögö og
sjálfsprottin í senn. Framganga
morðingjanna hafi yfirleitt ekki
borið þess merki að þeir væru
neyddir til illvirkjanna, nema
síður væri.
Af öllum stéttum og
starfshópum
Mannréttindastofnunin Afr-
ican Watch, sem hefur aðalab-
setur í Lundúnum, hefur nýlega
sent frá sér skýrslu um hlutdeild
kvenna í fjöldamoröum þess-
um.
„Konur og unglingsstúlkur ...
æddu inn í kirkjur, sjúkrahús og
aðrar byggingar þar sem fólk
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
hafði leitað hælis. Þær beittu
sveðjum og naglaspýtum af
mikilli leikni," er haft eftir ein-
um sjónarvottinum í skýrsl-
unni.
Þar segir einnig að hútúsku
konurnar hafi hvab oftast fylgt
karlmönnunum eftir til illvirkj-
anna og hvatt þá til þeirra með
söng og ópum, að fornum
stríðssið víða um lönd. Þær hafi
síðan gert út af við sært fólk eða
manneskjur sem karlmönnun-
um hafi sést yfir, þ.á m. börn.
Konurnar sem tóku þátt í ill-
virkjum þessum voru af öllum
stéttum og starfshópum, þ.á m.
ráðherrar, opinberir starfs-
menn, kennarar, læknar, blaba-
menn, skólastúlkur, húsmæður,
vinnukonur, kaupkonur og
nunnur, segir ennfremur í
skýrslu African Watch. Sumar
þeirra starfi nú hjá hjálparstofn-
unum og við skóla og sjúkrahús
í flóttamannabúðunum. Þeirra
á meðal sé Pauline Nyiramasu-
huko, fyrrum jafnréttismálaráð-
herra í Rúanda. Aðspurð af BBC
bar hún af sér allar sakir og
sagðist ekki einu sinni hafa
brjóst í sér til að hálshöggva
hænsn.
Líkur benda til ab tiltölulega
margir morbingjanna hafi flúiö
land og að þeir séu þarafleið-
andi tiltölulega fjölmennir
meðal fióttafólks í grannlönd-
um. Það er önnur skýring á
tregðu þess til að snúa heim á
vald Tútsa.
Þúsundir fanga
sagbir látnir
Tútsastjórn Rúanda hefur lát-
ið hefja réttarhöld yfir fólki sem
grunað er um hlutdeild í morð-
unum. Um 51.000 manns hafa
verið handteknir af því tilefni,
en fangelsi landsins eru byggö
fyrir aðeins um 12.000 fanga.
Og réttarhöldin ganga hægt,
m.a. vegna þess að átta af hverj-
um tíu dómurum og saksóknur-
um þarlendis eru látnir, í fang-
elsi eða landflótta eftir fjölda-
morðin og stríðið í fyrra.
Aðbúnaður fanganna er sagð-
ur hinn versti og heyrst hefur
að þúsundir þeirra hafi þegar
látist, kafnað í þrengslum eða
oröiö sjúkdómum og vöntun á
læknisþjónustu að bráð. Fanga-
verðir eru og sagðir auka þján-
ingar fanganna, t.d. segist
fréttamaður einn hafa heyrt að
fangar séu látnir standa klukku-
tímum saman berfættir í vatni
sem óleskjuðu kalki hafi verið
hellt í, með þeim afleiöingum
að holdið losni af beinunum og
taka verði af föngunum fæt-
urna.
Foringjar í fyrrverandi hút-
úskum her Rúanda undirbúa
innrás í föðurland sitt, til að
endurheimta völdin (og e.t.v.
að ljúka við að útrýma Tútsum
þar), og fréttamaður frá New
York Times segir þá ráða flótta-
mannabúðunum í Saír að
„nokkru leyti". Hætt er því við
að hjálpin til flóttamannanna
komi foringjum þessum að ein-
hverju gagni og að S.þ. og hjálp-
arstofnanir ýmsar veiti því
fjöldamorðingjum þessum
stuðning í raun, auðvitað gegn
vilja sínum.
Fréttamaður frá New York
Times segist hafa heyrt að hút-
úsku herforingjarnir fái aðstoð
til að vopnast á ný frá Frakk-
landi (sem var vinveitt hútúsku
stjórninni sem stóö fyrir fjölda-
morbunum), Saír (sem meb því
þykist líklega eygja möguleika á
að losna viö flóttafólkiö) og
Suður- Afríku. ■